Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 14
ÁBYRGÐ TEKIN Á VÖRUGÆÐUM Framhald af bls. 3 —“ hún leitaði að rétta orðinu en gafst upp og sagði, að lokum veikum rómi — „indæll.“ Þegar hún sneri sér við stóð Gladys Claffern þar og horfði á hana. Hún var dálítið hii'saá svipinn, en virtist einnig svolitið skemmt. Hún horfði á hana og hallaði höfðinu örlítið. „Frú Belmont?" Þá missti Claire alveg móðinn. Hún gat aðeins kinkað kolli — heimskuleg, eins og leikbrúða. Gladys brosti og i brosinu fólst einhver ósvífni, sem erfitt var að gera sér grein fyrir. „Ég vissi ekki að þú verzlaðir hér?“ Alveg eins og staðurinn hefði verulega sett ofan þess vegna. „Venjulega geri ég það ekki,“ sagi Claire auðmjúk. „Og hefurðu ekki gert eitthvað? Það er dálítið — einkennilegt... Ö, ég vona að þú fyrirgefir mér, heitir ekki eiginmaður þinn Lawrence? Mér finnst endilega að það sé Lawrence." Claire beit á jaxlinn, en hún varð að koma með skýringu. „Tony er vinur mannsins míns. Hann er að hjálpa mér að velja nokkra hluti." „Ég skil, og alveg indæll i því starfi, býst ég við.“ Svo hélt hún áfram brosandi með birtu og hlýju heimsins með sér. Claire hikaði ekki við að leita huggunar hjá Tony. A tíu dögum hafði öll tregða hennar i þá átt horfið. Hún gat grátið þó hann sæi, bæði grátið og látið i ljós reiði sina. „Ég var eins og alger asni,“ sagði hún æst og kreisti blautan vasaklútinn. „Hún hefur þannig áhrif á mig. Ég veit ekki hversvegna. Hún gerir það bara. Ég hefði átt að — sparka í hana. Ég hefði átt að slá hana niður og trampa á henni.“ „Er hægt að hata manneskju svo mjög?“ spurði Tony, með undrun i röddinni. „Slikar tilfinningar mannanna eru mér óskiljanlegár.“ „Æ, það er ekki hún,“ stundi Claire. „Það er ég sjálf, býst ég við. Hún er ímynd þess sem ég vildi vera — á ytra borðinu að minnsta kosti... og get ekki verið." Rödd Tony var ákveðin. „Þér getið það, frú Belmont. Þér getið það. Enn eru tíu dagar til stefnu og á þeim tíma mun húsið verða gjörbreytt. Höfum við ekki verið að undirbúa það?“ „Hvernig á það að hjálpa mér — gagnvart henni?“ „Bjóðið henni hingað. Bjóðið vinum hennar. Kvöldið áður en — áður en ég fer. Það verður einskonar vigsluhátíð." „Hún kemur ekki.“ „Jú, það gerir hún. Hún mun koma til að hlæja ... en hún mun ekki geta gert það.“ „En heldurðu það raunverulega? En Tony, heldurðu að við getum það?“ Hún hélt um báðar hendur hans, siðan leit hún undan og sagði, „En til hvers væri það? Það væri ekki mitt verk, það ert þú sem hefur gert allt. Ég get ekki þegið heiður sem mér ekki ber.“ „Enginn er öðrum óháður," sagði Tony. „Sú vitneskja var mér látin i té. Það sem þér eða einhver annar sér við Gladys Claffern er ekki aðeins Gladys Claffern. Hún nýtur góðs af öllu sem peningar og þjóðfélagsstaða geta veitt. Hún tekur því sem sjálfsögðum hlut. Þvi ættuð þér ekki að gera það lika? ... Og lítið á þetta svona, frú Belmont: Ég er gerður til þess að hlýða, en hve hlýðni mín er mikil ákveð ég sjálfur. Ég get hlýtt skipunum treglega eða frjálslega. Fyrir yður geri ég það frjálslega, vegna þess að þér eruð eins og mér var kennt að manneskjur væru. Þér eruð vingjarnleg og yfirlætislausar. Frú Claffern er það ekki, eftir lýsingu yðar að dæma og ég mundi ekki hlýða henni á sama hátt og yðar. Svo eruð þér en ekki ég, frú Belmont, sem eruð að gera allt þetta.