Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Page 14
Pablo Picasso Þessi kona skapar sinn eigin heim. Hendi hennar sýnir góðar gáfur og auðugt hugmyndaflug. Hún er per- sóna, sem er ákaflega næm fyrir umhverfi sinu, og hin ofurspenntu andsvör hennar við utanaðkomandi áhrifum hafa i för með sér merkilegar skynjanir. Allt, sem hún nemur í kringum sig, virðist endurspeglast í henni, og hún virðist taka á sig hinn siðferðilega, tilfinningalega og likam- lega svip og blæ umhverfisins... Hana skortir hæfileika til að samlag- ast hinu eðlilega lífi umhverfis hana, og þess vegna leiðist hún til sjúklegar imyndunar og stundum ótæks skiln- ings á lífinu. Hendur hennar sýna, að hún leitar fróunar og útrásar i málara- list. Hún málar þó ekki til skreytingar, þar sem hún notar tjáningarmeðalið fremur sem vopn til að ráðast á ..óvininn" eða til að verja „fórnar- lambið", því að á þann hátt fær hún útrás fyrir sínar eigin tilfinninningar gagnvart lifinu umhverfis hana. Hún er róleg og sterk að eðlisfari, þó að ýmis konar öryggisleysi þrúgi hana. Hún býr yfir mikilli vizku, þó að hún sé einnig mjög hégómleg. Hönd hennar sýnir, að um marga elskhuga gæti verið að ræða. Hvers konar hjúskaparsambönd yrðu stormasöm .. þar sem hún er ótrúlega happasæl, hvað snertir peninga, sem hún er fær um að njóta sjálf. Húh þarf tíma til að hugsa og álykta og skilja vandamál sin og leitast við að beita reglu, samræmi og rökvísi i öllu, sem hún tekur sér fyrir hendur. Henri Mattisse Þessi kona gæti vel stjórnað kappakstursbifreið. Hendi hennar sýnir persónu, sem er góðum gáfum gædd, dómgreind og viðsýni... Hún er greinilega sannfærð um eigin vits- muni og er í hæsta máta tortryggin á hugarhræringar og mikilvægi annarra Hún segir nákvæmlega frá staðreyndum og hefur mikla skipu- lagsgáfu, er skarpskyggn og frumleg i hugsun Hún gæti verið skapandi, en vegna andríki sins er hún senni- lega önnum kafin i orðræðum. Hún er orðheppin, spurul og forvitin og hefur því þörf á að umgangast fólk, þó að tilhneiging hennar til að leita að spak- legum sannleika geri hana svolítið tilgerðarlega. Henni er það ekki metnaður en hún vill gjarna eiga hluti. Hún virðist hafa verið „mömmustúlka" og augljóst virðist, að hún hafi ekki þroskað andlega hæfileika sína, sjálfstraust eða sjálf- virðingu fyrr en seint á ævinni Hend- ur hennar sýna mikið tilfinninganæmi og jafnmikið traust á eigin hæfileik- um Ef til vill varðar hana meira um góðan hug annarra vegna þess, hve mikillar umhyggju hún naut i æsku. Viðurkenning annarra skiptir hana miklu máli, og hún lifir i stöðugri þrá eftir velgengni og sigrum... Hjartalína hennar sýnir frjálslyndi og hleypi- dómaleysi. Hún virðist ekki njóta neinnar ánægju i ástalífi sinu, en örlagalína hennar gefur i skyn, að hún muni ná framúrskarandi árangri á öðrum sviðum lifsins. Bilin milli fingra Apollos og Merkúrs og Júpiters og Satúrnusar ... benda til þess, að viðkomandi sé ekki einungis frjáls- lynd manneskja, heldur og sérstak- lega framsækin, framfarasinnuð og framsýn i lífi og starfi. Það er stórfróðlegt að fylgjast með þvi, hve nærri barónessan kemst sannleikanum, og i raun og veru er þetta ævisaga snillinganna í stuttu Lðfi Henri Matisse. máli — að hún nefnir konur í upphafi er annað tveggja til komið, að greinarhöfundur hefur ætlað að rugla hana í riminu eða að hér kemur fram hin alþekkta staðreynd, að hendur myndlistarmanna eru ósjaldan mjög kvenlegar — jafnvel þótt þeir séu að öðru leyti risar að vexti — undan- tekningar frá reglunni finnast þó og ekki svo fáar. Hér er um svo þekkta listamenn að ræða, að óþarfi er að fara út i nánari skilgreiningar — allir, sem eitthvað eru þeim kunnir, skynja undireins sannleikann i lófalestrinum, en þeim er minna þekkja til, skal bent á hinn ótölulega grúa bóka, sem til er um þá — mynda og upplýsinga i uppsláttarbókum. Bragi Ásgeirsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.