Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1976, Síða 9
ANATOLI ZWEREV (f. 1931 i Moskva): Portrettmynd 1974. Olia á léreft,
100x80 cm. Zwerev nam i listaháskóla, sem nefndur er eftir árinu „1905".
Hann var styrktur fjárhagslega af Moskvasafnaranum G.D. Kostaka og fyrir
milligöngu hljómsveitarstjórans Igor Markevitsch hélt hann sýningu i París,
sem mikla athygli vakti.
Bragi Ásgeirsson
VAN DRÆÐA-
BÖRNl
RÚSSNESKRI
MYNDLIST
Nonkonformistarnir lifa lífi sinu í djúpri andlegri og
sálrænni spennu, — lífi, sem er sprottið upp úr hinum
raunverulegu rússnesku aðstæðum, og aðeins að þvi marki
sem maður gerir sér grein fyrir þessum sérstöku aðstæðum
og þekkir hin margvislegu áhrif á tjáningu listamannanna,
— getur maður hleypidómalaust horft á myndirnar.
Frá Rússlandi, berast reglu-
lega fréttir um refsiaðgerdir
gegn myndlistarmönnum, sem
ekki eru undir náðinni hjá
þariendum stjórnvöldum, og er
stöðuglega greint frá þeim að-
gerðum f fjölmiðlum vestur-
landa. Eðlilega hrökkva menn
við er stjórnvöid þar eystra
nota jarðýtur og vatnsdælur
gegn útisýningum slfkra mynd-
listarmanna, sem væru í augum
okkar vesturálfubúa á þvf stigi
að fæstar slfkar myndu verkja
umtalsverða athygli á hliðstæð-
um sýningum vestra, og alls
ekki fyrir neina tegund
framúrstefnu.
Menn eru þó enn meir
undrandi á þeirri staðreynd, að
hér koma ekki fram neins kon-
ar bein mótmæli gegn rfkjandi
kerfi og myndirnar virðast
þannig allar, f bak og fyrir,
hinar meinlausustu f augum
vesturálfubúa. — Hvers vegna
eru menn þá teknir fastir, yfir-
heyrðir, fangelsaðir og vfsað úr
landi Ifkt og um stórhættulega
og hreinræktaða pólitfska
andófsmenn sé að ræða og þvf
þjóðhættulegir andbyltingar-
sinnar? ... Þvf er til að svara,
að ekki er viðurkennd nema
ein grundvailarstefna f málara-
list f Sovétrfkjunum, og það er
sú stefna sem flokkurinn
sjálfur boðar, þ.e. sovézkur
sósíalrealismi. Hver sá lista-
maður er ekki gengst undir
föðurlega forsjá FLOKKSINS
varðandi táknrænt innihald
verka sinna er þannig stimplað-
ur óvinur ríkjandi kerfis og
ásakaður um að mála sam-
kvæmt stefnuskrá auðvalsrfkj-
anna, — jafnvel er þvf bætt við
að hugmyndafræðin sé sótt
beint til Pentagon!...
Sovétmenn telja sig hvorki
vilja né geta viðurkennt per-
sónubundna myndlist, nema
sem dæmigerða úrkynjun
auðvaldsskipulagsins. Þetta er
ekki svo lftið andstætt persónu-
dýrkun þeirra f sambandi við
einstaklingsfþróttir og geim-
ferðir, en þetta sýnir hinar
hrikalegu andstæður og glopp-
ur í stjórnarkerfinu.
t eðli sfnu hlýtur myndlistin
að vera einstaklingsbundin,
a.m.k. að þvf leyti að einungis
einn getur haldið f einu á
pennslinum, hamrinum og
meitlinum, og sá er með-
höndlar þessi verkfæri af
mestri færni, þekkingu og
lffrænni skynjun skarar eðli-
lega framúr. Hins vegar geta
menn unnið að sama verkefn-
inu f hópvinnu, og meistarar
aidanna hafa gjarnan haldið
verkstæði og lærlinga, sem
hafa aðstoðað þá á margan hátt
en sjaldan vaxið þeim yfir
höfuð fyrr en viðkomandi tóku
sjálfir að vinna sjálfstætt á eig-
in verkstæði. Sá fjöldi er marg-
falt stærri er á verkstæðum
unnu og við höfum engar
spurnir af. Samciginleg, sögu-
leg og félagsleg hefð mótar
vissulega þróun myndlistar-
innar, en það eru hinir stóru
einstaklingar og nýskapendur
er uppúr gnæfa, en ekki hið
táknræna innihald hvort sem
það er andlegs eða veraldlegs
eðlis, — þ.e. stefnan mótuð af
geistlegu- eða pólitfsku valdi. 1
báðum tilvikum er það
áberandi að hinu laklega er
mun meir haldið fram en
©*
JAKOB WINKOWETZKI (f. 1938 I Leningrad): Trúarleg myndbygging. 1967—68. Olla á
tré, 1 00x72.5 cm. — JarðfræSingur að mennt en helgar málverkinu allar frlstundir sinar.
