Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1975, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1975, Blaðsíða 13
„Gjiltfiskonan". mðluS 1656. BorgarlistasafniS I Dresden. Impressjónistar fengu fljótlega mikinn ðhuga ð Vermeer, einkum Renoir, Sisley og Pissarro og skal þess getiB aB Renoir lagBi ð sig mikiB ferðalag til aB sjð þessa einu mynd. þrota f fordyrinu að baki honum. Sfðan sneri hann sér til þeirra, benti innum dyrnar á logandi bókahillurnar og brosti við, svo segjandi: Þar eru þær bækur sem aldrei og hvergi fást slíkar til dómadags“. (Eldur, bls 189.) Allar tilvitnanir í Eldur í Kaup- inhafn eru í 1. Utgáfu, Reykjavík 1946. 1 upphafi þessa máls var þess getið, að þessi kafli væri um margt sagnfræðilegri en aðrir hlutar þessa þríleiks. Af tilvitn- unum hér að framan verður ljóst, að Halldór Laxness þræðir veg sagnfræðinnar með þeim hætti, að i verki hans samþættist hið sagnfræðilega og hið listræna, svo þar í milli verður ekki greint. VERMEER FRÁ DELFT Framhald af bls. 9 misjafnlega menningarlegra. — En hví skyldi hafa þótt eftir- sóknarvert að vera málari í Hollandi á þessum tímum? Sennilega hefur verið til mikils að vinna fyrir þá sem brutust til virðingar og frama, og þó segir sagan að margir hinna beztu voru þrúgaðir af skuldheimtu allan sinn starfsferil, og létu ekki annað eftir sig en skuldir auk eigin og oft illseljanlegra málverka. Skýringin gæti verið sU að margir þeirra, og einmitt þeir sem mest eru metnir I dag, upp- götvuðu að málaralistin væri önnur og meiri llfsfylling en að þóknast markaðinum, og sjálft sviðið svo heillandi að jafnvel tlmanlegri velferð væri fórnandi á altari þess. Metnaðurinn reis til öndvegis, að vinna sem bezt, en ekki að selja sem mest. Samtlma Jan Vermeer um lengri eða skemmri tíma I Delft voru m.a. málararnir Emmanúel de Witte, Karel Fabritius, Paulus Potter, Jan Steen og Pieter de Hooch, auk fjölda minna þekktra málara. Allir nefndir málarar munu hafa haft meiri og minni áhrif á Vermeer, og hafa áhrifin verið gagnkvæih, auk þess mun hann hafa orðið fyrir áhrifum af málaranum frá Deventer, Gerhard ter Broch, sem var 15 árum eldri og leitaði myndefnis I hversdagsleikanum, athafnasemi ungra stUlkna og kvenna og al- mennum fyrirbærum umhverfis- ins. Karel Fabritius, f. 1622, var nemandi Rembrandts og yfirgaf Amsterdam 1650 til að setjast að I Delft 28 ára gamall. Hann var I fyrstu undir sterkum áhrifum frá meistaranum, en jafnframt á góðri leið með að þróa eigin stll er hann féll frá með voveiflegum hætti I hinni miklu sprengingu sem varð i pUðurgeymslu I Delft árið 1654, en sU sprenging lagði meira en 200 hUs I rUst. Þar missti HoIIand mikið málaraefni og Jan Vermeer sennilega hollan leið- beinanda og áhrifavald. Paulus Potter (1625—54), hinn mikli hUsdýramálari, kom einnig frá Amsterdam 1646, hann flutti frá Delft þrem árum síðar og mun því lítið samband hafa verið á milli hans og Vermeers. Hinsvegar mun meira samband hafa verið á milli Jan Vermeers og Pieter de Hooch (1629—84) og Jan Steen (1626—79). Hooch kom frá Rotterdam 1654 til að giftast