Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 5
þangað? Þangað liggur straumurinn að minnsta kosti og er að þyngjast. Heilmargir bilar hafa stöðvast allt um kring. Þegar að þessu húsi er komið reynist það vera kirkja safnaðarins og er þegar orðin troðfull af fólki án þess að messa eigi. Enginn leiðsögumaður þar, sem ég þekki, og hiti er þar inni alveg ægilegur. Ekki leist mér á eða minura betri manni, að bráðna þarna. Við köstuðum okkur niður í skugga kirkjunnar og fengum þar betra veður en i sólarhitanum sunnan undir, austan undir og vestan við. Eftir hvild og endurnýjun í skugga kirkjunnar og nýja leitarferð rákumst við á grafreit í rjóðri, ógirtan reit að öðru en þvi að um hann stóðu barrtré vörð á alla vegu. Þetta er lítill og fagur blettur og látleysi hans kemur við hjartað í manni. Eitthvað er það að minnsta kosti sem kemur við hjartað. Þungur minnis- varði stendur á gröf Stefáns skálds. Næstum of hár og þungur, gæti einhverjum fundist. Bein hans, konu og ættmenna liggja þarna lika. Það sýna nöfnin á hellum og steinum. Grafir þeirra eru ekki nafnlausar eins og þeirra, sem uppgefast við að plægja akur sinn i Ameríku. Ef endist að plægja, þú akurland fær, ef uppgefstu: nafnlausa gröf. Reiturinn kallar á þessi orð. Og um leið og hann hefur opnað fyrir þeim, koma önnur á eftir. Það er sem holtin sjálf hleypi i mann þrótt, þar hreystiraun einhver var drýgð. Og það er sem mold sú sé manni þó skyld, sem mæðrum og feðrum er vígð. Eg skil hvf vort heimaland hjartfólgnast er: öll höppin og ólánið það, sem ættkvfsl þfn beið, rifjar upp fyrir þér hver árhvammur, fjall, strönd og vað. Til framandi landa ég bróðurhug ber, þar brestur á viðkvæmnin ein. En ættjarðar böndum mig grfpur hver grund, sem grær kringum tslendings bein. Um leið og húsleitarmönnum hafði lánast að finna þennan fallega blett og voru horfnir þaðan, varð þeim allt að hamingju. Hvorki meira né minna en þrír greindarlegir menn og margfróðir úr nágrenninu eru þarna komnir, og það fyrir löngu, til að leiðbeina gestum og færa í föt sannleiks og þekkingar um stað og lif allt frá aldamótum til okkar daga. Steini heitir hann Böðvarsson, sem mér og öðrum varð að mestu liði. Um leið og hann er kominn þarna með létta Iund og sólskinshatt er og húsið komið í leitirnar í rýmindalegu rjóðri. Steini er ungur maður í anda og ekki nema 75 að árum og var ungur bóndi þegar Stephan var orðinn gamall bóndi. Húsið og hann eru á svipuðum aldri. Húsið þó yngra. Það hefur verið myndarhús á æskuárum. Og sjálfsagt hefur bóndinn verið „smiður“ sinn við húsið sitt, segi ég við Steina, og er farinn að tauta vísuna, sem allir kunna: Löngum var ég læknir minn... En þar sem Steini var strax farinn að sinna öðrum, sem forvitni og fræðsluþrá ýtti upp á milli okkar, svaraði hann þessu engi'. Fór ég þá að mikla fyrir mér hve illa tönn timans væri búin að fara með þetta sveitahús frá aldamótunum. En Steini talar um sóm- ann sem 1200 Austur-Islendingar sýni Kanada- Islendingum með því að koma á Gimlihátiðina. Og bændurnir þó alveg sérstaklega honum Stephani heitnum, með því að færa húsi hans 10.000 dollara. Einhver hefði nú haldið að bændur úti á Islandi hefðu annað með peningana að gera. Þið takið okkur lika fallega á alla vegu, segi ég og hætti að tala um lækninn, lögfræðinginn og prestinn, smiðinn, kónginn og kennarann, kerruna, plóginn og hestinn. Allir þurftu mikið