Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1976, Blaðsíða 13
Eftir Willa Petchek
ók hún honum yfir þver Bandaríkin, en hann
hripaði bókina niður á leiðinni Endrum og eins
stönzuðu þau og veiddu fiðrildi. Það er til marks
um það hve mikil hjálp Nabókoff er að konu sinni,
að hann gefur henni þennan vitnisburð í skáldsög-
unni ,,Ada", sem kom út árið 1 962: „Til eru þeir,
sem geta brotið saman vegakort En þá á ekki við
um höfund þessarar bókar"; >
Nabókoff hjónin halda martreiðslumann og
borða ekki niðri í matsal hótelsins heldur uppi í
íbúð sinni. Þau eru heima við mestan hluta árs og
fara einungis við og við í fiðrildaveiðar. Nabókoff
kvaðst una sér bezt i hótelum og leiguíbúðum.
Hann hefur aldrei eignazt hús. ,,Það hefði orðið að
vera nákvæm eftirmynd bernskuheimilis míns",
segir hann. ,,Minna hefði ekki dugað. Ég léti mér
ekki nægja hús, sem líktist því bara."
Nabókoff rekur ættir sinar til stórmenna. Sagð-
ist hann geta rakið þær allt til hellisbúans, sem
fyrstur tók upp á því að mála dýramyndir. Síðan
taldi hann upp ta'rtaraprins og nokkra þýzka
baróna í kaupbæti. Sjálfur fæddist Mabókoff í
Sankti Pétursborg árið 1899 og ólst upp i Rúss-
landi fram að byltingu. í hinum hugstæðu endur-
minningum sínum, „Speak, Memory", segir hann
m.a. frá bernskuheimili sínu, stóru „bleiku granít-
húsi, með veggmyndum og margskonar skrauti
öðru", og ennfremur „sumarbústað, þar sem var
50 manna þjónustulið og ég gat farið minu fram i
einu og öllu". Foreldrar Nabókoffs voru tignar-
menn, gáfað og auðugt fólk. Faðir hans var mikils
metinn afbrotafræðingur og stjórnmálamaður.
Hann dáði Breta og brezka siði mjög og hélt
brezkar barnfóstrur. Nabókoff varð enda læs á
ensku fyrr en rússnesku. Hann byrjaði snemma að
fást við yrkingar. Móðir hans hvatti hann til
skáldskapar og kenndi honum einnig frönsku. „Ég
var fullkomlega eðlilegt barn, mælt á þrjár þjóð-
tungur", segir Nabókoff. Kennara hafði hann og,
sem kenndu honum hnefaleik og tennis. En
skemmtilegast þótti honum að eltast við fiðrildi. Á
fiðrildaveiðunum lærðist honum að hafa má
„óhagnýtt gaman" af náttúrunni og gamanið í
bókum hans er líka alveg „óhagnýtt". í augum
Nabókoffs eru bæði skriftirnar og fiðrildaveiðarnar
flóknir og heillandi leikir, nokkurs konar galdrar,
ef svo má að orði komast. „Þetta er algleymi",
segir hann einhvers staðar um það, er hann
stendur úti á víðavangi og sjaldséð fiðrildi flögra i
kringum hann. „Og handan algleymisins er eitt-
hvað, sem erfitt er að útskýra; það er líkt og
skammvinnt tóm, sem gleypir allt, sem ég ann. Ég
finn til einingar með sól og steinum. Til fagnaðar
og þakklætis í garð allra, sem hlut eiga að máli, í
garð mannlegra örlaga eða mildra anda, sem gera
lánsömum, dauðlegum manni til geðs."
Nabókoff var fróðleiksfús með afbrigðum og
varð hin mesta fróðleiksnáma, er hann óx úr grasi.
