Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Blaðsíða 8
Á vinnustofunni hjá Sveini. Til
hægri: Sem betur fer lendir alltaf
eitthvað af litnum á léreftið, en
rnyndin af Sveini sýnir, að liturinn
lendir vlðar.
LIFIÐ
ER
• •
KONGULO-
ARVEFUR
Greinarstubbar og viðtalsbútar við Svein Björnsson, listmálara og leyni
lögreglumann í Haíiiarfirði, sem nú sýnir verk sín að Kjarvalsstöðum.
Eftir Gísla Sigurðsson
SVEINN Björnsson sýnir verk sín
á Kjarvalsstödum um þessar
mundir. Það er fyrsta sýning hans
í „Musterinu". Saml hefur hann
haldið fleiri sýningar í Reykja-
vík, Hafnarfirði, Kaupnianna-
höfn og úti á landi en að hann
niuni tölu þeirra í fljótu bragði.
Og Sveinn er ekki heldur að
brjóta nein bönn, þótt hann sýni á
Kjarvalsstöðum. Skýringin á því
er sú, að Sveinn er ekki í Eélagi
íslenzkra myndlistarmanna. Ein-
hvern tíma var hann borinn upp
þar og félagsmenn greiddu at-
kvæði um, hvort þeir ættu að taka
hann í félagið. „En ég var að
sjálfsögðu felldur," scgir Sveinn
og hla;r tröllahlátri um leið og
hann bætir við: „Ég var vitaskuld
ekki nógu góður."
Þesskonar smámuni lætur
Sveinn Björnsson ekki á sig fá,
enda orðinn því vanur að hafa
nokkurn mótbyr. Gagnrýnendur
hafa haft sérstakt yndi af því að
skamnia Svein, enda fer hann sín-
ar cigin götur og gefur sig lítt að
klík'-num. Hann minnir
á Bjarí í Sumainúsum og færii
sig aðeins innar á heiðina, þegar
þeir gerast erfiðir á Útirauðs-
mýri.
Sem málari hefur Sveinn hafizt
af sjálfum sér og löngum þurft að
©
sinna brauðstritinu fyrst áður en
röðin kæmi að listinni. Eppá síð-
kastið hefur hann verið rann-
sóknarlögreglumaður í Hafnar-
firði við góðan orðstír, enda
slundum í gamni nefndur Sveinn
Sérlokk eftir fraigum kollega. Það
vill til að Sveinn er hamhleypa til
vinnu og hraustur eftir því. Flest-
ir væru búnir að fá nóg eftir þann
vinnudag, sem stundum liggur að
baki og ekki minna álag á tauga-
kerfið en hvað annað að yfirheyra
innbrotsþjófa og aðra afbrota-
menn. Þá kemur fyrir að fullorðn
ir menn bresta í grát og Sveinn
verður að vera í senn sálusorgari
og sálfræðingur, þegar játningin
liggur á borðinu. Þetta er um-
fram allt vettvangur tilfinninga-
mála, sem reynir mjög á tauga-
kerfið og mætti halda að þesskon
ar vinna sé ekki heppileg fyrir
listamann.
— ilvað tekur Sérlokk mik-
inn líma á degi hverjum?
— Allan daginn og stundum
nóttina líka. Það er aldrei frið-
ur og sum mál eru þess eðlis,
að maður getur ekki hætt að
hugsa um þau, eftir að heim er
komið. En ég hvíli mig á mál-
verkinu; þá kemst ég í annan
heim, sem ég lifi mig inn i og
helzt vildi ég geta hætt öllu
öðru stússi.
Þaó hefur líka komið fyrir
að ég hafi fengið símhringingu
um miðja nótt, þar sem mér
var sagt að búa mig sem snar-
ast undir andlátið, því ég yrði
myrtur innan tíðar. Ég hafði
óljósan grun um, hver talaði og
sagði honum bara að slíkar
hótanir gætu engin áhrif haft
á mig, þvi ég yrði samkvæmt
spádómi 95 ára. Núna stend ég
á fimmtugu og á þar af leið-
andi heila mannsævi eftir, að
minnsta kosti heila læknisævi.
Sveinn hefur vinnustofu uppi á
lofti heima hjá sér að Köldukinn
12 í Hafnarfirði. Þar er hvorki
vítt til veggja né tiltakanlega hátt
til lofts, að minnsta kosti ekki
undir súðinni. En vinnustofan er
hlýlega innréttuð og birtan kem-
ur að ofan og er góð. Svo mikið er
þar af myndum, að málarinn
kemst varla fyrir lengur og á
veggi íbúðarinnar á neðri hæð-
inni er hlaðið myndum. Svcini
hefur með tímanum áskotnazt
gott málverkasafn. t fyrsta lagi á
hann nokkrar myndir eftir móð-
ursystur sfna, Júlíönu Sveinsdótt-
ur. En þar að auki myndir eftir
Gunnlaug Scheving og Jón Engil-
berts, sem voru miklir vinir hans
og tóku honum strax hlýlega.
