Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 11
Hin fræga Hertta Kuusinen var eiginkona Leinos. Hér sjést þau á kjörstað við þingkosningarnar 1948. sögóu Pragbúar dagana áóur en valdaránið var fullkomnað. Einu sinni var þó finnsku þjóðinni verulega brugðið. Það var þegar Stalin stakk upp á viðræðum um vináttu- og aðstoðarsáttmála í febrúar 1948, um leið og blöðin fluttu fregn- irnar af hinum dramatisku atburðum i Tékkóslóvakíu. Menn fóru allt í einu að hugsa um Ung- verjaland og Rúmeníu. J.O. Söderhjelm, sem skipaður var í finnsku samninganefndina, skrif- aði bróður sínum i Gautaborg: „ .... ég fæ ekki séð, hvernig hægt verður að fullnægja stefnu og kröfu Rússa um algjört öryggi nema hér verði einnig komið á kommúnisk-rússnesku stjórnar- fari. Ég tel það jafnvel langt frá því útilokað, að þeir leggi til atlögu hér án þess að biða viðræðna. En auðvitað verður maður að treysta á nýtt krafta- verk.“ Þessi sveifla milli raunsærrar svartsýni og bjartsýnnar örlaga- trúar lýsir ágæta vel hugar- ástandi finnsku þjóðarinnar siðla vetrar 1948. En menn vildu loka augunum fyrir hinum iskyggilegu horfum, og þó var það aðeins litið eitt af hinu uggvænlega, sem þjóðin fékk vitneskju um þá. Einn af þeim, sem um þessar mundir ætti hafa vitað sitthvað, var Yrjö Leino. Hann var mjög óttasleginn og hafði ástæðu til þess. Af þeim sjö starfsbræðrum hans, sem höfóu rutt brautina fyr- ir kommúniskt stjórnarfar i lönd- um sínum, höfðu þrír verið teknir af lífi, áður en næsta ár rynni. Ekki einu sinni í Sovétrikjun- um tókst innanríkisráðherranum að komast lifandi úr embætti sínu, enda þótt það drægist til 1953, að skelfirinn Lavrentij Beria yrði tekinn af lífi. I JÁRNGREIPUM EFTIRLITSNEFNDARINNAR Yrjö Leino sagði eitt sinn, að hlutskipti hins kommúníska innanríkisráðherra hafði vissu- lega ekki verið auðvelt, þegar þess væri jafnframt gætt, að við hefðum tapað striði og sigurveg- arinn búið á hótel Torni í Helsing- fors. Torni var aðalaðsetur eftirlits- nefndar bandamanna. Þegar í september 1944, kom um hundrað manna hópur nefndarmanna og starfsliðs. En hinn 5. október kom herra Eftir- litsnefndin sjálfur, Andrej Zdanov hershöfðingi, hetjan frá Leningrad, að sögn kremlfræð- inga þriðji æðsti maðurinn i valdakerfi Stalíns á þeim tíma. Heiður fyrir Finnland, sögðu kommúnistar. Ögæfa, sögðu hinir. Alla vega varð hann valdamesti maðurinn i Finnlandi næstu tvö ár. Vitað var, að þeir voru litlir vinir Otto Wille Kuusinen og Zdanov. Sagt var, að ástæðan væri sú, að Zdanov hafi gert áætlunina um Terijoki-stjórnina, en Kuusin- en hafi blandað sér inn i málið og eyðilagt allt saman. Eftir það hafi þeir verió ósættanlegir. Þegar Pessi, ritari finnska kommúnista- flokksins, skýrði Zdanov frá þvi vorið 1945, að flokkurinn hefði boðið Kuusinen að halda ræðu við 1. maí hátiðahöldin, á Zdanov að hafa brugðist hinn versti við og sagt: „Af því verður ekki, og reyndar, hvað ætli Paasikivi myndi segja?