Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1975, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1975, Blaðsíða 16
I i I l I I TEIKNA BÖRNIN „Ég þekki Grýlu, ég hef hana séð" Afgreiósiufólk er heldur ekki til- takanlega kurteist. Það vill vera margt um manninn í verzlunum og býsna erfitt að komast að. Þetta er að sjálfsögðu vegna þess að verzlanir eru tiltölulega fáar miðað við stærð borgarinnar. Og afgreiðslufólkið er sennilega þreytt. Sama er að segja um veitinga- hús; þar er erfitt að komast inn eftir klukkan tiu á kvöldin og alveg lokað hálf ellefu. Rússar eru ekki liprir við afgreiðslu, hvorki i bönkum, búðum né á veitingahúsum. En þetta stranga eftirlit, sem oft er talað um, varð ég ekki var við. Ég var aldrei beðinn um að opna ferðatösku við komu eða brottför, eða að sýna neinstaðar nein skilriki, nema á landamærunum. Maður sér nú færri einkennisklædda lögreglu- menn ágötum úti en áður. — Gæti þjóð með verstu um- ferðarmenningu í heimi eitthvað lært í þeim efnum f Moskvu? — Jú, án efa. I umferðinni í Moskvu fer fólk aðeins yfir á ljós- um. Hins vegar sá ég það stund- um fara yfir á rauðum ljósum og það fannst mér nokkuð merkilegt. Eitt sinn var ég að flýta mér að ná sporvagni og stytti mér leið; fór þvert yfir stóra götu svo sem fimmtíumetra frá ljósunum. Um- ferðin var mjög lítil og mér virtist þetta áhættulausl. En ég var að- eins kominn hálfa leið yfrum, þegar lögreglan kom æðandi og stöðvaði mig. Lögregluþjónn spurði mig á rússnesku, hvort ég gerði mér grein fyrir því, að ég væri að brjóta umferðarlög Moskvuborgar. Ég svaraði sem svo, að ég gerði mér ekki grein fyrir því. Hann spurði þá hvort ég væri aðkomumaður. Ég kvaðst vera af Islandi. Þá komu brosvipr- ur á andlit lögregluþjónsins; hann sagði „Ég geri ráð fyrir, að það séu umferðarreglur í höfuð- borginni Reykjavík." Jú, ég kvað svo vera. Hann spurði þá, hvort ég bryti þær svona. Jú, ég kvaðst einmitt brjóta þær svona. „Hvers vegna,“ spurði hann þá. „Vegna þess,“ svaraði ég, ,,að á Islandi er ekki svo mikil umferð og þar að auki lítill agi.“ Hann sagði, að eiginlega ætti hann að sekta mig um 10 rúblur á staðnum. En hann ætlaði að sleppa því, ef ég lofaöi að gera þetta aldrei aftur. Ég lofaði öllu fögru, kvaddi og flýtti mér áfram yfir götuna. — Einu sinni notuðu menn sígarettur, tyggigúmmí og stæl- bindi sem gjaldmiðil f Rússlandi. — Já, það hafa margir islenzkir sjómenn sagt. Maður sér nú sitt af hverju, sem ættað er að vestan. Og fernt er það, sem nauðsynlegt er að hafa í farangrinum, ekki bara i Rússlandsferðum, heldur hvert sem farið er: Dollara, vodkaflösku, kímni og B vitamin. — Eftir rnyndum að dæma frá Moskvu, eru nýlegar byggingar f úthverfum heldur ömurlegar — svona cinskonar Brciðhoit. — Moskva er i heild orðin fall- egri borg, og arkitektúr Rússanna er orðinn skárri. En sumt er álíka slæmt og í Breiðholti Þeir eru afskaplega duglegir að planta út skógi og hafa gert það í Moskvu, hvar sem mögulegt er, líka i mið- hlutanum. Þess vegna er loftið mjög gott. En þvi miður hafa gömul timburhús með fallegum útskurði verið rifin og einhverjir