Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1976, Side 15
Þættir úr
íslenzkri
skáksögu
eftir
JÓN Þ. ÞÓR
I Stokkhólmi fyrsta Ólymplu-
skákmótið, er haldið var á Norðurlöndum. islendingar voru
meðal þátttakenda og gekk nú öllu betur en f Miinchen árið
áður, höfnuðu I 16. sæti af 19. Bandarlkjamenn sigruðu f
mótinu, hlutu 54,5 v., Ungverjar urðu I 2. sæti með 48.5 v.,
Pólverjar og Argentfnumenn f 3.—4. með 47.
íslenzku keppendurnir voru: á 1. borði Eggert Gilfer, sem
hlaut 3 v. úr 15 skákum. 2. borð Jón Guðmundsson 6.5 v, af
16, 3. borð Ásmundur Ásgeirsson 8 v. af 16, 4. borð Baldur
Möller 4 v. af 16. Varamaður var Stúla Pétursson og hlaut
hann 1,5 v. úr 9 skákum.
Ásmundur Ásgeirsson stóð sig bezt íslendinganna, og hérá
eftir fer ein af skákum hans úr mótinu. Þessi skák er gott
dæmi um vamarseiglu Ásmundar. Hann brestur aldrei þolin-
mæði, þótt vömin sé erfið, en gerir svo út um skákina með
snaggaralegri gagnsókn.
Hvltt: T.D. van Scheltinga (Holland)
Svart: Ásmundur Ásgeirsson
Nimzoindversk vöm
1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — Bb4, 4. e3 — 0-0, 5.
Rge2 — d5, 6. a3 — Be7, 7. cxd5 — exd5. 8. Rg3 — He8,
9 Bd3 — c6, 10. 0-0 — Rbd7, 11. Rf5 — Rf8, 12. Rxe7 —
Dxe7. 13. f3 — Be6, 14. He1 — Had8, 15. Ra4 — Bc8, 16.
Bd2 — Rh5, 17. Rc5 — Re6, 18. Hacl — Dh4, 19. He2 —
Rxc5 — 20. Hxc5 — f5, 21. Dc2 — g6, 22. b4 — a6. 23.
Be1 — De7, 24. a4 — Hd6, 25. b5 — axb5, 26. axb5 —
Bd7, 27. Bf2 — Hde6, 28. g3 — f4, 29. e4 — fxg3, 30.
hxg3 — Dg5, 31. Dd2 — De7, 32. bxc6 — bxc6, 33. e5 —
Df7, 34. f4 — Rg7, 35. Ha5 — Hee7, 36. He1 — De6, 37.
Hb1 — Hf7, 38. Hb7 — Rh5 39. Haa7 — Rxf4. 40. gxf4 —
Dg4, 41. Kf 1 — Dh3, 42. Kg1 —Dg4, 43. Kf1 — Dh3. 44.
Kel — Dh1, 45. Bf1 — Bh3, 46. Dd3 — Hxb7, 47. Hxb7 —
Bg2 48. Bg3? — Ha8. 49. Kf2 — Bxf1. 50. Dxfl — Ha2 og
hvftur gafst upp.
Um mitt sumar 1 937 fór fram
/
Maríus Olafsson
Sumar-
dagur
Mig langar út í sumarið og sólskinið
og setjast þar sem : ngar til min blóðbergið.
Og koma inn í sóleyjanna geislaglóð
og gleðja mig við fíflana og lokasjóð.
A Eyrarbakka uxu forðum fjölmörg blóm,
og fuglasöngsins heyri ég ennþá gleðihljóm.
Eg þarf hér ekki að vera að spyrja neinn um neitt,
— hve nýt ég þess að minningin er ekki breytt.
En samt er eins og þurfi ég að þreifa á,
já þar svo mörgu og llka fá að heyra og sjá
hvort þarna mfnir sumarvinir séu enn. —
Við sjávarniðinn kveðja allt þar, land og menn.
Getum afgreitt nú þegar, eóa me6 mjög skömmum
afgreióslufresfi CATERPILLAR aflvélar og rafstöövar
í eftirtöldum stæröum:
D- 398 - 12 strokka - 850 hö vió 1225 sn/mín
D-379 - 8 —"— - 565-"- -"- —" —
D-353 - 6 —"— - 425-"- -»- -»- —" —
D-343 - 6—"— - 365------ 1800 — »—
D-334 - 6—»— - 220-"--'— 200Ö——
rafstöó / D-3306 - 6 —»— - 185|-»- -»- 1500—"—
D-3304— 4—»— - 75-» »-----------» —
' < \
aflvélar<
D 353
425 hö
1225 siVmín
'Prir^ i:
Einnig bjóóum vió
hinn vióurkennda ULSTEI!s|^skiptiskrúfubúnaó.
