Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Qupperneq 12
HLIÐARENDI Goðsagnir eru merkilegt fyrir- bæri. Þær teljast ekki sannfræði, þær teljast ekki skáldskapur. Hvað teljast þær þá? Þetta er hin mikla gáta hugvísinda á þessari öld. Hér áður ræddu menn goð- sagnir nánast sem bábilju, eitt- hvað sem væri svo fjarri veru- leika og skynsemi, að vart yrði til vitnað. Nú er matið breytt. Flest- um fræðimönnum ber saman um að goðsagnir feli í sér djúpa merk- ingu. Vandinn er aðeins að finna hana. Það sem valdið hefur mestum erfiðleikum við rannsókn goð- sagna er það haf tíma og hugsana- breytinga sem skilur nútíma- manninn frá arfi sínum fornum. Með hruni hinnar fornu heims- myndar hefur hugsanaferill vest- rænna þjóða breytzt svo mjög, að skilningur þeirra verður ekki not- aður sem kvarði á hugmynda- fræði fornþjóða. Hvað er þá til ráða? Rannsókn er að sjálfsögðu frumskilyrði. En rannsókn er örð- ug. Svo örðug, að fjöldi fræði- manna, hefur talið gátuna óleys- andi. Einangrun Islendinga hefur að auki skapað sérstætt vanda- mál: fjöldi okkar beztu fræði- manna hefur látið sem vandinn væri ekki til. Sá vandi sem ekki er til er ekki til umræðu. Því brá mönnum svo mjög þegar Baksvið Njálu reis líkt og skuggi á þili norrænunnar. Öleyst gáta stríðir á huga mannsins. Hana ber að leysa, elia sinna fræðimenn ekki skyldum sínum. Hinu verða allir að vera viðbúnir — Islendingar ekki síð- ur en aðrir — að lausnir á skrýtn- um gátum reynist tormeltar. Þær iausnir sem lagðar hafa verið fram f þessu tilviki benda til þess að Islendingar hafi misskilið sögu sína hrapallega. Líkt og Aztekar og Mayar vestanhafs glötuðu menningu sinni svo rækilega, að enginn skilur nú tákn þeirra, virðast Islendingar hafa glatað andlegum arfi sínum í tvígang. Fyrri tímaskilin voru kristnitak- an 999—1000 þau síðari siðaskipt- in um miðja 16. öld. Ný menning reis í bæði skiptin, en með þeirri veröld sem hvarf glutruðu Islend- ingar niður fjölda ómetanlegra fræða. Sú skoðun er ekki óalgeng, að Islendingar hafi átt sér eina menningu, eina andlega veröld, allt frá landnámi og fram til tæknivæðingar nútímans. Nú blasir við gjörólík mynd: flest bendir til að Islendingar hafi ver- ið þrjár glöggt aðgreindar þjóðir í andlegum skilningi frá upphafi sögu. Það sem einkum hefur villt um fyrir mönnum er varðveizla Is- lendingasagna. Skekkjan felst í því, að ekki hefur verið talin þörf á að rannsaka af gaumgæfni þann heim hugmynda sem ritin spruttu af. Þannig hefur fjöldi manna álitið sig skilja atriði sem eru víðs fjarri menningarháttum nútím- ans og eiga sér vart samsvörun i hugarheimi 20. aldar. Snemma hefur krókurinn beygzt: gögn sem nú eru handbær benda til þess að jafnvel maður eins og Ari fróði hafi verið slitinn úr þeim hugarheimi sem landnámssagnir byggðust á. En það miklu efni var bjargaó frá glötun, að raða má brotum saman. Tvær aldir eru ekki langur tími, en gleyma má á skemmra skeiði. Talið er að það hafi aðeins tekið Mayana tvær aldir að týna með öllu menningu feðra sinna og hugarheimi forn- um. Táknmál þeirra storkar nú fræðimönnum Iikt og goðsagnir Islendinga fyrrum. Hið sérstæða í dæmi íslendinga er það, að þeim hefur lítt verið bent á þetta. Þar sem við notum enn nokkurn veginn sömu orð og forfeðurnir hafa margir álitið sig skilja mál þeirra. Slík ætlan þarfnast þó vægast sagt nánari skilgreiningar. Arfur Islendinga er slík náma ólíkra tjáningar- forma, að hvert einstakt rit, hver einstök málsgrein, hvert