Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 3
smámunasöm vildi hún hafa eldhúsiö hreint. Hann hefði átt að bíða svo hún gæti litið eftir ... En þegar hún kom inn i eldhúsið, þá leit það út eins og það væri nýkomið frá verksmiðjunni. Hún nam staðar, starði f kringum sig, snerist síðan á hæl og hafði nærri rekist á Tony. Hún rak upp óp. „Get ég aðstoðað?“ spurði hann. „Tony,“ sagði hún og reyndi að dylja reiðiblæinn á röddinni. „Þú verður að láta heyrast í þér, þegar þú gengur. Ég þoli ekki að þú læðist á eftir mér, skilurðu ... Notaðir þú ekki eldhúsið?" „Jú, frú Belmont." „Það lítur ekki þannig út.“ „Ég tók tii á eftir, er það ekki venjan?“ Claire varð orðlaus. Hvernig var nú hægt að svara þessu. Hún opnaði pottaskápinn og leit sem snöggvast á alla gljáfægðu pottana og sagði, dáiítið skjálfrödduð. „Þettaermjög gott. Mjög gott.“ Ef hann hefði á þessari stundu ljómað,ef hann hefði brosað, ef hann hefði aðeins lyft munnvikjunum lítið eitt, þá hefði henni geðjast betur að honura. En lávarðarsvipurinn á honum haggaðist ekki þegar hann sagði: „Þakkayður fyrir, frú Belmont. Viljið þér nú ekki líta inn i dagstofuna?" Hún gerði það og tók undir eins eftir því. „Þú hefur bónað húsgögnin?“ „Er þetta gott, frú Belmont?" „En hvenær? Þú gerðir það ekki í gær?“ „Siðastliðna nótt auðvitað?" Léztu ljósin loga alla nóttina?" „Nei, það var óþarfi. Ég hef innbyggðan ljósgjafa, sem sendi frá sér útfjólublátt ljós, og með þvi get ég séð. Ég þarfnast ekki svefns að sjálfsögðu." En hann þarfnast aðdáunar, það skildi hún þá. Hann varð að vita, hvort hann gerði svo henni líkaði. En hún gat ekki fengið sig til að veita honum þá ánægju aftur. Hún sagði aðeins, heldur önuglega: „Þið munuð taka störfin frá venjulegu þjónustufólki." „Það eru miklu mikilvægari störf, sem bíða þess, þegar það er laust við svona strit. Hluti eins og mig er hægt að framleiða. En ekkert hefur verið fundið upp, sem geturkomið í stað sköpunargáfu og fjölhæfni mannsheila eins og yðar.“ Þó engin svipbrigði sæjust á andlitinu virtist röddin gefa til kynna aðdáun og lotningu, svo Claire roðnaði og tautaði: „Minn heili. Hann er nú ekki merkilegur." „Tony gekk skrefi nær og sagði: „Þér hljótið að vera óhamingjusamar fyrst þér segið slíkt. Er nokkuð sem ég get gert?“ Sem snöggvast lá Claire við hlátri. Þetta var raunverulega hlægilegt. Hér var þessi heimilisvél, nýkomin af færibandinu, að bjóða þjónustu sína sem huggari. En skyndilega brutust fram niðurbældar áhyggjur og hún sagði: „Hr. Belmont heldur að ég hafi engan heila skal ég segja þér ... og ég býst við að það sé rétt.“ Hún gat ekki grátið fyrir framan hann. Henni fannst einhvern veginn, að hún yrði að halda uppi heiðri mannkynsins gagnvart þessari framleiðslu þess. „Það er þó aðallega nú i seinni tið,“ bætti hún við. „Það var allt I lagi á meðan hann var að læra, þegar hann var rétt að byrja. En mér gengur illa að vera eiginkona manns á framabraut, og hann er að komast til metorða. Hann vill að ég verði góður gestgjafi og opni honum leið í samkvæmislífið, eins og G-G-Gladys Claffern gæti.“ Hún var rauð á nefinu og leit undan. En Tony var ekki að horfa á hana. Hann leit í kringum sig í herberginu. „Ég get aðstoðað yður við heimilishaldið." „En það er ekki nóg,“ sagði hún áköf. Það þarfnast einhvers svipmóts sem ég get ekki skapað. Ég get aðeins gert það þægilegt, ég get aldrei gert það eins og á myndunum í innréttingatimaritunum." »» „Viljið þér eignast þannig heimili?" „Er það til nokkurs — að langa?