Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Síða 13
kirkjunnar. En samtímis notaði hann tækifærið til að skoða sig vel um og kynna sér hirðsiðina og þá menn, er stóðu keisarahjónun- um næst. En brátt kom það f ljós, að sefjandi kraftur hans hafði firnamikil áhrif á sjúklegt lund- erni Alexöndru. Hann beitti einn- ig dáleiðslu til að sveigja vilja hennar undir sinn vilja, og þar eð keisarinn, sem skorti alla skap- festu, var mjög háður viljastyrk drottningar, jókst vald Rasputins jafnt og þétt. Árið 1904 fæddist ríkisarfinn, Alexei. Hann þjáðist af arfgengu ofblæði, og drottningin hafði, í enn rfkara mæli en fyrr, þörf fyr- ir áhrifaríkar bænir Rasputins. Smám saman eftir að hann fann að aðstaða hans við hirðina hvíldi á traustum grunni, breyttist framkoma hans. Hann varð raupsamur og tók að skipa fyrir. Ef hann fékk ekki vilja sfnum framgengt þegar f stað rann á hann æði, og hann mang aði af hreinni ósvífni með embætti og meiri háttar greiða, en áhangendum fjölgaði jafn framt. Konur voru mjög hrifnar af honum, og orðrómur fór að breiðast út um svall hans og ólifnað. Blöðin hunzuðu öll rit- bannsboð og gerðu hvað þau gátu að afhjúpa hann sem svikara og guðlastara, giljara og munaðar- segg. Og því kom að menn töluðu opinskátt um að Rasputin efndi til samkvæma í klistíj sértrúar- flokknum, sem var bannaður, þar sem ungar frúr og stúlkur léku áberandi hlutverk. Það var Iíka opinbert leyndarmál, að Rasputin hafði yndi af þvf að nota einka- klefa í baðhúsum Pétursborgar og eyddi þar tíma í taumlausum saurlifnaði. Og konur af háaðli voru nefndar f sambandi við hann. Flestar af lýsingum samtímans leggja áherzlu á hinn leyndar- dómsfulla, sefjandi mátt hans. Jafnvel svo hlutlægur stjórnmála- maður sem Rodzjanko segir frá því, að hann við visst tækifæri hafi verið að þvf komin að missa vald á sér, er hann stóð augliti til auglitis frammi fyrir Rasputin. Rodzjanko segir lfka frá atburði „skjallega staðfestum". Ung kona í nágrenni Pétursborgar hafði heyrt talað um þau sterku áhrif, sem Rasputin hefði við hirðina og hún ákvað að fara til borgar- innar og biðja hann að hjálpa eiginmanni sínum til að fá betra embætti. Henni tókst að fá áheyrn hjá Rasputin, en hann tók á móti henni með drembilæti og með ruddalegri athugasemd: — „Ég ætla að sjá, hvað ég gert gert. En á morgun skaltu koma til mín í flegnum kjól, með naktar axlir, annars getur þú ekki látið sjá þig hjá mér.“ Og því næst horfði hann á hana með sínu nistandi augnaráði og „hegóaði sér á óvið- urkvæmilegan hátt“. Konan varð svo reið, að hún fór sina leið, harðákveðin í þvi, að hún skyldi aldrei framar reyna að hefja mann sinn við hjálp Rasputins. En þegar hún var komin heim, var hún gripin ómótstæðilegri löngun til að ná fundi hans aftur, og daginn eftir var hún komin til Itasputins á tilsettum tima, og klædd eins og hann hafði boðið henni. Síðar var maður hennar færöur upp í embættisstiganum Til eru ótal sögur af þessu tagi. Vald Rasputins yfir konum var ævintýralegt. Sagt var að ýmsar konur af æðri stéttum hafi verið reknar á dyr af konu Rasputins með óhefluðustu skammaryrðum — en það var auðmýking, sem er næstum óskiljanleg í Rússlandi keisaratfmabilsins, með þeim gíf- urlega stéttamun sem þá átti sér stað. En þó að bæði stjórnmálamenn og kirkjuhöfðingjar reyndu hvað eftir annað að opna augu keisara- hjónanna fyrir þvf, hver „dýrling- urinn“ væri, gat enginn þeirra hróflað við