Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Page 13
Lófi Marc Chagall Marc Chagall „í þessum förum geturðu séð hendi fágaðrar konu ... við fyrstu sýn virð- ast þessar hendur ekki sterkar ... en með þvi að líta á báðar hendurnar saman, virðast þær vera sterkar vinnuhendur. Þessi hendi hefur hæfi- leika til að hrífa aðra. Þessi för.greina frá persónu, sem getur fengið fólk til að treysta henni, trúa á hugsjónir hennar og fyrirætlanir. Þó að hún geti verið mjög viðskotaill, þegar henni er gert eða mælt á móti eða þegar henni mistekst að ná einhverju marki, sem hún hefur sett sér. Hún hefur hæfi- leika, sem jaðra við snilli og gera henni kleift að halda vináttu fólks og jafnvægi i lifi og störfum... Hún getur verið mjög þolinmóð kona ... kona, Hér sjáum við Picasso vi8 veggskreytingu sfna þar sem hendur sem tákn eru einn aSalveigur myndbyggingarinnar. sem talar mjög litið, en þegar hún aftur á móti finnur hjá sér þörf til að tala, getur hún verið mjög mælsk.. Hún er óvenjuleg mótsnúin breyting- um. Með einbeitni sinni hefur henni tekizt að sigrast á mörgum vandamál- um sínum. (Apalína hennar er skýr og bendir til mikils skaps, sem gæti komið fram ( tilhneigingu til oftstopa eða sköpunarstarfsemi.) Línurnar í hægri hendi sýna, að hún hafi orðið fyrir miklum áhrifum á bernskuheimili sínu og að þau áhrif hafi haldið áfram að ráða hugsununum hennar og til- finningum, löngu eftir að hún braut sér leið staðfastlega burt frá sinu fyrra umhverfi. Höfuðlínurnar sýna, að hún tók snemma að hugsa sjálfstætt og þroskaðist að andlegri hæfni og hugarflugi, jafnvel þótt hún yrði á tímabili greinilega að gæta vel að jarðbundnum smámunum i daglegu lífi. Eitt sinn brauzt hún úr þessum viðjum, hendi hennar sýnir, að hún gat gefið sig alla á vald gleðinni við vinnu sina og leiki og lifað frjálslega án tímatöflu. Þó sýnir hendi hennar, að hún liti á ástúð og blíðu sem eins konar leik, sem hún skilji ekki og hafi ekki áhuga á að leika. Einnig má sjá, að hún hafi næmar tilfinningar fyrir hljómlist, litum og einnig gróðrinum umhverfis hana... Hún sinnir verk- efnum sínum af barnslegri gleði, frá- bærum gáfum og frjóu ímyndunar- afli. Hendur konunnar skipta miklu máli t myndbyggingu þessa þokkafulla verks Henri Matisse.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.