Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Side 21

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Side 21
ur. Orustan hafði þó ekki verið blóðug. Þannig var ósigurinn ekki falinn í mannfalli, og reynd- ar ekki landamissi heldur, afturá- móti hafði vor allranáðugasta tign orðið :ð sæta hörðum friðar- kostum: rýma öll meiriháttar virki og lofast til að b.vggja eingin ný. En þó tók útvfir að honum hafði verið þraungvað til að greiða svenska kónginum hundrað þúsund kúrantspesfur útí hönd.“ (tslandsklukkan, bls. 239) . VII. „Peder Pedersen var fæddur árið 1608 og var framan af æfinni i þjónustu heldri manna. . . Þá gerði konungur hann að æðsta rentuskrifara sinum, en árið 1655 varð hann borgarstjóri i Kaup- mannahöfn. . . Árið 1658 lánaði tengdasonur hans konungi 140 þús. rd., en það er á aðra miljón í voru fé, svo það er auðsætt, að þeir mágar hafa verið vel fjáð- ir... Þeir Kristófer Hansen og Peder Pedersen áttu að hafa Báts- anda, Keflavík, ísafjörð, Dýra- fjörð, Berufjörð og Reyðar- fjörð..“. (Jón J. Aðils: Einok- unarverslun Dana á íslandi. Reykjavik 1919, bls. 119 og 120). „Einum glæpamanni lék for- vitni á hvar kóngurinn ... hafði getað krafsað saman slíka fúlgu á þessum erfiðu tímum. Það var greifi von Rósinfálk sem sá fyrir því. .. Hvur er þessi greifi von Rósinfálk?... Það er hann Peðer Peðersen... Ilvaða Peðer Peðer- sen?... Sonur hans , Peöers Peðersens... Nú hvaða andskot- ans Peðers Peðersens? Jón Hreggviðsson: Hann hefur á leigu hafnirnar á Bátsendum og Kefla- vfk.“ (íslandsklukkan, bls. 239 og 240) . Tuttugasta kafla íslands- klukkunnar lýkur með því, að Jóni Hreggviðssyni er afhent tvö bréf: „Verndar- bréf konúngs með hæsta- réttarstefnunni og salvum conductum bins danska hers.“ í veruleikanum voru bréfin þrjú. Tvö þeirra eru prentuð í Lovsamling for Island I., bls. 440 — 441. „Beskjermelse-Brev for Jon Hreggviðsson i en Drabssag. Khavn 9. Mai 1685“ og „Leidebrev for Jon Hreggviðsson til og fra Island i en Drabssag. Agerhus d. 12 Juni 1685.“ Þessi tvö bréf eru í íslands- klukkunni gerð að einu bréfi. „Verndarbréfi konúngs með hæstaréttar- stefnunni". Þriðja bréfið var salvum conductum hins danska hers. Hér á eftir verða rakin tengslin milli „Verndar- bréfs konúngs með hæst- réttarstefnunni“ og hinna tveggja fyrnefndu bréfa í Lovsamling I. ... haver han om dette Voris allernaadigste Beskjermelse-Brev til sin formenede Ret at udföre allerunderdanigst været begjer- endis: da haver Vi allernaadigst forundt og givet, saa og hermed forunder og giver forne Joen Rechvidssen Voris kongelig fri og sikker Leide og Beskjermelse til og fra Retten paa bemeldte Island,... han skal tiltænkt være, Sagen strax uden Ophold for sine tilbörlige Dommere at gjöre anhængig og siden udföre, item altid i egen Person í Retten niöde,. ..“. (Lovs. I, bls. 440—441. Úr ,,Beskjermelse-Brev“.). „..., saa og hermed bevilger og tillader, at saafremt han bemte Sag for Voris Höieste-Ret agter at lade indstevne, maa han i lige Maade dertil fri og sikker Leide Beskjermelse til og fra Island njude og have. ... og forne Joen Regvidssen tiltænkt være i egen Person i Rette at möde, til at lide og undgjelde hvis Lov og Ret medförer. „(I.ovs. I., bls. 441. Úr „Leidebrev for Jon Hreggviðsson). „Vér nú eftir Jóns Hreggviðs- sonar allraundirdánugastri ósk allra náðarsamlegast honum