Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1976, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1976, Blaðsíða 10
stúlka“. Ég varð enn reiðari á leiðinni heim, hvað var hann nú að ráða unga stúlku sem myndi ekki tolla út vikuna og drægi hávaðasama kærasta heim jafnt á nottu sem degi, hann sem þurfti á næði að halda. Hún var minni en ég hafði búist við og leit út fyrir að vera enn yngri en pabbi hafði sagt að hún væri. Hann sat hinn rólegasti yfir hlöðnu borði sem ilmaði af mat sem ég hafði ekki smakkað lengi og brosti sigurviss til mín. Hún leit varla upp þegar ég heilsaði og rétti mér þétta hlýja hendi sem gott var að taka í. Óvild mín hvarf smámsaman en ekki tortryggnin, hún var einstaklega róleg, of róleg. Hún sinnti öllum störfum af natni og kunni vel til verka, blómin urðu aftur falleg, hún stoppaði í sokkana okkar, festi á tölur, bakaði brauð og bjó til góðan og fjölbreyttan mat og gekk vel um. Ég talaði ekki mikið við hana því hún talaði aldrei við mig af fyrra bragði; aftur á móti fór vel á með henni og pabba, það lifnaði yfir honum og heilsan batnaði. Hún var utan af landi, foreldrar hennar voru bæði dáin og hún átti engin systkini, við urðum ekki varir við að hún hefði neitt samband við annað fólk, hún fór aldrei út á kvöldin heldur fór mjög snemma að sofa og læsti að sér. Við pabbi sögðum aldrei neitt en þessi litli smellur í lyklinum minnti okkur sifellt á að hún var ókunnug. Það fór nú af henni mesta feimnin, það var næstum eins og hún hefði dagað uppi, nú þegar konur eru ákveðnar, frakkar, opinskáar, var hún feimin og hlédræg. Ég ók fram á hana einn daginn þegar hún var að koma klyfjuð úr búðinni, við höfðum alltaf látið senda okkur allt heim og fyrri ráðskonur höfðu haft þann sið líka og við sagt henni frá þessu. Ég tók hana upp I bílinn og sagði henni að vera ekki að burðast með þetta. Hún leit aðeins á mig og sagði ekkert. Ég hafði oft boðið henni að aka henni eitthvað ef hún vildi en hún hafði aldrei þegið það. Hún hafði mikið yndi af tónlist og það varð ífyrstu okkar sam- eiginlegi umræðugrundvöllur, eins fóru þau pabbi oft niður að sjó og löbbuðu um fjöruna. Mig langaði oft að spyrja hana um hana sjálfa, en kunni ekki við það, þar sem hún talaði aldrei umsjálfa sig. Eftir fyrstu sex vikurnar var kviðasvipurinn á henni svolítið farinn að vlkja og pabbi, sem er ekkert fyrir að hrósa fólki, sagði að þetta væri góð stúlka. En ég var enn tortrygginn, bíddu bara við þangað til hún fer að skjótast I djammið. Af hverju hefur hún ekkert samband við vinkonur og ættingja eins og annað fólk? Það lá við að ég héldi að hún hefði brotið eitthvað af sér, hefði eitthvað að felá, því hún forðað- ist umgang við aðra, en pabbi sem er vanur að umgangast afbrotafólk sagði að ég væði I villu og svima. í byrjun desember ætlaði ég að halda smávegis upp á daginn og hafði boðið heim skólafélögum mínum og kunningjum. Hún hafði smurt brauð og bakað og veislan var mjög vel heppnuð. Ég sá að þeir héldu I fyrstu að hún væri kærasta eða viðhald á leiðinni að Ráðskonubúskapur SMASAGA EFTIR KRISTINU L Það var með ólikindum hvað það var erfitt að fá góða ráðskonu. Ég var lengi að átta mig á breytingunni sem varð þegar mamma dó. Hún hafði stjórnað heimilinu skipulega og af festu og sýndist aldrei vinna mikið, en það hlýtur að hafa verið þó nokkuð, því að heimilið og garðurinn blómguðust. Svo varð hún veik og áður en við pabbi gátum almennilega áttað okkur stóðum við hjá gröfinni ásamt ættingjunum og horfðum á eftir kistunni. 