Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1976, Blaðsíða 2
Sigríður og Ragnar heima hjá sér. Vestmannaeyjar eru heimur út af fyrir sig; sérkennilegur heimur, sem nær föstu taki á flestum þeim er þar alast upp. Þar er allt innan seilingar og fólkið ekki fleira en svo að bæjar- búar þekkjast flestir í sjón að minnsta kosti. Þesskonar samfélag verðurallt- af viðfelldnara og kannski mann- legra. En þar að auki hefur þótt sérstakur bragur á Vestmannaeying- um; frjálslyndur bragur og óhátíðleg- ur. Þeireru hressirí Eyjunum i þess orðs beztu merkingu og þá meina ég ekki að þeir séu roggnir með sig eða miklir á lofti. Þeir eru aðeins fullir af heilbrigðri bjartsýni og lífsgleði og það er gaman að hitta þá að máli. Glöggir menn hafa bent á þá hættu sem nútímamanninum er búin af því að missa sambandið við náttúruna. Sú hætta er einatt á ferðinni í borg- um. Þótt Vestmannaeyingar búi í bæ, er nálægð stórbrotinnar náttúru svo yfirþyrmandi, að óhugsandi er að slítna úr tengslum við hafið og björg- in og fuglinn. Þessum línum var annars ekki ætl- að að fjalla um Vestmannaeyinga almennt og hressilegt yfirbragð þeirra, þótt það sé út af fyrir sig nægilegt ritgerðarefni. En ástæðan til þess að ég geri þetta að umtalsefni er sú, að hressastur meðal hressra er rakarinn í Eyjum, Ragnar Guðmunds- son og konan hans, Sigriður Þórodds- dóttir, gefur honum lítið eftir í því efni. Eitt regngrátt kvöld, þegar ugg- laust hafa verið átta vindstig á Stór- höfða og þokan grúfði niðurá Dals- fjöllin og Heimaklett miðjan, þá bar mig að garði hjá þessum sæmdar- hjónum. Þau hafa byggt sérforkunn- arvandað og fallegt einbýlishús þar sem heitir Hrauntún. Þaðer vestar- lega í bænum, í þeim enda hans sem slapp við búsifjar af völdum gossins. Reyndar kom rakarinn ekki í kvöld- matinn eins og til stóð og þótti eng- um mikið, því hann var að keppa í golfi i veðurblíðunni. Þegar hann birt- ist, var því líkast að hann hefði verið dreginn upp úr sjónum og vallarmetið hafði aldrei verið í teljandi hættu þann daginn. Ragnar hefur þá sérstöðu að vera málkunnugur flestum Vestmannaey- ingum, að minnsta kosti karlþjóðinni, því hann er eini rakarinn í Eyjum og ævinlega lif og fjör á stofunni hjá Rœtt við Sigríði Þöroddsdötturog Ragnar Guðmundsson í Vestmannaeyjum Eftir gosið fara Vestmannaeyingar miklu meira til lands og þykir ekki tiltökumál þótt skroppið sé tvisvar í mánuði. Nýi Herjólfur hefur breytt til batnaðar aðstöðu Vestmannaeyinga til að fara f land — og taka bflinn með sér. Eftir Gísla Sigurösson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.