„Kennarar mínir kvörtuðu yfir þvi, að ég léti
fullmikið bera á fróðleik mínum og einkum, að ég
sletti enskum og frönskum orðatiltækjum i rúss-
neskum stílum. En þessi erlendu orðatiltæki voru
mér töm frá barnæsku. Fleira vakti reiði manna en
þessar slettur. Ég fór t.d í skólann og úr honum í
einkabíl. Hinir strákarnir voru þægir, litlir lýðræð-
issinnar. Einu sinni ofbauð einum kennaranum og
hann spurði mig, hvort ég gæti nú ekki að
minnsta kosti farið úr bílnum svona tveimur eða
þremur húslengdum frá skólanum, svo að skóla-
bræður minir þyrftu ekki að horfa á einkennis-
klæddan bílstjórann lyfta fyrir mér húfunni"
Nabókoff erfði jafnvirði tveggja milljóna dollara
eftir frænda sinn einn, en varð að láta þann
fjársjóð eftir, þegar hann og fjölskylda hans flúðu
land í byltingunni. Þau höfðu fátt með sér úr landi
nema þá skyldugu skjóðu með gimsteinum, sem
er i öllum slikum sögum. En „fornar deilur minar
við sovézku einræðisherrana eiga ekkert skylt við
þetta", ritar hann á einum stað. „Ég fyrirlit þá
útlaga, sem leggja hatur á rauðliða af þvi, að þeir
„stálu" fjármunum þeirra og landareignum. Sjálf-
ur sakna ég ekki gamalla peningaseðla. Það er
glötuð barnæskan, sem ég sakna. Sá söknuður er
í huga mér líkt og ofvöxtur i likamshluta".
Nabókoff hefur orðið mikið úr endurminning-
unni. Enda segir hann á einum stað, að allir menn
eigi heima í fortiðinni. Ég spurði, hvort honum
litist illa á framtiðina og nútiðina. Nabókoff hugs-
aði sig um andartak, en svaraði svo: „Það, sem við
köllum nútíð er ekkert annað en hvítfextur öldu-
faldurinn á sívaxandi fortíð og það, sem við
nefnum framtíð er aðeins yfirvofandi, óhlutstæð
hugmynd, sem verður hlutstæð á hverju andar-
taki Ég ann nútíðinni og virði hana. Samband
mitt við fortíðina er öllu flóknara, það er allt frá
yndislegu þukli til vonzkulegra fangbragða í
heimullegri dagbók hef ég lýst sjálfum mér svo,
að ég væri „langrækinn maður með lélegt minni".
Á næstu síðu er þessi fyrirsögn: „Hýenur og
grasasnar, sem ekki má gleyma", og undir henni
listi með nöfnum rógsmanna minna, að því er bezt
verður séð. Brougham, Condor, Croker, Jeffrey,
Lockhard, Roberts, Thorn. „Ég man því miðurekki
lengur hvaða þvætting þeir skrifuðu um bækurnar
minar, eða hvar og hvenær hann birtist,", sagði
Nabókoff og spurði mig, hvort ég kannaðist við
þessa náunga. Ekki kom ég þeim fyrir mig.
Nabókoff sagði, að það væri e.t.v. ekki von.
„Þetta voru gagnrýnendur Byrons og Keats",
sagði hann glottandi og rak svo upp hrossahlátur.
Hann hefur gaman af því að leggja slíkar bók-
menntagildrur. í bókum hans úir og grúir af
þessháttar gátum. Segja má, að hann fáist við það
að semja gátur. I bókum hans er varla sú setning,
að hún leyni ekki á sér. „Allt, sem ég skrifa jaðrar
við skopstælingu", segir hann. „En undir niðri er
hins vegar hyldýpi alvöru Ég verð svo að reyna að
þræða slóðann eftir brúninni, milli sannleikans og
skopmyndar hans". Nabókoff gerir lesendum sín-
um lesturinn heldur erfiðan Þeir verða að vinna til
skilnings á verkum hans. „List er erfið", segir
hann. „Það er svo sem nóg af auðveldri list; það er
þetta dót, sem menn geta séð á nýtízku listsýning-
um. En sönn list er erfið; það er lesendum hollast
að þurfa að hafa nokkuð fyrir skilningnum”.
