Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Side 10
 r . u 'h £_ / verði sem minnst þá bráðnar minna af þeim og þeir verða léttari f drætti. Þeir verða skornir með heitum vfr og dreg- , inn utan um þá einangrunarhjúp- ur úr gervivfr. IGervitungl leitar uppi hentuga ísjaka. Svo flýgur þyrla yfir með hljóðmæli og leitar traustra staða fyrir festingar. 2Festingarnar minna á hringborð. Fæturnir verða hitaðir og þeim þrýst á kaf niður f ísinn. Þegar þeir kólna frýs ísinn að þeim og þeir verða blýfastir í jakanum. 5Hér er búið að sníða stefni á jaka og pakka honum inn. Jakarnir verða dregnir krókaleiðir norður haf- ið — vegna andstreymis við Rauðahaf verða þeir skorn- ir f meðfærilegri sneiðarog þær síðan dregnar til lands. 6Jakasneiðunum verður lagt undan ströndinni. Svo bráðnar ofan af þeim og vatninu verður dælt jafnóðum upp á land til notkunar. eftir Erwin Lausch BORGARÍSJAKAR TIL ARABÍU í Saudiarabíu eru oliulindir hvarvetna og olían streymir upp i stíðum flaumi án afláts. Aftur á móti er þar minna um vatn, og þaó svo, að sífelldur vatnsskortur er í landinu. í Suðurheimsskauts- landinu, einum 8000 kílómetrum sunnan við Saudiarabíu, er hins vegar nóg vatn. Er þar saman komið meira en helmingur alls ferskvatns á jörðinni, bundið klakaböndum. Nú á að fara aó bæta úr þessu landfræðilega ranglæti: skera sneiðar af Suður- heimskautsísnum, draga þær til Saudiarabíu, láta þær bráðna i sólinni þar og dæla leysingarvatn- inu í land. Hin þekkti, franski heimskauta- frömuður, Paul-Emile Victor, hef- ur haft meira af ís að segja um dagana en aðrir menn. Hann hef- ur verið á ís í 15 ár alis, bæði á Grænlandi og Suðurskautsland- inu. Hann fór 40 heimskautaleið- angra og ferðaðist eina 300 þús- und kílómetra á hundasleðum. Victor stendur nú á sjötugu. En hann lætur það ekki aftra sér. Er hann í þann veginn að ráðast i stórkostlegar framkvæmdir af því tagi, sem menn dreymir stundum um en nærri aldrei verður af. Fram að þessu hefur Victor jafn- an skilið ísinn eftir, þegar hanh hélt heim ú könnunarferðum sín- um. Nú ætlar hann að fara að brytja hann nióur og draga þang- að, þar sem hann má aó gagni koma... Saudiarabar, sem alltaf eru vatnslausir, hentu þessa hug- mynd á lofti. Fór frændi Khalids konungs, Mohammed Feisal, prins og yfirmaður vatnsmála í landinu, þess á leit við Victor, að hann reyndi með einhverjum ráð- um að koma nokkrum ísjökum til Saudiarabiu. Yrði isinn þá væntanlega dreginn einhverjar krókaleiðir norður eftir hafi og norður að Rauðahafi. Þar yrði hann látin bráðna í sólinni og vatninu dælt í land. í báðum heimsskautslöndun- um. en einkum þá á Suðurskauts- landinu, eru gríðarlegar birðir fersks vatns og engum að gagni. Á Suðurskautslandinu einu er meira en helmingur alls fersk vatns jarðar. íshellan á Suður- skautslandinu er sums staðar 3000 metra þykk. Hún teygir sig til allra átta og sífellt bætist við hana. Alltaf endrum og eins brotna „molar" utan af jöðrum hennar og fljóta burt. Þessir mol- ar eru ferskvatn í klakaböndum og það eru þeir, sem Victor hyggst draga til Saudiarabíu. ísjakarnir eru ekki beinlínis meðfærilegir á að líta. Þeir eru oft nokkrir kíló- metrar að þvermáli og 300 metrar á hæðina — jafnháir Effelturnin- um í París. En sex sjöundu hlutar jakanna eru í sjó. Aðeins einn sjöundi stendur upp úr. Hafstraumar hrífa jakana og bera þá burt. Bráðnar æ meir af þeim er norðar dregur, og fæstir komast í nokkurn námunda við þau lönd þar, sem þeir gætu kom- ió að notum. Þeir bráðna áður. Vfsindamenn hafa þó um skeið Velt því fyrir sér, hvort ekki mætti nýta jakana einhvern veg- inn. Hafa vísindamenn frá Ástralíu, Chile og Bandaríkjun- um reynt að finna til þess ráð. Víða í öllum þeim löndum er vatnslítið. Árið 1972 stungu John Hult og Neill Ostrander, vísindamenn í Rand Corporation í Kaliforníu, upp á því, að bundnir yrðu saman nokkrir fsjakar undan ströndum Suðurskautslandsins og dregnir norður upp að stöndum Suður- kaliforníu. í Suðurkaliforníu kemur varla dropi úr lofti og vantar alltaf vatn. En þeim Hult og Ostrander reiknaðist svo, að isjakana mætti draga tæpa tveggja kílómetra leið á klukkutfma og tæki þá ferðin öll

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.