Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1975, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1975, Blaðsíða 8
MYNDLIST Bragi Asgeirsson VERMEEI MEISTARINN FRA DelJ svo örlátt var þetta herrans ár á mikla frömuði. Árið 1653 giftist Jan Vermeer stúlku af góðum ættum frá Gouda, Catherina Bolnes að nafni, fæddi hún hon- um ellefu börn og voru átta þeirra ung að árum í heimahúsum er hann lést aðeins 43 ára að aldri. Það sætir furðu að Vermeer skyldi mála myndir sínar, sem tærleiki og höfug ró einkennir, innan um allan barnaskarann í þröngum húsakynnum og hlið- stæða þess er Jóhann Sebastian Bach samdi tónverk sin með barnahópinn við kné sér svo sem samtiðarheimildir herma. — Giftingarárið (1653) fékk Jan Vermeer inngöngu I málaragildið (St. Luce) sem meistari í faginu. Sem dæmi um fjárhag hans er þess getið að hann borgar þá uppí skráningargjald hinn 20. desem- ber eina flórinu og tíu stivers, en afganginn af alls 6 flórinum ekki fyrr en 24. júlí 1656! Fjórtánda desember 1655 fer fram bálför föður hans Reynier Vos. A þennan hátt, gegnum kirkjubækur og opinber skulda- skil hefur tekizt að rekja æviferil Vermeers að nokkrUjeinkum hvað skuldaskil áhrærir, sem öll benda til þess að líf hans hafi verið basli háð og hörð barátta fyrir brauði, enda marga munna að metta, og vinnuhraðinn markazt af fádæma rósemi. Jan Vermeer tók ekki kvaða- laust við listaverkaverzlun föður sins, heldur einnig skuldum hans sem var þung byrði, og varð hann margsinnis að taka lán á lífsferli sínum, en þá reyndist tengda- móðir hans jafnan hollur haukur á bergi og jafnvel á dánarári sínu varð Jan Vermeer að taka 100 gyllina lán, sem var mikill peningur þeirra tima. Heimildir herma að hann hafi komizt til metorða í málaragildinu og verið þar tvisvar varaforseti og að lokum forseti þess árið 1670. Kona viS perlukoBjusmiðar mðluS 1665, Louvre, Parfs. „Menning mannsins felst f fágun starfandi handar".. Þvi var vikið að mér fyrir skömmu, að tilefni væri til að minnast 300 ára ártíðar hollenzka meistarans Jan Vermeer frá Delft á þessu ári til kynningar þessa einstæða málara. Er mér það ljúft, enda skammt síðan ég heim- sótti föðurland þessa málara, sem ég hefi lengi dáð og notið rikulega viðkynningar við mörg helztu verk hans á Ríkislistasafninu í Amsterdam (Rijksmuseum), Mauritshuis í Haag og viða um lönd. Liðin eru 300 ár frá dánar- dægri hans en 15. desember árið 1675 var hann jarðsettur frá Oudekerk-kirkju í Delft. Tilefnið er ærið vegna þess að Islendingar munu næsta lítið vita um þennan snilling þótt margir munu kann- ast við sumar mynda hans, svo víðkunnar sem þær eru í dag. — Myndheimur Vermeer er slíkur að leitun mun að þeim skoöanda sem ekki lætur hrífast af þessum yfirlætislausu perlum málaralistarinnar eða alla vega viðurkennir óviðjafnanlegt hand- bragð málarans. Látleysið náði einnig til stærða mynda hans og fjölda þeirra því að ekki er vitað um meira en 36 myndir sem nokkurn veginn er öruggt að séu frá hans hendi. Hinir róttækustu framúrstefnumálarar virðast jafnhrifnir af Vermeer sem þeir íhaldsamari, enda ekki finnanleg nein tegund af væmni i myndum listamannsins, — þær einkennast þvert á móti af yfirskilvitlegri heiðríkju og tærleika ásamt kristaltærri myndhugsun. Það er mikil og fjarræn dulúð í myndum Vermeers þótt mynd- efnið sæki hann i hversdagslífið og telst þannig „genere málari", sem gerir þær um leið svo nálægar rýnandanum og auð- veldar honum að meðtaka mynd- mái listamannsins. Líf Ver- meers sjálfs er einnig sveipað dulúð og fátt sem ekkert er vitað um feril hans, nám, einkalíf og persónu. Nafn þessa málara var einnig gleymsku vígt í tvær aldir og það var franskur listfræðingur sem vafalaust telst hafa lyft nafni hans á ný með útgáfu bókar um verk hans 1866, hinnar fyrstu sem um getur. Nafn þessa merkilega listfræðings, sem málaralistin á svo margt að þakka, var Théopile Thoré-Biirger og skal þess getið að eftir að bókin kom út og myndir Vermeers voru dregnar fram I dagsljósið komu þær til með að hafa mikil áhrif á impressjónistana og jafnvel kúbistana varðandi óskina um skynræna miðlun hins tímalausa augnabliks. Tærleiki myndmáls Vermeers mun einnig hafa haft áhrif á skáld likt og Marchel Proust og Henri Bergson og hann var andlega skyldur málurum svo sem Chardin (1699—1779) og Corot (1797—1875) og verður ekki um það sagt hvort þeir hafi verið vitandi um list hans. Þrátt fyrir mikla og nákvæma leit í fyrri tíma heimildum eru einungis kunn nokkur dreifð ævi- ágrip Vermeers, svo sem að hann fæddist I Delft árið 1632, sonur framleiðanda hliðstæðu silkis og jafnframt vefara, Reynier Janzson Vos að nafni og konu hans Dympna Balthasardóttur. Árið fyrir fæðingu Jan Vermeers gerðist faðir hans, sem einnig rak veitingasölu, listaverkakaup- maður og verður meðlimur St. Luce, myndlistarmannagildis staðarins, 13. október það sama ár. Jan Vermeer var annað barn foreldranna, sem eignazt höfðu dóttur að nafni Geertruyt og mun upprunalega nafn hans hafa verið Joannes Vos, en faðir hans breytti eftirnafni sinu og var árið 1651 orðinn þekktur undir nafninu Van der Meer eða Vermeer. Á fæðingarári Jan Vermeers 1632 fæddist einnig í Delft Anton van Leeuwenhoek er fullkomnaði smásjána og hann var einnig sá er skilgreindi eðli og samsetningu rauðu blóðkornanna á nákvæman vísindaiegan hátt fyrstur manna. — Sem fjármálaumsjónarmaður borgarráðsins í Delft fékk Leeuwenhoek umsjón með eign- um málarans Vermeers að honum látnum og mæltist hann til þess að ekkjan seldi þá myndasafn manns síns á uppboði. Sama fæðingarár og fyrrnefndir átti einnig heimspekingurinn mikli Spinoza, fæddur í Amsterdam, „Liösforingi og brosandi stúlka". Frick safnið I New York, mðluö 1657.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.