Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1976, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1976, Side 8
Sj*4i Fuglalífið hefir jafnan verið hug- ljúfasta fegurð íslenzkrar náttúru. Farfuglarnir koma með hið marg- þreyða vor til íslands. Fyrsta lóu- kvakið er „gleðiboði um vor í norður- heim“, eins og skáldið kvað. Þá var vetrar martröðinni lyft af þjóðinni, og hún varð sem endurfædd. Ekkert kemst í hálfkvisti við fögnuð vorsins, þegar jörðin fer að gróa, himinninn er heiður og hljómkviða óteljandi fugla fyllir sólu vermt blátært himinhvelfið. Þá er ísland unaðslegt. Lengi var þjóðinni það dularfullt ævintýr, hvernig á því stóð, að landið fékk heimsókn hinna góðu gesta, er dvöldust hér sumarlangt. Og furðu- legt þótti mönnum hvað þessir gestir voru af mörgum kynkvíslum og hvað útlit þeirra og hátterni var mismun- andi. Upp af því hófust ýmsar get- gátur um eðli og háttu fuglanna, og var þá skammt í hitt, að hér sköpuðust allskonar-þjóðsögur um þá. Kynslóð fram af kynslóð voru þær sögur sagð- ar og endursagðar af sívakandi ímynd- unarafli, allt fram undir seinustu aldamót. Hér verður nú rakið nokkuð af þessu og seilst til fanga í ýmsar heim- ildir. Þjóðtrúin um fuglana er svip- mynd úr hugarheimi þjóðarinnar á liðnum öldum. Farfuglar Ein af ráðgátunum, sem fólkið átti við að glima, var þessi: — Hvernig stóð á því að fuglarnir hurfu á haustin, og hvar voru þeir á vetrum? Gísli biskup Oddsson segir í annálum sinum, að skoð- anir manna hafi verið mjög skiptar um þetta. Sumir héldu því fram, að fuglarnir flýðu héðan suður yfir hafið og dveldust í hlýrri löndum á vetrum. Aðrir héldu því fram að þeir myndu leita i holur og allskonar fylgsni og leggjast þar í vetrardvala, eins og híðbjörninn. Hinir þriðju sögðu að hér á landi væru margir yfirskyggðir staðir, sem engin vetrarharka næði til og i þeim huldu stöðum myndu fuglarnir hafast við. Þessa seinustu til- gátu styðji Vestmanneyingar, því að sjófuglarnir þar hafi þann sið að skreiðast inn í holur og hella neðansjávar og hafast þar við þar til vorið kemur. Um Pálsmessuleytið (25. jan.) komi þeir svo upp úr sjónum sem dauðir og fljóta á yfirborði sjávar um hríð, eða þar til sólin hefir vermt þá, en þá fara þeir að lifna við. Fyrst geta þeir aðeins hreyft annan fótinn svolitið, en þegar líf færist í hinn fótinn, fara þeir að synda og skömmu síðar fara þeir að kafa eftir æti. „Þessa sjón hafa margir eyjaskeggjar statt og stoðugt sagzt hafa séð,“ segir biskupinn. En nú skal minnst á sérstakar fuglategundir. Lóa Hún er „vorboðinn ljúfi". Hún var ekki meðal þeirra fugla, sem skapaðir voru í öndverðu og er þessi saga um uppruna hennar: Þegar Kristur var barn lék hann sér eins og önnur börn, og eitt sinn hafði hann það sér til gamans að búa til fugla úr leiri. Þetta,var á helgidegi. Þá bar þar að Sadúsea nokkurn og hann ávitaði drenginn harðlega fyrir þetta, því að það væri helgidags- brot. Æitlaði hann síðan að brjóta allar leirmyndirnar. Þá brá Kristur hönd yfir þær, og um leið lifnuðu allir fuglarnir, hófu sig á loft og sungu hástöfum „Dýrðin dýrðin"! — Lengi var það algeng trú hér á landi, að lóurnar flýðu ekki landið þegar hausthret steðjuðu að, heldur legðust þær þá í dvala og svæfu allt til vors. Eru til sögur um að þær hafi fundist sofandi í klettagjótum og hellum, en vaknað ef þær voru bornar inn í hús. Sagt er að þær sofi með ungan birkikvist eða víðikvist i nefinu (sumir segja laufblað), og sé þetta tekið úr nefi þeirra geti þær ekki vaknað aftur. Hefir Gísli Brynjólfsson ort fagurt ljóð út af þvi. Lóuþræll Sagt er að hann dragi nafn sitt af því, að hann elti lóuna á röndum, en það gerir hann til þess að komast í krafsturinn hennar, þvi að húr* er svo miklu stærri og sterkari og gengur því betur að krafsa eftir ormum. i\na. Það þótti undarlegt um kríuna, að hún kom alltaf á sama tima, hvernig sem tíðarfar var, og fór jafnan á sama tíma. „Hún kemur á krossmessu á vori (3. maí) og hún fer á krossmessu á hausti (14. sept)“ sögðu gömlu mennirnir og þótti þetta merkilegt. Krian er fagurskapaður fugl, með langa vængi og langt stél, en kroppurinn er litill og vegur ekki nema 110 grömm. Hún er kjarkmikil og einbeitt og ver varp sitt svo vel, að hún rekur alla vargfugla á flótta. Þá er hún reið og gargar hátt. Þess vegna sögðu menn um hana, að hún „væri ekki annað en fiðrið og vargaskapurinn". Hún er síkvik og snögg í öllum hreyfingum. Þvi var sagt um menn, sem enga eirð hafa í sér að „Þeir séu eins og kría, sem sezt á stein“. Egg hennar eru furðu stór, og þó er hún ekki lengi að verpa. Þess vegna er það máltæki um þann mann, sem fljótur var að hryggjast, en tók jafnskjótt gleði sína aftur: „það er eins og kría verpi“. Krían er fyrst i stað þögul, þegar hún kemur hingað. En alþýðutrúin átti skýringu á þessu: „Hún fær ekki málið fyrr en hún hefir bragðað hreistur af laxi eða silungi.“ Öllum var vel við kríuna, og af þvi hefir ef til vill sprottið upp sú trú, að ef einhver beri á sér kríu- kjarta, þá verði hann hvers manns hugljúfi. Spóinn er fremur grannvaxinn, hálslangur, háfættur, vængjalangur og neflangur bjúgnefur, ein- kennilegast landfugl á Islandi. Hann er ekki stór, en þó er hann fimm sinnum þyngri en kría. Hann hefir mjög háa og hvella rödd og þegir sjaldan. Það er kallað að hann „hringvelli", og „langvelli", eða „velli graut“. Af því er það komið að málugir menn eru kallaðir velluspóar. Oft varð mikiil fögnuður á vorin þegar heyrðist í spóanum og hann langvall, var bæði mönnum nýnæmi að heyra hina hressilegu raust hans, og svo var þvi trúað, að spóinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.