“ Tony leit beint á hana. „Ég get hjálpað.“ „Veizt þú nokkuð um híbýlaskreytingu?" „Er það eitthvað sem góður þjónn ætti að vita?“ „Já, vissulega." „Get ég fengið bækur um þetta efni?“ Claire hafði borði heim tvö þykk bindi um híbýla- fræði, sem hún fékk lánuð á bókasafninu. Hún horfði á Tony þegar hann opnaði annað þeira og fletti blöðunum. Þettavarifyrstaskipti sem hún hafði horft á hendur haús við fíngerð störf. Ég skil ekki hvernig þeir fara að þessu, hugsaði hún og ósjálfrátt greip hún hönd hans og dró hana til sin. Tony streittist ekki á móti, hann lét höndina liggja máttlausa svo hún gæti skoðað hana. Hún sagði: „Þetta er merkilegt, jafnvel neglurnar líta eðlilega út.“ „Það er af ásettu ráði, auðvitað," sagði Tony. Síðan hélt hann áfram í viðræðutón: „Húðin er úr mjúku plasti og innri grindin er úr léttri málmblöndu. Finnst yður þetta skemmtilegt?" „Nei.“ Hún leit upp rjóð í framan. „Það kemur mér ekkert við. Þú spyrð heldur ekki þannig um mig.“ „Ég er ekki þannig gerður, að hafa þannig forvitni til að bera. Ég get aðeins hegðað mér á ákveðinn hátt.“ Claire fannst eitthvað herpast saman innra með sér, í þögninni sem á eftir fylgdi. Hversvegna gleymdi hún sí og æ að hann var bara vél. Nú varð hluturinn sjálfur að minna hana á það. Þráði hún svo mjög samúð að hún jafnvel gat litið á vélmann sem jafningja — vegna þess að hann sýndi samúð? Hún sá að Tony var enn að fletta blöðunum — að því er virtist vandræðalega — og hún fann skyndilega og með létti til yfirburða gagnvart honum. — „Þú getur ekki lesið, er það?“ Tony leit upp og röddin var róleg. „Ég er að lesa, frú Belmont.“ ,JSn — „Hún benti á bókina, og vissi ekki hvað hún átti áð segja. „Ég renni augun yfir blaðsíðurnar, ef það er það sem þú átt við. Lestrarskyn mitt er líkt og ljósmynd væri tekin." Það var komið kvöld, og þegar Claire loks gekk til hvilu, var Tony þegar langt kominn með síðara bindið sitjandi I myrkrinu eða að minnsta kosti fannst Claire, með sitt takmarkaða sjónskyn, að það væri myrkur. Siðasta hugsun hennar áður en hún féll í svefn, var undarleg. Hún mundi eftir hendi hans, snertingu hennar. Hún hafði verið hlý og mjúk, eins og manns. En snjallt hjá framleiðandanum, hugsaði hún og sofnaði vært. Næstu daga var bókasafnið efst á blaði. Tony stakk upp á rannsóknarsviðum, sem fljótlega fjölgaði. Það voru bækur um samval lita, um andlitsnyrtingu, um trésmíðar og um tízku, um listir og sögu klæðagerðar. Hann fletti blöðum hverrar bókar alvarlegur á svip, og jafnskjótt og hann fletti var hann búinn að lesa, og aldrei virtist hann gleyma neinu. Áður en vikunni lauk, hafði hann fengið hana til að klippa hárið og kennt henni nýja aðferð við að leggja það, einnig að breyta lögun augnabrúna litið eitt og skipta um lit á púðri og varalit. Hún hafði titrað í hálfa klukkustund á meðan hann fór fimum, ómennskum höndum um andlit hennar, en leit að þvi búnu í spegilinn. „Meir er hægt að gera,“ sagði Tony, „sérstaklega varðandi fötin. Hvernig finnst yður þetta sem byrjun?" Drykklanga stund sat hún þögul. Hún varð fyrst að venjast útliti þessarar fögru ókunnu konu, sem horfði á hana í speglinum. Þá sagði hún hrærð, og horfði stöðugt að mynd sína: „Já, Tony, þetta er ágætt — til að byrja með.