19 ára gamall fór Nabókoff í Trinity College í
Cambridge. En skólinn og Bretland ollu honum
vonbrigðum. "Ég varði skólaárum mínum i Bret-
landi til þess að búa mig undir ritstörf í Rússlandi.
Og Cambridgeskóli, gömlu álmtrén í görðunum,
gluggarnir skreyttir skjaldarmerkjum og gjallandi
turnklukkurnar skiptu mig engu máli og höfðu
ekki önnur áhrif á mig en kynda undir heimþrá
minni og söknuði, sem voru þó kappnóg fyrir".
Einhvern tima sagði vinur Nabókoffs þetta um
hann: „Nabókoff á hvergi heima nema i sjálfum
sér. Styrkur hans er i útlegðinni og hann er eini
útlaginn, sem hefur getað snúið útlegð i sigur".
Árið 1 922 fór Nabókoff til Berlínar, þar sem faðir
hans var þá. Nótt eina vaknaði Nabókoff við
simhringingu. Sá sem hringdi flutti váleg tiðindi.
Nabókoff eldri hafði verið skotinn. Hann hafði
verið i einhverri mótmælagöngu og reynt að verja
annan mann skoti úr byssu rússnesks afturhalds-
manns. Þessi atburður hefur gengið aftur í sögum
Nabókoffs og birzt i ýmsum myndum
Frá þvi um tvitugt og fram um þritugt flakkaði
Nabókoff á milli Parisar og Berlínar, „þeirra
tveggja höfuðborga útlaga" Og i þessum borgum
gerast margar sögur hans. Hann kvæntist Veru
Evssevnu Slonim, dóttur rússnesks iðnrekanda af
Gyðingaættum. Þeim hjónum varð auðið eins
sonar, sem heitinn var Dimitri. Svo kom þar, að
fjölskyldunni varð ekki vært fyrir nasistum og hún
flúði Þýzkaland.
Nabókoff var ágætur skákmaður (ein skáldsaga
hans, „The Defense”, fjallar um rússneskan skák-
snilling) og hann fór nú að semja skákdæmi fyrir
blað rússneskra útlaga. H:nn samdi einnig fyrstu
rússnesku krossgátuna Hann þýddi og „Lísu í
Undralandi" á rússnesku — og fékk tvö sterlings-
pund fyrir. Hann hélt lika uppteknum hætti að
skrifa leikrit, smásögur, yrkja Ijóð og semja skáld-
sögur. Þær voru allar um lif rússneskra útl.aga og
samdar á rússnesku. Siðar þýddu Nabókoff og
Dimitri, sonur hans, þær á ensku Nabókoff gat
sér smám saman nokkurn orðstír. En tekjurnar
urðu litlar eftir sem áður.
Er timar liðu týndu þeir tölunni rússnesku
útlagarnir, sem lesið höfðu bækur Nabókoffs,
þegar hann var orðinn fertugur sá hann, að ekki
mátti lengur við svo búið standa. Hann sagði því
skilið við rússneskuna og rússneska menningar-
heiminn og fór að rita ensku, eins og ekkert væri
„Það var skömmu eftir stríð", segir hann. „Ég varð
að velja mér föðurland og mál til frambúðar.
