Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 14
ÞEGAR þessar línur eru ritaðar er um garð gengin síðasta svokölluð fórnarvika kirkjunnar, þar sem safnað var fé til styrktar þroskaheftum börnum. Það var gleðiefni að islenzka kirkjan skyldi loks líta sér nær og telja eðlilegt að styðja við bakið á sínum eigin löndum en mörgum hefur fundizt það viðhorf fjarstæðu- kennt á stundum að kröftum hefur verið ein- beitt að þvi að viða saman fjármunum handa fólki i fjarlægum löndum, sem að sjálfsögðu er góðra gjalda vert en harla langsótt þegar öllum er Ijóst hversu þörfin er mikil hér á okkar eigin landi, fyrir aðstoð við óteljandi félagasamtök, sem berjast fyrir bættum hag þeirra sem miður mega sin. Þvi fór ákaflega vel á því að kirkjan tæki nú þorskaheft börn upp á arma sina og er vonandi að vel verði skipulagt hvernig þvi fé verður varið sem inn hefur komið. Málefni þroska- heftra barna hafa verið meira en litið út undan i áratugi og þar hefur engin samræming af neinu tagi verið viðhöfð, ýmis styrktar- og foreldra- félög hafa unnið ómælt og gagnlegt starf en einhverra hluta vegna hafa forvigismenn þeirra ekki talið æskilegast að vinna þetta mál á jafnbreiðum grundvelli og nú eru að heyrast raddir um að nauðsvnlegt sé að gera. Enda þótt fötlun barna sem falla undir þá skilgreiningu að vera þroskaheft sé ákaflega ólik og margvis- leg, og á misjafnlega háu stigi, eiga allir þessir einstaklingar það sameiginlegt að til þess að líf þeirra geti orðið tiltölulega farsælt þarf að koma til verulegur stuðningur hins opinbera. Allir eru á einu máli um að langflestum börnum sé hægt að kenna ýmislegt og það sjónarmið gildir ekki að loka vangefin eða stórlega fötluð börn inni á hælum og biða eftir að tími líði. Nú er það sjónarmið ráðandi og án efa rétt að allir einstaklingar geti komizt til nokkurs þroska. Sumir þeir áfangar sem nást í meðhöndlun þroskaheftra barna og þykja ekki stórir þegar þeir eru bornir saman við frammistöðu heil- brigðra barna, eru miklum mun meiri en menn gerðu sér almennt Ijóst fyrir nokkrum árum. Nokkrir sérstakir ágætismenn hafa unnið að málefnum þroskaheftra af stakri prýði og ótrú- legri þrautseigju í mörg ár, án þess að veru- legur skilningur hafi verið á því brautryðjenda- starfi fyrr en kannski nú á allra síðustu árum. Og ekki skal þá gleyma foreldra- og styrktar- félögunum sem hafa lagt fram meiri skerf en svo að þjóðfélagið fái þessu fólki fullþakkað. Það er eitt merkið um skeytingarleysi hins opinbera lengi vel gagnvart einstaklingum í samfélaginu, sem ekki eru eins vel af guði gerðir og krafizt er að þar hafa alla tíð orðið að koma fyrst fram á sjónarsviðið áhugamenn og aðstandendur þessara barna, og eftir mikla baráttu hefur síðan tekizt að hrinda af stað uppbyggingu kerfis sem miðar að bættri aðbúð við þessa einstaklinga á sem flestum sviðum. Ég er þess fullviss að margir hafaorðiðsnortnir að fylgjast með stúlkunni þrettán ára í Kastljósi á dögunum og frásögn móður hennar. Þar var sagt á einlægan og öfgalausan hátt og án tilfinningasemi frá þeim margvíslegu vanda- málum sem foreldrar barna, sem glíma við andlega fötlun, eiga við að etja. Og þar sem sú stefna á sér æ meiri hljómgrunn að fæsta af þessum einstaklingum beri að vista á hælum til langframa eins og áður var talið eina leiðin, er einnig Ijóst að þjóðfélagið verður að koma til móts við foreldra viðkomandi barna og veita þeim alla þá aðstoð er þeir verðskulda. Aðstoð við heimagæzlu svo og aðstoð til að foreldrar komist í sumarleyfi ætti ekki að vera ýkja erfitt viðfangs svo fremi vilji sé fyrir hendi. Og sú hugmynd að koma á fót vernduðum vinnustöð- um fyrir einstaklinga sem eru vangefnir eða þroskaheftir á annan hátt er einnig svo sjálf- sögð að leikmanni sýnist sem þar sé á ferðinni tillaga sem framkvæma beri hið fyrsta í smárri mynd til að byrja með og kanna hver árangur verði af og siðan má þá skipuleggja þessa vinnustaði með hliðsjón af því hvernig árangur- inn af sliku verður. Jóhanna Kristjónsdóttir Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu V iK PKfít í 5Taí> DU6U AÍWR. 5?"- JfíUÍ fltJDlt ■ Þvep- TRfe L'lF- FÆ9. fuu fwflTíji NATN ■ ' HSB 4 e N á. U R r F R A 1, Ú 2& IFh- A L 1 N t'í l ’iK 'a L A "V K '0 A R Stói 4 T A J N & A 5 K A R 7 B íoKtr Í«T ÓT Tfí N A nqrlo LfóÞi V Á 5 K A R HLT- o Þ- FÆQt '0 8 6 íttt> L Á U 4 ÆPIR fim 0 A R V~t“t> A N A omi ÚR L E T FUK- Ufí A f> 4 E R i) e* HBlf- IU>J Af 5ro«A 3oc. t H R A M M £>i T r5 Rflf*-. D'J'i?. r / 4 R l 5 D Ý R SuO J¥7T grr/R R A & b L A Eh> 0- iHá R lVCi r ±) ATtflífl ttTr X R A <; R A K A R ap 4 TO3JJT 7 $ 1 ÍoTuK. 1/slU R A K u R tói.- TSFr R La K’ls f T L A R 1 OIVAÍJI 1>TMM K e N N I> ft R FfíU s o R 1 ftf' 1 '.eruK Wrq K Ú N 0P 4 A P K£- NND A u«- 'O R i> AS*4 mut A T L A 4 A 1 R if/Jtr Tve-e A T brr- IVH A 4 1 fJ N íaf* ÚL N 4 R A r' S £ $ s VlT- t«ui- f\ *. R A N 4 A R SoH- MR. N ( i> U R £ T £ Uiz. tteíf Ht-T' ÓNS ur'i - Rót í(pí?M Óáhl M ALC- 5t/£R Ifeffttí FÆR\ —T' r T i LoF- AÐ Gto' T1 U- Fi/óí. i. mf- /R Z UWm- t*HFN AFKt/- Æm 1 caR MMMOI !NN fxaR- upP- HÆÐ Lctritnc Nl£l?K'l-Ð _ +* D\/c>LS)i\ vh Sf>1í- L oK TV DÝR T&U<T 5£K IfJ i rJ fl LÍFI Eí-D~ TÆí>1 k'm- A€>1 MflUMS- NAFM MoKKtir E.RF- IOuiZ. 5EFI VJIÍS + V£/NMM ÍTo - MClZKI í KOIQ- ne i 7 TT T- *«? AFWfí F'eLftZ ToC- p=i e>t J5FA0I ■ FÆM ft7lt/0 Þv'fr fc 'Ro' Ht-T. öMRg. \|£liUt ■ • ELDiT- K.ÐZNi 4£í-T Ft?R- 5K£y- r i LElftIP. P 1N4 Sícr r IN RÝMDl FyRlR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.