starblindu trúar þeirra á gæzku og yfirnáttúrlegar gáfur hirðspámannsins, og margir þeirra urðu meira að segja að þola sitt af hverju fyrir bersögli sfna. Munkurinn Iliodor, sem eftir að hafa átt í útistöðum við Rasputin, var gerður útlægur til útkjálka- klausturs, ritaði bók, sem gaf ófagra mynd af keisarafjölskyld- unni og Rasputin. Einu sinni sagði Rasputin, meðan gott var á milli þeirra: — Yður geðjast ekki að því að hlíða mér, réttum og sléttum bónda. Þegar stjórnar- byltingin brauzt út 1905, urðu þeir allir ofsahræddir. Ég talaði lengi við þá og sagði, að þetta væri ekkert óttalegt en þeir vildu ekki hlusta á mig. Ég stappaði f gólfið, fór að hella mér yfir þá og skipaði þeim að hlýða mér. Drottningin varð fyrst til þess að beyja sig og keisarinn fór að hennar dæmi. Þegar ég aftur kom upp til þeirra, eftir að byltingin var brotin á bak aftur, krupu keis- arahjónin frammi fyrir mér og kysstu hendur mínar og fætur. Og drottningin sagði við mig: — Gre- goríj, þó svo að allur heimurinn snúi við þér bakinu, mun ég standa með þér, án þess að láta mig neinu skipta, hvað fólk segir. Og keisarinn sagði: „Gregoríj, þú ert Kristur." Eftir því sem Iliodor segir, hef- ur Rasputin talað ærið skorinort um samband sitt við drottning- una: „Þegar ég kem upp til hirð- arinnar, eyði ég öllum deginum á hvílubekk f svefnherbergi drott- ingarinnar. Ég kyssi hana, og hún hjúfrar sig upp að mér og hallar höfðinu að öxlinni á mér. Ég þrýsti henni fast að mér og vagga henni í örmum mér, eins og hún væri barn. Það þykir henni gott, og ég geri þetta oft, mjög oft...“ 1 annað skipti á Rasputin að hafa sagt: „Vitið þér, að það er ég sem hef gefið þeim rfkisarfann sinn...?“ Iliodor munkur heldur áfram með þvf að vitna í Hermogenes biskup, sem eins og Feofan stéttarbróðir hans var velgjörðar- maður Rasputins til að byrja með, opnaði síðar augun, en var þá varpað út f myrkrið fyrir skarp- skyggni sfna. „Hvað sýnist yður um Rasputin?" hafði hann sagt einu sinni við Iliodor. „Hann er sannur djöfull. Hann hefur gert báðar, drottninguna og Wyrobova, er var nánasta vinkona drottningar, jafn frávita. Það er blátt áfram ótrú- legt, hvað hann knýr þær til að gera. Þegar hann kemur inn í svefnherbergi drottningarinnar, skrfða drottningin og Wyrobova á móti honum á fjórum fótum f serkjunum einum, með flakandi hár, útglenta fingur, öskrandi, eins og óðar væru... Gregorij kyrrir þær. Þjónustuliðið hefur orðið vitni að þessu.“ Rodzjanko aftur á móti telur allan orðróm um hið innilega sam- band þeirra drottningar og Rasputins slúður eitt, og það af verstu tegund. En Alexandra Feoporowna var mjög tauga- veikluð og fékk oft svæsin móður- sýkisköst. Rasputin tókst að lina þau með sefjandi mætti, og það var leyndardómurinn við áhrif hans, heldur Rodzjanko fram. Enski blaðamaðurinn Robert Wilton, sem um þetta leyti var fréttaritari „The Times" í Rúss- landi, gerð sér mikið far um að bæla niður helgisögnina um Rasputin — „hann var blátt áfram bóndi, gæddur sjúklegum hæfileikum“ ritar hann. — Helgi- sögnin, sem hefur myndazt um dularfullan mátt hans, verður ekki rakin til hans sjálfs, heldur „vina“ hans. Hann var aðeins verkfæri. Drottningin þurfti á honum að halda til þess að lækna son sinn, aðrir notuðu hann sér til persónulegs eða stjórnmálalegs ávinnings, af þvf að hún, hinn eiginlegi einvaldur yfir öllum Rússum, þurfti hans við. I harm- leik Roman-owanna má rekja hvert