Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1976, Side 10
LEO KROPIVINZKI (f. 1922 I Tjumen): Framför. Olía á léreft, 80x1 00 cm. —
Eftir að hafa stundað nám í stofnun fyrir listiðnað og dekoratlva list í Moskva
var Kropivinzki handtekinn og sendur í vinnubúðir (á Stallnstfmabilinu).
JEWGENI RUCHIN (f. 1943 f Saratow): Myndbygging. 1969. Olía og
blönduð tækni, 65x80 cm. Ruchin nam jarðfræði við háskólann í Leningrad
og sem óreglulegur nemandi við Muchina listiðnaðarskólann þar.
VANDRÆÐABÖRN
sæmi“, svo og að hún „afmynd-
aði hinn sovðzka veruleika".
Hefndarráðstafanir þær er slfk-
ir menn geta átt f vændum eru
m.a. að þeir verði sendir á af-
skekktan stað, bannað að búa í
Moskvu og útilokaðir úr sam-
tökum listamanna. Slfkt þýðir
að þeir njóti ekki lengur vernd-
ar sem viðurkenndir lista-
menn, og er þá hægt samkvæmt
lagaboði að skikka þá til hvers
konar vinnu sem „sníkjudýr"
þjððfélagsins, — svo sem iðju-
leysingja, alkohólisla og þar
fram eftir götum.
Málum lauk með því að Gles-
er var tekinn fastur, yfirheyrð-
ur og loks vfsað úr landi í
febrúar á fyrra ári. Ilonum
tókst, svipað og Solschenizin,
að taka með sér persónuleg
minnisblöð, og auk þess 80
myndir vegna þess að óttast var
að meiri hætta stafaði af tilvist
þessa safns innan Sovétríkj-
anna en utan þeirra.
Tilhneigingin til að standa
utan lögboðins sósfalrealisma
verður stöðugt meira áberandi
innan Rússlands, og á óopin-
berum neðanjarðarsýningum á
vinnustofum ýmissa Moskvu-
listamanna hafa tekið þátt
listamenn frá Georgfu, Armen-
fu, Ukraínu og Eystrasaltslönd-
unum. — Farandsýning safns
Glesers ásamt rússneska safn-
arans Dr. Arsen Pohribny, hef-
ur gengið um Evrópu undir
nafninu „Framsæknir straum-
ar í Moskvu 1967 — 70“ og eru
þar sýnd c.a. 300 verk rúmlega
50 Iistamanna.
Þannig má slá föstu að frjáls
listsköpun leitar f vaxandi
mæli útrásar meðal sovézkra
listamanna, og að hinn rúss-
neski listamaður lætur ekki
kúgast þrátt fyrir allar hættur
og skelfilegar sem honum eru
búnar f hans heimalandi. — Og
fyrir það hlýtur hann óskipta
virðingu starfsbræðra sinna f
lýðræðisríkjum vestursins.
Bragi Ásgeirsson.
Þegar islenzkir bílakaup-
endur uppgötvuðu um síðir,
að Audi er einn hinna vönd-
uðustu meðal þýzkra bíla —
og þá er mikið sagt — hefur
ekki staðið á vinsældum
hans, enda er hann rúmgóður
og tæknilega vel út færður,
t.d. með framhjóladrifi. Mikill
uppgangur er hjá Audi og nú
hefur verið hleypt af stokkun-
um nýju flaggskipi, sem hef-
ur samkvæmt þýzkum heim-
ildum „Mercedes gefúhl",
sem á íslenzku bítiamáli út-
leggst: Maður fílar hann eins
og Benz". Það telst óvenju-
legt, að þessi nýi Audi er
búinn 5 strokka vél, sem
tryggir enn þýðari gang.
Sterkasta gerð hennar er 1 50
hestöfl og vinnslan þar eftir:
Viðbragðið í 100 km hraða er
9.5 sek. og hámarkshraðinn
190 km á klst. Þessi gerð er
með framhjóladrifi eins og
aðrar gerðir af Audi, lengdin
er 4.68 m og breiddin 177
cm. Um verðið hér er ekki
vitað, en trúlega er það eitt-
hvað nærri þremur milljón-
um.
Nýr 5 strokka
AvdilOO
BÍLAR