Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1976, Blaðsíða 12
Vladimir Nafaokov og Véra
kona hans. Þau eru nú orð-
in nokkuð fullorðin og hafa
undanfarin 15 ár búið á
hóteli i Sviss.
Hótelið er heimili
skáldsins
sem varð heimsfrægur fyrir Lolitu
Á bakka Genfarvatns við rætur Alpafjallanna
stendur gríðarstórt rókókóhótel; Montreaux-
Palace heitir þar. Hótelið er ríkmannlegt innan. Er
þar gnægð marmara, viður dökkur af elli og
feiknamiklar, glitrandi Ijósakrónur. Þarna býr
Vladimir Nabókoff með konu sinni í sex herbergja
íbúð og hafa þau verið þar frá því árið 1961
Vladimir Nabókoff er nú orðinn 77 ára gamall.
Hann varð heimsfrægur fyrir bók sína. Lolitu;
ýmsir telja hann mestan núlifandi skáldsagnahöf-
unda og frumlegastan stílista frá því, að James
Joyce var á dögum.
Nabókoff forðast heimsins ys eins og heitan
eldinn og hefur lítið samneyti við menn. Það er
örsjaldan, að blaðamönnum tekst að ná af honum
tali. Ég taldi mig því heppinn, er hann féllst á það
að ræða við mig heima í hótelíbúðinni sinni.
Nabókoff er stór maður vexti, rjóður í vöngum
og furðu unglegur útlits, þótt aldraður sé. Hann
kvartaði reyndar yfir því við mig, að hann þjáðist
af taugakvölum og svæfi illa um nætur. En hann
er áreiðanlega hraustlegasti sjúkur maður, sem ég
hef hitt.
Nabókoff er aðalsmaður í framkomu, enda er
hann af mektarmönnum kominn. Hann er dálítið
viðutan. Hann brosir oft út í annað munnvikið og
rekur upp skellihlátra, þegar minnst varir. Hann er
fæddur og uppalinn í Rússlandi, eins og kunnugt
er, en talar ensku mjög vel, mál hans er þó dálítið
sérstakt, því hann hefur yndi af íburðarmiklum
orðum og orðasamböndum.
Hann byrjaði viðtal okkar á nokkuð óvenjulegan
hátt. Hann kenndi mér nefnilega fyrst að bera
fram nafnið sitt. „Rithöfund getur enginn skilið,
sem kann ekki að bera fram nafnið hans," sagði
hann. Hann taldi svo upp fyrir mér ýmislegan
framburð, sem menn hafa á nafni hans og kenndi
mér þann rétta. '„Rétti framburðurinn er Na-
BÓK-off", sagði hann. „Ekki Nab-Ó-kov, NAB-
ó-kov, eða Nah-bó-KOV. Og mundu það nú",
bætti hann við glottandi.
Svo kallaði hann á þjón og spurði mig, hvort ég
vildi kaffi, te eða vín. Sjálfur fékk hann sér vínglas
og for svo að lýsa sjálfum sér. Hann er óvanalega
hrífandi maður og geta allir vitnað um það, sem
komizt hafa í kynni við hann. En að eigin sögn
hans heldur hann sig fjærri sviðsljósinu vegna
þess, að hann telur útilokað, að nokkur maður hafi
áhuga á sér. „Og það er eðlilegt. Ég elda ekki mat,
veiði ekki fisk, árita ekki bækur eða skrifa undir
yfirlýsingar”, sagði hann. „Ég er alveg úr takti við
timann að því leyti, að mér hundleiðist pólitískar
skáldsögur og ritverk félagslegs tilgangs yfirleitt.
Helztu áhugamál mín eru fiðrildaveiðar og skrift-
ir".
Nabókoff kvaðst vera „bandariskur rithöfundur
fæddur í Rússlandi og menntaður í Bretlandi. Þar
nam ég franskar bókmenntir en fór svo til Berlínar
og var þar í 15 ár". Hann kvaðst vera að skrifa
nýja skáldsögu þessa dagana. Það verður sú
átjánda. Hann skrifar hana eins og hinar, stand-
andi við gamalt trépúlt í setustofunni. Allt i kring
eru fiðrildanet, smásjár og bækur á við og dreif.
Hann semur einstaka klausur og kafla á göngu,
inni eða úti; jafnvel semur hann í baðkerinu. Svo
hripar hann efnið niður með blýanti á lítil kort.
„Og ég ræð alveg því, sem fram fer. Sögupersón-
um mínum leyfist ekki að gera neitt, nema ég
leggi blessun mína yfir það. Og ég nota aldrei
ritvél. Ritvélar henta ekki til skáldsagnagerðar".
Nabókoff kvað ímyndunaraflið mestan hæfi-
leika sinna og líkti því við „aflmikla, mjög vandaða
vél, sem gengur þýðlega og örugglega". En stílinn
kvað hann „einstaklega tæran með meinlausum
málvillum, sem lífga upp efnið og bæta fyrir
hrynjandina, sem er fremur tilbreytingarlítil".
Nabókoff er Ijóðskáld i lausu máli. ímyndunarafl
hans er frábært og því virðist allt fært. Hugmynd-
irnar eru mjög fíngerðar og fágaðar og leyna á sér.
Ekkert er sem það sýnist. Nabókoff sækir efni sitt í
endurminninguna um æsku sína í Russlandi og
ummy.ndar hana og endurnýjar á pappirnum.
Sögufólk hans á það allt sameiginlegt, að þáð er
fullt saknaðar, og vill aftur i tímann. Það er
viðkvæmt og auðsært en þó stolt og yfirlætisfullt,
þrjózkt og þverúðugt. Mikið er um sérvitringa,
vitfirringa ög glæpamenn. Þeir eru einstæðir, eins
og aðrir menn, og þvi einmana. Margir eru auk
þess brjálaðir. „Ég get sagt það um sjálfan mig",
sagði Nabókoff, að „hugur minn er heiðari, jafn-
vægari og umkomulausari en annara brjálaðra
manna, sem ég þekki";
Þegar hér var komið samræðum okkar kom
Vera, eiginkona Nabókoffs inn i stofuna. Þau hjón
hafa verið gift í 51 ár. Nabókoff hefur tileinkað
Veru allar bækur sínar. Vera sér um viðskiptin fyrir
mann sinn, leiðréttir handritin hans og gefur
honum góð ráð um efnið. Það, sem eftir var af
samtali okkar Nabókoffs sat hún teinrétt, hlýddi á
með athygli, og leiðrétti mann sinn samvizkusam-
lega, er henni þótti þurfa. Þau hjón eru afar
samrýnd. Þau tefla skák, ganga langar leiðir og
fara á fiðrildaveiðar saman. Vera er eini félagi
Nabókoffs; hún er góður félagi, og léttir Nabókoff
lifið og tilveruna. Þegar hann var að semja Lolítu