einstakt atriði aftur til þessarar konu, er réð svo miklum örlögum." Wilson telur, að Rasputin hafi verið ærlegur til að byrja með. En hann þoldi það ekki að mikið væri látið með hann og dekraður f glæsilegum salarkynnum af örvandi gestgjafafrúm. Það kom honum á sporið um lffsnautn og velmegun. Hann varð að afla peninga, svo að fjölskyldan gæti lifað og dæturnar fengið gott upp- eldi, en um. leið varð hann að halda því áfram að vera bóndi, til að njóta hylli drottningarinnar. „Bóndi, sem brugðizt hefur hversdagsiðju sinni og óhlýðnast „röddinni“, hneigist til drykkju- skapar. Það er ekki um neitt að velja,“ heldur Wilson fram. „Fiskisúpa, brauð og laukur hafði áður verið dagleg fæða hans, en nú drakk hann rauðvín og madeira," segir Matrena, dóttir Rasputins í dagbókum sín- um, „alltaf kátur, þegar hann drakk, söng og dansaði, eins og fólk gerir í sveitaþorpunum. Ef við dæturnar töluðum um fyrir honum, svaraði hann, að hann gæti aldrei drukkið nógu fast til þess að drekkja þeirri sorg, sem í vændum væri.“ En Matrena full- yrðir lfka, að faðir hennar hafi aldrei gefið það í skyn, að hann væri búinn yfirnáttúrlegum hæfi- leikum. Að minnsta kosti ekki heima meðal fjölskyldunnar. Það viðkom aðeins „viðskiptum" hans. Einnig vinkonu drottningarinn- ar, önnu Wyrobowa, dæmir Wilt- on öðruvísi en aðrir. Hún var Rasputin meðsek, segir hann. Hún lét hann vita allt, sem fram fór, einkum varðandi heilsu Alex- ei rikisarfa. Þar sem hún vissi allt um sjúkdómsköst drengsins og hvernig þeim var háttað, var ekk- ert hægara en haga því svo til, að Rasputin sýndi sig einmitt á þeirri stundu er það erfiðasta var liðið hjá, svo að þannig leit út, eins og að bænir hans hefðu fært fró og huggun. Að drottningin komst aldrei að hinu sanna í málinu getur stafað, að skoðun Wiltons, áf dularfullu dufti, sem Rasputin fékk hjá dul- arfullum burjater, sem var doktor í tíbetskri læknisfræði. Maðurinn bruggaði læknislyf, sem að sögn Rasputins veitti manninum fulla æskuorku, og annað, sem megnaði að losa hann við sorgir og áhyggj- ur. Wilton telur, að Rasputin hafi látið bæði keisarann og drottning- una njóta góðs af lyfjalist burja- tersins, sem leiðir nútíma blaðles- anda ósjálfrátt að því að hugsa sér einskonar svefnmeðal. Að Alex- andra var örlögskapandi kona, eignar Wilton arfgengri „hessen- veiki“ ofblæðinu, sem nú féll í hlut ríkisarfans. „Þegar sjúkdóm- urinn grípur konur, er hætt við að hann leggist á sálina, auki og herði á öllum sjúklegum eðlis- hneigðum. Móðursýki af verstu gerð er næstum óhjákvæmilegur SKAK Eftir Jön Þ. Þör I lok siðasta þáttar var þess getiS, aS frá miSri 13. öld og fram um siSaskipti væru mjög litlar heimildir til um skák á ís- landi. Hélzt svo alla siSskiptaöld- ina, en þegar 17. öldin gengur i garS fer þetta aS breytast og fyrsta islenzka heimildin, sem viS höfum um skák á fslandi er frá árinu 1627 eSa '28. Þetta er kvæSi, sem séra Magnús Ólafs- son i Laufási orti á latinu og sendi Ole Worm, konunglegum forn- fræSingi, en þeir skrifuSust lengi á, aSallega um fornfræSi. KvæSiS heitir De Skakis ad eum missis. Ole Worm lét prenta kvæSiS i Danica literatura antiqvissima ár- iS 1651. MeS kvæSinu lét Magnús fylgja útskorna islenzka taflmenn. Ekki er vitaS úr hvaSa efni þeir voru, on ekki er úr vegi aS áætla, aS þeir hafi veriS skorn- ir út úr rostungs- eSa hvaltönn. Erlendar heimildir frá 17. öld um skákiSkun fslendinga eru nokkrar til og ber