Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 13
eðlisámsun Þorvarður Helgason þýddi Smösaga eftir Helmut von Doderer Eins og allir vita, þá er Búda- pest ein af fegurstu borgum Evrópu. Taki maður sér til dæmis sæti snemmsumars um sólsetur f garði eins af kaffihúsunum við Dóná, fyrir ofan Petöfi-Tér, þar sem gufuskipin leggjast að, í ná- grenni við Keðjubryggjuna, hefur maður kvöldroðann fyrir augunum eins og konunglega brimöldu lita f jær og nær. Fljótið kemur f sigurgöngu inn f borgina, opin gefur hún sig þvf á vald og breiðir úr sfnum þungu og æru- verðugu byrðum fyrir það. Þvf hér, við höfuðborg hins gamla ungverska konungsrfkis, er Dóná orðin þungt láglendisfljót. Við Vfn sýnir hún kannski ennþá ungæðislegan vanþroska alpafljót anna, sem f hana renna, andar Inn og Enns láta hér og þar á sér bæra með ærslum og buslugangi — hér, við Budapest, er fljótsguð- inn orðinn annar að eðli og hefur fundið aðrar leiðir til að túlka mátt sinn. Fyrir neðan Göngú er breytingin orðin greinileg, þar sem fljótið lykur örmum sfnum um stóru malareyjuna og voteng- in teygjast á báðar hendur með- fram fljótinu og trjákrónur engjalandsins falda sjóndeildar- hring láglendisins eins og brim- froða. Fljótið er vart komið inn f borg- ina, þá rfs strax, hægra megin, Ofen-fjallið eins og offylld lands á móti þvf. Á fjallinu það sem dýrmætast er og fegurst. Kastal- inn og langteygð stærð þinghúss- ins, ein grá súla eftir aðra, eins og öld við öld, virðulegir og þöglir vottar um stóra sögu þessarar stjórnmálalegu gáfuðustu og stoltustu þjóðar meginlandsíns. Handan við það og hærra, uppi á Blocksfjalli, heldur heilagur Gebhardus á krossi og snýr sér f austur, út yfir hina óendanlegu sléttu, en augliti til auglitis við sléttuna skiljum við tónlist þessa fólks suðandi söng eins og óð skortftunnar, sundurslitinn af björtum blossum blikandi hetju- drauma. Krossinn sem hinn helgi maður heldur á loft er f senn tákn um samstöðuna með Evrópu og hins umhleypingasama bandalags við hið heilaga rómverska rfki. Þótt oft reyndi mjög á það banda- lag, brast það ekki við neina raun. Alltaf þegar austrið reis upp til að svelgja allt og draga niður f formyrkvun var madjarinn •fyrstur til varnar f hiiðum rfkis- ins, sýndi óbrigðuian vott riddaramennsku sinnar og út- hellti blóði sínu einnig fyrir okkur. Iðandi borgin hefur grafið sér göng i gegnum þetta æruverðuga fjall og frá brúm og strætum flæðir umferðin inn og út um göngin. Frá borðinu okkar f garði kaffihússins sjáum við skáhallt yfir fljótið f áttina þangað, og þegar breitt gufúskip, sem ef til vill hefur lagt reykháfinn endi- langan, fer undir brúna, sem hangir eins og band iðandi lffs f kvöldsólinni, en stöku glugga- rúður hafa innibyrgt svo mikið af skini hennar, að þær eru orðnar hvftglóandi, og þegar rauðleitt ryk, scm æðandi farartækin þyrla upp, stcndur kyrrt f loftinu, og þegar mótorbátur téiknar freyð- andi rifu á fljótið, sem glitrar í smábrotnum bárum eða stórum vfkjandi flötum — þá getur það komíð yfir mann að óska þess að geta yfirgefið manns eigið sjálf, sem er svo takmarkað og Iftið og verða að mjóum þræði, sem æfist í þennan Iffsvef og komast þannig nær lffinu, sameinast þvf inni- legar en annars. Eg sat þarna með Geza vini mfnum, en hann er málari. Ung- verskir karlmenn eru kapftuli út af fyrir sig. Þeir eru nokkuð létt- lyndir, það er eiginlega hægt að öfunda þá af þvf hvað þeir taka öllu létt, já, þeir virðast næstum þvf yfirborðslegir — en á þýðingarmiklum augnablikum, og alltaf þegar um eitthvað alvar- legt er að ræða, er undravert hvað þeir eru fljótir að verða sama sinnis og maður sjálfur. Sannur Ungverji finnur það rétta alltaf á sér, honum nægir þessi eðlisávís- un, hann fyllir hana ekki á flösk- ur og raðar þeim upp f skólaspak- an kjallara; já, hann hagar sér oft skammarlega f trássi við eðlis- ávfsun sfna, af tómum ungæðis- hætti getur hegðun hans orðið henni algjörlega gagnstæð — þvf hann kærir sig kollóttan um sam- ræður og skýringar. Maður verður að vita hvernig maður á að taka þá. Þegar náungar eins og ég koma haltrandi á stultum hinna • • og þessarra kennisetninga og dfa- lektfskra afstæðna, sem hið há- spekilega móðurskaut hefur á mann lagt, kemur eins og furðu- legur hugsandi margfætlingur, þá kemur Ungverjanum það af- skræmislega fyrir sjónir. Og á eftir segir hann þér, að hann hafi jú vitað þetta allt sjálfur — á sinn hátt. Maður verður að kunna að taka þá. Opinberaðu Ungverja þinn náttúrulega innri mann og von bráðar eruð þið fóstbræður. Eg vissi hvernig ég átti að taka Geza og allar hans glettur og prakkarastrik. Þau eru óað- skiljanlegur hluti af þeim. Þeir geta ekki án þeirra verið og eru alltaf tilbúnir að vfkja af vegin- um umbúðalaust og án nokkurra vafninga jafnvel yfir f grótesk- una. „Hef ég nokkurn tfma sagt þér söguna af afskornu tánni?