Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1975, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1975, Blaðsíða 9
) % Stútka með túrban. Mauritshuis Haag, máluð 1665 eða þar um bil. Hann erfir 684 flórínur eftir systur sína árið 1671, en líkur benda til þess að hún hafi verið töluvert eldri þvi að foreldrarnir giftu sig í april 1615, þannig að 17 ár voru liðin frá giftingunni er Jan Vermeer fæddist. Þessi upphæð, 684 flórínur, jáfngiltu í þá daga tveggja ára launum múrara sem var virt iðngrein. Jan Vermeer átti við vanheilsu að stríða síðustu ár ævinnar og líklegt er talið að hin hugþekka tengdamóðir hans, María Bolnes hafi dvalizt til umhyggju á heimili hans. Jan Vermeer var til moldar borinn 15. desember 1675. Til eigna er hann lét eftir sig heyrðu m.a. þrjú málverk eftir Karel Fabritius, tvær portrettmyndir eftir Samuel van Hoogstraten, sjö álnir af leðri, sextán myndir nafnlausra listamanna, dálítið af tyrkneskum fötum, ein hertygi, tvær myndatrönur, þrjú pallett, sex viðarþiljur, tíu léreft og þrjár möppur af myndþrykkjum. Og svo komu að sjálfsögðu skuldirn- ar því að 30. apríl 1676 er ekkjan Catherina Vermeer lýst gjald- þrota. En hún var ákveðin að bjarga myndumeiginmanns síns hvað sem það kostaði. A næstu tveimur árum brauzt hún f að forða þeim frá því að vera sett á uppboð. Hún kom myndinni ,,Málari á vinnustofu sinni“ (Vínarborg) í vörzlu móður sinn- ar. Hún gerir samning við bakar- ann Van Buyten, sem féllst á að taka tvær myndir upp í skuld hennar, sennilega „Stúlka með gítar“ og „Kona að skrifa bréf“ en hann bauðst um leið til að heimila henni að kaupa þær til baka fyrir 50 flórínur árlega í nokkur ár. Henni tókst einnig, að því er bezt verður séð, að endurheimta 26 myndir eftir Vermeer, sem listaverkasalinn Jan Colombier hafði tekið lögtaki vegna kaupa- konunnar Jannetje Stevens sem Vermeer-fjölskyldan skuldaði 500 flórinur vegna kaupa á daglegum nauðsynjum. Catherina Vermeer lézt í árslok 1687 og var jarðsett frá Ouder- kerk-kirkju 2. janúar 1688. Það er vel að merkja jafnan getið greftrunardags þeirra er hér koma við sögu en ekki dánardags, sem er til marks um að heimildir eru sóttar i kirkjubækur. Sextánda mai 1696 er haldið uppboó í Amsterdam á um 100 myndum og þaraf er 21 eftir Vermeer. Hæsta verð fyrir mynd eftir Jan Vermeer var 1200 flórinur fyrir myndina „Útsýni yfir Delft" (Mauritshuis, Haag), 175 flórínur fyrir „Þjónustu- stúlka að hella mjólk" (Rijks- museum, Amsterdam) og 155 flórinur fyrir myndina „Kona að vega gull“ (National Gallery, Washington). Lægsta verðið var borgað fyrir myndirnar „Háls- keðjumeistarinn“ (Louvre, París), 28 flórínur, og „Kona með perlukeðju" (Berlin Museum), 30 flórinur. Árið 1699 er myndin „Dæmi- saga trúarinnar“ seld fyrir 400 flórínur i listaverzlun Hermanns van Swol í Amsterdam og 27. april 1713 eru myndirnar „Landa- fræðingurinn" og „Stjörnu- fræðingurinn“ seldar saman í Rotterdam fyrir samtals 300 flórinur, en eftir þetta virðist þráðurinn slitna þar til kemur að enduruppgötvun Jan Vermeers gegnum listfræðinginn Thore- Bíirger svo sem áður getur. Þess skal hér getið að Amerfkumaður nokkur bauð eina milljón dollara í eina þekktustu mynd Jan Vermeers, sem var þá fáanleg í Þýzkalandi fyrir seinni heims- styrjöldina, en eigandinn varð að láta hana af hendi fyrir 1 milljón og 650 þúsund rfkismörk til hinn- ar fyrirhuguðu safnbyggingar í Linz, fæðingarstaðar Adolfs Hitler kanslara. — Jan Vermeer frá Delft telst til þriðju kynslóðar gullaldar hollenzkrar málaralistar. A starfs- árum hans voru menn búnir að fá nóg af helgisagnamyndum i bili, svo og aðals- og kóngafólki, sem myndefni. Málarar leituðu nú haldfestu i nánasta umhverfi og hversdagsleikanum, jafnframt þvi að leikir og gleði almúeans urðu þeim óþrjótandi náma myndefnis. Þessi hollenzka gullöld í mynd- list hlýtur að vera heillandi rann- sóknarefni listfræðingum, þvf að hún á sér enga hlíðstæðu í sögu málaralistarinnar, ekki sizt þegar þess er gætt hve Holland er lítið land og ibúatalan lág miðað við hin stærri lönd álfunnar. Jafnvel fámennar borgir með 10—15 þúsund Ibúum höfðu á þessum tima sín eigin sjálfstæðu málara- gildi og blómlega athafnasemi Delft taldi 30.000 íbúa. Holland var og er hámenningarland á sviði sjónmennta. Húsgerðarlist þeirra er einstæð, ekki síður en málaralistin, og áhrifa hennar gætir víða um lönd, t.d. eru marg- ar fallegustu eldri byggingar í Kaupmannahöfn byggðar að hol- lenzkri fyrirmynd t.d. Kauphöllin gamla. Það er ekki að ástæðu- lausu að margur telur Holland menningarlegasta land veraldar, þótt ýmis spilling 'hafi fest þar rætur á sfðustu árum, en svo vill fara er óprúttnir notfæra sér góð- vild einlægni og hrekkleysi fólks, svo sem reynsla og sagan vitnar. Mikill almennur áhugi mun hafa verið á málaralist á þessari gullöld, sem marka má af því að sögur herma að þá er ibúar Amsterdam og Haarlem hittust á öldurhúsum fóru þeir einatt að deila um það hvorir ættu betri málara og enduðu þær deilur ósjaldan með slagsmálum, ekki ólíkt metingi um knattspyrnulið borganna í dag. f>annig sveiflast áhuginn til ýmissa átta og Framhald á bls. 13 Mccr. ito í' 1^1 h- I VW- Áritun málverka Vermeers hafa valdið mörg- um heilabrotum, einkum vegna þess að hún er tvöföld og þrátt fyrir miklar tilraunir hefur ekki veriS hægt aS rekja þróunarferil hans með hliðsjón af áritun málverka auk þess sem hann áritaSi ekki myndir I áratug. „Útsýni yfir Delft". Mauritshuis Haag. Þetta er myndin sem gagntók Thore- Burger svo algjörlega, aS hann eyddi mestum hluta llfs slns eftir aS hafa litiS hana augum I þeim tilgangi aS leita aS fleiri málverkum eftir þennan listamann og kynna hann umheiminum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.