Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Síða 5
börnin sitja á hakanum vegna okk
ar eigin áhugamála og metorða-
girndar. Fólki er núorðið í sjálfs-
vald sett, hvort það vill eignast
börn eða ekki, og ef það tekur á
sig þá ábyrgð, sem barneignum
fyígir, þá verður það að láta hana
sitja fyrir.
— Viltu þar með meina, að kon-
ur, sem hyggja á einhvern frama i
námi eða starfi, eigi alls ekki að
eiga börn?
— Nei, það finnst mér alveg út i
hött, en annaðhvort þurfa þær að
slaka á, meðan börnin eru lítil,
eða fá einhverja manneskju til að
sjá um þau fyrir sig. Ákjósanleg
ast er sjálfsagt, að foreldrarnir
geti skipzt á um að vinna og gæta
barnanna, en hvorki einstakling-
arnir né þjóðfélagið virðast vera
komnir nógu langt í þróuninni til
að þetta geti verið almennt. Og
einhvern veginn finnst mér að
það standi móðurinni næst að
annast börnin á fyrst ári. Það er
nú einu sinni hún, sem gengur
með þau, fæðir þau og hefur á
brjósti, svo að það er ekki ólik-
legt, að hún hafi meiri tilfinningu
fyrir því en faðirinn. Eitthvað er
til sem heitir eðli, og þvi verður
ekki breytt, hvað sem allar rauð-
sokkur segja.
— Þú ert þá ekki rauðsokka?
— Ekki beinlínis. Jú, mér
finnst margt jákvætt við þær.
Þær hafa hrist duglega upp i
fólki, ekki sízt karlmönnum.
Auðvitað ber okkur að stuðla aó
jafnrétti i þjóðfélaginu, á vinnu-
stöðum og á heimilum, en jafn-
rétti þarf alls ekki að vera fólgið i
því, að allir geri allt eins. Fólk
hefur misjafna hæfileika og mis-
jöfn áhugamál, og að minum dómi
er ekki hægt að tala um jafnrétti,
ef börnin eru útundan, heldur er
það algert misrétti. Mín skoðun er
sú, að þeim sé nauðsynlegt að
móðir og faðir séu á heimilinu,
a.m.k. fyrstu árin, og sem kennari
varð ég vör við, að þau börn, sem
höfðu annað hvort foreldrið
heima, voru venjulega ánægðari
og frjálslegri en hin, sem komu úr
skólanum að tómu húsi. Auóvitað
eru ekki til neinar algildar reglur
um þetta, og ég held, að það sé
lika til, að konum leiðist svo að
vera heima, að það borgi sig fýrir
þær, börnin og eiginmanninn, að
þær fái sér einhverja útivinnu, ef
það yrði til þess að létta skapið.
Það er ekki hægt að setja fram
uppskrift að fyrirmyndar fjöl-
skyldulífi, af þvi að einstaklingar
og fjölskyldur eru svo óskaplega
mismunandi.
Eg hef orðið vör við, að flestar
útivinnandi konur sitja uppi með
öll heimilisverkin, þegar heim
kemur. Það er meðal annars
vegna þess, að þessi kynslóð hef-
ur yfirleitt ekki notið jafnréttis i
uppeldi, og hjá karlmönnum er sú
hugsun býsna rík, aó þeir séu aðal
fyrirvinnurnar, og þess vegna
beri konunum að sjá um hús-
verkin. Ég skil þetta að suntu
leyti, því að oft hafa konur
skemmri vinnudag, og vinna
ábyrgðarminni störf, hvernig svo
sem þetta verður nú i framtíðinni.
Og þeim er yfirleitt einhvern
veginn eðlilegra að hafa röð og
reglu á heimilinu. Þetta gerir það
að verkum, aó þær eiga aldrei fri.
Að loknum vinnudegi koma hús-
verkin, og helgarnar fara yfirleitt
i þvotta og þjónustubrögð, og
Framhald ð bls. 16
Sextán bama móðir
Ég var þægur krakki en
ósköp spurull. Ég braut
heilann um ótal ráðgátur
og innti fullorðna fólkið
eftir svörum við mörgum
þeirra. Sumar þær
spurníngar þóttu óvið-
felldnar oa erfiðar úrlausn-
ar, og fróoleiksþrá min var
iðulega misskilin.