“ Hún sagði ekkert um þetta i bréfum sínum til Larry. Bezt væriaóláta hann sjá þetta alit í senn. Hún fann að hún mundi ekki aðeins njóta þess að koma honum á óvart, heidur yrði þetta einnig nokkurskonar hefnd. Morgun nokkurn sagði Tony: . „Nú þurfum við aó kaupa ýmislegt, en ég má ekki fara úr húsinu. Getið þér keypt það ef ég skrif a nákvæmlega hvers við þörfnumst? Okkur vantar gluggatjöld, húsgagna- áklæði, veggfóður, smíðavið, málningu, fatnað — og heilmargt annað." „Þú getur ekki fengið þessa hluti eins og þú vilt hafa þá á augabragði," sagði Claire efablandin. „Það er hægt að fara nálægt því ef þér farið um borgina og ekki stendur á peningum." „En Tony, við höfum ekki peninga." „Jú, vissulega. Þér skuluð fyrst koma við hjá Amer- iska vélmennafyrirtækinu. Ég skrifa orðsendingu fyrir yður. Talið við dr. Calvin og segið henni að þetta sé hluti af tilrauninni." Einhvern veginn fannst henni dr. Calvin ekki eins fráhrindandi eins og fyrsta kvöldið. Með nýju andlitssnyrtinguna og nýja hattinn fannst henni sem hún væri ekki hin gamla Claire. Sálfræðingurinn hlutaði með athygli, bar framúokkr- ar spurningar, kinkaði kolli — og Claire var á leið út aftur með ótakmarkaðan ávísanareikning i nafni Ameriska vélmennafyrirtækisins. Það er undursamlegt hverju peningar geta áorkað. Þegar hægt er að kaupa upp heila verzlun, þá eru svör afgreiðslustúlku ekki eins og rödd af himnum, svipur híbýlafræðings ekki eins og ásjóna Seifs. Eitt skipti, þegar feitur og virðulegur af- greiðslumaður í einu fínasta tízkuhúsinu hafði hrist höfuðið yfir fatapöntun hennar hafði hún hringt í Tony og siðan rétt herranum simtólið. „Viljið þér gera svo vel,“ — sagði hún ákveðinni röddu — „og tala við ritara minn.“ Sá feiti gekk að símanum með annan handlegginn hátiðlega fyrir aftan bak. Hann lyfti heyrnartólinu með tveim fingrum og sagði settlega: „Já.“ Síðan kom stutt þögn og aftur „já,“ siðan kom miklu lengri þögn, byrjun á veikum mótmælum, sem fljótlega þögnuðu, önnur þögn, og loks undirgefið, „já,“ og hann lagði á heyrnartólið. „Ef frúin villkomameðmér,“ sagðihannkuldalegaog móðgaður, „þá skal ég reyna að afgreiða yður.“ „Augnablik,“ Claire hljóp aftur að símanum, hringdi og sagði: „Halló, Tony, ég veit ekki hvað þú sagðir, en það hafði sín áhrif. Þakka þér fyrir. Þú ert Framhald á bls. 14 © Þorgeir Sveinbjarnarson MAÍHRET Vor spáði landið búið í klaka með kuldatrefil um hálsinn. Vor fullyrti Ijósið og læddist krókloppið um hráslagann. Vor stamaði lambagrasið. En norðannæðingurinn sagði því að þegja. Það var ekkert vor. Richard Beck HAUSTHARMUR OG VORDRAUMUR Svipmynd frá sævarströnd I Victoria, British Columbia, heimaborg höfundar. Strokið kaldri haustsins hönd haf á flúðum drynur, beygð af árum björk á strönd, blöðum rúin, stynur. Hnípin skógar háreist eik höfuð drúpa lætur sumarlaufin syrgir bleik sér við kaldar fætur. Húmköld þótt sé haustsins fold, héluð blómasporin dreymir fræin djúpt í mold döggum perlað vorið. Björn B. Björnsson AÐ LEIÐAR- LOKUM hvað er fegurra en sólsetrið að sjá ollubrákina slegna geislum sólarinnar að sjá líflega gamma líða um reykinn í leik að sjá þá gæða sér á gömlum völskum og gantast við þær ungu — hlustið — hugljúfur hávaði dynur í eyrum hvíllk fegurð — sjá — fagurlitaðir fiskar fylgja hreyfingum sjávarins ósjálfrátt hver er hinn tígulegi maður sem horfir út yfir hafið eins og virðulegur verksmiðjueigandi og það er eins og augu hans segi [ dag get ég dáið glaður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.