Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 16
Rœtt viö Gunnlaug Halldörsson Fjamhald af bis. 11 þátt f að mynda eigið umhverfi, fyrst skólabrúna á læknum og samnefndan veg, og þegar þú stendur þar, hefurðu fyrir þér einhverja fegurstu sjón í Reykja- vik, og það er umhverfismótun fólksins. Annað dæmi um elsku- lega þróun er Hafnarstræti, sem áður hét Strandgata. Þarna byggðu kaupmenn á malarkamb- inum, og sveigjan á götunni, það er hið eðlilega form strandarinn- ar. Þarna er náttúran sjálf að verki, og betur verður ekki gert. Svo er maður að heyra, að það eigi að fara að eyileggja þetta. — En umhverfismótun gerist ekki af sjálfu sér nú á dögum? — Nei, það er alveg rétt, og skipulagsstörf tilheyra arkítekt- um í nútímaþjóðfélagi, en að rifa og eyðileggja umhverfismótun genginna kynslóða og fórna ómet- anlegum hlutum fyrir bílastæði og skrifstofuhús, — það er glæp- ur. — Hvað finnst þér um ríkisaf- skipti af arkitektúr? — Hvað finnst þér um rikisaf- skipti af bókmenntum? Hver er munurinn? Þegar ég kom frá námi fullur af góðum fyrirætlun- um, var sáralítið fyrir mann að gera hérna nema i villum og smá- íbúðarhúsum. Ríkið einokaði þetta allt. Og svo langt gengu þessi afskipti, að þegar Guðjón Samúelsson lézt, taldi Jónas Jóns- son frá Hriflu sig hafa umboð hans til að halda starfi hans áfram. Það er nú ekki allt svona slæmt lengur. Reykjavíkurborg hefur t.d. sýnt þann skilning á málefnum byggingarlistar að ráða til sín arkítekta til einstakra verka eftir þörfum. Þannig á Reykjavíkurborg alltaf kost á að ráða þá til verks, sem hæfastir eru taldir hverju sinni til mis- munandi verkefna, og getur veitt arkitektum nokkuð jafna aðstöðu til verkefna. Það er sorglegt, þeg- ar þessar skrifstofur eins og t.d. bygginga- og Landnámssjóður telja sig þess umkomnar að hugsa fyrir allar sveitir landsins í bygg- ingarmálum. Og hvar eru rökin fyrir því? Annars staða bera byggingar vott um menningu þjóða, — hér koma í staóinn rikis- reknar skrifstofur. — En hvernig stendur á því, að ríkið hefur ekki hlútazt til um stofnun arkitektaskóla? — Rikið verður auðvitað að svara fyrir sig, en ég veit ekki, hvort við erum á þessu stigi færir um að taka slíka kennslu alveg inn í landið. Ég heid líka, að allir listamenn þurfi að leita sér menntunar að einhverju leyti er- lendis. Hitt er Svo annað mál, að þegar einn arkítekt Iærir í Mexí- kó, annar á Italiu, þriðji í Skandinaviu og sá fjórði i Þýzka- landi, þá er hætt við, að úr verði hálfgerður hrærigrautur, þegar þeir koma til starfa á Islandi. Vissulega þyrfti meira samræmi í hlutina og vonandi líður ekki á löngu, þar tii við getum tekið upp 1'tj't‘fandi: II.f. Ar\akur. Hvykjavík Kramkt .slj.: Ilaraldur SvrinsMm Ritstjúrar: Mallhias Johannt ssen S|> rmir ííunnarsson Rilstj.fllr.: Ilisli Siiturðsson AuKlysinKar: Arni (iarðar Krislinsson Rilsljúrn: ASalslræli 6. Simi 10100 kennslu í byggingarlis að ein- hverju leyti. Við megum bara ekki framleiða svo mikið af arkí- tektum, að innan tíðar skipi þeir fimm ráðherrastóla af átta. — Nú eiga sumir erfitt með að kyngja því að arkítektúr sé list- grein. Er það ekki vegna þess, að við teljum húsin okkar og um- hverfi of hversdagslegt til að kall- as list á sama hátt og Bjartur í Sumarhúsum áttaði sig ekki á að dalurinn hans var fallegur? — „Það gagnlega er fallegt“, ku Sókrates hafa sagt, og það mætti túlkast þannig, að það sé agaður strangleiki í mótun, sem öðlist þann sess i vitund okkar að við köllum hann list. Ég er ekki að segja, að við islenzkir arkitekar séum komnir svona langt. Við höfum lengst af verið fáliðaðir og átt við ýmsa erfiðleika að glima eins og komið hefur fram i þessu spjalli okkar. En þrátt fyrir allt stöndum við á traustum grunni, sem þeir lögðu brautryðjendur siðari tima og þeir Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Guðmundsson og Guðjón Samúelsson. Þar verð- ur mikið og vel byggt i framtíð- inni. Um það gefa okkar ungu arkitektar fyrirheit. Fjösakonur ö haus Framhald af bls. 13 repeaters) eru auk stýriskompáss á brúarvængjum og einn fremst í stýrishúsi og aðrir innbyggðir i stefnuritara, tvær ratsjár og eitt radiómiðunartæki. Sterkari rat- sjáin dregur 96 sjóm., og miðunartækið sýnir geisla sem bendir á réttvísandi miðun. Þá er Decca Navigator, og Omega tæki, sem ætíð á að sýna