WJACHESLAV KALININ (f. 1939 I Moskva): Sjálfsmynd. 1974. Olla á léreft,
70x50 cm. Kalinin nam við listiðnaðarskólann I Chotkowo við Moskva.
meistaraverkunum, hinar and-
lausu áróðursmyndir f báðum
tilvikum. Kirkjan er staðin að
þvf að dreifa glansmyndum á
meðal barna án nokkurs
myndræns né uppeldislegs
gildis utan hins táknræna svip-
að og einræðisrfkin dreifa
glansmyndum er eiga 'að gylla
þjóðskipulag þeirra. I báðum
tilvikum drekkir meint
áróðursgildi iðulega mynd-
rænu inntaki, — gleymum
heldur ekki að báðir aðilar eru
jafn sannfærðir um hinn góða
og göfuga tilgang hér að baki.
— Þeir sem ybbast upp á
góða tilganginn, þ.e. draga
hann f efa og sýna sjálfstæða
sköpunarviðleitni eru þannig
jafnframt af báðum aðilum
áfitnir „trúvillingar”. Skilning-
ur á nýlistum er mörgum kirkj-
unnar mönnum jafn framandi
og skilningur ráðstjórnar á
frelsi einstaklingsins f list og
mennt. Kirkjan eys sannarfega
ekki af gnægtarbrunnum trúar-
legrar listar umliðinna alda f
þvf skyni að ala áhangendur
sfna upp f list, hún hrærir frek-
ar í grunnfærum, óþroskuðum
kenndum með glansmyndum.
Við sjáum að vísu glæsilegar
kirkjur er byggðar hafa verið í
nútfmastfl og gild nútfmalist
prýðir innan veggja, sömuleið-
is sjáum við einnig nútfmalist f
einstaka gömlum kirkjum, en
hér er um undantekningar að
ræða sem eiga uppruna sinn f
flestum tilvikum f samvinnu
frábærra listamanna á sviði
húsagerðar og myndlistar.
Sykraðar glansmyndir í biblfu-
útgáfum eru margfalt algeng-
ari myndum meistara kirkju-
legrar listar frá upphafi...
Hinir „óþægu“ listamenn eru
þannig allir þeir ér skera sig úr
fjöldanum á hverjum tfma,
hvar sem er f veröldinni.
Gleymum ekki að brautryðj-
endur og nútfmalistamenn
hafa einnig verið ofsóttir meðal
okkar, steinar hafa verið lagðir
á leið þeirra, hrópað hefur ver-
ið að þeim eða þeir þagðir f hel
af hinu svonefnda „borgara-
lega“ þjóðfélagi. En það er
ekki þjóðfélagið, sem hér ber
alla sökina, því að sennilega
verður aldrei fundið upp það
þjóðfélag er á eðlilegan hátt
getur sameinað undir einn
hatt, eina heildarskoðun, hinar
fjölmörgu ólfku skoðanir
mannsins, — það er ekki hægt
að skipa fólki að hafa ákveðnar
kenndir gagnvart öllum fyrir-
bærum jarðar, — ekki hægt að
staðla sálina né hjartað. Hér
hlýtur að vera aðalatriðið að
skoðanir og kenndir fái að þró-
ast með eðiilegum hætti, þjóð-
félaginu til hags og viðgangs.
Eg var að nefna hið borgara-
lega þjóðfélag hér að framan,
og lýsingin á viðbrögðum þess á
einmitt við um framkomu
sovétþjóðskipulagsins við hina
„óþægu“ listamenn sfna á vor-
um dögum. Flokksaðallinn
eystra er kominn f föt hins
virðulega „góðborgara"
(broddborgara) aldamótaár-
anna. Ef þú fellur ekki inn f
hóp f jöldans ert þú Ifkþrár...
— Viö megum ekki heldur
gleyma þvf að það eru miklu
fleiri listamenn er teljast til
hinna „þægu“ f sovézku þjóðfé-
lagi, ekki sfður en hjá okkur.
JURI SCHARKICH (f. 1931 I Tichorjezka ð Kuban): Mynd af ALEXANDER
GLESER. 1974. Olla og lakklitir á léreft, 117x81 cm. SCHARKICH lauk
farmannaprófi I Leningrad og sótti jafnframt tlma vi8 Muchina-
listiðnaðarskólann þar I borg og lauk þaSan prófi sem teiknari „Designer"
áriS 1967.
OSKAR RABIN (f. 1928 I Moskva): Mynd meS hesti. 1975. Olia á lereft,
65x80 cm. — Rabin sem var nemandi E.L. Kropivinzki, nam viS listaháskól-
ann I Riga, seinna gerSist hann starfsmaSur viS járnbrautirnar og umsjónar-
maSur viS byggingar. Rabin er um þessar mundir nafnkenndastur hinna
„óþægu" listamanna. Opinberlega er hann ásakaSur um „afmyndun hins
sovézka veruleika".
ekki. Upphafið að áhuga
Glesers verður rakið til atviks
frá 1967, er hann var niður-
sokkinn við að skoða myndir á
sýningu 12 listamanna og ör-
yggislögregluna bar að garði og
lokaði sýningunni, — hafði hún
þá aðeins verið opin f tvær
klukkustundir. Frá þeirri
stundu hefur hann verið
óþreytandi við að safna saman
slfkum myndlistarmönnum og
koma þeim á framfæri opinber-
lega, og hefur hann staðið að
baki flestra sýninga hinna
„óþægu“ á sfðustu árum, m.a.
