Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Síða 2
VIII. Þeir Nansen og Johansen lögðu fyrst af stað 26. febrúar við kveðjuskothríð frá afturþiljum „Fram“, en þar sem sleði brotnaði sama dag, urðu þeir að snúa aftur. Enn var lagt upp 28. s.m. en snúið við enn nokkrum dögum síðar, því að sleðarnir reyndust ískyggi- lega þungir. Enn var kveðjuhátíð haldin um borð 13. marz og um hádegisbilið daginn eftir héldu þeir af stað frá ,,Fram“ við þrum- andi kveðjuskothríð. Ferðin mikla var endanlega hafin. „Fram“ var þá á 84° 4’n.br. Fyrstu vikuna miðaði þeim vel áfram á tiltölulega sléttum ís, en síðan tók færð að þyngjast. Úr dagbók Nansens: 21. marz. Kl. 9 árdegis -s-42 gráður. Bjartviðri dag eftir dag. Ljómandi fagurt veður, dásamleg færð, en allkalt um nætur — kvikasilfrið er alltaf frosið. Það er heldur enginn leikur að gera við Lappastígvél í þessum kulda hér í tjaldinu, þegar nefið er bókstaflega að frjósa af manni. En allt tekur enda, sagði refurinn, þegar menn voru að f!á hann, og lengri dagar og birta oh ;ru tramundan. natíð fer í hönd.“ Þremur dögum síðar: „Frekar lélegur ís. I gær var erfiður dagur. . . Maður þarf sífellt að vera að lyfta bungum sleðunum, og aumt bak getur komið manni í versta skap. Við slátruðum Veiði- garpinum í gærkvöldi, og það var illt verk að flá hann.“ Þetta var fyrsti hundurinn sem drepinn var, en síðan fylgdu margir á eftir, Þeim þótti þetta eitthvert óþægilegasta verkið, sem þeir urðu að vinna á leiðinni. Þegar þessi fyrsti hundur hafði verið hlutaður sundur og fleygt fyrir hina, vildu margir þeirra heldur svelta alla nóttina en hreyfa við þessu æti. En dagarnir liðu og þeir tóku að þreytast og þeim lærðist að fá mætur á hundakjöti. 3. apríl. .. Isinn virðist greið fær framundan. Allar þessar hrannir geta gert mann vitstola, og þetta virðist ekki fara batn- andi. Ég gerði staðarákvörðun, sem setur okkur á 85° 59’. Það er furðulegt, að við skulum ekki vera komnir lengra. Mér finnst, að við stritum eins og við getum, og samt miðar ekki betur. Ég er orðinn alvarlega hræddur við að halda öllu lengra norður á j rp; I n - “ «US- .... iii r ranz Jósefslands er þre- falt lengra en sá spölur, sem við höfum farið. Hvernig er ísinn í þeirri átt?.. Nansen varð æ ljósara, að ísinn hlaut að reka suður á bóginn, því að ella áttu þeir að vera komnir langt norður fyrir 86° miðað við gönguna. Hann dáist að félaga slnum. 5. apríl: „I fyrradag datt hann í sprungu og fóru báðir fætur hans I sjó upp fyrir hné. Ég hafði farið á undan á skíðum án þess að verða þess var, að ísinn væri veikur. Johansen kom á eftir sklðalaus og gekk við hlið annars sleðans. Allt í einu brast ísinn undir honum og hann sökk í. Til allrar hamingju greip hann í sleð- ann, og hundarnir, sem héldu hinir rólegustu áfram, drógu hann upp úr. Það er óskemmtilegt að lenda í slíku baði nú, þegar engin tök eru á að þurrka flíkurn- ar eða fara I eitthvað þurrt, svo að maður verður að ganga I ísbrynj- unni, unz hún þornar utan á manni — og það tekur sinn tíma I þessu frosti. ..“ 8. apríl. ísinn fer versnandi og ekki batnandi. Við komumst ekkert áfram, hver íshrönnin af annarri og aðeins brotaís til að fara yfir.“ Nyrzti tjaldstaður þeirra varð á 86° ;NTansen fór nokkurn spöl norður á bóginn á skíðum til að litast um, en það var eins og að horfa yfir endalausa snæviþakta grjóturð. Daginn eftir var haldið „heim á leið“. Þeim til undrunar batnaði færðin brátt I bakaleiðinni. En nú tók Isinn að reka norður. Þeir gengu og gengu en komust þó lítið áfram. Færðin versnaði einnig með vorinu. En áfram miðaði samt. Þann kafla bókar sinnar, sem segir frá maímánuði, kallar Nansen einfaldlega „strit“. Isinn var ótraustur, eilífar sprungur voru þeim til mikilla trafala og hundunum fækkaði óðum. 24. maí..... Þetta virtist engan endi ætla að taka. Hvert sem við snerum okkur, blöstu við breiðar sprungur. Á