Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Qupperneq 7
Förnaði hann pöiitískum frama til að bjarga Finnlandi undan valdaröni? Til vinstri: Minningar Leinos voru prentaðar i 12 þús. eintökum árið 1 958, en bókin kom aldrei út. Til hægri: Yrjö Leino 1934. Myndirnar tók leyni- lögreglan á sinum tima. tókst ekki, gerði hún tillögu um Matti Huhta. Hann var reyndar mjög líklegur um tíma, þar sem sósíaldemókratar munu hafa stutt hann. Þeir reiknuðu nefnilega með því — hefur síðar komið í ljós — að innan tveggja vikna hefði hann reynzt óhæfur sem ráðherra. Ljóst var, að kommúnistar urðu að eiga fulltrúa í ríkisstjórninni, því að Rússar höfðu krafizt þess. Yrjö Leino fékk nú stuðning úr tveimur óvæntum áttum. Annars vegar frá nokkrum áhrifaríkum borgurum og hins vegar frá Rúss- um! Flokkurinn gat þá ekki ann- að en samþykkt hann. Hann var boðaður á fyrsta ríkis- stjórnarfund 17. nóv. 1944 kl. 18, og hann mætti stundvíslega. Við anddyrið spurði lögregluþjónn: — A hvaða leið eruð þér? •— Á fundi ríkisstjórnarinnar. Eg er aðstoðarfélagsmálaráð- herra, sagði Yrjö Leino. Dyrnar opnuðust. Nýtt, sundlandi timabil var hafið í lífi landbúnaðarsósíalistans hug- sjónarika. Nákvæmlega 10 ár voru iiðin síðan lögreglan hafði fyrst tekið hann höndum. En hvernig stóð á þvi, að hinn óþekkti Yrjö Leino varð fyrir val- inu? Hann hafði ekki gegnt nein- um trúnaðarstöðum í flokknum á þriðja eða f jórða áratugnum. Eðli- leg skýring á upphefðinni gæti að sjálfsögðu verið nafnið Kuusinen. En ekki Hertta eins og Otto Wille. Finnsku kommúnistarnir báru ekki fram tillögu um hann, og Hertta vildi sjálf verða ráðherra, en studdi svo Matti Huhta — vafa- laust, þar sem hann yrði auðsveip- ur flokknum. En það er hugsan- legt, að faðir hennar i Moskvu hafi haft áhrif á valið, og það er reyndar sennilegt. En Rússar, hvort sem það var Kuusinen, Zdanov eða Stalín sjálfur, héldu fram Leino vegna frammistöðu hans á stríðsárun- um. Reyndar var hann einn af mjög fáum finnskum kommúnist- um, sem tókst að koma einhverju til leiðar heima fyrir. Á meðan foringjaefni kommúnismans voru annaðhvort á bak við lás og slá eða kúrðu í Moskvu (eða höföu strokið eins og Arvo Tuominen) var Leino virkur í þágu kommúnismans i Finnlandi. Á stríðstímum er hægt að vinna sér margt til frægðar. Þau dreifirit og neðanjarðar blöð, sem gefin voru út að frumkvæði Leinos, vöktu athygli valdamanna í Moskvu. Þarna var allt i einu karl, sem hafði reynzt nógu framtakssamur til að flýja, nógu slyngur til að vera í felum og hafa til að bera hugrekki, röggsemi og kommúnistiska sannfæringu til að reka neðanjarðarstarfsemi. Þegar Paasikivi var falin stjórnarmyndun, varð hann að skyggnast um i hinni kommúnist- ísku fjölskyldu. Hann var ákveð- inn i því að forðast hina Moskvu- lærðu þar, því að honum hafði lærzt að umgangast varlega slíka slekt. Þá leitaði hann helzt að siðfáguðum manni. Yrjö Leino hafði gengið i gagnfræðaskóla, sem var meira en flestir hinna heimakommúnistanna höfðu gert. Hann kunni meira að segja sænsku og talsvert i þýzku. Hann gat umgengizt fólk án þess að verða sér til skammar. Hann gat tjáð sig i ræðu og riti. Hann kont vel fyrir. En hvort Paasikivi hafi verið svo glöggur, að hann hafi þá þeg- ar treyst þjóðhollustu hans, veit enginn. En ef svo var, þá var val hans snjallt. Vafalaust hefur hann aflað sér upplýsinga eftir föngum, og eftir að hann hafði ákveðið Leino, þýddi ekki að stinga upp á öðrum. Og hann hélt fast í Leino, unz hann neyddist til að segja af sér af öðrum ástæðum þremur og hálfu ári síðar. Fyrstu ráðherradagarnir hljóta að hafa verið þrungnir af eftir- væntingu fyrir Leino. „Heill heimur“ fylgdist af athygli með því, hvað kommúnisti myndi að- hafast í ríkisstjórn. Tortryggnin var mikil hjá mörgum. Paasikivi