Ensku fór ég að lesa barn að aldri. Fyrstu tímarit-
in, sem ég las voru á ensku. Ég get nefnt Little
Folks, Chatterbox og lítil, frábærlega skemmtileg
hefti með gljáprentuðum litmyndum, þar sem
Ikornar vöfðu laufblöðum utan um hunangsslettur
og réttu strengilegri uglu með mikilli kurteisi. Ég
minnist þess með ánægju, að einum íkornanum
tókst að gera illfyglið að athlægi. Ég minnist
einnig með ánægju bókar um kappakstursbil, sem
var áþekkur fiski á hlið að sjá Nú þegar ég varð að
skipta um land og tungu þarna fyrir stríðið leitaði
ég fyrst til Englands. En hvernig, sem á þvi stóð
virtust menn ekki vilja mig í vinnu. Og enginn
kærði sig um rússneskukennara Ég leitaði því til
Bandaríkjanna. Þau reyndust vinsamlegri Ég
þrífst betur i Bandaríkjunum en nokkurs annars
staðar i heiminum og vona að ég komist þangað
aftur innan skamms, ef mér tekst að vinna bug á
letinni í mér. En til ættlands mins fer ég aldrei
framar". Og að svo mæltu pantaði Nabókoff
annað glas af víni.
Árið 1 940 var honum boðið að kenna slavnesk
mál i Stanfordháskóla i Kaliforniu og halda fyrir-
lestra um bókmenntir í Wellesley College i Massa-
chusetts en stunda auk þess fiðrildafræði i Safn-
inu til samanburðardýrafræði i Harvard Loks var
honum boðin prófessorsstaða i Cornell-háskóla.
Alltaf hélt hann áfram að skrifa, og nú helzt á
nóttunni „Ég var nærri 40 ár að finna Rússland
og Vesturevrópu upp á nýjan leik”, sagði hann
„Og nú átti ég fyrir höndum að finna Bandaríkin
upp." Hann reit nú þrjár miklar skáldsögur —
„Bend Sinister", sögu um lifið i einræðisríki,
„Pnin", frásögn af rosknum, útlægum prófessor,
og loks „Lolita", grátbroslega sögu af miðaldra
prófessor, Humbert Humbert að nafni, sem fær
ofurgirnd á 12 ára smámeyju, Lolita Haze.
Nabókoff varð frægur af „Lolita" í vetfangi Höfðu
þó bandarískir útgefendur ekki þorað að gefa
bókina út —- hún þótti fulldjarfleg „Hún er
frábær", sagði útgefandi nokkur. „Þetta er snilld-
arverk. Nabókoff er frábær rithöfundur En ég get
ekki gefið bókina út Haldið þið að ég sé vitlaus,
eða hvað?" Nabókoff sendi handritið svo til Parisar
og þar kom „Lolita" út á forlag Olympia Press.
Ekki löngu seinna kom hún út í Bandarikjunum
En þegar fréttist, að Tiún kæmi út i Bretlandi varð
uppi fótur og fit þar. Bókin og höfundurinn urðu
fyrir árásum í neðri deild þingsins, voru færð til
saksóknara og þvi marglýst yfir, að bæði væru
klámfengin og úrkynjuð Hins vegar lofuðu ýmsir
málsmetandi menn bókina og má telja Bernard
Levin, Roy Jenkins, Isaiah Berlin, Graham Greene
og Philip Toynbee En mikill styr stóð um bókina
eftir sem áður og veltu menn því mjóg fyrir sér,
hvernig ætti að lesa hana. Var „Lolita" dæmisaga
um sigur nýja heimsins yfir hinum gamla? Eða
sigur gamla heimsins yfir þeim nýja? Var höfund-
urinn máski siðspillt skepna og brjálaður í viðbót?
Nabókoff brosti, er hann minntist þessa
„Skemmtilegt," sagði hann, og hló niðri i sér,
Hann sagði, að bækur sínar væru bannaðar í
austantjaldslöndunum, en „Lolita" væri þó smygl-
að þangað stundum Þá sagðist hann hafa heyrt.
að leikfangaframleiðandi í Kaliforníu væri farinn
að selja Lolitu í líkamsstærð og væri hún búin
hinum furðulegustu kostum Ennfremur kæmi
bráðlega út myndabók um Lolitu „En hvað get ég
svo sem gert við þessu?" spurði hann grafalvarleg-
ur.
Næst barst talið að þýðingum á bókum
Framhald á bls. 16
• ' O' '•