Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Síða 7
að láta „kasta toppi" þegar ganghraðinn var svo mikill, að ennistoppurinn kastaðist til og frá. Föstudaginn 3. ágúst var það ákveðið að eg færi í Krókinn með hest og kerru næsta dag laugardag. Um kvöldið hugsaði eg fast um það, að eg yrði að vakna og leggja af stað kl. 2 um nóttina, því ferðina varð eg að fara i einum áfanga og koma heim afturá sunnudagsnótt. Og það skeði svo, sem eg átti ekki von á, að eg vaknaði á mínútunni kl. 2 eins og það væri kippt í mig og þetta var í fyrsta sinn, sem eg reyndi það, að hægt er að vakna á vissum tíma með því að einbeita huganum áður en farið er að sofa. Eg kom i Krókinn um það leyti sem búðir voru opnaðar og mun hafa verið 6 til 7 tíma á leiðinni út eftir, en það var hægt að fara svolítið liðugt með tóma kerru, þar sem vegur var sæmilegur. Eg var allan daginn að reka margvísleg erindi og margs þurfti búið með, þvi alltaf var margt fólk á Mælifelli á þessum árum. Ég reyndi að muna eftir öllu sem eg átti að gera og frú Anna hafði stundum orð á þvi, hvað eg væri minnisgóður og duglegur i erindis- rekstri. Að þessu sinni var eitt erindið að skila bréfi til apótekara. Árið 1 921 var fyrst stofnað apótek á Sauðár- króki. Stofnandinn var danskur, Carl Lindgreen að nafni. Þeirsem þekktu Lindgreen persónulega sögðu að hann hefði verið ágætismaður, en það fylgir mannlegu lifi, að þurfa á peningum að halda og apótekari þessi seldi spíritus i stríðum straum- um, þeim sem illa gátu verið án vins, en vinbann var þá í landinu og vinþorsti mikill. Eg átti að ganga eftir svari við bréfinu til apótekara og þegar leið á daginn kom svarið. Það var böggull og eg vissi að innihald hans var spíritus og eftir urpmáli og þyngd gæti það hafa verið tveir eða þrír pottar. Og eg passaði vandlega hinn rara böggul. Það var nokkrum árum seinna að Indriði Magn- ússon bóndi á Hömrum var beðinn fyrir böggul til séra Tryggva, en Indriði var einn af fyrstu bilstjór- um í sveitinni. Ekki mun hafa verið áfengi í þeim böggli, en sendandi var ísleifur skáld Gíslason á Sauðárkróki og fylgdi eftirfarandi Ijóð: Fram að Mælifelli fjarri borgarskrílnum ók i einum hvelli Indriði á bilnum. Hetjan undir hendi hafði böggul raran, sem Hallfreður sendi séra Tryggva Kvaran. Siðla nætur kom eg fram fyrir neðan Mælifell og hef sjálfsagt verið 1 0 tíma á leiðinni. Vegurinn heim að Mælifelli lá upp brattan mel og komst eg ekki með kerruækið upp melinn, nema selflytja, svo eg skildi kerruna eftir á vegamótunum, en böggulinn rara reiddi eg heim. Það var öllu óhætt með hveiti og rúgmél á kerrunni, enginn mundi hreyfa við því, en áfengi, það var annað mál Eg var vist ekki búinn að sofa lengi, þegar séra Tryggvi kom inn til mín og spurði um böggulinn Hann var þá búinn að fara ofan á veg og leita á kerrunni. Ég sagði honum aðeg hefði falið pakkann i tóftardyrum hesthúskofa, sem stóð á hólnum fyrir ofan bæinn, — og sofnaði fljótt aftur Eins og áður segir var hin nýja brú á Jökulsá- vestari vigð þennan dag, sunnudaginn 5. ágúst. Marigt fólk var á þessari samkomu og nokkrir munu mikið drukknir og þeirra á meðal Einar brúarsmiður, en hann var vist drykkfelldur nokk- uð. Þeir sem voru drukknir m'unu hafa komizt i spíritusinn hjá séra Tryggva, en hann veitti vel ef hann átti vin. Sigurður Þórðarson bóndi á Nautabúi síðar Alþingismaður, var þá hreppsstjóri og stjórnaði vigsluhátíðinni. Borði var strengdur yfir brúna. Sigurður klippti sundur borðann og gekk fyrstur yfir brúna. Þá flutti hann ræðu snjalla, sem hann átti létt með, minntist Eiríks i Goðdölum og lýsti þessu nýja mannvirki, sem mundi forða slysum og verða til mikils hagræðis á komandi tímum. Ekki fóreg að brúarvígslunni. Eg hvildi min lúin bein eftir kaupstaðarferðina og safnaði kröftum fyrir hina miklu landkönnunarferð, sem eg hlakk- aði mikið til. Mánudaginn 6. ágúst var lagt af stað suður, ekki snemma, en timanlega um morguninn. Við höfðum marga hesta. Eg man eftir sjö, en fleiri voru þeir. Fyrst er að telja Kerrurauð, sem eg var með i kaupstaðarferðinni. Hann var gildvaxinn og