þeirra er kölluðu á vettvang
jarðýtur og vatnsdælur. Þær
sýningar vöktu heimsathygli og
komust á forsfður heimspress-
unnar vegna áðurnefndra til-
tekta stjórnarvalda. Til að
bjarga andlitinu, frekar en að
það bæri vott um slökun til
aukins frelsis, leyfði menning-
armálaráðuneytið reyndar
sömu listamönnum að setja
sýninguna upp tveim vikum
seinna f lystigarði nokkrum er
Smailowskij nefnist.
Það sem yfirvöldin óttuðust
fyrst og fremst var að sýningin
ýtti undir frajlsræðisviðleitni
listamanna annarra listgreina,
og öðru freniur að framtakið
hyggi að rótum sósialrealism-
ans. Yfirvöldin ásökuðu lista-
mennina fyrir það að sýningin
„bryti f bága við almennt vel-
f garða listamanna sinna, — þvf
fer fjarri. I vestrinu eru lista-
menn ennþá að mestu lausir
við fangelsanir vegna skoðana
sinna, — slfkt heyrir til undan-
tekninga og er þá ekki f tengsl-
um við sjálfa listsköpun þeirra.
Og jafnvel tilhugsunin ein um
að einhverjum yrði vfsað úr
landi vegna málunar mynda af
svipuðu tagi og við kynnum hér
f Lesbók að þessu sinni á sér
enga stoð — er fullkomlega
„absúrd“.
Ekki er hægt að Ifkja þessari
viðleitni f listsköpun á neinn
hátt við listrænan kraft og
sjálfstæði rússneskra nýskap-
enda aldarinnar, Ifkt og
Wassily Kandinsky, Kasimir
Malevich, Antoine Pevsner,
Vladimir Tatlin, Alexander
Archipenko, March Chagall og
EI Lissitzky, sem allir störfuðu
frá unga aldri f vestrinu, nutu
þar fulls tjáningarfrelsis, og
hrifust með straumum nýrra
viðhorfa. Slíkt væri að öllu
leyti rangt með tilliti til að-
stæðna, upplýsingastreymið
um list vestursins er f lágmarki
eystra og ófrelsið þrúgandi.
Myndirnar hér á sfðunum
eru úr safni Alexanders Gleser
(f. 1934), sem kom fyrst fram
sem stuðningsmaður hinna
„óþægu“ árið 1967, og fram að
þeim tfma var einungis þekkt-
ur sem rithöfundur, skáld og
þýðandi ljóða frá Georgíu. Fjöl-
skylda hans var á Stalfnstfma-
bilinu hrakin f útlegð til norð-
ur Kákasfu (N. Kasacstan), svo
að Gleser er sannarlega
„brennt barn“, — þótt að eld-
inn forðist hann bersýnilega
BORIS SVESCHNIKOV (f. 1927 I Moskva): Hádegi Ijúll. 1974. Olla á léreft,
75x90 cm. — Eftir fyrsta námsár viS stofnun dekoratlvrar og listiðnaSar I
Moskva var hann handtekinn og lifSi átta ár I fangabúSum. Sem bókaskreyt-
ingarmaSur var hann tekinn I myndlistarsambandið. Málverk eftir hann eru
ekki sýnd opinberlega I Rússlandi.
Slfkir hafa öruggt lifibrauð af
þvf að þóknast rfkjandi hefð og
skoðunum, mála f anda sósfal-
realismans, og það eru ekki fá
tonn af málningu né fáir kfló-
metrar af lérefti, sem árlega
fara f það eitt að fegra ásjónu
Marx, en þó aðallega Lenins —
ásamt þúsundum tonna af
marmara og eðalgrjóti. Lista-
maður f austri er skortír salt í
grautinn, hefur innan seilingar
þá freistandi lausn að mála
mynd af Lenin, sem er jafn
örugg söluvara og glansmyndir
hvers konar f vestrinu, — og
það eru vissulega fáir lista-
menn er standast slfka freist-
ingu f stað þess að lifa fyrir
vanmetna hugsjón, ofsóttir og
hraktir.
— Ég hef valið þann kostinn,«
f sambandi við kynningu á
nokkrum hinna „óþægu“ í
Rússlandi, að varpa ljósi á stöð-
una og rökræða hana frá sem
flestum hliðum. Það er méinleg
lokun að sjá einungis flfsina f
augum náungans, og framan-
skráð er f engu réttlæting á
yfirgangi rússnezkra yfirvalda
Sjá næstu I
síðu