einstakt hugtak þarfnast skoðunar innan sambands. Ef menn sjá aðeins sannfræði í merkingu sagnfræði, annars vegar, og skáldskap í nú- tímalegfi merkingu hins vegar, hafa menn gleymt þeim kvarða sem lengst var beitt að fornu — táknmáli goðsagna. Þau fræði sem láta sér sjást yfir mikilvæg- asta tjáningarform árþúsunda rekur um yfirborð þess sævar sem kanna ber. Slíkur er boðskap- ur þeirra rúna sem ristar eru á vegg fornritarannsókna. Islend- ingasögur geyma ekki auðskilinn fróðleik. Sannleikurinn er sá, að einungis örfáir einstaklingar gera sér þess nokkra grein, hvílíkar gátur ritin hafa að geyma. Tökum einfalt dæmi — Bárð þann er gerist Snæfellsás eftir dauðann. Bárður er sonur Dumbs konungs í Dumbshafi og Mjallar dóttur Snæs ins gamla n. Þetta er með kuldalegra ætterni og varpar ljósi á það, hvers vegna Bárður velur sér Snæfellsjökul til eilífðarbú- setu. Lítt sjást þess þó merki, að íslenzkir fræðimenn leiði hugann að eðli ássins. Talað er um ævin- týri og skrök þegar innt er eftir sannfræði Bárðar. En var Bárður þá einhvern tíma sannsöguleg persóna? Fáir munu efast um það. Hvf ólst hann þá upp með Dofra í Dofrafjöllum? Eða hví tók hann þátt í leik með skessum? Ekki fást svör við því. Algengt er að sjá meginspurningar hristar af öxlum með athugasemd um hnignun í sagnaritun, þjóðsagna- gerð i stað klassiskrar sögulistar. Sú athugasemd er ekki svar. Sá sem lætur sér slíka skýringu nægja gerir ekki tilraun til að ráðast að sjálfum vanda þjóðsagn- anna------tengslum Bárðar við ákveðnar nafngreindar vættir. Tökum skipshöfn Bárðar. Fáum mun koma til hugar, að „sagn- fræðilega rétt“ sé frá henni greint. A skipinu er einkennilegt bland trölla og manna, göfugustu landnámsmenn rekja ættir til risa. Hvers vegna? Landnám Bárðar er einskonar forsenda Vínlandssagna, stökkbretti farar til Grænlands. Þannig er Guðríð- ur Þorbjarnardóttir niðji þess manns er fær iandnámsjörð Bárð- ar Snæfellsáss að gjöf frá ásnum sjálfum. Skip Þorbjarnar föður hennar siglir til Grænlands og Vínlands. Var það far skipað álíka einvalaliði og knörr Bárðar? Hafi landnámsskip haft goðsögulega merkingu — og dæmi þekkjast slíks af goðsögnum annarra þjóða — má búast við að goðrænt eðli Bárðar hafi fylgt landnámsjörð og ábúendum hennar. En Vestur- sagnir skiljast þá ekki fyrr en Bárðar sl|a er skýrð, fyrst er að greina forsendur, síðan afleiðing- ar. Hversu náið nef er þarna aug- um má sjá af því, að Helga Bárð- ardóttir siglir vestur til Eiríks rauða á isjaka og tekur að stunda kynlff af miklum þrótti, eitt hundrað og tuttugu vetra gömul, að því er virðist. Goðsagnir Bárð- ar verða m.ö.o. ekki frá goðsögn- um Eiriks rauða skildar. Og hvað þá um frumsagnir Leifs? Segjum að sagnir Bárðar séu í ýktara lagi, og að þekktari íslend- ingasögur svo sem Grettla, Egla og Njála greini skipulegar frá sannsögulegum atburðum. Hvar drögum vér þá mörkin? Glimir ekki Ormur Stórólfsson ungur við Bergþór Bláfelling uppi í Skjald- breið? 2) og iðkar ekki sjálfur bróðir Gunnars á Hlíðarenda, Ormur skógarnef, sömu íþrótt með Þóri úr Þórisdal f Geitlands- jökli? 3). Slik ævintýri koma ekki Njálu við, mun einhver segja, Njála er sannferðugri en Bárðar saga. Hvert er þá matið á sann- fræðinni? Stekkur ekki ögmund- ur flóki á bak Gunnars á Hlíðar- enda? Svo segir Njála. Og heggur ekki Kolskeggur báða fætur und- an ögmundi og hrindir honum út i Rangá? 