í Delft. Myndstfll hans og Ver- meers svipar um margt saman, en það undarlega gerðist er hann flutti seinna til Amsterdam að myndir hans misstu kraft, urðu risminni. Jan Steen kom til Delft árið 1654 frá Leiden og setti þar upp brugghUs, fer þá að grisjast til skilnings á öldurhUsamynd- heimi þessa skemmtilega og frábæra málara og margra félaga hans. Hann dvaldi I Delft I 3 ár. Emmanuel de Witte (1617—92) kom frá Rotterdam til Delft árið 1641, hann hafði orðið fyrir mikl- um áhrifum frá Ter Borch og Gerard Dou, og mun hann senni- lega hafa verið vaki þessa mynd- efnis hjá Jan Vermeer. Það má teljast víst að hinar þokkafullu stUlkur og konur I myndum Ja.. Vermeers eiga að nokkru leyti fyrirmynd I eigin- konu hans og dætrum, en hann eignaðist margar dætur, svo sem nöfn barna hans sem kunn eru segja til: Joannes, Ignatius, Maria, Aleyda, Gertruyt, Joanna og Catherina. Það ber vissulega að harma að ekki er meira vitað um þennan málara hinnar fáguðu handar, feril hans og ævi, en myndir hans opinbera okkur upphafna dulUðuga veröld hversdags- leikans sem I senn er mettuð heið- rikju og birtu hvar sem pentskUf hans bar niður. Allstaðar birtir hann sýn okkar grómagn ljóss, lita, fágaðrar myndbyggingar og fjarræna innhverfa llfsþrá, bjarma upphafinnar fegurðar hversdagsins, sem virðist sam- samast tlmalausri eilífð. Þrenn jöl Framhald af bls. 11 Johansen. En hann stundaði mik- ið íþróttir og tók meira að segja þátt I miklu fimleikamóti I París, þegar hann var 22ja ára, og vakti mikla aðdáun meðal Frakka, er hann tók heljarstökk yfir 42 menn, sem sátu á hækjum sinum. Þá var hann og mikill sklðagarp- ur. En hann þurfti áð hafa marga aðra eiginleika ekki síðri til að vera valinn Ur hópi 12 Urvals- mann'a, sem Nansen hafði verið I samvistum við á heimskautsisn- um I hálft annað ár. Og Nansen átti I engum vanda að velja. Þegar Nansen hafði gert opin- skátt um ákvörðun sína, var tekið til óspilltra málanna við að undir- bUa ferð þeirra en að mörgu þurfti að hyggja. Allt var reiknað Ut með smásmugulegri ná- kvæmni, svo að farangurinn yrði sem minnstur. Allir fengu ein- hver verkefni. 4 sleðar voru smíð- aðír, tveir hUðkeipar saumaðir og tveir svefnpokar Ur hreindýra- skinni og segl á sleðana og svo framvegis. Þá var tekið mál af hundunum og saumuð aktygi fyr- ir þá. Hundarnir höfðu verið teknir um boð I Síberíu, en þeim hafði fjölgað um borð I „Fram“ fyrir tilstilli tíkarinnar Kvik. Þá voru og gerðar stöðugar tilraunir með væntanlegan UtbUnað þá f jóra mánuði, sem voru til stefnu. Jólin voru haldin hátíðleg á svipaðan hátt og árið áður, en nU var orðið stutt þangað til þeir Nansen og Johansen myndu kveðja félaga slna og „Fram“, sem hafði verið hið trausta at- hvarf þeirra og heimili i ísauðn- inni I meira en hálft annað ár. Þeir vissu, að þeir skáluðu fyrir örlagaríku ári á gamiaárskvöldi 1894. Þá yrðu Urslit leiðangursins ráðin. Landnömsbœrinn Framhald af bls. 5 gert eitt hUs Ur báðum. Hafa þá verið torfveggir og torfþak á öllum bænum. Þessar eru hinar helztu upplýsingar, er sögurnar veita oss um hUsakost hér á