“ Zdanov likaði vel við Paasikivi, en Kuusinen líkaði illa bæði við Zdanov og Paasikivi, sem aftur bar vissa virðingu fyrir Zdanov. Zdanov kunni vel að meta finnsku þjóðina og bar virðingu fyrir henni, sem hann oft lét í ljós í einkasamtölum. En verkefni Zdanovs voru ekki þess eðlis, að þau leyfðu hlýjar tilfinningar. Vopnahléssamning- urinn var I 22 greinum, og í viðauka við 22. grein, sem fjallaði um framkvæmd og eftirlit varð- andi hinar 21, voru harðir og ógn- vekjandi skilmálar i 9 liðum. Þetta mátti allt túlka á þann hátt, sem veitti eftirlitsnefndinni í reynd ótakmörkuð völd í landinu. Fyrir ríkisstjórnina, sem átti aó annast samvinnuna, var ekki mikið annað að gera en að segja já og amen. Eftirlitsnefndin hikaði heldur ekki við að blanda sér allt niður í hin smávægilegustu og jafnvel hlægilegustu mál. 1 upphafi ráðherratióar sinnar hafði Yrjö Leino sem trúnaðar- maður í kommúnistaflokknum góð samskipti við eftirlitsnefnd- ina. Og svo virðist jafnvel sem Zdanov hafi líkað vel við hann persónulega, og að þeir hafi getað talað hreinskilnislega um vanda- mál finnska kommúnistaflokksins og um hina ýmsu framámenn þar. En þegar er hann hafði tekið við embætti innanrikisráðherra, kallaði Zdanov hann til sín og skýrði honum frá því, hvaða ráðstafanir ætlazt væri til af hálfu Rússa, að hann gerði. Það var augljóslega fyrst þá, sem Leino fór að skiljast, í hve mikla tvísýnu hann væri kominn, sem kann að þykja undarlegt. Að visu hafói hann heyrt hinaóþolin- möðustu og eldrauðu i flokks- forustunni þenja sig um vopnaða byltingu og rússneska Klim Vorosjilov-skriðdreka, sem ættu að aka um götur Helsingfors og gera borgarana dauðskelkaða, en hann hafði aðeins sagt rólega við þá: — Ekki förum við að fá neinn rauðan her hingað. En þegar hann varð innanrikis- ráðherra, var hert á kröfunum. Og það kom honum á óvart, að þær komu ekki aðeins frá hans eigin flokksmönnum. Vmsir stjórnmála fræðimenn halda því nú fram, að þegar hér var komið sögu, hafi Yrjö Leino lagt fram sinn drýgsta skerf til sjálfstæðis Finnlands. Hér á ég fyrst og fremst við Arvo Tuomin- en, sem átti löng samtöl við Yrjö Leino eftir 1950, en ég hef rætt itarlega við hann. Tuominen segir: — Leino bjargaði Finnlandi. Afstaða hans gagnvárt eftirlits- nefndinni einkenndist af þrjózku og æðruleysi og var rétt í alla staði. Hann fylgdi ákveðinni stefnu, sem byggðist á þremur meginatriðum: 1. Að vinna tima. 2. Að styðjast við stjórnarskrá Finnlands. 3. Að láta undan, „fórna“, í mál- um, sem i stærra samhengi skipti minna ntáli, til að bliðka andstæð- inginn. En eftir því sem tíminn leið og „andi byltingarinnar" virtist ætla að svifa framhjá á svifflugi sinu yfir landinu, jukust þær kröfur, sem gerðar voru til Leino. Hann setti ríkislögregluna und- ir stjórn kommúnista, en það nægði ekki. Zdanov sagði: — Segið gömlu lögreglustjórun- um upp störfum og ráðið nýja i staóinn. Leino: Slíkt væri brot á stjórnarskrá Finnlands. Zdanov: — Og öllum landshöfð- ingjunum? Af hverju rekió þér þá ekki og skipið áreiðanlega kommúniska landshöfðingja í staðinn? Leino: — Þaó er líka brot á stjórnarskránni. Zdanov: — Fari það i helviti, þér talið um lög hins borgaralega stjórnarfars, vitið þér ekki, að það er í þágu öreigastéttarinnar, sem þér eruð i embætti innanrikisráð- herra? Leino: — En ég verð samt að fara að þeim lögum, sem gilda i Finnlandi. Zdanov: — Þá verðið þér að setja ný lög, sem koma betur heim og saman við markmið okkar. Yrjö Leino sagði Tuominen, að þannig hafi samtöl þeirra Zdanovs getað verið. Engar tima- setningar eru fyrir hendi. En 1946 leið yfir í 1947 og 1947 í 1948, án þess að neitt skeði. Og þeir fóru að verða örvæntingarfullir byltingar- brallararnir. Harðfjötur Framhald af bls. 7. urinn, en fannst það vcrið hafa óratími. Eftir þetta bar ekki til tíðinda. Kraki jafnaði sig og Jón hélt ferð sinni áfram, reið út í Laxárdal og allt heim á prestssetrið í Hvammi. Þar tók hann gistingu, sagði sínar