Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1975, Blaðsíða 15
OFT og einatt heyrist þvi fleygt, og þá helzt með nokkurri vandlætingu, — að þeir, er hafi það að atvinnu að skrifa i blöð, séu í raun réttri ráðnir til þess að fjalla um atburði og viðfangs- efni, sem þeir hafi ekki hið minnsta vit á. Þessi gagnrýni á sennilega rétt á sér i mörgum tilvikum, og eflaust má færa að þvi rök, að heppilegast væri að láta sérfræðinga hvern á sinu sviði fjalla um þau málefni, sem dagblöðin taka til meðferðar hverju sinni. Ætla má, að þá yrði gætt meiri nákvæmni í frásögnum og lesendur fengju með þvi beztar upplýsingar. En einhvern veginn hygg ég, að tilveran yrði dálítið skringileg, ef horfið yrði að þessu ráði. Það er a.m.k. nauðsynlegt fyrir þá, sem hafa það að atvinnu að skrifa um alla mögulega hluti i blöð að telja sér trú um að svo sé. Með því hugarfari vildi ég víkja örfáum orðum að einu atriði, sem oft ber á góma i umræðum um skipulagsmál. Það hafa ekki verið haldnar ófáar ræður um þetta efni og sennilega hafa verið skrifaðar enn fleiri greinar með mikilli speki, og án efa með góðu hugarfari. Eitt af þeim gagn- rýnisefnum, sem borið hefur á góma i þessum umræðum er staðsetning atvinnuhúsnæðis. í þessu sambandi er því oftlega haldið fram, að með aðalskipulagi Reykjavíkur hafi verið gerð alvarleg mistök méð þvi að ætla iðnaðar- húsnæði og vörugeymslum rými á þeim stöð- um, þar sem útsýni er fagurt og umhverfi allt skemmtilegt. Bent er á, að meðfram Kleppsvegi hefði ekki áttað byggja höfn og reisa verksmiðj- ur og vörugeymslur, inni við sund og uppi á Ártúnshöfða hefði ekki átt að staðsetja iðn- rekstur. Þau rök eru færð fram fyrir þessum skoðunum, að á slíkum stöðum eigi að reisa ibúðarhús, en atvinnuhúsnæði eigi á hinn bóg- inn að reisa þar sem útsýni er lítið sern ekkert og umhverfi allt sem óhrjálegast í dalverpum og kvosum. Ég dreg ekki i efa, að flestir þeir, sem lagt hafa orð í belg um þetta efni hafi mikla þekk- ingu á skipulagsmálum og viti því gjörla, hvaða sjónarmið á að leggja til grundvallar við þá vinnu. Án þess að leggja dóm á réttmæti þessarar gagnrýni, finnst mér þó ekki vera unnt að láta hjá líða að benda á þau neikvæðu viðhorf, sem þarna koma fram, gagnvart því umhverfi, sem alþýða manna á að vinna við. Ekki skal þó dregið úr gildi þess, að landkostir séu skipulagðir á þann veg, að hibýli manna séu í vistlegu umhverfi. Á hinn bóginn er rétt að hafa það i huga, að menn verja mestum hluta hvers dags á vinnustað. Hvers vegna á það að vera algild regla, að iðnaðarmenn og verkamenn þurfi að vinna í leiðinlegu umhverfi? Fyrir þvi eru engin rök. Vaxandi skilnings gætir nú á nauðsyn þess að hafá vinnustaði vistlega og snyrtilega, hvort sem um er að ræða skrifstofur eða verksmiðjur. En hvi má ekki einnig leggja áherzlu á, að atvinnuhúsnæði sé í fallegu umhverfi? Það er erfitt að skilja þau rök, sem liggja að baki þvi, að svo megi ekki vera, ef þau eru þá nokkur. Sennilega er þessi gagnrýni sett fram vegna þess að það hefur verið viðtekin venja að hugsa svona, án þess að menn hafi velt því fyrir sér hvers vegna. Andstaðan við það, að reisa at vinnuhúsnæði ifallegu umhverfi, bervott um neikvætt viðhorf gagnvart vinnunni. Það er þvi ximhugsunarefni, hvort taka á jafn mikið mark á þessari gagnrýni og gert hefur verið fram til þessa. Með þessu er ekki verið að segja, að leggja eigi fallegustu staði undir atvinnurekstur, og hér er ekki verið að gagnrýna þau almennu og jákvæðu viðhorf, sem nú eru rikjandi gagnvart verndun umhverfis og náttúru. Einvörðungu er verið að benda á, að það getur ekki verið og má raunar ekki vera algild regla, að ekki megi staðsetja atvinnurekstur í fallegu umhverfi, þar sem menn eru mestan hluta þess tima, er þeir ekki sofa. Ég geri þó ekki ráðfyrir því, að þessi sjónarmið hafi ráðið þvi, að þeir staðir i Reykja- vik, sem minnzt var á hér að framan, voru lagðir undir atvinnustarfsemi á sínum tíma. Þar hafa eflaust ráðið önnur sjónarmið eða hrein tilviljun, en það hefur þá að nokkru leyti verið skemmtileg tilviljun. Vitaskuld eiga leikmenn ekki að blanda sér í sérfræðilegar umræður um mikilvæg málefni eins og skipulag borgar. En hvað sem liður máttarvaldi sérfræðinganna mega menn ekki gleyma nauðsyn þess að búa vel að umhverfi manna á vinnustað. Fyrir tveimur eða þremur árum börðust nokkrir borgarfulltrúar i Reykja- vik fyrir þvi að hætt yrði að malbika götur i iðnaðarhverfum til þess að unnt yrði að verja fjármununum til annarra þarfa. í þessum tillöguflutningi fólst sama nei- kvæða afstaðan til þeirrar atvinnustarfsemi, þar sem menn ganga ekki um með hvíta flibba. Þessi hugsunarháttur kemur því æði víða fram. En hann má ekki ráða alfarið gjörðum manna, eins og tilhneiging virðist vera til, þó að hinn gullni meðalvegur sé eflaust vandrataður á þessu sviði sem öðrum. Þorsteinn Pálsson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu - ii 7y % r «|'U MIÖ6, JMÁ »p- 2.SÍ.Í 5 A k pí fí K K fí A' N fí S /Á K K "o M K E i M f o« - O D fí K' roB- 6 i< K A k f'óéiR M A M M /T PiÞ • O u <V£Ut- S&i / fí 'K -■v'NKir SK.sr 'o F /v /\ 1 SÓIR ó R 1» ;v. rT t M u t\ Tal ic H á 1 M $r« - e*j6u« á.ux> r ff U d T' F i. i A FLIC.L ;y<'d A' L F 1 e R T U N n V 'fi T A' F u K MÚ J ' 1- H F F H b Á R /•Á** /c L A »Di A X I R triЫC rr B! N '0 7 y u« T ; t< / i VHN J vi'T- LRUS 1 h; D R i B 1 oc'' SfÐl*« -v5o£ M i V A R • .f® A1 H Á s"‘r N » N. A • K 6. c L A í? 5PIL JV R rénL VA'*. {•' A á Á .1 N K ;*.ro /t 7 n Á r 1 0 U N R írocu r.s- A c. T fí' N V S iF/to'n 'o !< A K í f) 1 A f. N ! R IU6.J- Á u N A h FUU 3u«T Á rs l A r /T £> STÚJC u « A s M A £ V.* N N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.