Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Síða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Síða 17
r "\ Klerödíens umdaglegt líf Miðilsfundur HANN hafði verið merkur bóndi fyrir norðan. Af búsýslu hans og auðlegð höfðu farið sögur. Þó var hann kunnastur af áhugaefnum sfnum eins og laxveiðum. Hver hafði heyrt um annan stórbónda úr Húna- vatnssýslu, sem keypti sér jörð við Hvftá í Borgarfirði til að geta stundað þar laxveiðar? Karlarnir í sveitinni sögðu, að hann væri ekki til að kimsa að. Hann lét hendur standa fram úr ermum, kom miklu f verk og virtist hafa tfma til alls. Það var ekki Ifkt honum að snúldra við eitt eða neitt. Þeir kölluðu hann kapitalista. Auðvitað þótti honum það gott, þvf að hann vildi ekki lfkjast neinum fremur en Einari Benedikts- syni, eða var það ekki hann sem sagði. Mér er enginn dauðdagi samboðinn nema heimsendir. Hann var trúaður maður og sagt var að hann gerði guði orð, ef mikið lá við. 1 eðli sfnu nátt- úrubarn. Enda þótt hann hefði aflað sér fjár, breytti það ekki innsta eðli hans. Sfzt af öllu hreykti hann sér yfir hégómlegum hlutum. Og manngreiningarálit var honum framandi. Aðeins einu sinni var sagt, að honum hefði brugðið, það var þegar hann heyrði þessi orð höfð eftir Þórbergi Þórðarsyni: Það eru aðeins tvær tegundir manna sem koma ekki fram hjá miðl- um: annars vegar þeir sem fór- ust f atómbombunum f Hirosfma og Nagasakf — og svo stækir kapitalistar. Þetta hefur sagt mér sérfræðingur minn f hagnýtum eilffðarmálum, Sigurður Jónasson, forstjóri, sem hefur gefið mér nokkur trúnaðarfull klerádfens um daglegt Iff framliðinna. En hann reyndi að láta þessi ummæli eins og vind um eyru þjóta. Hann hafði fmigust á spfritisma og var sannfærður um að samskipti þessa heims og annars væru bundin bæn- inni. Hugsanir hans og áhuga- mál voru af þessum heimi. Voru, sagði ég, því að nú er hann dauður. Það gerðist með þessum hætti: Hann var staddur í Reykja- vík. Erindi hans til höfuð- borgarinnar var að selja út- lendingum laxveiðileyfi. Ilann var útsjónarsamur og vildi sjálf- ur sjá um viðskipti sfn. Skáldið sem vitnað var tii hafði glætt með honum þrá til að sýna að unnt væri að lifa góðu lffi á landinu. Þeir höfðu þekkst vel, þótt þeir væru ólfkir og aldurs- munur nokkur. Aldrei hefði honum dottið f hug að lýsa ánni sinni fyrir útlendingum eins og skáidið mikla gerði: að hún væri svo full af laxi að hægt væri að ganga yfir hana þurr- um fótum. Nú hafði hann gengið frá samningum og efndi lil veizlu af því tilcfni. Þar voru saman komnir örfáir vinir hans, og svo auðvitað útlendingurinn sem undirritaði samninginn. Allt fór vel fram. En skyndilega hneig höfuð hans fram á bring- una. Er eitthvað að, Sigurður? spurði sessunautur hans, þvf að hann hét vfst Sigurður, þó að ég muni ekki f svipinn hvers son hann var. Hann svaraði ekki. Þeir náðu f lækni, svo var hann borinn út. Síðar skýrði hann sjálfur svo frá að meðan á þessu stóð horfði hann undrandi á það sem fram fór. Reyndi jafnvel að gera þeim skiljanlegt að það væri ekki hann, sem sæti þarna og hneigði höfuð. Af einhverj- um ástæðum virtust þeir ekki taka eftir honum. Það gat hann ekki skilið. Þegar Ifkaminn var borinn út og hinir voru farnir, settist hann við borðið, einn og yfirgefinn, og reyndi að finna skýringar á þessu undarlega fyrirbæri. Það var engu Ifkara en þeir héldu að hann væri dauður. En hann vissi betur. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu flæktist hann um gegn- um miðil. Þeir sem viðstaddir vóru miðilsfundinn, heyrðu hann undrast að hann kæmist ekki upp í Borgarfjörð hvernig sem hann reyndi. Það er engin ferð, sagði hann. Hann sagði að margt hefði verið sér öndvert upp á sfðkastið og honum Ifkaði ekki framkoma fólks, allra sfzt vina sinna. Þeir hefðu yfirgefið sig og látið ofsjónir hlaupa með sig f gönur. Hann hafði horft undrandi á framkomu þeirra. Það var ekki fyrr en hann sagðist ekki komast upp í Borgarfjörð nema f einhverju farartæki að þeir áttuðu sig. Þá sagði einhvur: Þú þarft ekki farartæki. Jú, vist þarf ég farartæki, þráttaði hann. llvernig á ég annars að kom- ast? Þú getur komizt upp f Borgarfjörð með þvf að hugsa að þú sért þar. Iivernig má það vera? spurði hann undrandi. Þú ert farinn, sögðu þeir. Far- inn, við hvað eigið þið? Dauður. Ég, dauður, nei þakka ykkur nú kærlega fyrir, ég læt ekki segja mér hvað sem er. Viðstaddir ftrekuðu að hann skyldi hugsa sér, að hann væri kominn upp f Borgarfjörð eða þá norður í Húnavatnssýslu, ef hann vildi heldur. llann sagðist að lokum skyidu athuga málið, kvaðst þó heldur vilja fara norður ef hann kæmist a annað borð, þvf að hann vildi hitta konu sfna að máli. Annað bar ekki til tfðinda á fundinum. Nú líður að næsta fundi. Þá kom hann aftur gegnum miðil- inn og sagðist hafa verið heima. Það hefði orðiö eins og þeir hefðu sagt. Sér hefði að vísu þótt skrftið að enginn virtist taka eftir honum, hvernig sem á því stæði. Það er eins og allir í kringum mig séu dauðir, sagði hann. Þeir Ifta ekki við mér, sjá hvorki né heyra. Enginn á heimilinu yrti á mig og konan virti mig ekki viðlits, þegar ég kom. Nú hlýturðu að skilja, sögðu þeir, að þú ert farinn. Farinn, endurtók hann jafn- undrandi og á fyrri fundinum. Þú ert dauður. Merkilegt að þið skulið sffclldlega tönnlast á þessu, sagði hann. Og það var eins og hann sárvorkenndi þeim. Það er annars undarlegt að þetta er nákvæmlega það sama og hann Björn gamli Jónsson, ritstjóri er alltaf að reyna að telja mér trú um. En hann var nú orðinn svo ruglaö- ur, karlgreyið, þegar hann fór yfrum. I I 1 J

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.