Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 7
Jón Sigurðsson á Reynistað lézt aldurhniginn árið 1972, mjög þrotinn að kröftum. Hann hafði reynzt viljafastur niartur og verks ígjarn og átti þvf starfsama ævi: Hann sat óðal sitt lengi að hætti fremstu bændahöfðingja, svo hið forna og fræga ríkisbói setti f engu ofan um hans daga, heldur breytti hann þvf að nútíðarkröf- um og bætti, þó minnugur þess, hve gildar eru rætur staðarins aftur í liðinn tfma, og sér þess merki innandyra f stórhýsinu á Reynistað; jafnhiiða búskap gegndi Jón þingmennsku nálega samflcytt um fjóra áratugi, einn- ig mörgum trúnaðarstörfum heima í héraði og f þágu bænda- samtaka landsins; hann helgaði þjóðlegum fræðaiðkunum og rit- störfum ótaidar stundir og var f forustusveit um allt sem laut að varðveizlu sögufróðleiks og gamalla minja f Skagafirði. Jón Sigurðsson var borinn til moldar f Reynistaðargarði bjart- an sumardag, og þar kvaddi eins og að lfkum lætur fjöldi fólks hinn virta héraðsstólpa. Jóni var ljúf sú tilhugsun að hvflast undir grasi að Staðarkirkju, þvf höfuð- bóli sfnu unni hann um fiesta hiuti fram og gat eigi hugsað sér, þrátt fyrir tfðar dvalir syðra, að eiga heimili annars staðar en þar. f uppvexti stóð honum, einkasyni Reynistaðarhjóna, opin leið til iatfnuskólanáms, en ungur afréð hann til fullnustu að ganga f aðra stefnu. Hann vissi af því með stolti að hann átti fyrir sér að taka Reynistað í arf — hið alda- gróna höfðingjasetur sem afi hans og nafni, Jón prófastur Halisson, síðast f Glaumbæ, hafði keypt háu verði árið 1871 — hugsanlegur embættisframi eftir langskólanám var honum iítil- vægur f samjöfnuði við bónda- stöðu á Reynistað. Bóndi vildi Jón verða, stórbóndi á Reynistað. Sú var hugsjón hans, metnaðar- full hugsjón. Þess vegna kaus hann námsbraut sem þjónaði henni og um ieið löngun hans eftir góðri almcnnri fræðslu. Hann iauk fyrst prófi frá gagn- fræðaskólanum á Akureyri, sfðan frá bændaskólanum á Hólum, sigldi þá utan og nam við lýð- háskólann í Askov, en gekk þvf næst að verklegu búfræðinámi í Danmörku og Noregi. Hann kom heim aftur til landsins árið 1908, tvítugur að aldri, og varð þá þegar hjálparhönd föður sfns um bú- stjórn á Reynistað, en tók við jörðinni árið 1919, þegar foreldr- ar hans brugðu búi. Sama ár var hann í fyrsta sinn kjörinn til setu á alþingi. takanlega kalt. Þó hafði vorað bæði seint og illa, og þegar kom upp undir Heiði f Gönguskörðum sá varla f rauða jörð. Jón hélt út Heiðardal. Kraki var viljugur hestur og fékk nú að skokka ailgreitt yfir hjarnflák- ana. Það muggaði úr lofti. Yzti bær f Heiðardal var kotbýli sem hét Heiðarsel, þá f eyði — en byggðist aftur sfðar um tíma — svo Jón reið þar hjá manniausum húsum og áfram sjónhendingu út og upp til Laxárdalsheiðar, næst því sem götur lágu og akvegurinn nú á dögum. Þegar hann hafði farið um hrfð og var kominn nokkuð miðja vegu milli Heiðar f Gönguskörðum og efsta bæjar f byggð norðan meg- in, Skíðastaða f Laxárdal, gerðist það f einni svipan að harðfennið brestur undir klárnum og sekkur hann niður — auðsæilega í kvik- syndi. Þar var breðinn orðinn vatnsétinn, en allt hafði sýnzt með felldu á yfirborði. Sá jarpi brá hart við og neytti þegar orku sinnar til þess að brjótast upp, en tókst ekki. Um leið og Jón sá hvernig kom- ið var, snaraðist hann úr hnakkn- um, svo hann íþyngdi ekki reið- skjóta sfnum, en varð allt að einu of seinn tii, þvf samtfmis tók Kraki heljarsveiflu, rykkti sér upp á skörina og skall Jón þar aftur á bak niður með annan fót- inn fastan f fstaðinu, en hafði tak á taumnum. Hestinn greip óðara mikii hræðsla og ætlaði hann að taka roku út f buskann, en Jón hafði nokkurt vaid á honum af því hann sieppti ekki taumhald- inu, og fór sá jarpi ekki iangt. Nú er ekki frá þvf að segja, nema þarna hófst hin harðasta viðureign manns og hests. Jón hélt stillingu sinni og leitaðist eftir mætti við að spekja hestinn svo hann gæti losað fótinn úr istaðinu, en fékk því með engu móti fram komið, þess f stað reyndi hesturinn að berja failinn knapann og hrista hann af sér