Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Blaðsíða 7
Þar sem tvær plötur rekur hvora frá annarri, myndast geil og þessi geil fyllist jafnóðum af bráðnu möttulefni. Sumt af þessari bráðnu kviku, sem nefnd er magma, kemst aila leið til yfirborðsins og brýst þá út eldgos. Við gos undir berum himni renna hraun um langan veg og fletja landið. Sé ísland athugað sérstaklega, má sjá, að flekamótin eru klofin og að gosbeltin á landinu eru tvö — hér sýnd með gulum lit. Austurland rekur í burtu frá Vesturlandi og er rekhraðinn um 1 cm á ári f hvora átt. Rauði liturinn sýnir gosmyndanir frá fsöld, en blái liturinn hraunlög frá Tertiertíma. Hraunin hlaðast hvert ofan á annað og mynda reglulegan jarðlagastafla úr mjög þéttu bergi eins og sjá má á Austf jörðum og Vestfjörðum. ' tpy -Á r ; ' •®<5S eftir heitu vatni í Mosfells- dal? Það er forvitnilegt efni, sem Ingvar Birgir út- skýrir í eftirfarandi viðtali og með skýringarmyndum. En fyrst verður að líta á málin í víðara samhengi og athuga landrekskenning- una og það sem nýrra er: Plötukenninguna. Um hana segir Ingvar Birgir: — Plötukenningin er um tíu ára gömul, en ekki er hægt að segja að neinn einstakur vísinda- maður sé höfundur hennar. Sam- kvæmt þessari kenningu skiptist jarðskorpan i margar plötur eða fleka, sem fljóta á undirlagi sínu og þessar plötur eru á sífelldu skriði. Sumstaðar rekur þær hverja frá annarri, sumstaðar rekast þær hver á aðra og í þriðja lagi núast þær saman við gagn- stæóar hreyfingar. Á þessum plötumótum eru eldfjallasvæði heimsins; þar er jarðhitinn og þar verða jarðskjálftarnir. — Kemur þá alls ekki fyrir, að eldfjalla- og jarðhitasvæði verði einhversstaðar inni á miðsvæðum þessara platna? — Mjög sjaldan. Þó á það sér stað; til dæmis eru Hawai-eyjar ekki á plö,tumótum. En Island er það. Atlantshafshryggurinn er plötumót og þau liggja yfir þvert landið, enda gliðnar það eða togn- ar um 1 cm á ári í hvora átt. Sú gliðnun á sér ekki stað með jöfn- um hraða; til dæmis gæti hafa átt sér stað hálfrar aldar gliðnun við jarðskjálftana fyrir norðan í vet- ur leið. En sem sagt: ísland er alltaf að stækka, því gosefni koma upp á plötumótunum. Norður- hluti eystra gosbeltisins gengur að mestu í gegnum Þingeyjarsýsl- ur. Þær tútna út og stækka og með tíð og tima verður Norður- land ekkert nema Þingeyjarsýsla. Á Suðurlandi eru flekamótin hinsvegar i tvennu lagi: Annars- vegar um Gullbringusýslu og Árnessýslu og að austanverðu um Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu. ísland^er jarð- sögulega ungt land; samt eru tuttugu milljóa ár síðan landið reis úr sæ við eldgos — eða jafn- vel meira. Á þessum tima hafa um 30 isaldir átt sinn þátt i að móta landið og það er eldvirkni á þess- um ísöldum, sem ræður miklu um, hvar við leitum nú að heitu vatni. Kúnstin er fólgin í að finna hita, sem alls ekki sést á yfirborði og í þeirri grein hafa átl sér stað markverðar framfarir á síðasta áratugi. — Áður var kannski borað meira uppá von og óvon cn nú er gert? — Já einmitt. En það var líka borað á þeim stöðum, þar sem menn vissu að hiti var fyrir og segja má, að rjóminn hafi á þann hátt verið fleyttur ofanaf. Nú er þesskonar stöðum farið að fækka og því verða ákvarðanir um hinar dýru boranir að byggjast á ítar- legum yfirborðsrannsóknum. — Og hvað er fyrsta skrefið hjá ykkur í jarðhitaleit? — Það fyrsta er nákvæm jarð- fræðikortlagning. Þá þarf að gera sér grein fyrir jarðsögu svæðisins og komast að raun um, hvort þar kunni