leyft og ’tillátið undir Vorri vernd í fullu frelsi til Vors lands Islands Hann leysti þjóðlögin úr álögum Framhald af bls. 9 að reisa persónulega að mæta sfnum réttum dómurum á Öxarár- þfngi og, ef honum svo lfkar, stefna máli sínu fvrir Vorn Ilæsta Rétt hér útí Vorri borg Kaupin- hafn. Hið sama er honum nteð þessu bréfi heitin Vor allranáð- ugasta vernd að reisa frjáls maður frá þessu Voru landi ís- landi og hfngað aftur til þessarar Vorrar borgar Kaupinhafn til þess hér að bíða sakfellfngar ellegar sýknudóms, alt eftir þvf sem Vor lög og Vor hæsti Réttur finnur billegt." (íslandsklukkan, bls. 246 — 247). Síðara bréfið sem Islendingur- inn tók við úr hendi generálsins og hann nefndi „eftir latinumáli salvum conductum" er dagsett 26. maí 1685, og er hér prentað eftir afriti i Árnasafni i Khöfn 443 folio. „Dem nach Ihre Königl: Majst: vorweiser dieses Joen Reckvitz aus Jsland biirtig Mousquetier von den Königl: Leib = Guarde zu á margvislegum vandamálum, sem fyrir lágu, áttu mestan þátt í því, að svo giftusamlega tókst til, sem raun varð á. Hér skal vitnað i fyrrnefnt útvarpserindi Emils Thoroddsens, hann segir svo: „Mun það ekki sizt söngmála- stjóra að þakka, hve allir tónleik- ar hátíðarinnar fóru vel úr hendi, og að hægt var að koma upp full- kominni sinfóniuhljómsveit, sem þó var að mestu skipuð islenzkum mönnum. Þótt aðeins hafi hér verið stikl- að á örfáum punktum úr lífi eins af beztu sonum íslands, þá mun skerfur sá, sem hann hefur lagt af mörkum til íslenzkrar menningar lengi marka spor í sálum íslend- inga. Ekki get ég lokið máli minu án þess að minnast á fjölskyldu Sigfúsar hér á þessum stað, en fuss, unter Illr Capitain Treus Cotnpanie, zu ausfuhrung einer Rechts=Sache, die er alda hatt, sicher gelert und Salvum Conductum allergnadigst ertheil- et. und er zu solchen Ende umb vier Monat Uhrlaub beym Regi- ment gebúhrend angesuchet, So habe Ihnt solchen in ansehung . des Königl: Salve conductus hiermit vergönnen wollen, Er suche dess wegen alle und Jede respective hohe ond niedrige Kriegs= und Civiibetiente, Wass standes und Wúrdeens Selbe seýn mögen, sie wollen bemelten Joen Rechvitz aller orten zu land und wasser, frej, sicher und ohngehindert pass= und repassiren. Ihm auch sonst genergten willen zu seinem besseren fortkommen wiederfahren zu lassen belieben, gestalt ich solches umb einen Jeden standes und wúrdens Erfoderung nach, in solch und dergleichenfállen zu er-wiedern geflissen bin, Copenhagen den 26te May Anno 1685. Schönfeldt." „Þetta sfðara bréf nefndi hann eftir latfnumáli salvum conduet- uni, og varð lesið í því að Johann Reekwitz aus Ijsland buertig byssuskvtta til fóts undir kompanfi herra kaptuga Tróa væri af generalóbristanum Skaunfelt veitt fjögurra mánaða orlof að reisa til íslands að reka þar réttar síns í máli einu, hverfa síðan aftur til konúnglegs aðseturstaðar Kaupinhafn að halda áfram sinni þjónustu undir merkjunum." (íslandsklukkan, bls. 247). Að lokurn skal tekið fram, að tilvitnanir í Kjöbenhavn II. og Danmarks Riges Historie V. eru teknar hér með samkvænu ábend- ingu í grein dr. Peter Hallberg „íslandsklukkan i snn'ðum". óþarfi er að fjölyrða um það fólk, svo vel eru þau þekkt og vinsæl hér um slóðir vegna djúpstæðrar tryggðar, sem Sigfús hélt við fæðingarstað sinn alla tið og sýndi það i verki með þvi-að halda hér tónleika með