4). Vissulega. En hver var þá Ögmundur flóki? Sá eini sem vitað er um með því nafni var „it mesta tröll óvættr, er skapazt hefir í norðrálfu heimsins“5).Með leyfi, er þetta „sagnfræði"? Eða hvers konar hlemmar voru undan slíkri óvætt höggnir, og hví féll tröllið í Rangá? Sá sem lokar aug- um fyrir því að bróðir Gunnars glimir við tröll verður jafnframt að afgreiða ögmund flóka sem persónu óskylda óvættinni með því nafni. Jafnframt verður hann að láta sér sjást yfir það, að Ög- mundur flóki er einmitt ein helzta persöna Vínlandssagna, ná- tengd Gesti, syni Bárðar Snæfells- áss — en Bárðar saga er fast bundin landnámsmönnum i Rang- árþingi og glimu Skógarnefs. Hér verður ekkert að skilið. Ekki verður á þessum stað greint frá glímu undirritaðs við goðsagnirnar. Árum saman var ekkert um efnið birt á prenti. Þegar þögn var rofin voru helztu niðurstöður settar fram sem til- gátur. Nefndist ritið Baksvið Njálu. og var að stofni til 64 „hypotesur", stuttar og afmarkað- ar skilgreiningar sem settar eru fram til prófunar — andstætt fullyrðingum eða skoðunum sem bornar eru fram til að menn trúi. Ekki mun ofmælt, að flestum þótti ofangreint rit illskiljanlegt, jafnvel þótt f tilgátuformi væri. Að sjálfsögðu mátti orða ýmsar setningar ritsins betur og skýra nánar sitthvað sem ætla mátti tor- melt almenningi. Það sem mestu réð um örðugleikana var þó vafa- lítið hitt, að Islendingum hafa lftt sem ekki verið kynnt miðalda- fræði sem slík — og að bókstaf- lega talað enginn Islendingur virðist hafa áttað sig á því, að unnt væri að komast til botns f efniviði goðsagna. Ekki bætti það úr skák hve fáir höfðu gert sér grein fyrir þvf að sjálft vandamál- ið væri til. Menn voru því gjör- samlega óviðbúnir þeim lausnum sem lagðar voru fram. Svo skjótt hafa veður hins veg- ar skipazt f lofti erlendis, að segja má Iægðina gengna yfir. Á aðeins sjö árum hefur slíkur fjöldi nýrra stoða runnið undir Baksvið Njálu, að engan hefði órað fyrir slfku að óreyndu. Hver umbreyting er á orðin skýrist e.t.v. bezt með ein- földu dæmi. Sú tilgáta er sett fram, að íslenzk/dönsk/sænsk heimsmynd hafi verið ná- kvæmlega afmörkuð í hlutfall- inu 1:432000. Þessi heimsmynd hafi verið tengd ákveðnum stöðum á jörðu niðri og eigi sér frummynd í fljótsdölum suðurs. Þarna er sagt fyrir, að heimsmynd f nákvæmlega þessu hlutfalli hljóti að finnast í Súmer og Egyptalandi. Slík heimsmynd hafði þá aldrei fundizt þar syðra og engin líkindi sýndust til að staðfesting fengist á tilgátunni f áratugi, kannski aldir. En svo furðulega vill til, að L.C. Stecchini, sérfræðingur vísinda- stofnunarinnar M.I.T. í Banda- ríkjunum á sviði mælinga forn- aldar, hefur þá einmitt setið við það í 20 ár að rannsaka mæliein- ingar Egypta og notið við það starf nákvæmustu vfsindatækja nútímans. Aðeins tveim árum eft- ir útkomu Baksviðs Njálu — 1971 — birtir Stecchini niðurstöður sínar: Forn-Egyptar gerðu sér heimsmynd sem var nákvæmlega afmörkuð í hlutfallinu .— 1:43200!!! 6). I þessari tölvísi er það hlutfallið sem gildir — 1:432 — hundruðum, þúsundum jafn- vel milljónum, er jafnað saman, allt talið afbrigði sömu myndar. Samsvörunin er m.ö.o. nákvæm. Ekki er að furða þótt stærð- fræðingar klóri sér í höfði. Dæm- ið er engin venjuleg algebra: ís- lenzkur sveinstauli, sem aldrei hefur til Egyptalands komið, ómenntaður i stærðfræði, sezt við skrifborð í Reykjavík og segir fyr- ir um fund óþekktra flókinna geometriskra hlutfalla, sem stærðfræðiheilar finna með ná- kvæmustu mælitækjum þekkt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.