Sölu-, viógeróa- og
varahlutaþjónusta í
sérflokki
HEKLA HF
Laugavegi 170-172, - Sími 21240
Caterpillar, Cat, og CB eru skrósett vörumerki
Átökin í Ingólfi
Framhald af bls. 7
Einar Hjörleifsson forseti. Ekki
var fjörið minna þetta ár. Félags-
menn sömdu samtals rúmlega 150
rit og héldu liðlega 20 fundi. Jón
Þorkelsson samdi langmest og
kom eitt sinn með 12 verk á fund.
Næstir komu Einar og Hannes, en
Bertel var nú orðinn stúdent.
Helzt bar það til tiðinda þetta
ár, að nokkur skjöl höfðu komizt í
hendur erkifjendanna, Banda-
manna, vegna vangæzlu Einars.
Vildi Ólafur Finsen reka Einar úr
félaginu, en Hannes bar í bæti-
fláka fyrir hann. Varð loks úr að
Einar slapp með áminningu.
Um vorið var Einar svo endur-
kjörinn forseti. Hannes braut-
skráðist þá um vorið (1880), og er
hann var farinn, var sem allur
vindur væri rokinn úr Ingólfi.
Ritum fækkaði, og fundir urðu
strjálli. Mest skrifuðu Jön, Sig-
urður Hjörleifsson (bróðir
Einars) og Hannes Þorsteinsson.
Tók nú mjög að versna allur ~
vinskapur í félaginu. Sú saga
komst á kreik, að Einar og Þor-
leifur Jónsson hefðu boðið Banda-
mönnum að láta Ingólf ganga í
Bandamannafélagið. Olli þetta
þegar miklum deilum, og var sem
olíu væri skvett á eld, er Einar
bar málið upp á fundi. Jón Þor-
kelsson kvað Einar auðmýkja
sjálfan sig og taldi undarlegt, að
hann vildi nú vinna með þeim
mönnum, sem hefðu rekið hann
með háðung úr félagsskap sínum.
Hlyti meira en litill náungakær-
leikur að ráða, ef menn hygðu
betra að vinna með fjandmönnum
sinum en vinum. Var tillaga
Einars þvi næst felld með 11 at-
kvæðum gegn 5.
Skömmu síðar flutti Jón sjálfur
erindi um, hve dauft félagið væri
orðið. Ræddu menn mikið um,
hvað mætti verða til úrbóta. Einar
vildi að tekið yrði upp á þvi að
,,kritisera“ rit félagsmanna.
Hlaut málið misjafnar undir-
tektir, en þó var ð úr, að Einar
skyldi „kritisera“ rit Árna Fin-
sens á næsta fundi. Gerði Einar
það svikalaust, og sárnaði Árna
mjög. Á aðalfundi stóð Árni svo
upp og kvað Einar hafa verið lé-
legan forseta, duglítinn og fram-
takslausan. Samþykkti fundurinn
þennan dóm við atkvæöagreiöslu.
Brá nú svo viö, að Þorleifur og
Sigurður Hjörleifsson neituöu að
taka viö verólaunum, er dóm-
nefnd hafði veitt þeim, vegna
þess að Einar hafði ekki hlotið
náð fyrir augum hennar. Endaði
vetur þessi þannig í mesta
sundurlyndi og enginn „soilur"
haldinn á sumardaginn fyrsta,
eins og venja hafði verið. Reið
Einar því heldur mögrum klár frá
seinni forsetatíð sinni.
Tók Jón Þorkelsson nú við for-
ystu í félaginu. Lifnaði nokkuð I
glæðum, deilur hjöðnuðu, en
skáldskapur óx. Jón skrifaði
mikið sem fyrr, en auk hans bar
talsvert á Sigurði, Bjarna Páls-
syni, Pétri Þorsteinssyni og Nielsi
Finsen. Þó komst starfið ekki í
hálfkvisti við það, sem það var
fyrstu tvö árin, enda var Einar riú
líka orðinn stúdent (1881). Um
vorið skildust menn þó sáttir “og
héldu „soll“ á sumardaginn
fyrsta. Um haustið var mjög tekið
að gæta deyfðar í félaginu. For-
seti var Sigurður Hjörleifsson.
Framhald á Ibls. 16