1 fyrstunni reyndum við að komast af einir, en fengum konu tvisvar í viku til að þrlfa og sendum þvottinn I þvottahús. Það var ekki fjárhagurinn sem réði því að við fórum þannig að, þó að pabbi væri kominn á eftirlaun, hafði hann nóg að gera og var enn eftir- sóttur. Laun mln miðað við skólabræður mína sem höfðu farið I læknisfræði eða voru arkitektar, voru kannski ekki mikil, en þau voru meir en nóg fyrir mig einan. Svo veiktist pabbi skömmu síðar, ég held að umhverf- ið og fráfall mömmu hafi lagst á eitt með að veikja mótstöðuafl hans. Hann var á sjúkrahúsi nokkurn tlma og læknirinn ráðlagði okkur eindregið að fá konu til að hugsa um heimilið, syo hann hefði llka einhvern hjá sér. Mikið ónæði yrði ekki gott fyrir hann, svo við reyndum að fá barnlausa ráðskonu. Það er varla að ég muni hvað þær hétu allar, sumar tolldu stutt. Flestum þótti gaman að vera á svona „fínu“ heimili. Mamma hafði erft marga fallega hluti eftir foreldra slna og við höfðum alltaf haldið húsinu og garðinum vel við og hann var hreinasta augnayndi vel hirtur. Þessi gamla eignarlóð niður við sjóinn var skemmtileg fyrir þann sem sóttist eftir fegurð og kyrrð, en það var nú eitthvað annað sem þessar sóttust eftir. Flestar sögðu ævisögu slna fyrsta kvöldið, horfðu á aila framhaldsþættina I sjónvarpinu töluðu siðan um persónur þáttanna eins og kunningja sína. Þær eyddu miklum tlma I að ræða giftingar þeirra, framhjáhald, ástamái og útlit, bæði I sfmann við vinkonur slnar og líka við okkur pabba sem vissum ekkert um þetta. Þær skildu alls ekki hversvegna við höfðum engan áhuga á að horfa á þessa endalausu framhaldsþætti og að okkur var ami að þvl að hafa sjónvarpið hátt stillt og kysum heldur að lesa eða hlusta á plötur á kvöldin. Þær fóru flestar fljótlega og sumar orðalaust, við pabbi sátum og biðum eftir þeim og furðuðum okkur á því hvað orðið hefði af þeim, og slðan byrjaði allt á nýjan leik: ÍJtvega sér aðra og allt endurtók sig með litlum tilbrigðum. Pabbi varð fölari og verr á sig kominn dag frá degi og ég hafði reglulegar áhyggjur af honum. Við vorum búnir að vera ráðskonulausir I u.þ.b. hálfan mánuð og höfðum auglýst eftir að hafa reynt að elda sjálfir og þrlfa. Þá hringdi pabbi óvænt I mig I skólann og sagði að hann væri búinn að ráða eina, hún var ung, yngri en þær hinar höfðu verið. Ég varð strax tor- trygginn og spurði hvort hún væri hippi eða I dópi. „Nei, nei“ svaraði hann hneykslaður „þetta er ágæt verða konan mín. Þeir voru stundum að gera grín að þvl hvaða óratíma tæki mig að finna þá réttu. Og ég varð stoltur og fann allt I einu að það var einmitt það sem ég gæti vel hugsað mér. Þegar gestirnir voru farnir hjálpaði ég henni að bera fram I eldhús, hún var þögul eins og venjulega en ég raulaði stef úr fallegu verki sem ég spilaði til þess að létta af okkur þreytunni. Mér leið afskaplega vel, þetta velheppnaða kvöld, fjörugar umræður, endurfundir við skólafelag- ana eitt eða tvö glös, kyrrðin um lágnættið og þún sem var alltaf nærri svona hljólát og yndisleg. Kannske langaði mig til að sýna henni, hvað ég var þakklátur fyrir allt, eða mig hafði lengi langað til að gera það. Ég tók utan um hana þar sem hún sneri við mér baki og gróf andlitið I hárinu. Henni dauðbrá svo hastarlega, að hún missti bakkann með skruðningum niður á gólf, hún rykktist frá mér, snerist eldsnöggt við og barði mig fast I andlitið og var þotin. Ég heyrði andartaki slðar I læsingunni. Glampandi augun og eldrauðar kinnar hafði ég rétt aðeins greint, skárri voru það nú lætin út af engu, ég lauk við að hreinsa fram úr stofunni og fór slðan að hátta. Ég kveið fyrir morgninum, en það var ástæðulaust. Hún var búin að þvo allt upp, þegar ég kom á fætur og bauð góðan dag eins og venjulega, en það var ekki frítt við að mér þætti hún heldur hlédrægari gagnvart mér fyrst á eftir en áður. A jólunum gaf hún mér plötu með píanókonzertum eftir Beethoven og pabba bók. Við vorum I vandræð- um með að velja gjöf fyrir hana og ákváðum loks að gefa henni men með íslenskum steini. Hún opnaði pakkann að okkur ásjáandi en sagði ekkert, þakkaði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.