Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Qupperneq 16
Raspútln Framhald af bls. 15 ið að titra, og þvf næst lauk hann auganu upp. Bæði augu Rasputins stöðru á mig — græn eins og f slöngu — og lýstu djöfullegu hatri. Blóðið staðnaði í æðum mínum. Vöðvar mínir urðu að steini. Ég ætlaði að flýja, kalla á hjálp, en fætur mínir neituðu að hlýða mér, og ekkert hljóð barst yfir arir mínar. Það var eins og ég væri negldur við gólfið. Svo kom dálítið hræðilegt fyrir. Allt í einu rykkti Rasputin sér á fætur. Froðan stóð út úr munnin- um á honum. Öskur bergmálaði um hvelfinguna. 1 æði baðaði hann út handleggjunum. Hann ætlaði að taka um kverkar mér og réðst á mig ... Ofsaleg átök hóf- ust... Nú varð mér ljóst, hver Rasput- in var í raun og veru. Hann var Satan endurholdgaður, og hélt mér í klóm sínum. Og hann ætlaði að halda mér föstum til daganna enda ...“ En Yussuopv tókst að losa sig og hlaupa upp og sækja Purichke- witch, og á meðan drógst dauða- maðurinn áfram upp á þrep og út um dyr, sem Yuupov sver og sárt við leggur að hafi verið harðlæst- ar. Öti í garðinum hittu hann f jór- ar kúlur frá skammbyssu Purichkewitch og hann hneig niður í snjóskafl. Þegar samsæris- mennirnir sneru til baka, vöfðu þeir Rasputin inn í svart klæði, óku út á brú yfir Nevu og köstuðu honum í fljótið, til þess að vera vissir um, að hann væri stein- dauður. Og þessi var hinn ömurlegi endir á ævintýralegu lífshlaupi Gregoríj Jefimowitch Rasputins. Ef maður væri dálftið hjátrúar- fullur, mætti hallast að því, að atburðirnir, sem á eftir fóru í Rússlandi, hafi sannað spádóma hans: „Þegar ég er úr sögunni, munu dagar Romanows konungs- ættarinnar verða taldir." Rœtt viö Svein Björnsson Framhald af bls. 10 séu ekki 20 sýningar úti á landi, 10 í Reykjavik og Firðin- um og þrjár einkasýningar í Danmörku. Síðast sýndi ég nokkrar flennistórar vatnslita- myndir í Norræna húsinu. En það eru nú liðin fjögur ár síðan. Þetta er talsvert, en það er þannig með mig, að því meira sem ég vinn, þeim mun meiri vex áhuginn og löngunin. Annars get ég alveg fallizt á, að ég hafi sýnt full oft. Það fer nefnilega i taugarnar á sumum, ef maöur er of duglegur. 1'lm‘fandi: II.f. Artakur. Rrvkjavík Frainkv .sl j.: Ilaraidur Strinsson Kilsljórar: Matlhías Johannpsst-n Sl> rinir fíunnarsson Ritstj.fllr.: lílsli Siuurflsson AuKlvsinjtar: Arni (iarðar Krislinsson Rilsljórn: Aðalslraeli li. Slmi 10100 Rœtt viö Sigriöi Rögnu Framhald af bls. 5 hvenær hefur þá fjölskyldan tima til að vera saman? Eg er ekki i nokkrum vafa um, að heimilislífið fer mjög mikils á mis, þegar kon- an vinnur úti, hjónin hafa lítinn tima til að tala saman, og allur þessi hraði og hlaup hefur áreiðanlega slæm áhrif á börnin. Foreldrarnir mega ekki vera að þvi að sinna þeim, og þau verða að lokum fráhverf heimilinu. — En gerir það ekki börnin of háð móðurinni, ef þau eru alltaf undir verndarvæng hennar? — Það getur verið hætta á því, og ég held að það sé hverju barni hollt aó komast á leiksóla, og vera samvistum við önnur börn. Og auðvitað ættu feðurnir að nota hvern þann tima sem gefst til að vera með börnunum, og eftir að þau eru farin að stálpast, getur faðirinn séð um þau alveg á sama hátt og móðirin, og stundum kannski betur. Hins vegar held ég að það sé rangt, sem ég hef stund- um heyrt, að það geri börnin endi- lega ósjálfstæð að hafa móðurina heima. Einmitt með þvi að hafa aðhald á heimilinu, lærist þeim, að þau hafa þar skyldum að gegna. Þeim eru smám saman kenndar umgengnisreglur og rétt handtök við einföid húsverk, og verða sér með tímanum metvit- andi um, að þau eru sjálfstæðir einstaklingar, í stað þess að fá ábyrgðartilfinningu miklu fyrr en þau gela risið undir henni. — En hvað um konuna sjálfa? Verður hún ekki dálitið ósjálf- stæð með því að vera alltaf heima, og þurfa m.a. að fá alla peninga hjá eiginmanninum? — Eg kveið mikið fyrir þessu, þegar ég hætli að vinna, en svo komuni við hjónín okkur saman um, að ég fengi ákveðið kaup fyrir heimilisstörfin, að vísu ekki háar upphæðir, en nóg til þess, að ég þyrfti ekki að biðja manninn minn um peninga fyrir afmælis- gjöfum handa honum til dæmis. Það voru auðvitað mikil viðbrigð fyrir manneskju eins og mig, sem hef unnið úti í 10 ár, að hafa allt í einu enga peninga til eigin þarfa. En þetta hefur sem sagt tekizt ágætlega. Ég fæ ákveðna upphæð fyrir heimilisútgjöldum og aðra fyrir sjálfa mig, og svo geng ég bara um með tvær buddur. Kíkir Galileos Framhald af bls. 3 um að afsala okkur, margvisleg þægindi, draumsýnir, margar fargar, en ónýtar lausnir. En einu verðum við að halda, og það er þolinmæðin. Ef okkur brestur þrautseigjuna. hið lengra sjónarmið, leggjum við niður vísindalega og siðferðilega mæli- kvarða okkar — og látum „verk- færi", „málpipur og „dulin öfl" leysa manneskjuna af hólmi, og smækkum allan heiminn, ólgandi og sundurleitan, niður i eigin hrepp, þá höfum við og valið ógæfuna af fúsum og frjálsum vilja. Þá hæfir ekki lengur að tala um frelsisstríð, réttlát strið eða köld stríð — þá verður aðeins eitt orð eftir uní þetta: Striðið. Vlildur? Já,en ekki við fitu og matarleifar. Palmolive-uppþvottalögurinn er mjög áhrifamikill og gerir uppþvottinn Ijómandi hreinan og ' skínandi — jafnvel þóttþérþurrkiö ekki af ílátunum. Jafnframt er efnasamsetningir BMf-tf,ilEffekti' 1 í Palmolive þannig, að hann ppvaSk-- | er mjög mildur fyrir hendurnar. gmmmot hendene « PrÓfÍð Sjálf... Mt \ Palmolive í uppþvottinn % ©TTfl jggngfei 1 bm 1 S r i fAl1TT /’ * |f - f | t ff - . * OPPVASK

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.