kumbaldar verið byggðir I staðinn. En gömlum kirkjum er vel við haldið og margar þeirra hafa verið málaðar í sínum upp- runalegu og skrautlegu litum. Stundum hefur heyrzt, að ein- ungis gamalt fólk sæki kirkju. Ég komst að raun um, að það er ekki rétt. Oftar en einu sinni sá ég ung hjón, sem voru að láta prest skíra börn sin. I seinni hlutanum, sem birtast mun á næstunni, segir Pétur Karlsson frá ferð sinni frá Moskvu til Svartahafsins og þaðan til Rúmeníu, Búlgaríu og Júgóslaviu. Grýla og Leppalúði hafa löngum verið hugstæð I kring- um nýárið og ennþá hafa börn gaman af að teikna þessi merkilegu hjú. Þvl miður vitum við ekki um höfund afl þessari bráðfallegu mynd hér að ofan og Grýla gamla er einungis merkt með „Dúi, 9 ára" Meira vitum við ekki um hann. En Leppalúða hefur teiknað Baldvin Guðm- undsson, 10 ára, Hringbraut 43. ! , < Ppá 1W O! dyj >*Ua*íMa.: / I Moskvu eftir öll þessi ár Framhald af bls.7 virðist hún að ýmsu leyti skemmtilegri en okkar. Sem sagt; maður heyrir ekki alltaf núna, hvort það er Utvarp Moskva eða einhver vestræn stöð ef tækið er opnað. Já, það var ýmislegt talið „borgaralegt" fyrir 25 árum, en ér það ekki lengur. Eitt af þvi er hundahald. Að eiga hund var reyndar meira en borgaralegt; í því birtist smáborgarabragur. Nú er það aftur á móti í tízku. En eitt hefur ekki breytzt og það er þessi óvenjulega ríka föðurlands- ást, sem einkenndi Rússa og gerir enn. 1 því sambandi skiptir engu máli, hvort þeir eru flokksbundn- ir eða ekki. Mér virðist, að Ivan Ivanovits sé reiðubúinn til að taka á sig mun meiri fórnir fyrir land sitt og þjóð en sagt verður um okkur á Vesturlöndum. — Hvernig komu þér rússnesk hcimili.fyrir sjónir? — Ég kom i nokkrar nýlegar íbúðir i blokkum. Frágangur þar var sæmilegur, en ekki eins góður og á sambærilegum húsum á Norðurlöndum og alls ekki eins góður og tíðkast á Islandi. En þetta fólk átti sæmileg húsgögn og þokkalegt innbú. Þeir leggja ekki svo mikið uppúr híbýlum sínum. Samt er fólk talsvert mikið heima hjá sér og horfir einhver ósköp á sjónvarpið. Og rússneska sjónvarpið er gott, — og um leið dálítið frábrugðið Vesturlandasjónvarpi. Þeir nota alls ekki kvenfólk til þess að aug- lýsa eitt eða neitt. Og söluvarn- ingur er heldur ekki auglýstur í sjónvarpi — og reyndar ekki í blöðum heldur. Aðal skemmtanir fólks eru fólgnar í að fylgjast með — eða taka þátt i iþróttum, fara i bíó og leikhús. Að sumarlagi fer fjöldi fólks með Iestum frá Moskvu eitthvað út í skógana. Þar tínir það blóm eða sveppi og firna mikið af berjum. Þetta þykir góð skemmtun. Eitt hefur ekki breytzt og það er félagslyndi Rússa. Þeir verða helzt að vera f einhverjum félags- skap og áttu afskaplega bágt með að skilja, hversvegna ég væri einn á ferðalagi. Það á vel við mig en venjulegum Rússa finnst það allt að þvi óhugnanlegt að vera ein- samall á ferðalagi. — Eru verzlanir f Moskvu sam- bærilegar við það sem þekkist í borgum Vesturlanda? — Nei, þar vantar enn mikið á. Verzlanir i Moskvu eru frekar tómlegar og á okkar mælikvarða eru þær óskemmtilegar útlits. \0 árÆ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.