fól innanríkisráðherr- anum Hillilá og dómsmálaráð- herranum Urho Kekkonen að „sjá um“ að nýliðann, kynnast honum og hafa gott samband við hann frá upphafi. Það hlutverk reyndist ekki erfitt. Þegar fyrsta feimnin var horfin og Leino varð óþvingaður i framkomu, varð hann brátt mjög góður vinur Kekkonens sérstak- lega. Báðir voru gæddir kimni- gáfu og höfðu yndi af snöggum spaugsömum tilsvörum. Einn starfsbræðra hans í rikis- stjórninni þá segir: — Leino var mjög samvinnu- þýður og það var mjög sjaldan, sem hann sýndi hinum gömlu óvinum sínum neina gremju. Til dæmis var Kekkonen innanrikis- ráðherra 1939 og var þannig ábyrgur fyrir eltingaleiknum við kommúnista í sambandi við upp- haf vetrarstríðsins. En Leino lærðist fljótt að grín- ast við sinn nýja starfsbröður um málið: — Veikur var ég, en samt skyldirðu loka mig inni i búri, sagði hann við Kekkonen. „Kvöldskólin“ kallaðist óform- legur stjórnarfundur, sem hald- inn var einu sinni i viku. Menn borðuðu kvöldverð og ræddu síð- an saman frjálslega undir stjórn forsætisráðherra. Sá eini, sem var viðstaddur utan stjórnarinnar, var ritari forsætisráðherra, sem hripaði niður það helzta, sem unt var rætt. Yrðu einhverjar ákvarðanir teknar, varð að stað- festa þær á formlegum stjórnar- fundi. Á einum slíkum fundi lenti han í stuttri orðasennu við Paasikivi um jarðnæði fyrir Kirjála- og Porkalabúa, sem orðið höfðu að yfirgefa jarðir sinar. Eftir fund- inn flýttu eldri starfsbræður hans sér til hans og hvísluðu að honum, að hann skyldi fyrir alla muni jafna þetta við Paasikivi, svo að hann færi ekki af fundinum í fúlu skapi. Leino varð samferða Paasikivi út og sagði: — Ekki var það ætlun mín að móðga yður. Eg vildi bara leggja áherzlu á það, að málið þyrfti frekari undirbúnings við, svo að það yrði örugglega vel úr garði gert. — Héðan í frá skulum við þúast, sagði Paasikivi og tók fast i hönd Leinos. Mannerheim, forseti, þurfti auðvitað einnig að forvitnast um Leino. — Hvað skyldi hann eiginlega ætlast fyrir kommúnistinn? spurði Mannerheint Hallilá. Greinilegt var, að marskálkur- inn bar fullt traust til Hillilá, því að Mannerheim varð æ vingjarn- legri við Leino, eftir þvi sem frarn liðu stundir. Hillilá haföi sann- fært forsetann unt heiðarlegan ásetning Leinos í stjórnarstörfum sínum. Við aðstoðarmann sinn á Mannerheim að hafa sagt: — Á vissan hátt kann ég vel við hann og á vissan hátt ekki. Ilann átti að sjálfsögðu við and- stæðurnar, muninn á manninum Leino og lífsskoðun hans. Framhald í na'sta blaði Sögulegur fundur. Kommúnistaráðherrann Leino er kynntur fyrir Manner- heim marskálki. Valdemar Guömundsson í GUÐBRANDSDAL í Guðbrandsdalnum er gott undir bú, þar gjöful er moldin og frjó, þó Guðbrandur sjálfur sé genginn er nú samt gróska i þjóðlifi nóg, þvi æskan er glaðvær, sem áður hún var og ástin er logandi heit, en ættfeðra röðin, sem byrðarnar bar er bliknuð i dáinna reit. Hér sjáum vér akra og ilmandi skóg og alskonar bjástur i sveit, og bullandi sveittur er bóndinn við plóg þvi brennandi sólin er heit, úr jörðinni grefur hann allt, sem hann fær, þann auð, sem að fyllir hans mund að dagsverki loknu er dagurinn fjær, sem drýgt hefur gæfunnar pund. Og fjallanna borgir þær hefja sig hátt til himins, þar skógurinn grær, en dalbotninn sjálfur, hann liggur svo lágt er Lögurinn speglandi tær. Og hvar er þín, Noregur, fegurri fold og frjálsara þegnanna geð? Ég spyr ekki framar, en munum að mold er mesta, sem bónda er léð. Þú arftaki feðranna átt þetta land. þann auð, sem að Drottinn þér gaf. hér unirðu glaður þó sæbarinn sand þú sjáir ei fremuren haf. Um æðarnar rennur þitt ólgandi blóð. i árdögum litaði völl, svo vist áttu rætur, sem vaggan hún stóð við Löginn og Dofrafjöll. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.