“ sagði Geza allt f einu, þegar fyrsta kvöldkulið frá fljótinu byrjaði að bæra á sér. Eg átti von á játningu um nýframkvæmt prakkarastrik. En það kom brátt í Ijós, að þetta var gömul saga frá þeim tfma er Geza var ennþá á listaháskólan- um og ég bjó f Búdapest f nokkra mánuði. En fram til þessa dags hafði ég ekkert um það heyrt. Kvöld nokkurt var hann mjög óhamingjusamur (út af einhverri stúlku) og þar að auki ergilegur, þvf að stúlkan virtist ekki láta hann hafa mikil áhrif á sig, þar sem hún lét hann bfða til einskis á kaffihúsinu, sem við vorum all- ir fastagestir á þá — og það var ekki svo lítill hópur. Fyrir hádegi hafði Geza verið f Lfffærafræði- stofnuninni, en nemendur lista- háskólans voru skyldaðir til að sækja þar tfma. Og þá hafði hann stolið tánni. Þetta var stóratá af karlmanns- fæti, hún hafði verið skorin hreinlega úr liðnum og var rós- rauð í þann endann. Þetta var Geza með með sér f kaffihúsinu, vafið inn f pappfr. Var það ógæfan, sem gerði hann bitran og illan, eða langaði hann til að dreifa huganum með einhvcrjum stráksskap — alla- vega þá stakk hann tánni f vasa eins af mörgu frökkunum, sem héngu á fatahenginu hann ætlaði sér auðvitað að hafa auga á frakkanum og jafnvel að elta eig- andann spölkorn, ef hann færi f hann. En úr þvf varð ekki neitt. Kannski vegna þess að Geza sökkti sér niður f skapdepru sfna og þarafleiðandi f kónfakið, kannski vegna þess að þessi f jöldi fólks, sem átti leið um sali kaffi- hússins, byrgði honum öðruhvoru sýn — þegar hann minntist aftur táarinnar sinnar og leit á fata- hengið, þá var það tómt, þar sem áður hékk fjöldi yfirhafna var nú engin, og þar með var einnig við- takandi þessarar vafasömu gjafar horfin. Honum varð nú ljóst að það voru margar stundir liðnar, það var engin von lengur að stúlk- an kæmi, kaffihúsið var orðið tómt. Hann lallaði heim leiður f skapi. Eg hlustaði á sögu hans af mikilli athygli og einnig á allt það sem hann lét sér detta f hug f sambandi við hana, hugleiðingar, sem sóttu enn á hann öðruhvoru. Skyldi náunginn hafa farið f lög- regluna, eða kannski bara hent tánni strax f Dóná? Það væri hægt að láta sér detta það f hug. En, bætti hann við, það er nú samt þannig að allir bera með sér falinn forða af vondri samvizku, og ég er viss um að eigandi frakkans hefur fundið eitthvað slfkt eftir að hann upp- götvaði tána, t.d. þegar hann mætti lögregluþjóni á götunni. Þvf að afskorna táin hans, sem hann faldi f vasa sfnum — núna var hún jú orðin táin hans, hans mál — gerði hann þátttakanda í einhverju skuggalegu athæfi. Það trúir því enginn, hvað það er erfitt að losa sig við grunsamleg- an hlut. Manni finnst vera horft á mann. Ef einhver sæi til manns og kæmi svo spyrjandi með tána — ég get trúað að það ruglaði mann f rfminu og maður færi að stama eins og glæpamaður, sem staðinn hefur verið að verki, já, maður reyndi sennilega að ljúga sig út úr því, alveg að ástæðu- lausu og flækti sig f mótsögn- um... Og hvernig ætli finnanda táarinnar, sem var f frakka vasa hans, hafi verið innanbrjósts þegar hann fann hana? Og við hvaða tækifæri og undir hvaða kringumstæðum ætli hann hafi fundið hana? Hann hefur áreiðanlega hlaupið í lögregluna! Það er það sennilegasta, sagði Geza, ég er viss um það! „Það gerðist ekkert af þessu,“ sagði ég. Hann leit á mig uppglenntum augum, undrandi á þvf hvað ég sagði þetta af miklu öryggi, hann skildi það ekki almennilega. Eg vildi ekki vera að fara f felur með neitt og sagði: „Það var nefnilega minn frakki." Á þessu augnabliki hefði mátt Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.