hnattstöðu skipsins hvernig sem viðrar á nóttu sem degi. Þetta kerfi sem er tengt gervihnöttum og 8 sendi- stöðvum á jörðu, er ekki komið i gagnið nema á norðurhveli, svo ennþá þurfum við að mæla hæðir á stjörnum og sól. Hraðann og vegalengd sýnir mælir (logg) frá botni skipsins, svo er ágætur sjálfritandi dýptarmælir. Hér er besta sjóúr (chronometer), sem ég hef séð. Það er af Seiko tegund, „Quarts Crystal Marine Clock“. Gangur þess er það nákvæmur að árleg skekkja er minni en 'A mínúta, og minni skekkju eigum við ekki að venjast til sjós. Sjóúrið er raf- magnsdrifið og komið fyrir upp á þili. Áfast við það er skips- klukkan, sem sýnir staðartímann, henni eru svo tengdar 14 klukkur úti um allt skip, í vél, eldhúsi, matsölum, setustofum og skrif- stofum. Þegar þarf að flýta klukku eða seinka, eftir því semsiglter í austur eða vestur, þá er það gert með tveim rofum und- ir aðalklukkunni í stýrishúsi. Brunavarnakerfið er af fullkomn- ustu gerð. Ef einhver hefði snert af símadellu gæti hann notið sín hér, því það eru 7 símar í brúnni. Það eru simar i alla klefa ög beint samband við vélarrúm og loft- skeytastöð, tveir hátiðnisímar eru alltaf til taks og svo er tól ef þarf að tala yfir stöð skipsins við land og sleppa við að hlappa i loft- skeytaklefann. Auk símanna er svo hátalarakerfi um allt skip, meó hljóðnemunum má gera boð, sem varóa alla. Tengt því er út- varpstæki, plötuspilari og gríðar- legt gjallarhorn á brúarþaki. Veðurkort má fá hvar sem skipið er statt en það kemur i „fascimil“-tækið sem er af góðri tegund. Eitt skal telja, sem tilheyrir þö ekki nýjustu tækni, það er vatnsrör með smágötum, sem liggur fyrir ofan stýrishús- Bragðið af Ultra Britecrcngulíkt - þa er svo hressandi ferskt vegna samsetnin; sinnar, að þti finnur, hvernigandi þinn verður ferskari — hvcrniglennurnar verða hvítari oggljá mcira. l>eíni,sein nota Ullra Britc cinu sinní.finnst annað lannkrcm harla bragðlaust gluggana að framan, sem auðveld- ar að skola seltuna burtu þegar hvasst er. Það er ekki nóg að hafa hverfirúóur, það er því skrítið að þessi einfalda aðferð skuli ekki vera algengari. Miðstöð ljósakerfis fyrir þilfar og lestarrúm er einnig í stýris- húsi. Að sjálfsögðu eru svo tæki um borð sem sæfarar hafa löngum stuðst við, þ.e. segulkompás, sextantar, handlóð, línulogg og sjónaukar. Þótt allt sé ekki upptalið er ljóst að þessum tækjum fylgja ótal takkar, smáljós, ljósastillar og allskonar viðvörunarhljóð, sem tekur dálítinn tima að læra á, ekki síður en á alla kaðalspotta á seglskipunum. Ég leiði hjá mér að lýsa leik- föngum vélstjóranna, þau eru auðvitað öll af nýjustu og fullkomnustu gerð. Þeir hafa sinn hljóðeinangraða og loft- kælda stjórnklefa með útsýni yfir allt vélarrúmið, og sitja þar kyrfi- lega eins og geimfarar. Skipið tilheyrir Salén- skipafélaginu. Á næstu tveim árum bætast við 5 skip af svipaðri- gerð og útbúnaði. Þá bætast einnig við flotann sjö risaskip 356.000 t.dw. hvert að stærð. Það fyrsta var raunar afhent 'A mán. á eftir þessu skipi, og næsta er tilbúið i maí. Tæknin þar um borð eru öllu fullkomnari, þ.e.a.s. þau eru tengd tölvum. Það þarf ekki annað en að mata þær á fyrirfram útlögðum stefnum. Omega-tækið gerir stöðugt staðar- ákvarðanir og ratsjáin sér um að ekki verði farið of nálægt öðrum skipum. Sama er með lestun og losyn, tölvurnar stjórna öllum dælum og lokum og afgreiða það magn í hvern geymi, sem stýri- maður hefur reiknað út fyrir- fram. Þegar hingað er komið munu sumir lesendur vera farnir að undrast vegna fyrirsagnarinnar, að ekki skuli vera fjallað um neinar konur á hvolfi (í greininni). Skýringin er sú að heitið á að gefa í skyn hvar rit- smíðin var framin. Hún varð til á Indlandshafi í desember á leið frá Ástralíu til S-Afriku. Þar flasa stjörnumerki norðurhvels- ins við, Karlsvagninn, Fjósakon- urnar og fleiri merki, Karlsvagn- inn var alveg á kafi og sást ekki, en Fjósakonurnar semsagt „öfugar“. Nú líður að febrúarlokum og búið að losa farminn í Adríahafs- höfnum, lesta svo á ný á Svarta- hafi. Við erum á leið á norðlægari slóðir. Næsta höfn, sem er Rotterdam, er að nálgast. Það verður bráðum farið að ræsa út með „klárir í endana“. Minni sjómennsku er lokið, mál að binda fyrir sjöpokann — með skátahnút. Jón Steingrímsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.