við Steina að tala um húsið, nágrannann, bóndann og skáldið. Hann mundi eftir húsinu jafnlengi og sér sjálfum. Stephan nágranni var sveitungum sínum hjálplegur og hollráður. Annars- staðar frá vitum við að hann skrifaði stundum fyrir þá bréf og reikninga. Því þetta var sá afbragðsskrifari, sat I nefndum og stjórnum í sinni sveit. Hann var mjög vitur og bóndi svona rétt á borð við okkur hina, sagði Steini. Verst hvað okkur gekk illa að skilja sum hans kvæði vegna fáfræði. Hann var svo miklu meira lesinn en við hinir og hafði stálminni. Þið hafið þá liklega ekki kunnað allan hans kveðskap utanað, sagði ein- hver, eins og Gunnar Sæmundsson í Nýja-lslandi og Asgeir frá Æðey á Fróni, öll helstu kvæði Einars Benediktssonar, að sögn. Þetta heyrði Steini ekki, því hann var allur kominn á vald mesta kvenskörungs hópsins og mér þar með horfinn sýnum fyrir fullt og allt, okkur hinum til mikillar sorgar. Okkur til gleði aftur á móti fóru þessi orð frá manni til manns: Kaffi með rikulegu fylgdarbrauði bíður allra á næstu grösum I skuggsælu rjóðri undir krónum trjánna! Þetta var helmingi betra en nokkuð annað. Sólin var miskunnarlaus og þorstinn orðinn ákaflega áleitinn. Aldrei vissi ég fyrir vist hver gaf okkur þetta blessaða kaffi. Fjórar eða fimm stúlkur stóðu við mikla kaffikatla og bættu í þá jafnóðum og i þeim lækkaði og fylltu bolla fyrir hvern sem hafa vildi aftur og aftur. Þær jusu út kaffinu og slökktu þorstann. Allt þakk- lætið fyrir margra klukkutima stöðu og starf við borð og katla féll því yfir þær einar er sumar skildu islenzkuna okkar. Þess skal getið að fyrstur varð okkar hópur allra hópa til að koma þarna, sem sagt er að heimsækja ætli þennan stað á afmælisári Kanada-lslendinga. Stúlkurnar þarna i Alberta verða þvi sannarlega búnar að fá að vita hvað það er að brynna íslendingum áður en lýkur. Og líklega hefur leikur dagsins farið hæst meðan kaffið var að brenna þorstann úr holdinu. Um leið losnuðu lika bönd af andagift þess og söngur fyllir loftið. Varla þó alla leið vestur að Klettafjöllum, þviþaðer nokkuð langt, 100 mílur eða.svo. Skin við sólu Skagafjörður... syngja allir sem eitt- hvað geta og jafnvel fleiri. En Skagfirðingurinn á skilið að Skagafjarðar sé minnst. Svo komu ræður fyrir dyrum. Tilkynnti svo fararstjóri að þjóðræknis- félög heima á íslandi hefðu sent húsinu að gjöf gestabók eina veglega og bað alla að ganga i bæinn og láta nöfn sin á bókina, þar sem hún biði á borði inni. Fyrst allra skrifaði Rósa Stephansdóttir Benedikts- son. Hún var þarna komin að fagna gestum. Gangið inn sagði Gisli fararstjóri, gerið svo vel. Allir vildu skrifa. Biðröð myndaðist eins og biðröð úti á Islandi á tímum skömmtunarseðlanna. En þetta sýndist ætla að taka tímann sinn að koma 150 nöfnum á blað, 200 eða 250, og sólin búin að færa sig nokkuð mikið til norðurs úr suðvestrinu. Sagt hefur verið viturlega að hægara sé að kenna heilræðin en halda þau. Stephan G. hélt ekki heilræð- um að öðrum án þess að halda þau sjálfur. Það gaf orðum hans aukið gildi. Ekki hélt hann því fram að vinnan, hörð og ströng, væri blessun, hangandi sjálfur með hendur 1 vösum yfir litlu eða engu. Eða að best væri þar að vera, sem þörfin væri mest fyrir mann, og koma þar hvergi nærri sjálfur. Að peningur fyrir ærlega vinnu væri miklu betri peningur en sá sem borgaður er fyrir hangs eða ekkert eða minna en ekkert. Sjálfur gerðist hann