“ Hann dró að sér hendurnar og Claire horfði á svipbrigðalaust andlitið, sem enginn gat lesið úr og hugsaði. Hún varð skyndilega hrædd aftur en á allt annan hátt en fyrr. Hún greip andann á lofti og leit á hendur sínar, hún fann enn fyrir þrýstingi fingra hans. Það var ekki imyndun, fingur hans höfðu þrýst hendur hennar varfærnislega og alúðlega, áður en hann sleppti þeim. Nei! Fingur þess ... Fingur þess ... Hún hljóp inn í baðherbergið og þvoði sér um hendurnar ákaft, árangurslaust. Daginn eftir, var hún hálf feimin við hann, horfði á hann athugul, til að sjá hvað gerðist næst — en ekkert gerðist í bili. Tony var að vinna. Ef einhverjir erfiðleikar eru við að setja upp veggfóður, eða nota fljótþornandi málningu, þá var það ekki að sjá á handbrögðum Tony. Hendur hans hreyfðust af nákvæmni, fingur hans voru fimir og öruggir. Hann vann alla nóttina. Hún heyrði aldrei til hans, en á hverjum morgni blasti við henni nýtt undur. Hún hafði ekki tölu á öllu sem hann hafði gert, og þegar leið að kvöldi, var hún'enn að reka sig á ný atriði og aftur var komin nótt. Hún reyndi að hjálpa til aðeins einu sinni, og spillti þvi með klaufaskap sinum. Hann var i næsta herbergi, og hún var að hengja upp mynd á stað sem Tony hafði séð út með stærð- fræðilegri nákvæmni augnanna. Það var lítið merki, myndin var við höndina, og hún var orðin leið á aðgerðarleysinu. En hún var taugaóstyrk, eða stiginn var óstöðugur. Það skipti ekki máli. Hún fann að hann var að detta, og rak upp óp. Hann féll niður, en hún ekki, því með ómennskum hraða var Tony kominn og greip hana. Engin svipbrigði sáust í rólegum dökkum augunum, og mjúk rödd hans sagði aðeins: „Meidduð þér yður, frú Belmont?" Hún sá sem snöggvast að hönd hennar hlaut að hafa komið við slétta hárið hans, þvi hún sá nú i fyrsta sinn að það var gert úr einstöku þráðum — fínum svörtum hárum. Og þá fann hún allt í einu fyrir handleggjum hans sem héldu um axlir hennar og undir hnén — héldu henni þétt og hlýlega. Hún ýtti honum frá sér og rak upp óp, sem hljómaði hátt í eyrum hennar sjálfrar. Það sem eftir var dags- ins hélt hún sig i herbergi sínu, og eftir það setti hún stól fyrir dyrnar, þegar hún fór að sofa. Hún hafði sent boðsbréf og boðið var þegið, eins og Tony hafði spáð. Nú var aðeins að biða seinasta kvöldsins. Það kom einnig, eins ogönnur kvöld á sinum tíma. Húsið var nú varla lengur hennar eigið. Hún gekk um það í síðasta sinn — sérhverju herbergi hafði verið breytt. Hún sjálf var i fötum sem hún hefði aldei þorað að fara i áðuc ... Þegar hún var komin i þau, fann hún til stolts og öryggis um leið. Hún reyndi að setja upp kurteislegan yfirlætissvip fyrir framan spegilinn. Hvað mundi Larry segja? ... Einhvern veginn skipti það ekki máli. Spennandi dagar kæmu ekki með honum. Þeir mundu fara með Tony. Var það ekki einkennilegt? Hún reyndi að muna hvernig henni hafði liðifyrir þremur vikum siðan, en gat það ekki. Klukkan minnti hana á með átta slögum að tíminn leið óðfluga, og hún sneri sér að Tony. „Þær koma innan skamms, Tony. Það er bezt að þú farir niður í kjallara. Við getum ekki látið þær — “ Hún horfði á hann um stund og sagði veiklega: „Tony?