Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 6
SVIPMYND TENG HSIAO- PING Leiðtogmn, sem féll í ■' ónáð í menn- ingarbylt- ingunni, komst til valda að nýju og er fallinn í ónáð í annað sinn Mikil átök eru nú innan kfn- verska kommúnistaflokksins. Þar takast á róttæk bvltingaröfl annarsvegar og hinsvegar þeir, sem vilja leggja áherzlu á aukna framleiðslu og búhygg- indi. Hinn látni Sjú-En-lai var fyrir hinum síðarnefndu og um skeið var ekki annað að sjá, en að hinn smávaxni Teng Hsiao Ping tæki við af honum og héldi til streitu sömu stefnu. Teng virðist að vísu fallinn í ónáð í annað sinn og hefur verið úthrópaður sem kapf- talisti á veggspjöldum í Kfna- veldi. Maó formaður og kona hans hafa verið talin standa fyrir herferðinni gegn Teng, en mjög er óljóst, hvernig staðan er. Teng hefur mikið fylgi og of snemmt er að dæma hann úr leik. Hann er bæði framagjarn og miskunnarlaus, en skortir kænsku og töfra Sjús, svo að ekki sé minnzt á siðfágun hans. 1 miðri setningu kemur það fyrir, að hann ræskir sig og spýlir hraustlega f spýtubakka. „Þú verður að fyrirgefa mér,“ á hann þá til með að segja, „ég er bara sveitastrákur.“ Opinberlega á hann það til að tala hreint út og vera jafnvel ósvffinn. I veizlu einni f Peking s.l. haust gagnrýndi hann Rússa svo rækilega, að am- bassador Moskvu f Kfna strunsaði út úr salnum áður en hann hafði borðað ábætinn. Hann var jafnberorður en ekki þó eins ofsafenginn við Ford Bandarfkj aforseta í heimsókn hans til Kfna f desember s.l.: „Málskrúð um detente- stefnuna getur ekki dulið hina augljósu staðreynd vaxandi strfðshættu," voru orð hans. Teng finnst gaman að gefa það f skyn, að hann sé fátækur bóndasonur. Sannleikurinn er sá, að fjölskylda hans var vel efnum búin og bjó f Szechwan. 16 ára gamall fór hann til Frakklands til vinnu og náms. Það hafði Sjú-En-laf einnig gert og þar stofnaði hann kín- verskan kommúnistaflokk um 1921. Eftir 6 ára dvöl í Frakk- iandi, sneri Teng aftur heim og var þá orðinn flokksmaður f kommúnistaflokknum. Við heimkomuna gerðist hann skæruliðaforingi meðal kommúnista, sem þá höfðu skil- izt frá Kuomintangflokki Sjang-Kaf-séks. Teng var þátttakandi f „Göngunni rniklu", sem Mao stjórnaði. Þessi ganga rauðliða yfir þvert Kína, frá Kfangsí til Sjansi, um 10.000 kflómetra, fór fram 1934—36. 100 þúsund manns höfðu lagt af stað f hana, en einungis 20 þúsund komust á leiðarenda og þó hafði mikill fjöldi bætzt f hópinn á leiðinni. Þátttakendur „Göngunnar rniklu" stóðust ótrúlegustu hrakninga og þrekraunir og er hún nú orðin n.k. helgisögn í Kína og sögur og kvæði um hana á hverju strái. Janúar- hefti China Reconstructs 1976 er að mestu helgað „Göngunni miklu“ og birtar eru í þvf lit- myndir af ýmsum hlutum, sem komu göngumönnum að notum. Einnig eru þar myndir úr upp- færslu á leikriti um hana. Margir þekktir framámenn f Kfna tóku einnig þátt f „Göng- unni miklu“, svo sem Sjú- En-laf og Sjú-Te, sem var hægri hönd Maos á leiðinni. Allt fram að þessu hefur þátttaka f „Göngunni miklu“ verið höfuð- nauðsyn þess að gera sér vonir um mikinn frama í kfnverska kommúnistaflokknum. 1954 var Teng gerður að framkvæmdastjóra flokksins, sem hafði þá áður gengt em- bætti fjármálaráðherra og vara-forsætisráðherra. Á þessum tfma var staða hans meðal valdamanna í Kfna ein- stæð, þar sem hann var per- sónulega nátengdur bæði Mao og Lfu-Sjáf-sf, forsetanum fyrr- verandi, sem féll f ónáð vegna „endurskoðunar“-stefnu sinn- ar. 1 byrjun sjöunda áratugarins var Teng settur yfir fram- kvæmdaáætlun um hægfara efnahagsbætur f landbúnaðar- málum, sem koma skyldu f stað glundroðans, sem varð vegna „Stóra stökks“ Maos. („Stóra stökkið framá við" var efna- hagsstefna, þar sem aðaláherzl- an var lögð á nýtingu fjöl- mennisins f þessu mannflesta rfki veraldar. Stofnaðar voru kommúnur, en afgangsmann- afli frá landbúnaðinum var nýttur til frumstæðs iðnaðar. Einkaeign takmörkuð sem mest. Framkvæmd þessi mis- tókst og átti sinn þátt f þvf að uppskerubrestur vegna ills veðurfars ár eftir ár, þannig að f sumum héruðum var hungur- sneyð.). Bersýnilega voru Teng og Mao ekki sammála f efnahags- pólitfkinni. Fræg er nú setning, sem höfð er eftir Teng frá árinu 1962: „Hægt er að not- færa sér hvaða aðferð sem er til að auka landbúnaðarafurðir. Það skiptir engu máli, hvort kötturinn er hvftur eða svartur, ef hann bara veiðir mýs.