þeim saman um aS fslendingar hafi á þessum tima veriS mjög góSir skákmenn. Fyrst er aS geta rits norska prestsins Peder Claussön Friis, sem samdi um 1580 ritgerS, sem hét „Om lisland". Um aldamótin 1600 var ritgerS þessi endurskoSuS og aukin og áriS 1632, átján árum eftir dauSa höfundarins. kom hún út i Kaupmannahöfn undir heit- inu „Norriges oc Omliggende Öers sandfærdige Bescriffuelse". f riti sinu segir Friis, aS Islending- ar leggi mikla stund á skák, sem þeir tefli svo vel, aS oft taki hver skák marga daga. Má þá reikna meS aS menn hafi gripiS I tafliS þegar timi gafst til frá bústörfun- um, en látiS þaS liggja þess á milli. Næsta heimild, sem á vegi okkar verSur er bók, sem náSi mikilli útbreiSslu i Evrópu um aldamótin 1 700. Hún var gefin út bæSi á ensku og frönsku og hét á fyrrnefnda málinu „An account of Denmark, as it was in the year 1692". Bókin var fyrst gefin út i Lundúnum áriS 1694, og var höfundurinn enskur aSalsmaSur aS nafni Robert Molesworsth. Hann segir fslendinga og fylgifiskur," ritar Wilton. „Menn, sem þjást af meðfæddri móður- sýki vlsa á bug og virða að engu alla þá, sem ekki lúta yfirráðum þeirra f blindni. Það var farið með Rasputin sem dýrling, af því að Alexandra drottning leit á hann sem slíkan." Og engin hætta ógnaði Roman- owkonungsættinni meðan Rasput- in dvaldi hjá keisarahirðinni. Þetta var drottningunni trúaratr- iði, og Rasputin sá um, að þvf væri haldið vakandi. Það fellur mjög vel saman við „helgisögnina" og hið holla svar stjórnmálamannsins Rodzjankos, er hann vill verja mannorð Þœttir úr íslenzkri sköksögu 3. hluti Færeyinga mjög góða skákmenn, en undrast að skáklistin skuli hafa borizt svo langt til norðurs. Næst er að geta sr. Stefáns Ólafssonar i Vallanesi, en hann orti á 17. öld „Taflvísur", sem hann sendi Þorsteini Magnússyni sýslumanni Skaftfellinga. Við skulum Ijúka þessum þætti með því að hafa þessar visur yfir: I Til Þorsteins Magnússonar, er skáldið missti mann í skák. Mæli ég um og mæli ég á Að menn hans Steina falli i strá, Honum hrifi glettan grá. Gefi i einu tvo og þrjá, Gamla hrapi fjörinn frá, Fækki um reita peðin smá, Falli banninn fræðaskrá, Fái hann mátin lág og há. II. Jón leikur skár skák, Skók hann af mér hvern hrók Biskupinn fékk rórask, Riddarinn og peðsnidd, Á gömlu er komið gangsvingl, Gáði hún ekki að ná bráð, Kóngurinn með forfang Fékk mátið oflát. III. Fallega spillir frillan skollans öllu, Frúin sú, sem bú hefur nú að snúa, Heiman læmist hamin i slæmu skrumi, Hrók óklókan krókótt tók úr flóka, Riddarinn staddur, reiddur, leiddur, hræddur, Reiður veður með ógeð að peði, Biskups háskinn blöskrar nizkum húska, Við bekkinn gekk, svo hrekkinn þekkir ekki. í næsta þætti munum við svo taka til meðferðar 18. aldar heimildir og ef til vill skyggnumst við þá eitthvað inn til 19. aldar. drottningarinnar. En rök stjórn- málamannsins bíða dálítinn hnekki við lestur bréfs frá Alex- öndru Feoðorownu, sem fannst í blöðum Rasputins, þegar bústað- ur hans var rannsakaður. Það er innblásið af móðursýkisfullri til- beiðslu og undirgefni. „Ég get ekki, lýst gleði minni. Vor háelskaði! Hve hamingjusöm er ég yfir því, að þú ert kominn til okkar! Hvernig get ég þakkað þér fyrir allt? Ég gat hvorki talað né heyrt það, sem menn sögðu við mig. Ég var algerlega á valdi til- finninganna. Þú ert hjá okkur, og það er nóg. Ó, að ég mætti hvíla Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.