Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 12
Karl Marx nöturlegasti. En Wyttenberg hirti ekki um að leyna nemendur dá- læti sínu á Rousseau og kenning- um hans um náttúruiegt jafnrétti allra manna. Hann skýrði og fyrir nemendum sínum frelsishugsjón- irnar að baki baráttunni um Bastiliuna. Skólinn hafði enda á sér heldur „vafasamt, pólitískt orö“ hjá yfirvöldum. Er ekki ótrú- legt, að um það leyti sem Marx fór úr skóianum hafi hann þegar verið gripinn þeim frelsisanda, er þá gætti mjög í aridlegu lífi álf- unnar. En i foreldrahúsum Karls Marx varð þess anda lítt vart. Henrietta var enn jafnblíð og umhyggjusöm og endranær og jafnsneydd stjórnmálagrillum og áður. Vel- gengni Heinrichs var öll yfir- völdunum að þakka, enda var hann tækifærissinni. Lét hann sig aldrei vanta, þegar efnt var til „glymjandi fagnaðarláta fyrir hátigninni". Með sjálfum sér hefur hann þó sjálfsagt þráð meira frelsi líkt og ýmsir aðrir góðborgarar í Trier. Hefur þeim trúlega oft orðið hugsað til Frakk- lands, þar sem Louis Philip ,,borgarakonungur“ réð ríkjum eftir umbreytingarnar 1830 og gerði sér far um að hlúa að frels- inu. Hinn 13. október árið 1835 fylgdu foreldrar og systkini Karls Marx honum áleiðis út í veröld- ina. Þau lögðu af stað gangandi frá Simeongasse 1070 og héldu niður að Mosel. „Hraðferjan“ átti „Spaugilegur grímudans- leikur" yfirgefin varnarvirki í Köln. Teikning úr „lllustrierte Zeitung" I Leipzig 21. okt. 1848. að fara þaðan til Bonn kl. 4 þá um morguninn. Þar var Karli fyrir- hugað að nema lögfræði eins og faðir hans áður. Hann átti að færa fjölskyldunni upphefð og heiður. Lofaði hann því hátíðlega, og svo seig ferjan af stað niður fljótið og skilnaðartár féllu á báða bóga. Ekki löngu síðar fékk Henrietta Aðalritstjórinn Marx, sem vildi frelsa öreigana úr fátækt og neyð greiddi starfsmönnum „Neue Rheinische Zeitung" hungurlaun. Ásakanir um að hann notfærði sér á svlvirðilegan hátt atvinnuskortinn lét hann sem vind um eyrun þjóta. Kjörorð hans var: „Á ritstjórnarskrifstofu verður að ríkja algjört einræði, en ekki atkvæðisréttur." (Ritstj. Marx og Engels í hugsýn sovézka teikn. J. Sapiro). ur þungar; móðir hans sendir honum áminningar ýmiss efnis. ... og þvær þér vikulega með svampi og sápu“ segir í einni. Fað ir hans er óvægnari. Hann rit ar m.a.: .nú eru fjórir mánuðir liðnir af þessu námsári. f>ú hefur þegar eytt 280 dölum. Á einu ári ráðstafar þú nærfellt 700 dölum, sonur sæll, rétt eins og við værum hænur, er verptum gulleggjum. Ég verð að segja þér, að þú veldur okkur, foreldrum þínum fremur grerriju en gleði“. En þessi varnaðarorð urðu til lítils. Karl breytti ekki háttum sínum. Hugsanir manna og lífið í Trier var þegar orðið honum hálffram- andi, enda ólíkt Berlínarlífinu og hið siðara tók hug hans fanginn. I Berlin komst Marx i „Doctors- club“, sem svo var nefndur, hóp heimspekilega þenkjandi ung- menna, sem hittust í gamalli krá á Gendarmenmarkt. Hét þar „Stehelys“. Þarna hittust þeir félagar til bjórdrykkju og bolla- legginga og breyttu bæði heimin- um og guði eftir geðþótta sinum. Félagana skorti sjaidnast hug- myndir um hlutina; allt milli himins og jarðar var rætt og brotið til mergjar. Karl var djarf- mæltur og orðsnjall. Hann þótti þrasgjarn. Félagar hans litu upp til hans fyrir hugsjónagnótt og andríki. Þótti þeim víst, að hann mundi jafnan troða eigin slóðir, því hann var sérsinna. Karl las bækur tæpast, heldur svalg efni þeirra. Hann las verk heimspekinga — Aristotelesar, Fichtes, Kants, Schellings, Spinoza og Hegels, svo nokkrir séu nefndir. Hegel las hann hvað eftir annað og þótti hann í senn heillandi og ógeðfelldur. Karl las nóttum saman og svallaði þess á milli, en skeytti ekki um heilsu sína. Það voru aðallega stjórnmál, sem ungu mennirnir ræddu í Stehelyskrá. Rökfræði Hegels heillaði þá og þeim var ljóst, að þeir mundu sfðar boða hana hvar, sem þeir færu. Athugunarefni höfðu þeir nóg. Þýzkaland var undir prússneskri stjórn um þessar mundir, laut Friedrich Wilhelm 3., sem var afturhaldssamur og kreddu- fastur. Ríkinu var skipt i 38 fylki, sem áttu að heita sjálfstæð að nokkru, en yfir þeim öllum vakti Metternich fursti hinn harðdrægi i Vin. Hafði hann glöggt auga með öllu, sem fram fór og slakaði hvergi einræðistökin. I Brussel skrifaði Marx hið ögrandi ávarp þeirra Engels til lokauppgjörs öreiganna. Þa8 var varla orðið opinbert þegar Marx var vfsað úr landi, og framhleypinn lögregluforingi lét handtaka hann. (Teikn. rússn. málarans Shukow). Um Parfs fór Marx til Köln. aftur tilefni til þess að fella tár, því stolt fjölskyldunnar hafði hrasað á dyggðanna vegi. Hann var að vísu orðinn einn fimm full trúa Trier í Stúdentasambandinu í Bonn. En nú hafði hann lent í steininum fyrir drykkjulæti og hávaða á almannafæri. Við það bættist, að hann var orðinn skuld- um vafinn, enda þótt faðir hans hefði búið hann vel að heiman. Robert Blum forystumaður „vinstrisinna" á fundinum f Páls- kirkju lézt hetjudauða f Vfn. Hann hafði farið til Austurrfkis til stuðnings uppreisnarmönnum þar, en var tekinn fastur 9. nóv. 1848 og skotinn á staðnum án dóms og laga. Fyrsti fundur „þýzku þjóðar- samkomunnar" var settur f Pálskirkjunni í Frankfurt 18. maf 1848. Það var mikil hátfðastund lýðræðissinna, sem vildi koma á þjóðþingi f sameinuðu Þýzkalandi. Heinrich leizt enda ekki á blik- una. Hann sendi syni sínum 50 dali fyrir skuldum og fylgdi holl- ráð fénu: „... gættu þess að forð- ast hér eftir allt svall og óreglu”. Stúdent og brúðgumi 1 október árið 1836 er Marx við framhaldsnám í Berlin. Heldur hann áfram uppteknum hætti að svalla og lifir jafnan um efni fram. Foreldrar hans hafa áhyggj-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.