“ og aftur ákveðnari: „Tony?“ og loks nærri hrópaði hún: „Tony!“ En hann greip utanum hana, andlit hans var nálægt hennar, hann sleppti henni ekki. Hún heyrði rödd hans þó hún væri öll I uppnámi. „Claire,“ sagði hann, „það er margt sem mér er ókleift að skilja, og þetta hlýtur að vera eitt. Ég fer á morgun, en ég óska þess ekki. Ég finn innra með mér löngun til að gera meira en þóknast yður. Er þetta ekki undarlegt?“ Andlit hans kom nær, varir hans nærri snertu hennar, en enginn andardráttur fannst — vélar anda ekki. ... Odyrabjallan hringdi. Augnablik brauzt hún um, þá var hann horfinn og sást hvergi, og bjallan hringdi aftur, hvellt og hvað eftir annað. Gluggatjöldin á fremri gluggunum höfðu verið dregin frá. Stundarfjórðungi áður höfðu þau verið dregin fyrir. Hún var viss um það. Þær höfðu séð inn. Þær höfðu séð — allt! Þær gengu inn ósköp kurteislega, allar í hnapp — eins og úlfar á eftir bráð — skimuðu í allar áttir, hvössum athugulum augum. Þær höfðu séð. Hvers vegna hefði Gladys annars spurt eftir Larry á svona áberandi hátt? Þetta kallaði fram hjá Claire uppreisnaranda og hún svaraði kæruleysislega: hann er ekki heima. Hann kemur aftur á morgun býst ég við. Nei, ég hef ekki verið einmana hér. Ekki vitund. Það hefur verið, bara verið skemmtilegt.“ Hún brosti til þeirra. Hversvegna ekki? Hvað gátu þær gert? Larry mundi vita hið sanna, ef þær færu að segja honum frá því, sem þær héldu sig hafa séð. En þær gátu ekki hæðst að henni. Hún sá það á heiftarglampanum i augum Gladys Clafferi^á uppgerðar tali hennar, á löngun hennar til að kveðja snemma. Þegar þær fóru heyrðu hún slitrótt hvislið: „ ... aldrei séð annað neitt þessu likt... svo laglegur —“ Þá vissi hún hvað það var, sem hafði haft slík áhrif á þær. Þær voru ef til vill fallegri en Claire Belmont, tignari, ríkari — en engin þeirra, engin, átti jafn glæsilegan elskhuga! En þá minntist hún þess enn á ný — enn á ný, að Tony var aðeins vél, og það fór hrollur um hana. „Farðu! Láttu mig i friði!“ hrópaði hún í tómu herberginu og hljóp inn I svefnherbergið. Hún lá og grét alla nóttina og fram undir morgun, en þá, þegar göturnar voru auðar kom bíll að húsinu og sótti Tony. Lawrence Belmont, gekk framhjá skrifstofu dr. Calvins og datt skyndilega i hug að lita inn. Stærð- fræðingurinn Peter Bogert var hjá henni, en það aftraði honum ekki. Hann sagði: „Claire sagði mér að fyrirtækið hefði greitt allan kostnað við húsið mitt —“ „Já,“ sagði dr. Calvin. „Við höfum afskrifað það sem mikilvægan og nauðsynlegan hluta tilraunarinnar. Þar sem þú ert nú orðinn aðstoðarverkfræðingur ættir þú nú að hafa efni á því að halda því við, geri ég ráð fyrir.