þungbúnum himnin- um sáum við í öllum áttum dimmar, ógnandi skellur, sem táknuðu auðan sjó, svo að ísinn virtist allur sprunginn. Við vorum hungraðir og dauðupp- gefnir, en við vildum komast framhjá öllum þessum kafla, áðuf en við næmum staðar til að mat- ast. En um síðir var þetta næstum vonlaust og eftir níu klukku- stunda strit ákváðum við að eta. Það er einkennilegt með þetta: Það getur gengið eins illa og verða vill, en þegar maður er kominn ofan I pokann og matur- inn hefur verið tekinn fram, gleymir maður öllum áhyggjum og verður að hamingjusamri skepnu, sem etur sig metta og sofnar með matarbitann í munn- inum. Sæla léttlyndi!“ 2. júni, hvítasunnudagur. „Sfzt hafði mig grunað, að við myndum þá enn verða á rekísnum og hefðum ekki einu sinni séð Iand. .Næstu þremur vikum lýsir Nansen í kaflanum: „Sprungur og þolgæði." 9. júní: „Allmargar sprungur urðu fyrir okkur, og voru þær erfiðar yfir- ferðar, því að frá þeim lágu þver- sprungur og hrannir í allar áttir. .. Við urðum næstum alltaf að fara marga króka og snúa oft við til að finna bærilega leið. Biðin reyndist þó öft löng fyrir þann, sem situr einn eftir hjá hundunum, meðan vindur næðir um gegndrpa flíkur hans. A slikum stundum hefur Johansen líklega oft talið, að ég hafi dottið í sprungu eða týnzt, þegar ég virtist aldrei ætla að koma aftur... Þá geta margar ein- kennilegar hugsanir leitað á mann. Og hann hefur klifrað á hæstu jakahrauka í grenndinni, skimað kvíðafullur um ísinn. Hafi hann svo um síðir komið auga á lítinn, dökkan díl, sem hreyfzt hefur á hvítri flatneskjunni í óra- fjarlægð hefur honum áreiðan- lega létt til muna.“ 10. júní. „Við þurfum að fara yfir óteljandi sprungur, og oft mátti engu muna, þegar farið var á lausum smájökum. .. Við skim- um án afláts eftir landi, þegar eitthvað léttir'til. En ekkert sést — eilift og sífellt ekki neitt. ..“ Það var ekki fyrr en 24. júlí, að „undrið mikla gerðist, það sem við vorum næstum hættir að trúa á: Land, land! Eftir næstum tvö ár sjáum við aftur, að eitthvað lyftist yfir þessa eilífu, hvítu sjónarrönd... Johansen fór upp á jakahrauk og leit yfir ísinn. Hann kvaðst sjá einkennilega, svarta rönd úti við sjóndeildarhring, en til vill væri þetta aðeins ský, bætti hann við, og ég sinnti þessu ekki.“ En nokkru síðar sá Nansen sömu svörtu röndina og sótti sjón- aukann. Brátt sannfærðust þeir um, að þetta hlyti að vera land, og það væri ekki langt undan! „Tryllingsleg gleði náði tökum á okkur.“ Þó að landið sýndist nærri, tók þá 13 daga með sama einhæfa stritinu að ná þangað, og áður en það tækist, hafði sá atburður gerzt, sem varð einna frægastur alls þess, sem gerðist í leiðangrin- um. Það var 4. ágúst. Þeir lögðu upp kl. 7 um morguninn og lentu í ís, sem þeim fannst verri en nokkurjsemþeir höfðu kynnzt, og þokan var svo dimm, að þeir sáu vart hundrað álnir frá sér. Eftir óskaplegt erfiði komu þeir loks að sprungu, sem þeir urðu að fara yfir á húðkeipunum. Nansen hafði hreinsað nýís og smájaka af skörinni og einmitt ýtt sleða sín- um fram á hana og stóð og hélt við hann, svo að hann rynni ekki I sjóinn, þegar hann heyrði hávaða að baki sér, Johansen, sem hafði snúið sér við til að ná I sinn sleða, hrópaði: „Takið byssuna!” Nansen leit við og sá stóran hvítabjörn ráðast á hann — og velta honum um koll. Hann þreif til byssunar, sem var I hylkinu á húðkeipinum, en á sama andar- taki rann hann í sjóinn. Honum datt fyrst í hug að kasta sér út á húðkeipinn og skjóta þaðan en sá á svipstundu hættuna, sem var fólgin í þvi, og dró hann upp á háa skörina aftur, eins hratt og hann gat, en húðkeipurinn var mjög þungur með hlassinu. Hann Iá á hnjánum og barðist við að ná byssunni, en hafði ekkert tóm til að líta um öxl og aðgæta hvað þar væri að gerast. Þá heyrði hann, að Johansen sagði hinn rólegasti: „Nú verðið ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.