Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Blaðsíða 16
Eldfjall ð borð GAIiIiVASK.il viö Heklu Mlll flVwi í útlendingahersveitinni Framhald af bls. 9 einnig sín hvorum megin vió Leiruvog, í Blikastaðalandi og suður um Álftanes. Þess má geta til gamans, að einn liklegasti stað- urinn til borunar innan borgar- marka Reykjavíkur er við hita- veitugeymana á Öskjuhlíð. — En vitið þið hversu þétt er óhætt að bora til að ein hola dragi ekki vatn frá annarri? — Við vitum ekki til fulls, hve- nær við erum að bora tvær holur í sama vatnskerfi. Vatnið úr bor- holunum við Elliðaárnar virðist til dæmis úr öðru vatnskerfi en heita vatnið í Laugarnesi; þar á milli virðist vera einhverskonar vatnsþéttur veggur. Og annar slíkur veggur sýnist vera milli hitans í Laugarnesi og heita vatnsins, sem uþp kom á Sel- tjarnarnesi. Þorsteinn Thor- steinsson verkfræðingur hef- ur fylgzt með þessu. Með því að athuga vatnsborðsbreytingar í holunum við dælingu, hefur hann getað ákvarðað legu þessara vatnsþéttu skila. Slik skil má einnig að vissu marki rekja með jarðeðlisfræðilegum mælingum. — En heita vatnið er yfirleitt langt að komið? — Það er bæði langt að komið og búið að vera lengi á leiðinni. Með isótópamælingum á vatninu er hægt að sjá þetta og þær benda til að heita vatnið í Laugarnesi sé t.d. komið allar götur innan frá Langjökli. — Að hverju vinnur þú aðal- lega nú sem stendur? — Mitt aðalverkefni er heildar- rannsóknin á höfuðborgarsvæð- inu — frá Esju austur á Mosfells- heiði, þaðan í Helgafell ofan við Hafnarfjörð og þaðan suður fyrir Straumsvík. Jarðfræðilegri kort- lagningu er að mestu lokið. Á þessu svæði hafa verið gerðar flugsegulmælingar, — síritandi segulmælir er hengdur i flugvél og þá koma í ljós breytingar á segulsviði yfir hinum ýmsu jarð- lögum. Síðan hafa verið gerðar þyngdarmælingar á svæðinu, — þá er mæld eðlisþyngd jarðskorp- unnar og komið upp mæli- punktaneti með um tveggja kíló- metra möskvastærð. Móbergið er til dæmis eðlisléttara en hraun- lögin, en innskotslögin eru þó enn eðlisþyngri og því má kortleggja þau að vissu marki með þyngdar- mælingum. Samkvæmt því sem við höfum rætt um áður, er einna þýðingarmest að finna skilin á þeim lögum, sem hafa mesta og minnsta eðlisþyngd. Það eru annarsvegar móbergslög og hins- vegar innskot. Þá er verið að gera mjög nákvæmt viðnámsmælinga- net af öllu svæðinu og unnið að jarðsveiflumælingum. 