Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1976, Blaðsíða 3
honum og mikið spjallað. Annars er Ragnarekki innfæddurí Eyjum; hann er fæddur í Reykjavik 1 940 og ólst upp fyrir vestan læk. Rakaraiðn lærði hann hjá Agli Valgeirssyni og um tíma starfaði hann hjá Friðþjófi rakara á Skólavörðustígnum. Það var ekki fyrren 1961, að Ragnar kom fyrst til Vestmannaeyja. Hann var þá ungur og óbundinn og fannst að rétt væri að kanna sjó- mannslífið áður en hann settist að á rakarastofum til fulls. Hann var þá nýútskrifaður, en fór á vertið í Eyjum og var til sjós fram til 1 964 að hann setti á laggirnar rakarastofu i Vest- mannaeyjum og sneri sérað iðn sinni. Þarmeð var Ragnar orðinn Vest- mannaeyingur án þess að hafa ætlað sér annað en vertíðardvöl sem til- breytingu fyrst í stað. Það hefur án efa haft sína þýðingu, að Ragnar staðfesti ráð sitt í Eyjum og kona hans, Sigriður Þóroddsdóttir, var inn- fædd þar. Þau giftu sig sumarið 1 963 og keyptu íbúð í fyrstu blokk- inni, sem byggð bar í Eyjum. Siðar byggðu þau einbýlishúsið við Hraun- tún, fluttu þar inn á árinu 1971 og voru búin að búa þar rétt liðlega ár þegar gaus. Þar verða kapítulaskipti í búskaparsögunni, í Eyjum tíðkast að tala um þaðsem gerðist annaðhvort fyrir eða eftir gos. Það er sama um hvað er rætt; alltaf er gosið sú hin mikla viðmiðun. Þegar boð komu um að yfirgefa eyjuna, fóru þau i snarhasti með börnin sín tvö og svo mikið var patið að komast af stað, að Sigríður fór berfætt í stígvélunum. Við komuna til Reykjavíkur áttu allir að láta skrá sig i Austurbæjarskólanum og fólkið var eðlilega í miklu uppnámi. Sigríður: Ég var í vandræðum með strákinn og einhver ung stúlka bauðst til að gæta hans meðan við létum skrá okkur. En í ósköpunum gleymdi ég alveg að taka eftir stúlkunni og að skráningu lokinni fann ég hvorki hana né krakkann fyrr en eftir drykk- langa stund og vissi ekki einu sinni um hvern ég átti að spyrja. En það fór allt vel að lokum." Ragnar: ,,Við leigðum okkur íbúð við Stóragerði og Sigga fór að vinna sjálfboðavinnu í Hafnarbúðum en ég sneri aftur til Eyja eftir tvo daga til að taka þátt í björgunarstarfinu. í því var ég í tvær vikur, en eftir að ákveðið var að taka á móti loðnu, fór maður í gúanóið og var þar allan veturinn". Sigríður: „Á meðan var ég syðra og 1 1 mánuðum síðar, eða fyrir jólin 1 973, komst ég aftur heim og var alsæl. Maður var alltaf með hugann heima. Eyjarnar eru hluti af manni og við höfum víst sterkar taugar til þeirra'. Ragnar: ,,Já, þessi vetur verður lengi minnisstæður; ekki sízt fyrir það, hvað andinn var góður. Og það var ofsa fæði þarna í gúanóinu; menn náðu i það bezta úr frystikistunum og þ. ð var kannski Hamborgarhryggur á hádegismat á mánudögum. En svo var það einhverntíma, þegar líða tók á veturinn að sveit úr gúanóinu var lánuð Sveini „Patton" úr Keflavík, sem stjórnaði baráttu heimamanna við hraunrennslið. Þannig atvikaðist það, að ég lenti á bunustokknum og nú er von að þú hváir. Þetta var nefnilega okkar nafn á sjókælingunni, sem notuð var til að hefta framrás hraunsins. Bunustokkurinn reyndist árangursríkari en margir þorðu að vona í fyrstu. Án hans hefði margt farið öðruvísi. Sigríður: „í marzmánuði 1973 kom ég í heimsókn til Eyja og gisti þá heima með mörgu fólki, sem var á ferðinni um leið. En ég gat ekki sofið og varð að vera á stjái. Mér fannst þetta svo óskaplegt og sjokkerandi og þá fannst mér næstum alveg víst, að við ættum ekki afturkvæmt til þess lífs sem við höfðum lifað. Kannski höfðum við í landi ekki gert okkur grein fyrir þessu til fulls, enda reyndu menn að vera hressir þegar þeir töl- uðu við okkur. Ég man til dæmis eftir því að eitt sinn hringdi Ragnar í mig suður, en ég heyrði varla orð af því sem hann sagði. Mér skildist þó á