Sveinn á Ifka mynd eftir Vetur-
liða, Jón Gunnarsson, Per Dahl,
Ebbu Carstensen, Guðna Her-
mannsen, Ryseby og fleiri. Þar
hangir líka meðal annarra verka
fyrsta mynd Sveins: Haffshröngl
á Halamiöum, máluð um borð í
togaranum Júlí árið 1948. Einnig
götumyndir frá Patreksfirði og
Dagverðareyri, gerðar í landlcg-
um, venjuleg byrjandaverk.
Auk vinnustofunnar á loftinu
hefur Svcinn aðra suður í Krýsu-
vík. Honum finnst bráðnauðsyn-
legt að hafa tvær vinnustofur og
helzt þrjár; það sé svo hollt og
gott að skipta um umhverfi.
— En finnst þér ekki önugt
aö þurfa að steðja alla leið til
Krýsuvíkur til þess að mála?
— Ekki nokkur skapaður
hlutur Auk þess hefur það
sinn lilgang. Þar kemst ég frá
símanum og kvabbinu. Verði
innbrot eða útbrot, þá verða
þeir bar að ná í aðra Sérlokka.
Bústjórahúsið f Krýsuvík hafði
staðið ónotað um 15 ára skcið og
var nálega ónýtt af viðhaldsleysi,
þegar Sveinn fékk þar inni síðast-
liðið vor. Hann réðst í endurbæt-
ur af sínum kunna dugnaði; kom
miðstöðinni í iag og málaði húsið
að utan og innan. Hann málaði
fugl, sem nær yfir allt forstofu-
loftið og goðkynjaðar verur á
hurðirnar. Auk þess prýða húsið
gamlir og virðulegir munir, sem
Sveini áskotnuðust úr bústað
Júlfönu frænku hans í Dan-
mörku.
Á neðri hæð hússins eru tvær
samliggjandi stofur og þar getur
Sveinn málað miklu stærri mynd-
ir en á loftinu heima hjá sér. Og
þá er Sveinn fyrst í essinu sínu,
þegar hann hefur nógu stórt lér-
eft fyrir framan sig. Geysistórt
málverk af línuveiðum tekur svo
til yfir heilan vegg. Þar sækir
Sveinn í reynslu sína af sjó og
málar eftir minni. A annarri sjó-
sóknarmynd getur að Ifta draum-
konuna, sem hvíslar að aflamann-
inum, hvar fiskur liggur undir
steini.
Þetta hús stendur eitt sér og
þar rfkir kyrrðin líkt og uppi á
öræfum. Og allt í kring: Hrikaleg-
ur berangur og umfram allt
myndrænn. Sumar af fyrstu
myndum sfnum málaði Sveinn
einmitt við Kleifarvatniö og nú er
hann farinn að mála þar aftur,
svona ganga hlulirnir ævinlega í
hring. En hann málar sjaldnast
landslagið eitt nú orðið, enda hef-
ur hann það á tilfinningunni í
Krýsuvík, að hann sé þar ekki
einn á ferð, þótt svo eigi að heita
að enginn sé með honum.
— Mér finnst stundum að
einhver standi nærri og horfi
yfir öxlina á mér á það sem ég
er að gera. Það er ekki óþægi-
legt. Þetta er bara tilfinning;
ég hef ekki beinlínis séð neitt.
En ég hef gert ráð fyrir, að
þetta sé huldufólk og það hef-
ur verið mér hugstætt eins og
sjá má á mörgum myndum.
í rauninni hefur Sveinn haft
þriðju vinnustofuna í Öldutúns
skóla í Hafnarfirði; þar getur
hann málað ennþá stærri myndir
og þar málaði hann mcðal annars
stærstu mynd, sem enn hefur ver-
ið máluð á léreft á lslandi. Hún er
af fiskvciðum á sjó og prýðir heil-
an gafl f JL húsinu við Hring-
braut. 1 Öldutúnsskóla geymir
Sveinn nokkur stórverk á veggj-
um, vegna þess að hann hefur
ekki húsrými fyrir þau annars
staðar, þar á meðal mynd um
Hafnarfjörð, þar sem fjallað er
um gömlu húsin og innfædda
Gaflara.
— En hversvegna byggirðu
ekki stóra vinnustofu heima;
hvað geturðu betra gert við
alla þessa lóð?
— Satt segirðu, enda ætlaði
ég að gera það og var búinn aó
fá Þorvald Þorvaldsson arki-
tekt til þess að teikna vinnu-
stofu. Svo fékk bygginga-
nefndin hér i Firðinum teikn-
inguna til umfjöllunar og
komst að þeirri gáfulegu nið-
urstöðu, að húsið væri of hátt.
Mig minnir að það hafi átt að
skyggja á norðansólina hjá ein-
hverjum í nágrenninu.
Við Gaflarar höfum alltaf
haft mjög framsýna menn í
stjórn bæjarmála. Til dæmis
spurðu þeir mig, hvað gert
mundi við vinnustofuna eftir
að ég væri dauður og hvort
hún yrði ekki bara notuð fyrir
bílaverkstæói þegar þar að
kæmi. En eins og ég sagði þér
áðan, á ég eftir að mála í heila
mannsævi og það er vissulega
erfitt að svara því, hvað kann
að gerast þar á eftir. En
sem sagt; yfirvöldin hafa
meinað mér að byggja vinnu-
stofu og þar við situr.