þrivegis landnámsmaður í frumskógi. Flestum öðrum mun hafa fundist ærið nóg að taka sér slíkt fyrir hendur einu sinni. Eins og óvart, en ekki sem umkvörtun, gægist það fram hjá honum að nokkuð hafi þurft til að fella skóginn og ryðja á brott rótarflækjum úr akurlandi framtiðar- innar. Hinsvegar er það ekki eins og óvart að hann lýsir því, sem góðu dagsverki fylgir, þegar Iandnáms- maður er búinn að vinna akurland af óbyggðinni, er engum var áður að gagni. Hann er ekki að eggja samferðamenn sína á frumbýlingsárum á að „krafsa sig upp“ en snapa sjálfur eftir einhverju léttara. Og þegar hann litur um öxl kominn í hús úr landnema- hreysunum eftir 20—30 ára landnámsstarf á þrem stöðum, gleymir hann síst Helgu, og örvunarbrosum hennar og athöfnum, er mest hjálpuðu þegar verst leit út og öllu sneru til betri vegar. Breytni i samræmi við boðskap virða allir meira en hjal i ósamræmi við eigin manndóm. Heilindi Stephans G. og lífsreynsla utan við alla lærdómsbekki í stofum inni þyngdu orð hans. Hann gat gilt úr flokki talað eins og lækurinn hans, sem „kvað sig stóran". Meðfram þessvegna varð kveðskapur hans skáldskap- ur, en ekki bara kvæði, svo enn sé stuðst við hans eigið orðalag. Fljótt kom það á daginn að langan tíma þurfti til að 200 gestir kæmu nöfnum sinum á blöð bókarinnar. Hættum þessu, tilkynnti fararstjóri, enginn timi! Komin eru skilaboð frá stjórnendum Albertafylkis um að friðlýsa eigi skógarland i landnámi Stephans bónda honum til heiðurs og náttúruvernd fylkisins og Ameriku til blessunar. Bókina færum við ykkur inn á hótelherbergi i kvöld. Þar geta allir skrifað i næði. Allir virtu að sjálfsögðu boðskap húsbóndans og vildu sjá og heyra hvernig Kanadamenn fara að þvi að heiðra íslendinga. Ég var kominn inn að bókarborði þegar Gisli farar- stjóri hafði þetta mælt, en hafði ekki náð að festa nafn mitt á blað. Tók ég mér þá sæti á fornum stól og batt skóþveng minn eins og Þorsteinn Síðu-Hallsson forðum þegar félagar hans lögðu á flótta I Brjánsbar- daga. Mjög svo hefur þetta hús verið myndarlegt á yngri árum. Og auðvelt ætti að vera að gera það svipað að ytri sýn og áður var með tilstuðlan dollaranna. Til vinstri handar við inngang er skrifstofa sveitamanns- ins, íslenska skáldsins, er kvað svo myndarlega að málsmetandi menn af öðru þjóðerni og íslenskuna skilja vel, hafa borið sér i munn að verið hafi mesta Ijóðskáld í Kanada og jafnvel allri Ameriku. (Sjá Sig. Nord. Andv. árv. 1939, bls. LXV.). Skrifstofan hefut þó engin skrifstofa verið í hartnær 50 ár. Til hægri er eldhús Helgu frá Mjóadal og veit enginn nærstaddur hvenær þar var siðast blásið að eldi í stó. Sjálfsagt gæti Rósa þó frætt okkur um það. En nú er hún hér i engu kallfæri. Konur Austan af Fróni, úr nærsveitum Mjó'adals, hafa litið á orðalag gestabókarinnar og segjast vera smeykar um að Helgunafn geti gleymst, þegar hús skáldsins verður dubbað upp og gert að einskonar Jónshúsi eða Guðmundarhúsi Böðvars- sonar, hvar vísast er að öndvegismönnum verði boðinn dvalarstaður tíma og tima i heiðursskyni og til að hleypa í þá einhverju af þrótti Stephans G. „Blessun guðs sé húsió háð —“ bað húsbóndinn i þessu húsi um það leyti er hann flutti i það og hans nánustu, nýbyggt úr seinasta bjálkaskýlinu þeirra, sem var „með feygða veggi og sligað þak“. Tilhlökkun allra var mikil, en saman við hana blandar húsbóndinn eftirsjá. Allt sem drifið hafði á