Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 5
fremstu arkitektar Dana. Þaó er ómetanlegt fyrir okkur enn i dag, aö þessar fyrstu varanlegu bygg- ingar skyldu geröar af slikum listamönnum, sem Eigtved, Thurah og Auton, sem enn ber hæst í danskri byggingarlist. Heldur lítið fór nú fyrir þætti Islendinga í þessum verkum, enda svo rótgróin andúð á öllu islenzku, að jafnvei var fluttur inn danskur sandur. Og áhrif þessara bygginga urðu sáralítil, en þær standa sem minnisvarði um þennan skemmtiiega fjörkipp einveldisins. Úr þvi að islenzkur sandur var ekki nýtilegur, er aðlilegt að litil þörf hafi verið fyrir íslenzka lista- menn. Samt voru þrir Islendingar við nám i Listaakademiunni á þessum timum. Það voru þeir Bertel Thorvaldsen, Sæmundur Hólm og Ölafur Ólafsson frá Frostastöðum í Skagafirði. Sá fyrsti varð heimsfrægur, annar varð aó fara heim og stunda prest- skap eins og allir menntamenn á Islandi, sem þurftu að éta, en sá þriðji varð frumkvöðull að norskri byggingarlist, en ekki ís- lenzkri. Svona var nú hlutskipti íslenzkra listamanna. — Eru þetta okkar fyrstu lærðu listamenn? — A þessum tímum var ekki farið að greina á milli listar og iðnaðar að ráði, og lærður lista- maður þurfti ekki að vera skóla- genginn, enda var akademiið ný- stofnað, þegar þeir þremenning- arnir stunduðu þar nám. Góður smiður kunni til allra hluta við bygginguna, hann var arkitekt og verkfræðingur i senn og fram- kvæmdi verkið, byggði húsið. Þeir bjuggu sig undir stórátök með þvi að fullnuma sig erlendis, oftast i Danmörku. Þannig var til dæmis um Guðmund Guðmunds- son í Bjarnastaðarhlið, sem kallaður var bíldskeri. Hann stundaði trésmiðanám í Dan- mörku, þar til Brynjólfur biskup Sveinsson kvaddi hann heim til að reisa dómkirkju í Skálholti. Ég hef stundum skemmt mér við að láta þá hittast á Hafnarslóð, Hallgrim járnsmið frá Hólum og Guðmund smið, þótt ögn anakrónískt sé. Hér eru mestu listamenn 17. aldar. Annar orti sér til ódauðleika, svo að þjóðin hefur drukkið i sig hvert orð, sem frá honum kom og reist honum dómkirkju til vegsemdar list sinni hörðum höndum langa ævi, en nær öll verka hans rigndu niður og fúnuðu í umkomuleysi og fátækt þjóðarinnar. Það er fokið í sporin hans. Veður og vindar hafa nær máð þau út. — En þetta er því miður ekkert einsdæmi, heldur Gunnlaugur áfram. — Látum það vera, þó að kjör listamanna hafi verið óblíð, það er sinnuleysi samtimans og eftirkomenda, sem hefur leikið listina verst. Ég gæti nefnt fjölda dæma um þetta, og ég verð alltaf jafn reiður, þegar ég hugsa uip það. Til dæmis stóð fram á 19. pld tíguleg útbrota — eða stafkirkja frá miðri 17. öld á Breiðahólstað i Fljótshlíð. Enginn veít, hver er höfundur hennar, hans er hvergi getið, og við hefðum ekki einu sinni hugmynd um þetta verk, ef útlenzkir hefðu ekki bjargað því frá algerri gleymsku. Það var leiðangur Pauls Gaimard, sem gerói af henni ágæta teikningu, skömmu áður en hún var rifin, og honum og ýmsum erlendum ferðamönnum eigum við að þakka einu heimildirnar, sem til eru um margt úr þjóðmenningu okkar. Heimamönnum fundust þetta hins vegar of hversdagslegir hlutir til að eyða pappír og bleki, hvað þá að reyna að varðveita þá. — Og svo rofna tengslin við hina gömlu menningu? BugSan í Hafnar- stræti, til komin vegna þess að þarna byggSu kaupmenn á malar- kambinum og sveigjan í götunni er hiS eðlilega form strandarinnar. frá Laufási, og síðar þeir Snorri og Sigtryggur Jónssynir að ógleymdum mörgum ágætum hér syðra. A herðum þessára manna hvíldu hin erfiðu ár, frá alda arfleifð til breyttrar menningar i bæjum og sveitum, og kannski voru það tengslin við sveitina, sem réðu því, hversu farsælir þeir voru í starfi, þrátt fyrir erlend áhrif, einkum dönsk. Tii dæmis tókst þeim svo vel i kirkju- byggingum, að frá þeim komu bæði prýðilegar hefðbundnar kirkjubyggingar og sjálfstæð verk á islenzkum grunni, sem vakið hafa verðskuldaða athygli útlendra, en þeim trúum við jafn- an best. En með þvi að stétt manna fer að annast byggingar i landinu, og erlendur verksmiðjuiðnaður kem- ur i stað okkar gamla heimilis- iðnaðar, rofna skyndilega tengsl þjóðarinnar við hina fornu list- rænu hefð. Sköpunarmómentið er tekið frá henni, og segja má að listrænu sjálfstæði sé ógnað. Þessi snöggu umskipti ollu rót- leysi i listrænum efnum, og vió erum enn að súpa seyðió af því. Með breyttum atvinnuháttum og uppbyggingu við sjávarsíðuna, samfara rýmri fjárhag, er farið að flytja inn norsk timburhús, eink- Hof á Álftanesi, íbúðarhús Gunn- laugs Halldórsson- ar. Mönnum leizt ekki á blikuna, seg- ir Gunnlaugur, þeg- ar þeir sáu sperrur rísa á húslausri lóð- inni. — Já, og það átti sér nokkurn aðdraganda, sem vert er að minnast aðeins á. Á siðustu öld fór að byggjast upp traust stétt byggingarmanna, vel menntuð og oftast forfrömuð i Danmörku. Timbrið var þeirra svið eins og fyrri daginn. Mér eru sérstaklega hugstæðir eyfirzku meistararnir svo sem Þorsteinn á Skipalóni, Ölafur Briem á Grund, Árni á Garðsá og Tryggvi Gunnarsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.