honum, að þetta væri vegna þess, að símasambandið væri eitthvað slæmt. En síðar komst ég að því, að þetta var einfaldlega vegna þess að grjóthríðin buldi á húsþakinu á meðan og auk þess höfðu átt sér stað kröftugar sprengingará meðan". Ragnar: „Ég held að menn hafi ekki verið neitt hræddir þarna; að minnsta kosti man ég ekki eftir því hvað sjálfan mig áhrærir. Samt lent- um við margoft i gasi, sem er stór- hættulegur fjandi. Það verkaði mis- jafnt á menn. Ég varð fjarrænn og mundi varla hvað félagarnir hétu. Stundum varð gasið svo mikið að sveið í fæturna. En það er vont að varast það. Einu sinni fleygði ég frá mér pappírsnótu á stað, þar sem ég hélt að öllu værróhætt. En svo sá ég að nótan stöðvaðist i loftinu og féll ekki lengra en niður á gasið". Sigríður: „Það var stórkostlegt að geta byrjað að lifa eðlilegu lifi aftur. Við vorum svo heppin að verða ekki fyrir neinu tjóni, en margir hafa beðið tilfinnanlegan skaða, hvað sem öllum bótum líður". Ragnar: „Það var sagt að mörgu væri stolið og vist var eitthvað til í því; til dæmis var víni stolið, þar sem það fannst. En ég held að stundum hafi menn tekið það til þess að halda sér uppi við björgunarstarfið. Það er rétt, að heima hjá okkur varð ekkert tjón. En rakarastofan var tekin undir lögreglustöð og þegar til átti að taka var innréttingin ónýt. Ég byrjaði að klippa mannskapinn strax í gúanóinu, en seinna flutti þessi þjónusta i bráða- birgðahúsnæði tvo daga í viku. En seint á árinu 1 974 var flest komið í samt lag aftur, þótt margt hefði breyzt". Sigriður: „Æjá, það hafði margt breyzt. Margt ágætisfólk kom því miður ekki aftur úr útlegðinni. Maður sá, að ýmis gömul og kunnugleg andlit vantaði i bæinn og við söknum þeirra. Vestmanneyingar eru ekki eins og áður; eitthvað fór úr skorð- um.” Ragnar: „Þáð fór margt úr skorðum og lífsmáti Vestmanneyinga er ekki alveg sá sami og áður. Til dæmis virðist mér að talsvert los hafi komið á mannskapinn. Fólk er einhvernveg- inn lausara og liðugra og það ferðast meira" Sigriður: „Fyrir gos var mikið kapp- hlaup ríkjandi um að eignast alla skapaða hluti. Það var stöðugur sam- anburður og allir þurftu að gera og eiga eins og nágranninn. Nú er eins og fólk hér í Eyjum hugsi minna um þessa dauðu hluti." Ragnar: „Já, það er rétt, gildismat- ið hefur breytzt og lífsgæðakapp- hlaupið er ekki háð eins grimmt og áður. Þaðjná segja, að núna sé meiri áherzla lögð á að lifa lifinu og meira hugsað um sálarlífið". Sigriður: „Fyrir gos þótti mjög mik- ið, þegar einhver héðan fór fjórum til sex sinnum í land. Nú held ég að ekki þyki neitt tiltökumál, þótt farið sé mánaðarlega. Tengslin við fólk i landi hafa áreiðanlega aukizt." Ragnar: „Ekki það að ég vildi lifa gosið upp aftur, en samt þykir mér einhvers virði að hafa gengið í gegn- um þetta. Ég vildi ekki hafa misst af því". Sigríður: „Austurbærinn var feg- ursti hluti bæjarins okkar og ég sakna hans mikið. Og ég er ekki dús við Eldfellið. Sumir tala um að hraunið sé fallegt. Ég get ómögulega litið þannig á það" Ragnar: „Hrauniðjá. Áákveðnum stöðum sé ég í gegnum það; sé fyrir mér hús og garða og staði sem voru þar fyrir". Sigríður: „Fólk sem kemur gest- komandi hingaðtil Eyja skynjar þetta áreiðanlega á annan hátt en við; þvi finnst hraunið og Eldfellið stórbrotið og fagurt. Það hljómar kannski ótrú- lega, en ég hef aðeins einu sinni komið út á veginn, sem liggur yfir nýja hraunið og mér leið svo illa, að ég sneri við. Og siðan hef ég ekki lagt i að fara þangað. Margir hafa ennþá beig af hugsanlegu gosi. Sérstaklega finnurfólk þessa tilfinningu, þegar veður er vont. í sumar gerði þrumu- veður að næturlagi og ég hef sann- spurt, að þá hafi sumir klætt sig, því þá vaknaði óttinn."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.