að vera jarðlög, sem gætu innihaldið vatn. Kortleggja þarf sprungur og bergganga, sem venjulega leiða heita vatnið til yfirborðsins. Vegna þess að ís- land er á plötumótum, er hitastig- ullinn mjög hár; með því er átt við, að hitinn hækkar ört eftir þvi sem dýpra kemur. Að jafnaði hækkar hitinn um 60 stig á hverja þúsund metra. Á Austfjörðum hækkar hit- inn mun minna á hvern kiló- meter, en meira eftir þvi sem nær kemur gosbeltuhum; til dæmis er hitaaukningin 165 stig á 1000 m á Kjalarnesi. — En er ekki Kjalarnesið langt frá öllum gosbeltum? — Eins og sakir standa getum við sagt að Kjalarnesið sé um 20 kílómetra frá jaðri gosbeltis. En það hefur ekki alltaf verið þann- ig; fyrir 2'h milljón ára var mikil eldstöð á Kjalarnessvæðinu, eða nánar tiltekið í framhaldi af Esj- unni, suður yfir Kollafjörð og suð- úr yfir Seltjarnarnesið og svæðið, sem Reykjavík er byggð á. Við köllum þetta Kjalarneseldstöð- ina; það var ílangt, bungumyndað fjall, ekki ósvipað Heklu. En um hæð þess er þó ekki gott að segja. Gígarnir hafa verið á breiðu belti frá norðaustri til suðvesturs, og þar hafa átt sér stað mikil og tíð eldgos í þann mund sem mann- kynið var að byrja að þróast suður i Afríku. Um milljón ára skeið má sjá merki um eitt gos á 400 ára fresti á þessu svæði, en á virkasta skeiðinu hafa gosin þó verið miklu þéttari — Ekki þætti mér óliklegt að mörgum veittist erfitt að trúa þessari kenningu: Gjósandi eld- fjall á stærð við Heklu á sundun- um og Reykjavíkursvæðinu — og ekki urmull eftir. Hvernig deyr og eyðist svona f jall? — Við tíð gos getur myndazt mikið tómarúm í jarðskorpunni undir fjallinu og þessvegna hefur fjallið að öllum líkindum hrunið sarnan. Hluti þess sígur niður og myndar öskju, miklu lægri en fjallið var — en þessi öskjumynd- un i sundunum er þó ekki full- sönnuð, þar sem svo lítið sést eftir af henni á þurru landi. En ég geri ráð fyrir, að a?kja hafi myndazt í Kjalarneseidstöðinni svipað og gerðist um hálfri milljón árum siðar austur í Stardal. Útlínur Stardalsöskjunnar má greina frá Þingvallaveginum. — Er þessi kenning ný og ert þú höfundur hennar? — Þetta hefur nýlega orðið ljóst vegna þess að svæðið hafði ekki verið rannsakað nægilega í smáatriðum. Ég vil hinsvegar ekki kalla mig höfund, vegna þess að jarðlögin eru eins og bók sem maður les og sá sem les af bók er ekki höfundur. En þú spurðir um eyðinguna, — hversvegna nú er aðeins flatt nesið, sundið og Kollafjörðurinn, þar sem fyrir tæpum tveimur milljónum ára var gnæfandi fjall. Á þessu tíma- bili, sem siðan er liðið, hafa lík- lega komið um 20 jökulskeið eð \ ísaldir og svarið liggur í þvi Skriðjöklar hafa sorfið leyf fjallsins nióur, en Esjan hefu; orðið eftir milli jökla líkt og ber ranarnir, sem við sjáum nú mi skriójökla t.d. í A.-Skaft : fellssýslu. Jarðlögin benda þó t;l aó siðustu 500 þúsund árin hat landslagið á höfuðborgarsvæðin; litið breyzt? — Þetta er skemmtileg kenn- ing, en erum við ekki að villast í frumskógi jarðfræðinnar? Kem- ur þetta fjall — Kjalarneseldstöð- in — eitthvað jarðhitaleitinni Við? — Jú reyndar. Bæði áður og á eftir að svona eldfjall fellur saman, verður mikið af innskot- um, sem ekki ná til yfirborðsins. — Innskotum? — Já, það er um 1100 stiga heit hraunkvika, sem þrýstist með gifurlegu afli út i sprungur i berginu, en storknar þar síðan og nær aldrei að fljóta upp á yfir- borðið. Þessi innskot valda rösk- un á nærliggjandi jarðlögun; þar ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.