hraustur, hafði verið vel upp alinn, en fremur latur til reiðar. Næst er að telja Stórabrún. Hann var stór, en þunnvaxinn, skeiðhestur mikill og fór ekki á öðrum gangi, ósérhlifinn og viljugur. Annar brúnn hestur var i ferðinni. Guðlaug Kvaran systir séra Tryggva átti hann. Guðlaugar-brúnn var frá Sigurði á Nautabúi, ekki mikill fyrir sér, en þægur og ólatur. Sizt gleymi eg bezta hestinum, sem var i ferðinni. Það var rauðskjóttur hestur frá Löngu- mýri ÍVallhólmi; mikill gæðingur, viíjagóður, þýðgengur og þjáll. Frú Anna átti Löngumýrar- skjóna. Þá var rauður hesturað láni frá Ólafi bónda á Starrastöðum. Hann var duglegur og þreklega vaxinn á borð við Kerrurauð, en liklega viljugri. Einar brúarsmiður sat á rauðu hestunum alla leið suður og dugðu þeir vel, en hann þurfti duglega hesta, því hann gæti hafa verið 200 pund að þyngd. Einar var meira en meðalmaður á hæð, herðabreiður og samanrekinn og talinn mikið hraustmenni. Hrossin sem faðir minn lánaði voru: Rauðblesótt hryssa, fallegt hross og bar sig vel, klárgeng og viljug, en fremur höst og svo var brúnn hestur, sem hét Einsýnn, þvi hann var blindur á öðru auga og var það auga hvitt; hefur líklega fengið högg á augað, þegar sjónin bilaði. Einsýnn var látinn bera kliftösku. Það hefur verið sagt að Kjalvegur hinn forni, hafi legið um hlaðið á Mælifelli, milli bæjar og kirkju og þaðan lögðum við á Kjalveg, suður og upp á Háubrekku, vestur á Mælifellssel, sem er norðast á Mælifellsdal. Siðan suður Mælifellsdal og Haukagilsheiði, sem er löng leið. Við stönsuð- um norðan við Brunnabrekkulæk Eg man að séra Tryggvi var að segja Einari, að ennþá værum við i Mælifellslandi, sem var rétt. Eitthvað hafði verið eftir af spiritus úr apóteki frá deginum áður og þeir séra Tryggvi og Einar voru orðnir talsvert drukknir, þegar hingað var komið, en Guðmundur drakk ekki og eg var heldur ekki farinn að drekka þá. Það óhapp vildi til á þessum stað, að hálf flaska af víni misstist niður og brotnaði og eftir það var ekkert vín í ferðinni, fyrr en á Suðurlandi á bökkum Þjórsár. Við komum á Hveravelli um kvöldið Frá Mæli- felli og þangað er hörð reið á 1 1 tímum. Við riðum mjög hratt þegar leið á daginn. Sérstaklega man eg eftir að þeysireið var frá Galtará og suður að Blöndu, enda ágætur reiðvegurá þeirri leið. Yfir Blöndu fórum við þar sem vörðurnar liggja að henni. Hún var þar í einu lagi við austurbakkann, grýtt i botni og vatnið tók vel á miðja síðu. Við gistum á Hveravöllum í sæluhúsi. Veggir voru hlaðnir úr grjóti og svefnpláss i risi. Ekki voru aðrar byggingar á Hveravöllum þá og siðastliðið sumar sá eg, að þetta góða gamla hús húkti enn, þar suður við hraunjaðarinn, vel uppistandandi að þvi er sýndist. Ekki þurftum við að hafa áhyggjur af hestunum. Þeir hreyfðu sig ekki, voru fegnir að bita og hvila sig. Séra Tryggvi reið Stóra-brún seinni part dagsins. Stóribrúnn beit svolitla stund þegar búið var að spretta af, en svo fleygði hann sér niður og lá á hliðinni á annan klukkutima og teygði frá sér haus og fætur. En það var ekkert að honum. Hann var bara að hvila sig. Veður var kyrrt og gott um kvöldið og nóttina Við sváfum vel, fórum ekki upp á loftið en lágum niðri og sumir úti. Eg man ekki betur, en eg lægi i dyrunum. Þá voru ekki komin þau lifsþægindi, að flytja með sér hvílupoka i fjallaferðir, en við fleygðum einhverju ofan á okkur, kannski gæru- skinm af hnakk Næsta dag, þriðjudaginn 7. ágúst vöknuðum við timanlega, vel endurnærðir eftir hvild nætur- innar og lögðum af stað frá Hveravöllum kl. 8. Við fórum ekki gamla veginn yfir Kjalhraun, heldur var farið suður og vestur i Þjófadali og suður með Fúlukvisl. Við munum hafa riðið hratt, þvi við vorum komnir kl. 12 á hádegi suður i Hvítárnes. Þar var stansað nokkuð lengi. Þar var þá einhvers- konar sæluhús, en ekki það sem nú stendur þar. Það er mér minnisstætt, að þeir Einar smiður og prestur tóku upp rakáhöld, liklega skegghnif og skáru skegg sitt. Mér þótti stórkostlegt landslag við Hvítárvatn. Nesið með sibreiðugrasi, myndað Framhald á bls 22. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.