daga landnemanna var tengt litlu húsunum órjúfandi böndum. Og það var ekki lítið þegar hér var komið sögu þeirra. Örsjaldan aðeins mun islenskur hugur hafa svifið jafnhátt eða hærra og frá þessum horfnu frumskógahúsum, listin leiftrandi og viturleg spak- mæli í búningi, sem ekki getur gleymst. Enginn veit hvort hugur manns kemst nokkurntima hærra frá höll en hreysi. Aftur og aftur verður Stephani hugsað til gömlu húsanna sinna með nýja húsið samtímis í huga og verður tíðrætt um i kvæðum. Þó mýkindin séu góð i nýjum sætum og öll rýmindin i heimkynni ríkidæmisins, lyfta þægindin ekkert undir vængi andagiftarinnar, finnst honum. Gott ef letin og deyfðin elta hann þar ekki inni á röndum, báðar tvær, aldrei þessu vant. Segjum þó að þetta hafi bara látið á sér bóla næsta tímann á eftir umskiptum. „Þeir þola ekki að kviksetjast, klóra sig upp úr kreppunni og skurðum senn“, vonaði Stephan og spáði fyrir 80 árum. Sú von varð sér aldrei til minnkunar. Hann benti lika á: „Einstaklingshrösun hjá erlendri þjóð er ávirðing kynbálksins manns.“ Skipt er nú heldur um siðan litilsvirðingin, sem um er kveðið „A ferð og flugi", fylgdi íslendingsnafninu. Nú er það orðið að sæmdar- heiti í sama landi. Fósturlandió getur nú miklast af afrekum og nafni Vilhjálms Stefánssonar í Nýja- íslandi og Stephani G. i Albertafylki og ættjörðin slíkt hið sama. Flestir eru farnir héðan að leita númera sinna og halda til vigslu Stephansgarðs. Áður en ég geng úr hlaði gríp ég í sveifina á brunndælu bóndans horfna og fæ mér að drekka blátt vatn, kalt og svalandi. Hér stendur hún enn í fullu gildi á hlaði úti. Um leið og ég sýp þetta tæra og góða Kanadavatn er hugurinn horfinn austur um 58 ára haf að öðru bæjarhlaði. Þar er lika brunndæla, lík þessari, og svalar bæði bæjarhúsi og skepnuhúsi, eins og þessi hefur gert á sínum góðu árum. Undarlegt hvað atvikin geta loðað við dauða hlutina og blett og blett einhvers- staðar og einhversstaðar og dregið fram myndir. Júlí- mánuður eins og núna, en ekki eins og dagurinn í dag. Því það er nótt og kl. orðin 3 árið 1917. Stephan G. er kominn á minn bæ, útitekinn og þreytulegur, en hamingjusamur, með ákaflega langt ferðalag að baki, og hefur lagt nótt við dag og nætur við daga þar á undan. Nú miklast mér i huga allar hans dagleiðir sunnan lands og austan, norðan lands og vestan heima á íslandi sumarið sem hann átti gott, eins og hann talaði um það sjálfur. 1917 hugsaði ég ekkert um það, bara um þennan Vesturheimsbónda og skáld og allt það sem hann hafói að segja á mínum bæ meðan hann stóð við það sem eftir lifði nætur og fram á milli hádegis og nóns næsta dag. Þá tók við ferðalag áfram langt fram á nótt. í sambandi við heimkomuna 1917 minnist Stephan ársins 1873 og orðaskipta við föðursystur sina, Helgu á Mýri i Bárðardal, sem latti hann fararinnar með heitum hug en æðrulausum. Svo er að sjá að hann hafi lof'að henni þvi að koma heim aftur eftir fimm ár, „úr landi stokkinn", en flana þó ekki að því með ósigra á baki. En eftir fimm árin gat hann ekki heim farið nema með litla sigra í fangi og þá til lítillar gleói sér og þessari frænku sinni. Siðar segir hann svo: Þegar ég kem, svo þér sé fengur, það skal verða stærri drengur, \ frænka en sá sem frá þér gengur — annars kem ég aldrei heint. Þessi orð má ekki skemma með útskýringum, enda eru þær óþarfar. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.