farir ekki sléttar og hlaut bezta viðurgerning. Hann var sem lurkum laminn, og eigi varð honunt svefnsamt nóttina sem á eftir fór. Að vísu slapp hann lítið meiddur úr atgangin- unt, einasta bólginn unt hnén, en hugur hans var hcrtekinn af því sem við hafði borið — hann sá skýrt fyrir sér hina svimandi tví- sýnu, sá hana skýrt fyrir sér þá og oft síðar: hcfði móttakið ekki slitnað... dragast iéntagna með hestinum... fyrir afturfæturna... barsmíð... skaflajárnin í höfuð- ið... Ég kynntist Jóni á Rcynistaó allvel undir ævilok hans. Þá sagði hann mér utan og ofan af ýmsu frá liönum dögum. Árið 1969 heyrði ég af munni hans meginefni þeirrar ferða- sögu sem hér er skráð. 1 febrúar 1975. Rœtt við Gunnlaug Halldörsson Framhald af bls.6 staða til byggingarlistar er lífs- skoðun — heilagt hlutverk, þeim er vel vill gera. — Hvað um Guðjón Samúels- son? — Já, það var gott að þú minnt- ist á harin. Hann féll ekki vel inn i þennan ramma, og átti lika oft í erjum við samtiðina. Honum var þó hlutverkið ekki síður heilagt, er hann kynntist ekki skoðunum fúnksjónalisntans á námsferli sín- um og liklega aldrei almennilega. Aftur á móti þótti það góð latina á hans námsdögum að byggja sér upp eigin stíl og form. En öðrum þræði var Guðjón „prímitifisti," sem engum lögmálum lýtur. Þannig ber að minu viti að skoöa sum af verkum hans, svo sem Þjóðleikhúsið og Hallgrimsturn. Og gleymum því ekki, að hann glimdi við leikhúsið i fjórðung aldar, fjórðung, sem háður var miklum umskiptum og breyting- um. En auðvitað nær það ekki nokkurri átt að gera eins og hann gerði, að sýna á 20. öldinni, hvað útlendir gátu gert á miðöldum. Auðvitað er Landakotskirkja ekk- ert annað en hreinræktað aftur- haldsverk, þrátt fyrir tilraunir til að færa gotneska stilinn i heim bæjarbursta og stuðlabergs. En ég verð nú samt að vióurkenna, að margt gott er við kirkjuna og hver veit nema þessi anakrónismi geti verið sannfærandi, með hjálp skoðandans, að nokkrum áratug- um liðnum. — En nú eru menn farnir kalla arkítektúr umhverfismótun, og vilja að hús taki mið af öllu um- hverfi sínu og jafnvel hagkerfinu. — Jæja, jú, heyrt hef ég það oró. Annars er nú búið að kalla okkur svo mörgum nöfnum og ónefnum, að maður kippir sér ekki upp við neitt. Guðmundur Finnbogason vildi til dæmis kalla okkur höfuðsmiði, en það var nú ætlað öðrum og meiri smið, og þótt við séum merkilegir, förum við varla að keppa við hann. En ekki fór nú alltaf mikið fyrir um- hverfisákvæðum hér áður fyrr, og tókst oft býsna vel. Jafnvel mestu dýrgripum á sviði byggingarlistar var ekki valinn staður af höfund- um, og fæstir höfðu þeir raunar litið þetta land. Svovaraðminnsta kosti um Alþingishúsið og lika Menntaskólann. Það voru góðir og framsýnir menn, sem hlupu um bæinn og völdu honum stað. Sið- an tekur þessi fallega bygging Framhald á bls. 16 María Skagan SEIÐUR Þöndum fjaSurkömbum slítur hrossagaukurinn granna strengi úr bláu flugi heiðrikjunnar inn yfir fjöllin, vindur þá á gárótta snældu yfir grænum mö á vori. Álfkonu snældu aS bregSa ómæli á timann. öni AS vori hjúpast náttbláar stundir svifþokum hvitum á leiS yfir engin, dorga sólina — gullfisk úr keri flýja fölnandi skuggum hverfa. RoSi á tindum og döggslóS i grasi dreymin. Anton Helgi Jönsson BORGARLÍF Enn erum viS komin saman til aS sýna yfirburSi mannsins yfir umhverfi sinu Sjá: Borin saman við okkur er steypan hlýleg er steypan mjúk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.