þeim kórum, sem hann stjórnaði meðan hans naut við. Má þar nefna „17. júní'V sem söng hér í kirkjunni áriö 1919 og var öllum ógleymanlegur er á hlýddu og söngfélagið „Heimir“ 1936. Sigfús lézt 10. maí 1939. Að honum látnum tóku börn hans við. Frú Valborg hafði ávallt Eyrarbakka á ferðaáætlun sinni þegar hún á tveggja ára fresti heimsótti ísland um þrjátiu ára skeið. Öllum sem hafa heyrt þau systkin og fjölskyldu Einars hér i kirkjunni, mun enn i fersku minni framkoma þeirra, bæði list- ræn og alúðleg. Randa- flugan eftir Finn Söeborg Það sem mestum óþægind- um veldur á sumrin er að mfnu áliti randaflugurnar. Þar sem ég á heima eru þær að minnsta kosti ákaflega áleitn- ar, og aldrei lfða svo fimm mínútur, er ég hef hallað mér í legustólinn til að njóta sólar- innar, að ein þeirra sé ekki komin æðandi og farin að iðka flugið f kringum mig. Að ég hef um langt skeið komizt und- an stungum þeirra er án efa því að þakka, að ég hef rokið upp og stokkið um allan garð. Það er óbrigðullt ráð. Eftir þrjár til fjórar reisur um garð- inn er randafiugan orðin þreytt og hefur fallið frá ætl- un sinni. Þó verður maður auð- vitað að gæta þess að hlaupa ekki svo hratt að maður rekist aftan á skepnuna því að ekki bætir það úr skák. Svo var það í gær, að dýra- fræðingur eða hvað hann nú var, sagði í blaðaviðtali, að randaflugur væru f rauninni ákaflega friðsamar maddömur, sem á engan hátt kærðu sig um að vinna nokkr- um mein. Kæmi það fyrir að einhver þeirra réðist á fólk, væri það undantekningalaust þvf að kenna, að hún hefði orðið taugaveikluð af öllum þessum hamagangi f hræddu fólki baðandi út höndum og fótum eða geðveikilegum hlaupum aftur og fram. Fólk skyldi bara sitja rólegt og þá kæmi ekkert fyrir. Nú tek ég að vísu ekkert mark á þess konar ráðlegging- um, en þar eð ég tók að þreyt- ast á þessum eilffu hlaupum og konan mfn fullyrti þar að auki að ég hagaði mér eins og hálfviti þegar ég æddi um, ákvað ég að taka áhættunni, svo að næst þegar randafluga nálgaðist hleypti ég í mig kjarki og sat kyrr. Þaö var mikiö taugastríð. Randaflugan sveimaði kring- um höfuð mitt með óhugnan- legu suði. Allra verst var þeg- ar hún var fyrir aftan hnakk- ,ann á mér og ég gat ekki séð hana, en auðvitaö þorði ég ekki að Ifta við af ótta við að gera hana taugavciklaða. Þess í stað reyndi ég að brosa vin- gjarnlega til hcnnar í hvert skipti sem hún var fyrir fram- an mig í von um að geta full- vissað hana um, að ég væri allra bezti maður og' næstum þvf eins kurteis og hún sjálf. Allt gekk vel í nokkrar mfnútur en svo lét hún allt í einu verða af því. Hvort að bros mitt var orðiö eitthvað þvingað og kvikindið hafi fengið það á tilfinninguna að ég væri að skæla mig framan í það, veit ég ekki, en svo mikið er vfst að broddinum stakk hún f nefið á mér áður en ég ga‘ti komið í veg fyrir það. Sekúntubroti síöar var ég á harðahlaupum um garðinn. En skaðinn var skeður og nefið á mér fór að bólgna, og nokkrum stundum sfðar var það orðið þannig að lit og iögun að ég leit út eins og eigandi brugg- húss, sem ég á því miður ekki. Ég hef þvf tekið aftur upp fyrri hlaupaspretti rnfna. En ef ég á einhvern tíma eftir að fara til Afríku, skal enginn fá mig til að fallast á, að stari maður nógu stfft í augun á ljóni, þori það ekki að éta mann. llalldór Stefánsson þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.