Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 15
fcvaWMii [HVA0SA60I 60TINN? rjnubNðs- , í?öfoínjiun?| y EIOUM WNUBKKr ^J/aP H/ETTA pESSUM ^ f/FLA L A TUM. HVERNlCr yy/ERI Af> SYM ÖRL/m heubri&mri rom- \/PO<trafJ HFPHAFAe. ^ffTT’ 11 ? rfjTj _. - g Orugg eölisövísun Framhald af bls. 13 taka af honum stórkostlega mynd. Eftir að hafa látið f Ijós mikla undrun varð hann hryggur á svip og tók f handlegginn á mér og stundi loksins upp: „Það finnst mér mjög leiðin- legt!“ Nú gat ég ekki á mér setið og fór að skellihlæja. Þegar ég komst aftur til að anda byrjaði ég nú að segja mfna sögu, nefnilega hvernig þetta leit út frá hinni hliðinni. Eg var Ifka á leiðinni á stefnu- mót, en munurinn var sá að mín stúlka kom, og það mjög stundvfs- lega. Við hittumst hjá Gerbaud, á Vörösmarty-Tér. Á kaffihúsinu hafði ég látið þjón færa mér frakkann þangað sem ég sat og skundaði svo út um bakdyrnar klukkan kortér fyrir fimm. Þegar ég kom í sætabrauðshúsið sat daman mfn þar fyrir. Eg afsakaði mig f nokkrar mfnútur, því á kaffihúsinu hafði mér ekki tekizt að hringja f mann nokkurn. Þetta símtal var f sambandi við vinnu mfna og þess vegna ætlaði ég að reyna aftur. Þegar ég var kominn f sfmaklefann kom táin ásamt smápeningum f Ijós. Þegar ég var búin að pakka utan af henni og gera mér grein fyrir um hvað hér var að ræða, skoðaði ég hana vandlega undir rafmagnsljósinu. Holdið var mjög fölt. Það, sem réð úrslitum, ég veit það núna, var að á þessu föla holdi uppi við efri liðinn voru mörg Iöng dökk hár. Ég stakk gripnum aftur í vasann, fékk samband, á leiðinni inn í tesalinn opnaði ég í flýti aðrar dyr og með gusandi vatninu hvarf táin og þar með var hún, að minnsta kosti utan frá séð, úr sögunni. Nú sátum við saman í friði. Það hafði eiginlega verið ætlun okkar að taka neðan- jarðarbrautina og fara út f borgarskóginn og ganga þar um eftir teið á Vörösmarty-Tér. Með tilliti til þess hafði ég ákveðið stefnumótið hjá Ger- baud. Því ég bjó þá í Nagy János utca alveg út af fyrir mig; það er ekki langt frá borgar- skóginum, og þvf hugsaði ég mér, að það yrði kannski hægt að fá stúlkuna til að snæða með mér fábrotinn kvöldverð. En nú byrjaði það. Ég var eins og límdur við sætið hjá Gerbaud, og það af öllum upphugsanlegum ástæðum. Til að byrja með tók ég ekki eftir því sjálfur, hélt uppi samræðum um alla mögulega og ómögulega hluti og reyndi að troða í hana sætindum, sem hún kærði sig alls ekki lengur um. Það var ekki fyrr en ég skrökvaði að henni, að það væri þvf 1'tnt‘fandi: II.f. Arvakur. Rvykjavfk Framk\.s(j : llaraldur SvHnsson Rilstjórar: IVIalthfas Juhannrssvn St> rmir (íunnarsson Rilslj.f11r.: (ilsli SÍKurðsson AuKlvsinuar: Arni (iarðar Krislinsson Ritsijúrn: Aðalslræli tí. Simi 10100 miður nauðsynlegt að sitja þarna áfram, þvf ég gæti átt von á upphringingu, sem væri þýðingarmikil fyrir atvinnu mfna: Þá varð mér ljóst að ástæðan fyrir þessu öllu saman var engin önnur en — táin. Ég man mjög vel eftir þessu augna- bliki. Þar sem hún áleit sig hafa tekið eftir að ég hefði ekki mikinn áhuga á skógarferðinni (og sennilcga ekki heldur neinn áhuga á ljúflegum endi hennar, það gat vel verið að hún væri að hugsa um þetta, hver getur vitað það, allavega vissi hún hvar ég átti hcima) — og fyrst ég sat nú svona svfvirðilega fastur hjá Gerbaud þá tók hún, leið á svip. loksins af sér hattinn. Þegar hún leit f spegilinn kom mjög fölur bakhluti háls hennar í ljós og á honum voru nokkur löng hár (Það var sennilega nokkuð sfð- an hún hafði farið á hárgreiðslu stofu) — já, einmitt þá varð mér Ijóst, að allan þennan tfma hafði táin svo að segja verið að grafa sig inn f heilann á mér, og rænt mig allri löngun f Ivstisemdir þessa lffs, já, beinlfnis drepið allar karlmannstilf inningar f mér. „Þú getur fmyndað þér,“ sagði ég að lokum og beygði mig yfir borðið til Geza „að það varð aldrei neitt meira úr þessu seinna. Við sátum frammf myrk- ur hjá Gerbaud. Og sfðan sá ég þessa Erszi varla aftur — þar að auki þurfti ég að fara til Vfnar nokkrum dögum seinna og vera þar f dálítinn tfma.“ „Erszi?“ hrópaði hann, „þessi brúnhærða, sem var oft með okkur á kaffihúsinu, hún?“ „Já,“ sagði ég. Hann sökk inn f sjálfan sig og þagði eins og hann væri að leysa lífsgátuna. Að nokkrum tíma liðnum sagði hann mér að hann hefði beðið eftir sömu stúlkunni á kaffihúsínu. Þ. H. þýddi. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.