landi seint á 10. öld. En þvl fer fjarri að þær geri oss neinu fróðari um hvernig fyrstu bæirnir voru, landnámsbæirnir. A landnámsöld munu langflestir bæir i Noregi hafa verið Ur timbri. Þótt erfitt væri að fást við timbrið, þá var það þó helzta og nærtækasta byggingarefni þar I landi. Að vlsu hafa menn rekist á rUstir torfbæa I Noregi, en þeir voru bæði eldri og svo miklu sjald- gæfari en timburhUsin, að norrænir landnámsmenn hafa yfirleitt ekki kunnað þá list, að gera sér torfbæi. Um þessar mundir voru torfbæir algengir á Skot- landi, Suðureyum og Irlandi. Þetta voru skálabygg- ingar Ur torfi og grjóti. NU er vitað, að hér á landi var mikil byggð vestrænna manna, áður en norrænu land- nemarnir komu, og þá hafa allir bændur bUið hér I torfbæum. Þar hafa norrænu landnámsmennirnir fyrirmyndir að sinni hUsagerð. Og ef eg skil skapferli þeirra rétt, munu margir þeirra ekki hafa hikað við að reka írana Ur bæum slnum og setjast þar að sjálfir. Aðrir hafa látið írana reisa bæi fyrir sig. Allir landnámsbæir munu hafa verið skálar, eða eitt hUs. En nafnið skáli er talsvert villandi, því að það gefur enga hugmynd um stærð þess hUss, er svo er kallað. Sagt er, að Ketilbjörn gamli hafi gert sér skála hjá Þingvallavatni, þar sem nU heitir bær Skála- brekka, en af öllu er sýnt, að þetta hefir verið snjóhUs. Þá segir að Ingólfur hafi reist skála á Skálafelli hjá Esju en það hefir aðeins verið smákofi fyrir varð- menn. íbUðarskálarnir hafa og verið mjög misjafnlega stórir, og hefir það farið eftir fólksfjölda. Þorskfirðingasagan segir frá keltneskri byggð i Reykhólasveit og nefnir þar nokkra menn með nöfn- um: Gilla á Gillastöðum, Kýlan á Hafrafelli, Naður I Naðursdal. Einn af þeim mun hafa verið Askmaður hinn þungi, er bjó á Askmannsstöðum. Af keltnesku kyni munu og hafa verið Bera I Berufirði, Þurlður drikkinn á Kinnrrstöðum og Styrkár i Barmi, og bendir til þess það galdraorð, er fylgir þeim. Ask- mannsstaðir hafa staðið vestan undir Hafrafelli. Skálatóftin er enn greinileg, þvf að hUsið hefir verið reist á harðbala og harðbali er þar enn. Og eigi mun hafa verið byggð það slðan Gull-Þórir brenndi bæinn. „Þar voru lítil hUs,“ segir sagan og svo mun mörgum enn þykja. Þvert um skálann hafa verið þrlr moldar- veggir og hafa skift honum I fjögur hUs. Innanmál þeirra er 10 fet, 18 fet, 9 fet og 11 fet, en breiddin 8 fet. 1 þessum bæ hefir tæplega verið annað timbur en birkistofnar Ur Þorskafjarðarskógum. — Hér eigum vér enn rUstir af bæ, sem vestrænir menn hafa gert. I Kórmákssögu er einkennileg frásögn af því hvern- ig vestrænir menn grundvölluðu hUs sín. Segir þar frá ögmundi föður Kórmáks, er hann mældi grundvöll undir hUs á mel: „Það var þeirra átrUnaður, ef málið gengi saman, þá er oftar væri reynt, að þess manns ráð myndi saman ganga ef málvöndurinn þyrri, en þróast, ef hann vissi til mikilleika. En málið gekk saman og þrem sinnum reynt.“ — Ögmundar er ekki getið I Landnámu. Hann hefir verið vestrænn, þótt sagan segi annað. Hann er talinn Kórmáksson og Kórmákur heitir sonur hans, en það er vestrænt nafn og segir til um ætternið. Hvergi i sögunum er getið um slikan undirbUning að hUsagerð sem hér, og ég hygg að menn hafi ekki enn skilið frásögnina. 