Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 7
Útlit: Arni Jörgensen. Það er engu líkara en Islendingar hafi svo mörgu frægu fólki á að skipa, að þeim sé um megn að fylgjast með því öllu. En mér er til efs að í raun og veru sé nokkur Islendingur frægur í þeirri merkingu að hann sé víða þekktur. Aftur á móti er lítill vafi á þvi að íslenzka þjóðin hefuraðmestu fariðá mis við tvo k þekktustu listamenn sína, A Erró í Evrópu og Louisu I Matthlasdóttur í Bandaríkjun W um. Af ástæðum sem hér verða r ekki tíundaðar hafa þessir lista- menn ekki sótzt eftir þvi að gefa heildarmynd af listsköpun sinni með stórum yfirlitssýningum hér heima, enda er gleði og fögnuður ekki einkenni á dægurskrifum um list á Islandi, þó að viðurkenna verði að til eru menn sem skerasig úr hvað þetta snertir. Bragi Ásgeirsson hefur sagt við mig að það séu raunar mikil forréttindi að þurfa ekki að heyra allt sem sagt er hér á norðurhjara og langt frá því að hann harmi heyrnar- leysi sitt, enda ekki fæddur undir askloki. Hann er nógu mikill listamaður sjálfur til að hafa efni á því að gleðjast og hrósa þeim sem hann hefur trú á. . Þó að bandarísk stórblöð tali um nýjan norrænan Munch þegar þau fjalla um list Louisu Matthíasdóttur ogErró sé i fremstu röð listamannasinnar kynslóð- ar, er eins og Islendingum komi það ekkert við. Reykj avikurborg sá ekki einu sinni ástæðu til að verða sér úti um eina einustu mynd eftir Louisu.þegar hún sendi hingað nokkur málverk á yfir- litssýningu ekki alls fyrir löngu, enda þótt hún sé borin og barnfæddur Reyk- vikingur og margar mynda hennar endurminningar frá æskustöðvunum. Og lErró hefur ekki þá reynslu að heiman að hann hafi nú, þegar hann þarf ekki á því að halda, sérstaka löngun til að sýna verk sin á heimaslóðum. Það er sorg legt að Islendingar skuli ekki gera sér grein fyrir því i öllu dægurþrasinu að þeir hafa ekki efni á að fara á mis við þekktustu listamenn sína, á sama tíma sem mikil tilhneiging er I þá átt að skipa meðalmönnumi öndvegi og þá helzt á þeim forsendum að þeir eru „réttu megin“ I pólitík. Slikar forsendur í list eru siðleysi, ekki síður en klíkuskapur í listinni. En svo er afstæðu mati fyrir að þakka að allt slikt er molað niður, hægt og bitandi. Og timinn hefur síðasta orðið; ósjaldan miskunnarlaus dómari, hvort sem þeir eiga i hlut semhafaverið ofmetnir eða vanmetnir. Samtíðin er glámskyggn á með alhófið. X X Þetta er heldur óskemmtilegur inngang ur en nauðsynlegur eigi að síður. Einhvers staðar verður að berjast gegn smásálar þröngsýni og smáborgarahætti, sem er því miður einkennandi fyrir ýmsa þá, ekki sizt hér á landi, sem þykjast vera að móta listasmekk almennings og viðhorf til menningar. Erró var boðið að haldayfirlitssýningu á verkum sínum i sambandi við næstu listahátið og átti ég tal um það við hann í París i júní s.l., en hann hristi bara höfuðið og hafði ekki frekar áhuga á því en éta það sem úti frýs. Aftur á móti á hann góða og hlýja vini á Islandi sem ávallt hafa haidið tryggð við hann og hann hittir þá einstakasinnum þegar hann skreppur hingað til að fá sér svið og slátur og heilsa upp á fólkið sitt — „og þú manst að heilsa honum Sig- geiri pabba á Klaustri frá mér,“ sagði hann tvisvar eða þrisvar, áður en við kvöddumst. Siggeir er líka einstakur persónuleiki, hlýr en ákveðinn, höfðingi heim að sækja og eru slíkir höfðingjar sjaldgæfir í Evrópu nú orðið. Jóhann Jónsson skáld hefur varpað einhverri yndislegri rómantískri birtu á Olafsvík, en Erró hefur komið þessum vinalega snæfellska bæ inn i annála heimslistarinnar: Fæddur i Ólafsvík 19. júli 1932, stendur í listasögum og sýningaskrám. Mér ertil efs að Olafsvik eigi eftir að verða víðfrægari af öðru en Erró. X X I ágúst 1960 hélt Erro sýningu hér í Reykjavík og hétþá reyndar Ferró. Þá átti ég samtal við hann, í fáum orðum sagt, og bar það fyrirsögnina-.Var það Júdas? Þá urðum við miklir mátar og hefur það haldizt síðan. — Erró átti erfitt uppdráttar á Islandi, meðan hann var að brjótast áfram. Ég held honum sé hlýtt til þeirra sem réttu honurn þá hjálpar- hönd, ungum og misskildum á margan hátt. Síðan hefur verið vík milli vina og er ekki verra, ef marka má Hávamál. Þá var hann kvæntur Bat-Yosef og eigaþau eina dóttur. I samtalinu segir m.a.: „Við fórum auðvitað að tala um list. Ferró sagði að nútimalistin kæmi mjög víða fram í gömlu listinni, einkum renisansinum. „Ég var að skoða málverk eftir Rubens“, sagði hann, „og gerði sérstakar athuganir á skeggi eins postulans. Þá sá ég að skeggið var málað i stíl tassismans, síðan athugaði égsokka postulans og rendurnar i þeim og þá kom Paul Klee í ljós, svona mætti halda áfram. Það er margt stórkostlega gott í gömlu listinni og ég held hún sé full- komnari en sú nýja að því leyti að hún er ekki eins perfekt, hún er ekki eins þröng ogörugg. I nútimamálverkin vantar óvissu, spennu. Að horfa á list ætti að vera eins og riða úlfalda, það hef ég gert, í miðju skrefi er maður ekki viss hvort rnaður fer aftur á bak eða áfram. Og svo er eitt sem gömlu málararnir höfðu, en marga nútímamálara vantar, það er út- haldið. Apar geta málað Ijómandi fallegar myndir og ná góðunt formum, en þá vantar úthald." Sjá nœstu síður I_____Mitfas Jonaoeessen: Uyraöjalla pafans ■ ■ ■ ■

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.