'ÞAKKA FÉlMAR, BCr ' $E6t>U HONUM AÐ HALOfi EY-Ð/MERKUR -^ROTTUNN/ VEISLU. VAR E/KM/TTAÐLEnA ivÁD ROMMLIAIU. VÓ, SESAR'- SKIPIÓEÍÝ\ ÆG/LEGT!EG VEITEKkÞk ÞAR MEO OVÍGAN HER 06 ) M/TTRJÚKA//ÞIRÁÐ 06- RÚSSNESKAR ELPFLALMj MÆTT VW'OVÆ/ITRI BREYT-. AR 06 ER T/LÍALLT. J>JK6U 'A UE/MSSÖG U////T/ KEH ÞA, EN ÖSÝNILEGUR. / ÞAÐ ÆTT/ AÐ VERA N HÆGT AP FÁ UPPL ÝS/NGAR ÞEGAR H2$0V SNÝRNE/M. V / KVÓLP. HeSOí/P ATTU V/P.AP AO GUNNRÍKUR S.E þ'A . KANNSK/... ó JA, ÞA-D ÞA RF NN EKKJ AÐ VERA.KANNSK/NEF- UR HANN VILLSTÍEYPI - MÓRKINNI 06 VER/D TEK- /NN HONÞUM! KRYT/LEGT NAF/V ERÞAP, HzSO*/ / ÞAV ER NUADE/NS DULNEFN/. HONTUS GOMUS, FARDU Í TJALP KOKKS OKKAR 06 FADU köMM K RETTNAFN HANS ER BÍR/DUS KOSENTRATUS. HANN ER 51/0 LEYNtLEGUR, AOHANNERNÆR ÖSYN/LEGUR ! __ UM KVOLulD V/Ð VARD- HL/D NER- BÚ&ANNA. S/ELL HiSO^.ÞADERU ^ HKr GR/ENBAUNA BEL G/R SEM LANGAR TJL AD TALA' V/D Þ/G! ÞE/R LUMA A G'OPUM VE/T/NGUM. JÁ HANNER UPPAHALDS- NJÓSNAÞÁTTURm ÓKK- AR E/NS OG NARPJAXL - /NN, DÝRL/NGUR/NN OG sk'alkarn/R all/rt/l SAMANS. HANNEPGóÐ- KUm/NG/ M/NN' — Ekki er langt síöan því var stíft haldið fram, að höfuðborgin yrði að leita að viðbótarhita aust- ur að Nesjavöllum í Grafningi og Hafnfirðingar voru að spá í hita- veitu frá Krýsuvík. Er ekki annað uppi á teningnum nú, þegar mikl- ar lfkur eru fyrir heitu vatni á stórum svæðum í nánd við höfuð- borgina? — Niðu’rstöður þessara athug- ana benda eindregið til þess að ekki þurfi að leita á svo fjarlæg mið fyrr en eftir næstu aldamót í fyrsta lagi. A Álftanesi er til dæmis ekki farið að bora djúpt og það væri óneitanlga öryggisatriði fyrir Hitaveitu Reykjavíkur að hafa vinnslusvæði á báðum end- utn dreifikerfa sinna. — En er viturlegra að einn aðili eins og Hitaveita Reykjavíkur standi fyrir framkvæmdum en til dæmis að Hafnarf jörður og Garðabær hefðu borað á Álftanesi og lagt eigin hitaveitu? — Rekstrarlega tel ég betra að einn aðili standi fyrir þessu, fremur en að hver sé að pota fyrir sig. — Hefur þú orðið var við, að menn teldu rannsóknir óþarfa kostnað og tfmaeyðslu og að nær væri að beina kröftunum að því að bora. — Oft örlar á því, en þá er oft vanþekkingu um að kenna. Jarð- hitaleit er í rauninni enginn gald- ur. Að finna vatnsgæf jarðlög á hæfilegu dýpi, — það er allt og sumt. En bezta aðferðin til þess að finna þau eru ekki að bora og bora þar til eitthvað finnst. Samt hefur það alltof oft verið gert; menn hafa verið mjög borglaðir og árangurinn ekki alltaf sem beztur, Samt er kostnaðurinn við yfirborðsrannsóknir aðeins örlitið brot af því sem kostar að bora. Ein 2km djúp borhola kostar 40—60 milljónir króna, en allar þær rannsóknir á höfuðborgar- svæðinu, sem ég hef drepið á hér, kosta sem svarar hálfri borholu. En rannsóknirnar eru miklu tíma- frekari en boranirnar og þvi þarf að leggja kapp á að auka rannsóknirnar þannig að forskot náist. Leiörélting 1 viðtali f Lesbók við Edvard Helgason f San Fransisco, sem þýtt var úr erlendu tfmariti, var sú missögn, að „Icy“ eins og hann kallar sig, væri frá Mjóafirði. Það rétta er, að Edvard er frá Hvfta- nesi við Hvalfjörð og leiðréttist þetta hér með.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.