til tíannes Pétursson HARÐFJÖTUR Sú stund rann upp í lífi Jóns á Reynistað, þegar engu var líkara en forsjónin hefði hvorki ætlað honum að eignast föðurleifð sfna né neitt annað þaðan f frá, heldur svipta hann öllu þvf sem hann hafði búið sig undir svo kostgæfi- lega — dæma hann að fullu úr leik. Skal nú sagt frá þessari ör- lagaríku stund. Ári sfðar en Jón sneri heim frá námi utanlands var hann af stjórnarráðinu skipaður próf- dómari við vorpróf barna f fjór- um hreppum sýslunnar, þar á meðal f Skefilsstaðahreppi, og þcssum starfa gegndi hann um nokkurt skeið. Nú var það eitt vor, að hann reið á tilsettum tíma heiman að í prófdómaraferð út í Skefiisstaðahrepp, fór alfaraveg til Sauðárkróks og þaðan upp Gönguskörð. Hann var einhesta, sat á jörpum klár sem hann átti og hét Kraki, mjög traustum grip og orkumiklum. Kraki var ferða- hestur Jóns um f jöldamörg ár. Veður var stillt og ekki til- fulls. Jón hlaut að liggja þar sem hann var kominn. Hann sá undir eins hver hætta honum væri búin, ef hann drægist fyrir afturfætur hestinum; þvf tók hann það ráð sem eitt var þessu til varnar, að spyrna þeim fæti sem laus var fast f sfðu hest- inum og halda sér þann veg frá honum, en togaði jafnframt af afli f tauminn til þess að hefta ferðir hans. Afieið- ingin varð sú, að hesturinn tók að hringsnúast, fór hring eftir hring og dró eiganda sinn með sér eftir hjarnbreiðunni. Hvorugur gat losazt við hinn — tveir vinir tókust á grimmilega, góðvinir sem óvænt atvik hafði gert að fjendum. Það muggaði úr lofti sem fyrr, og hestur og maður snerust áfram hring eftir hring hvor um annan, hring eftir hring, líkt og hjól- kringla hefði verið sett af stað á gólfi og ætlaði aldrei að stöðvast. Tfminn leið. Snjómuggan féil á heitan og strengdan hestinn og f andlit knapanum. Hún drakk f sig biástur þeirra, hófatrampið, glamrið f beizlisstöngunum og núningshljóðið þcgar knapinn dróst eftir hjarninu. Hún drakk það allt í sig. Og tfminn leið. Smám saman fór Jóni ekki að verða um sel. Hvernig endar þetta? hugsaði hann. Þótt hann væri frfskleikamaður á bezta reki og næsta fylginn sér, lá honum i augum uppi, að til lengdar gæti hann ekki spyrnt fæti f sfðu hestinum, það yrði honum ofraun sakir þrcytu. Þó hafði hann meiri áhyggjur af hinu, að beizlið kynni að bila snögglcga, þvf þá væri úti um hann á stuttri stundu: hann fengi ekki sveigt hestinn f hringi, heidur drægist umsvifalaust aftur með honum og yrði laminn þar sundur og saman. Hann skildi, að til þess hlyti samt að koma á endanum, hvað sem beizlinu liði, þvf hann gæfist upp á fótspyrnunni, ef hesturinn róaðist ekki. Hringferðirnar — upp aftur og aftur — voru eina hjálparráðið, og þær gat hann þakkað fótspyrnunni engu sfður en taumhaldinu. Enn var hann ólemstraður og höfuð hans ekki i beinni hættu. Hesturinn kom þó á hann höggum, sló hann I hnén, en þau högg reyndust meinlausari en búast mátti við, af þvf sá jarpi var ekki á nýjum járnum og skaflarnir bitnuðu iítið á Jóni. Langt var heim að byggðum bólum. Jón gerði sér ljóst, að frá mönnum bærist engin hjálp, alls engin. Hann var kjarkmaður, þrátt fyrir það fannst honum ónotaiegt að vera einn á þessum stað og eiga sér ekki von neinnar hjálpar. Hann var njörvaður liggjandi við hest og hjarn og tekinn að lýjast. Gat verið, að þarna ætti dögum hans að Ijúka — að hann yrði þá ekki eldri en þetta — að reiðhestur hans lemdi hann til bana úti á viðavangi? Hugsanir þessu líkar fengu skjótan endi. Leiftursnöggt, f miðri hringferð, kveður við dauf- ur brestur og Jón liggur endi- langur aftur á bak með báða fæt- ur lausa úr fstöðunum, en á sama augabragði réttist Kraki vió — móttakið hafði slitnað; Báðir voru frjálsir, maður og hestur, loksins frjálsir! Jóni létti ósegjanlega, og þarf ekki að lýsa þvf. En svo var hann þrekaður eftir átökin, að hann lá um stund á hjarninu og mátti sig hvergi hræra, lá þar „alveg eins og rekadrumbur“ að eigin sögn og án ljósrar hugmyndar um, hversu lengi þeir áttust við, hann og hest- Framhald á bls. 11. 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.