“ „Það var nú ekki það, sem ég var að hugsa um. Þar sem stjórnin hefur nú samþykkt tilraunirnar, þá býst ég við að við getum fengið okkur TN-gerðina sjálf á næsta ári, held ég.“ Hann sneri sér svo við aftur hálfóákveðinn. „Nú, hr. Belmont?" sagði dr. Calvin eftir stundar- þögn. „Ég var aðeins að velta fyrir mér“, byrjaði Larry — „velta fyrir mér hvað raunverulega gerðist. Hún — Claire, á ég við — virðist svo breytt. Það er ekki aðeins útlitið, — þó að ég sé satt að segja hissa á því.“ Hann hló vandræðalega. „Það er hún sjálf! Hún er ekki sjálfri sér lik, satt að segja — ég get ekki útskýrt það.“ „Hversvegna að reyna það? Ertu óánægður með breytinguna?" „Nei, þvert á móti. En það er dálítið óhugnanlegt lika sjáðu til —.“ „Hafðu engar áhyggjur , hr. Belmont. Konan þin hefur staðið sig ágætlega. Satt að segja bjóst ég aldrei við að tilraunin mundi skila svona ítarlegum og fullkomnum niðurstöðum. Við vitum nákvæmlega hvaða lagfæringar þarf að gera að TN-gerðinni, og það er eingöngu frú Belmont að þakka. Ef ég á að vera fullkomlega hreinskilin, þá held ég að konan þin eigi stöðuhækkun frekar skilið en þú.“ Larry tók þetta sýnilega til sín. „Bara það sé innan fjölskyldunnar,” muldraði hann, ósannfærandi og fór. Susan Calvin horfði á eftir honum. „Þetta hitti I mark — vona ég ... Hefurðu lesið skýrslu Tonys, Peter?“ „Vandlega,“ sagði Bogert. „Heldurðu ekki að það þurfi að breyta TN-3 gerðinni?" „Jæja, heldurðu það lika?“ spurði dr. Calvin hvöss. ,JHversvegna?“ Bogert varð hugsi. „Ég þarf engar ástæður. Það er augljóst að við getum ekki sleppt lausum vélmanni, sem sýnir húsmóður sinni ástleitni." „Ástleitni! Þú ert asni. Skilurðu þetta alls ekki? Þessi vél var að hlýða „fyrsta lögmálinu". Hann gat ekki látið mannveru bíða tjón og hann sá að Claire Belmont þjáðist vegna skortsá sjálfstrausti. Þessvegna lézt hann sýna henni ást, því hvaða kona myndi ekki verða upp með sér af þvi, að geta vakið tilfinningar jafnvel i vél, kaldri sálarlausri vél? Og hann dró gluggatjöldin frá þetta kvöld, af ásettu ráði, svo að hinar konurnar gætu séð og öfundazt — án nokkurrar áhættu fyrir hjónaband Claire. Mér finnst það snjallt hjáTony." „Finnst þér það?“ Hvaöa máli skiptir hvort það var uppgerð eða ekki, Susan? Áhrifin voru óhuganleg. Lestu skýrsluna aftur. Hún forðaðist hann. Hún æpti þegar hann greip hana. Hún svaf ekki síðustu nóttina — hún var ekki með sjálfri sér. Slíkt má ekki koma fyrir.“ „Peter, þú skilur ekki. Skilur ekki frekar en ég gerði. TN-3 gerðin verður endurbyggð frá grunni. en ekki vegna þinna ályktana. Ástæðan er allt önnur, allt önnur. Það er einkennilegt að mér skyldi sjást yfir það í byrjun.“ Augu hennar urðu fjarræn og hugsandi, „en ef til vill er orsökin sú, að ég þekki það ekki sjálf. Sjáðu til, Peter, vélar geta ekki elskað, en — jafnvel þó það sé vonlaust og hræðilegt — þá geta konur það!“ Guðrún Þórarinsdóttir þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.