Heimilisfólkinu leiddust
spurningarnar og gestum
fannst þeim stefnt gegn
sér af ósvífinni hrekkvisi
sem mér kom einganveg-
inn til hugar og ég skal
aldrei láta á mig sannast.
Spurníngar minar stöfuðu
aðeins af heilagri einfeldni
og saklausri forvitni, en ég
var ófeiminn og lét ógjarn-
an slá mig ut af laginu.
Einu sinni var von á
gesti í heimsókn til okkar.
Það var roskin kona. Hún
hafði leingi verið húsfreyja
á koti útá Starmýri og
eignast sextán börn með
bónda sínum. Nú var hún
orðin ekkja og komin í
hornið til einnar dóttur
sinnar sem var myndarfrú
á Eyrarbakka. Kona þessi
hét Guðfinna og var alltaf
kennd við Jaðar í Vatna-
sveit. Hún ætlaði að hjálpa
móður minni við sauma-
skap nokkra daga og var
væntanleg á hveri stundu.
Mamma ákvað af gætni
sinni og fyrirhyggju að slá
varnagla og bað mig bless-
aðan að vera ekki með
neinar spurníngar við Guð-
finnu á Jaðri meðan hún
dvaldist hjá okkur. Ég vildi
gera mömmu allt til geðs
og lofaði þessu hátiðlega.
Svo kom Guðfinna. Ég
vissi að hún var sextán
barna móðir og imyndaði
mér þessvegna að þetta
væri stæðileg manneskja,
há og þrekin og vel í hold-
um. Mér brá því i brún
þegar Gunfinna stóð allt í
einu á miðju baðstofugólf-
inu brosandi útundir eyru
og heilsaði móður minni
með kossi en hinu fólkinu
með handabandi. Hún var
sem sé allra kvenna
minnst vexti og grönn að
sama skapi en kvik á fæti
og hýr i bragði rétt eins og
veröldin hefði aldrei auð-
sýnt henni annað viðmót
en ástúð og nærgætni.
Móðir mín og Guðfinna
á Jaðri hófust þegar handa
um saumaskapinn. Ég sat
á rúmstokk skammt frá
þeim með púltið mitt á
hnjánum, raðaði dóti minu
kyrfilega og sagði ekki orð.
Þetta var á góu og veður
umhleypingasamt svo ég
var best geymdur inní bæ
úngur og lasinn. Hinsvegar
vildi ég á eingan hátt
stofna dreingskap mínum í
hættu. Ég hafði lofað
mömmu að spyrja ekki
Guðfinnu á Jaðri neins og
það heit ætlaði ég sannar-
lega að efna. En oft stalst
ég til þess að renna augum
á þessa nauðalitlu en bráð-
snotru konu. Starsýnast
varð mér á hárið á henni.
Það var fagurhvitt eins og
nýfallin mjöll. Mamma
spjallaði við þessa
kunningjakonu sina um
alla heima og geima með-
an þær sniðu, bættu og
saumuðu. og bar sitthvað
forvitnilegt á góma i tali
þeirra, en ég spurði einskis
þó mig sárlángaði að fræð-
ast nánar um margt þetta.
Ég þagði víst þarna í fjóra
daga.
Guðfinna á Jaðri var far-
in aftur útá Eyrabakka. Við
sátum að kvöldverði heima
í Baldurshaga og var glatt
á hjalla yfir snæðinqnum
enda nýmeti á borðum.
Mamma dáðist að því hvað
ég hefði verið stilltur og
prúður meðan Guðfinna
dvaldist hjá okkur. Hún
leyndi því alls ekki að
henni fyndist til um að ég
skyldi hafa steinþagað
allan þennan tima.
Pabbi brosti glettnislega
og spurði:
Um hvað varstu eigin-
lega að hugsa?
Eg lét ekki standa á svar-
inu og ansaði:
Ég var bara að velta þvi
fyrir mér hvernig sextán
börn hafa komið úr svona
lítilli kerlingu.
Pabbi hló við en mömmu
varð að orði:
Mikið er ég fegin þvi að
þú skyldir þegja!
©