1 orðabók A. B. segir að málvöndur merki mælitæki, en merking þess sé gleymd. En muri ekki málvöndur merkja hér „hiö gullna snið“, p-formUIuna, sem notuð var til að finna rétt hlutföll milli lengdar, breiddar og hæðar hUss. Þegar þeir þrlvíddar Utreikningar fléttuðust saman, átti vel við að kalla þá málvönd. Þessa formUlu hafa Norðmenn alls eigi þekkt, en írar gátu þekkt hana. Til þess bendir og setningin „Það var þeirra átrUnaður" o.s.frv. Sé setningin rétt skilin, þá segir hUn blátt áfram að það hafi ekki verið Norðmenn, sem reistu þenna bæ, heldur menn af öðrum kynstofni og þeir höfðu þessa trU. Þetta var ekki norrænn átrUnaður, heldur keltneskur. A seinni árum hefir nokkuð verið unnið að þvi að rannsaka fornar bæarUstir hér á landi, og getum vér farið nærri um hUsaskipan þar, þótt vafi sé á mörgu. En þessar elztu rUstir eru hið eina óljUgfróða vitni um hvernig byggð var hér á landnámstið. Og þegar þessar fornu rUstir eru rannsakaðar, er gott að hafa „mál- vöndinn" i huga, þvl að þær sýna ekki norræna hUsagerð, heldur vestræna hUsagerð. Allir bæir á landnámsöld hafa verið af vestrænum stfl. Það var heppilegasta byggingarlagið og olli því byggingar- efnið. Hér ætti enn að vera hægt að finna bæarrUstir írsku landnemanna, leifar bygginga, sem eru eldri en norrænt landnám. Og mér er nær að halda, að nokkrar hafi þegar fundist, þótt menn hafi ekki gert sér grein fyrir þvf, vegna þess að þeir vörðust það ekki. Hvað skal segja um skálann á ísolfsstöðum I Borgarfirði? Mér sýnist að þjóðsagnir um fjölkynngi i þeirri byggð). Og hvað skal segja um suma bæina I Þjórsár- dal? „Það er einkennilegt við Þjórsárdalsbyggðina, að elztu bæirnir eru bæði stærstir og vandaðastir, en eftir þvf sem lengur líður hnignar öllu,“ sagði Guð- mundur prófessor Hannesson I grein um hUsagerð á íslandi (Iðnsaga I.) Eru það ekki írskir bæir, sem grafnir voru upp I Stórolfshllð, Asláksstöðum og svo elzti skálinn á Skeljafelli? Og mun ekki hafa verið Irsk byggðin á Mýrdalssandi, sem nU er verið að rannsaka? Ég hefi bent á þessa staði af handahófi, vegna þess, að mér sýnast fornsagnir vorar benda til irskrar byggðar á þessum slóðum. En vel má vera að komið hafi verið niður á fleiri Irska bæi. A 1100 ára afmæli hins norska landnáms I fyrra, urðu menn ásáttir um að koma hér upp bæ, sem væri ímynd fyrstu bæanna, er norrænir landnámsmenn reistu hér. Þessi bær er nU I smíóum. En samkvæmt þvl, sem hér hefir verið drepið á, getur þessi skáli ekki orðið táknrænn um norræna menningu og byggingarlist á landnámstið. Forlögin eru stundum duttlungafull og glettin. Þau láta oss reisa hér bæ, sem er eftirmynd irsku bæanna, sem hér voru á undan norrænu landnámi. Þennan hrekk forlaganna ber sist að lasta. Það var mál til komið að vér minntumst hinna irsku ættfeðra vorra, og gott er að eiga eitthvert mannvirki, sem minnir á landnám þeirra, löngu á undan norrænu landnámi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.