“ Newsweek kaliar Teng „glataða soninn" og skfrskotar þar til útreiðar þeirrar, sem hann hlaut f Menningarbylting- unni. Rauðu varðliðarnir nfddu hann miskunnarlaust, og kölluðu hann ósiðsaman hóg- Iffssegg, sem notaði sér háa stöðu sfna til þess að láta undan matgræðgi sinni og borgara- legum hneigðum, svo sem með þvf að spila bridge og mah- jongg (kfnverskt spil með fjórum þátttakendum, þar sem leikið er að 144 stykkjum úr viði, beini eða fflabeini). Sagt var að hann pantaði oft sér- stakar flugvélar til þess að bjóða spilafélögum sfnum f skemmtiferðir um landið. Svo langt gekk, að eitt sinn var hon- um ekið um göturnar f vörubfl með ffflahúfu á höfði og hinir hefnigjörnu Rauðu varðliðar gerðu óp að honum. An efa galt Teng tengsla sinna við Lfu-Sjáf-sf f ofsóknum Rauðu varðliðanna, en margir fleiri þekktir og háttsettir em- bættismenn urðu fyrir árásum þeirra, svo sem Peng Sén, borgarstjóri í Peking, og gamla kempan Sjú-Te. Teng var neyddur til að láta af öllum störfum hjá flokknum og f sjö ár kom hann hvergi opinberlega við sögu. Álitið er, að árum þessum hafi Teng eytt í lestur rita Maós, Marx og Len- ins og heimsókna f kommúnur og verksmiðjur. Honum var hlfft við erfiðsvinnu með tilliti til aldurs hans. 1 aprfl 1973 birtist Teng skyndilega opinberlega f veizlu f Peking, þar sem hann var leiddur til sætis af frænda Maós, Wang-Haf-jung, sem nú er varautanrfkisráðherra. 1 árs- byrjun 1974 hafði hann hlotið fulla uppreisn æru og var út- nefndur varaforsætisráðherra. Teng var formaður kfn- verskrar sendinefndar á sér- stakri ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hráefni, sem haldin var f New York 1974. Þessi ferð hans til Bandarfkj- anna var n.k. yfirlýsing til um- heimsins um það, að þar sem Sjú-En-laf væri nú að draga sig f hlé frá opinberum störfum, yrði Teng fremsti talsmaður Kfna f alþjóðamálum. Áætlanir undanfarinna ára f innanlandsmálum, settar fram af Sjú og framkvæmdar af Teng, hafa tekizt vel. Tekju- halli f utanrfkisverzlun hefur minnkað mjög á s.l. ári með þvf að draga úr innflutningi. Korn- og stálframleiðsla hefur aukizt ár frá ári og olfuframleiðsla jókst um 25% 1974—75. Þetta styrkir Teng í sessi svo og virð- ing sú, sem hann nýtur hjá herstjórnarforingjum Kfn- verja, en Teng er yfirmaður alls herafla Kfna. Á sfðastliðnu ári, þegar róttækir leiðtogar gátu ekki kveðið niður óróleika meðal verkamanna f nokkrum verksmiðjum í Hangsjóv, tókst Teng að binda enda á óeirðirn- ar með herstyrk. Breyting á utanrfkisstefnu Kínverja er ólíkleg meðan Maó er á Iffi. Lfklegt er að þeir haldi „detente“-stefnu sinni gagnvart Bandarfkjunum og kuldalegu viðmóti gagnvart Rússum. Það olli þvf undrun og gleði f Moskvu, þegar Kfn- verjar fyrir nokkrum vikum létu lausa þrjá rússneska þyrluflugmenn, sem haldið hafði verið föngnum á kín- versku landsvæði f tæp tvö ár. Samt þykja hinar fremur kuldalegu móttökur, sem Kiss- inger hlaut f sfðustu heimsókn sinni til Peking benda til þess, að Kfnverjar séu óánægðir með „detente“-stefnu Bandarfkj- anna gagnvart Sovétrfkjunum. Kissinger vildi vfst hafa vað- ið fyrir neðan sig, þegar hann mælti eftir desemberheimsókn sfna til Peking: „Okkur Teng kemur ágætlega saman. Teng er ólfkur Sjú-En-laf. Hann er formfastari. Hann er opin- skárri. Hann er raunsærri. Teng er afskaplega vel gefinn.“ Sitthvað hefur breytzt sfðan Kissinger sá Teng f fyrsta skipti og talaði um hann sem „þennan andstyggilega, litla mann“. Teng et 71 árs, sem er lfklega rúmlega meðalaldur hinna 19 meðlima Æðsta ráðsins. Teng á fleiri óvini en Sjú- En-laf átti. Ekki er þó sýnilegt, að hann óttist þá. Hann er jafn- vel farinn að láta undan sæl- lífislöngunum sfnum á ný. Til dæmis var eftirlætis veitinga- hús hans f Peking, Chengtu, opnað aftur nýlega og er troð- fullt á hverjum degi. Það hafði verið lokað sfðan Teng féll í ónáð 1966.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.