Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Blaðsíða 12
Um frumstæðan Síberíubónda spunnust helgisagn-
ir og þjóðsögur. Sumir litu á hann sem dýrling —
aðrir sem sjálfan djöfulinn. En Rasputin var naum-
ast annað en maður, sem við hjálp hjátrúar og
móðursýki notfærði sér á ruddalegan hátt vald sitt
yfir rússnesku keisarafjölskyldunni.
Morð eru ærið tíð á okkar dög-
um. Blöðin fræða okkur um við-
bjóðslega atburði víðsvegar um
heim. Okkur hryllir við í svip,
leggjum blöðin til hliðar og
gleymum öllu ofurfljótt. Þau eru
fá fórnarlömbin, sem ná því, að
þeirra sé minnzt nema nokkra
daga.
En einstök morð verða þó si-
stæð, og af því tagi er morðið, sem
framið var f Sankti Pétursborg
(Leningrad) 17. desember 1916
— í miðju fyrra heimsstrfði. Það
vakti gífurlega athygli, þó að sá,
sem myrtur var, væri hvorki keis-
ari, konungur né hershöfðingi.
Hann var dáður og hataður. Nafn
hans var Rasputin.
Sjaldan hefur nokkur maður
talað svo ákaflega til ímyndunar-
afls, hjátrúar og hræðilegrar nýj-
ungagirni manna sem þessi Síber-
fubóndi. Ekki er vitað svo mikið
um ævi hans, allt frá þvf hann
kom í heiminn 1871 og þar til
hann birtist í Ijósi sögunnar. Sum-
ir segja, að faðir hans hafi verið
venjulegur bóndi, en aðrir halda
því fram, að hann hafi verið
drykkfelldur hestaþjófur, og að
nafnið Rsputin sé komið af ras-
putnik, sem þýðir lastafullur,
saurlífur — viðurnefni, er átti
það eftir að ná heimsfrægð.
Allt frá bernsku bjó Rasputin
yfir vissri hneigð til dulhyggju.
Þegar hann var fjórtán ára á
hann að hafa heyrt „röddina" í
fyrsta skipti, en það var fyrir-
brigði, sem var engan veginn
óvenulegt meðal hjátrúarfullra
bænda. Hann dróst mjög að alls-
konar sértrúarflokkum, sem rúss-
nesk yfirvöld litu óhýru auga.
Einkum var það einn sértrúar-
flokkur, sem hin heilaga, orþóð
oxa kirkja talditilguðlastaraog
var því stranglega bannaður og
ofsóttur. Hann var kallaður klistij
á rússnesku. Félagsmenn lömdu
sjálfa sig með svipum og voru
kenndir við margskonar ólifnað.
Þorpsprestinum fannst það tor-
tryggilegt, að Rasputin hafði látið
byggja gluggalaust smáhús í hljóð
látu horni í garðinum sínum. Það
líktist baðstofu. Þegar dimmdi,
fóru þar fram leynifundir. Auk
þess fór Rasputin oft í heimsóknir
til Abalakklausturs, sem var út-
legðarstaður fyrir menn, sem
voru af ýmsum sértrúarflokkum,
og það var á þessum stað, sem
hann án efa stofnaði til kunnings-
skapar, er síðar kom honum að
góðu haldi.
En um sama leyti og þorpsprest-
urinn fór að fylgjast náið með
framferði Rasputins, lét „röddin“
aftur til sín heyra — tuttugu ár-
um eftir fyrstu opinberunina —
og í þetta skipti fylgdi Rasputin
kallinu, yfirgaf börn og buru og
lagði upp í pílagrímsferð.
Hann komst alla leið til Péturs-
borgar. Þar vakti hann athygli
sem staretch, heilagur maður,
sem ræddi við fólk um trúarleg
efni.
1 Abalak hafði hann kynnzt
stórfurstafrú einni og vakið
áhuga hennar og skriftafaðir frú-
arinnar kom honum á framfæri
hjá Feofan biskupi.
Rasputin var fáfróður og næst-
um því ólæs. En á greind hans
skorti ekki, og hún var studd met-
orðagirnd, lævfsi og drottnunar-
sýki. Kænskan kenndi honum að
fara að öllu með gát, og honum
tókst að sannfæra hinn góðviljaða
og guðhrædda biskup, Feofan, að
hann væri í raun og veru heilagur
maður, eins og hann lézt vera.
Feofan var Rasputin þægilegt
tæki, þvf að auk þess sem hann
var biskup, var hann skriftafaðir
hátignanna, Nikolásar II og Alex-
öndru Feoðorownu.
Þessir tveir virðulegu menn
fóru nú að styðja hvor annan —
Feofan biskup í góðum tilgangi,
og hann iðraðist sárlega síðar, hve
dómgreind hans hafði farið villt í
mati á þessum röska staretch. —
Ástæóunnar að ævintýralegum
frama Rasþutins næstu árin er
sumpart að Ieita í þeirri þjóðfé-
lagsskipan, sem komin var að fót-
um fram, en að öðru leyti í dálæti
Alexöndru Feoðorownu drottn-
ingar á véfréttum, spádómum og
„dýrlingum" beggja kynja.
Rodzjanko, sem árum saman
var forseti Dúmunnar, rússneksa
þjóðþingsins, og hafði því per-
sónuleg kynni af þeim, sem koma
við þessa sögu, ritar svo í endur-
minningum sínum: „Það var al-
mennt viðurkennt, að drottningin
hafði allt frá æsku hneigzt að
dulrænni lífsskoðun. Þessi hneigð
ágerðist með árum og snerist á
Rasputinárunum upp í trúarlega
vitfirringu, mér liggur við að
segja trúarlegan eldmóð. Hún
birtist í trú á spádóma, er blandn-
ir voru mikilli hjátrú.
Sálarástand drottningarinnar
olli þeim, er næst henni stóðu,
miklum áhyggjum. Andlega stétt-
in óttaðist, að þetta mundi verða
hinni rétttrúuðu, rússnesku
kirkju til tjóns, og veraldleg yfir-
völd höfðu slæman bifur á, að
erlendu „spámennirnir", sem
fengu aðgang að hirðinni og náðu
trúnaði drottningarinnar, hefðu í
rauninni annað bak við eyrað
heiman frá sér.
Hvað þennan grun snerti gat
hann ekki verið settur f samband
við Rasputin. Feofan biskup var
sannfærður um, að hann væri
sendur af vinveittum æðri öflum
til þess að vfkja til hliðar tor-
tryggilegum heimilisspámönnum
drottningarinnar. Hann hélt líka,
að þessi látlausi, guðhræddi mað-
ur alþýðunnar réði yfir krafti til
að hafa áhrif á drottninguna með
sinni frumstæðu, náttúrlegu
heimsskoðun og mundi lækna
með því sálsýki hennar.
Þessvegna var Rasputin komið
á framfæri við hirðina sem
staretsch og þjóni kirkjunnar.
Hann ræddi við drottninguna um
trúarleg efni og bað með henni.
Alexandra Feoðorowna vonaði, að
þessi heilagi maður mundi fyrir
kraft bænarinnar hafa svo sterk
áhrif, að henni yrði unnt að ala
Rússlandi ríkiserfingja. En fram
til þessa hafði hún aðeins alið
dætur.
Til að byrja með var Rasputin
mjög varkár og kom fram sem
auðmjúkur sonur rétttrúnaðar-