Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1977, Blaðsíða 22
Suður Kjöl 1923 Framhald af bls. 7 af Fúlukvisl, sem borið hefur leir og áburðarvatn úr Þjófadölum. Hvítárvatn var meira eða minna þakið ísjökum, sem brotnað höfðu úr skriðjökli, sem lá ofan i vatnið að vestan og þverhniftur ísveggurinn blasti við sjónum. Að sunnan var Bláfell hið tigulegasta. Séra Tryggvi mun hafa ætlað að fara ofan í Biskupstungur, en þegar við komum að ferjustað á Hvítá voru bátarnir báðir að sunnan. Vitað var að töskuhesturinn Einsýnn kunni ekki að synda og þó við hefðum viljað sundríða yfir, var ekki gott að eiga það á hættu, að missa hest og farangur i jökulelfuna, svo það var ákveðið að fara suður austan Hvitár Og þá varð fyrst fyrir að riða Jökulfallið. Það var vaðlaust og i einum streng, þar sem við komum að þvi. Hestarnir hnökruðu en losnuðu ekki og það var svo djúpt að rann upp í hnakkana Dálítið austar er Svinárnes. Við stönzuðum þar dálitið, en þareru góðir hagar. Sandá og Svíná falla um nesið og koma þar saman. Við fórum yfir þessar ár sunnan víð ármót. Þar var illt yfirferðar, brattir kambar að ánni og grýttur botn. Svo sveigðum viðað Hvítá og fengum ógreiðfæran veg og seinfarinn. Smá ár, Stangará og Búðará urðu á vegi okkar. Svo komum við að afréttargirð- ingu. Þessi girðing var vist ekki gömul þá. Vall- lendisgrund var með girðingunni við hliðið. Áratugum síðar eða 1 956, þegar ég fór þar um í annað sinn, var öðruvisi umhorfs. Þá var allt valllendi blásið burtu og girðingin stóð á gróður- lausum sandi. Eigi all langt sunnan við girðinguna komum við i svolitið dalverpi. Þar er eyðibýlið Hamarsholt. Gras var svo mikið þarna að punturinn náði hestunum i kvið. Nú gerðum við lykkju á leið okkar og fórum að Gullfossi þar vestar. Ég hafði ekki áður séð hliðstæðan náttúrukraft. Við stóðum drykklanga stund ájrrúninni við fossinn og horfð- um á kolmórautt jökulvatnið steypast fram af berginu með þrumuhljóði. Við vorum hugfangnir, en sögðum fátt. Ekki sist mun séra Tryggvi hafa orðið fyrir snertingu á þessari stund. Hann var víðsinn trúmaður og fór með Ijóðlinur úr kvæði eftir Einar Benediktsson, sem hann hafði miklar mætur á. ,,Hve voldugt og djúpt er ei himinsins haf". og ,,Autt er alt sviðið og harðlæst , hvert hlið og hljóður sá andi sem býr þar". Frá Gullfossi fórum við austur á Tungufellsdal, en séra Tryggvi hafði hugmynd um að þar væri betri leið. Að kvöldi dags komum við heim að Tungufelli, sem er stórbýli að fornu og nýju og kirkjustaður. Lítil timburkirkja stóð þar nálægt bænum og stendurenn. Séra Tryggvi gerði boð fyir húsráðendur. Húsfreyja Sigríður Árnadóttir kom út á hlaðið. Hún var hrein og bein i viðræðu og færði persónu. Hún sagði að húsakynni væru litil, en gisting væri velkomin, ef gestirnir gætu gert sér að góðu það sem hægt væri að veita. Okkur var siðan boðið til baðstofu. Þar voru 6 rúm 3 hvoru megin undir súð og nokkuð stór gluggi á stafni, móti suðri eða suðvestri. Borð var undir glugga og þar sat Jón bóndi Árnason. Hann var kominn nokkuð til aldurs, fæddur 1 864 en kona hans 1 0 árum yngri. Þau höfðu átt 1 0 börn, sem upp komust og það hefði því verið margt fólk á Tungufelli og var það nú. Að minnsta kosti þeir þrir synir þeirra voru nú heima. Jón bóndi spurði margs um ferð okkar og var hinn skemmtilegasti og þegar hann heyrði að við hefðum fengið vondan veg sagði hann, að við hefðum farið of nærrí henni Hvítá. Það orðtak hafði ég ekki heyrt eða hliðstæðu þess. Jón sagði lika ,,út á Eyrar- bakka" og það fannst mér undarlegt af þvi Eyrarbakki er í suður þaðan. Mér er sagt að þetta orðtak sé notað í Rangárvallasýslu, en Jón Árna- son var ættaður úr Sandsveit. Þessi dagur var eftirminnilegur fyrir mig. Ég hafði kannað ókunnuga stigu sunnan jökla og þennan dag var ég 1 8 ára. Næsta dag 8. ágúst lögðum við af stað, suður, ofan eða út Hrunamannahrepp, ég veit ekki hver málvenja er um það. Þegar við fórum voru þeir bræður að slá á engi sunnan og vestan við túnið á Tungufelli sem nú er allt orðið að túni. Eigi langt frá Tungufelli komum við að timburbrú á Hvítá þar heita víst Brúarhlöð. Áin fellur þar í þröngu gili og stutt á milli klappa. Mér fannst að þessi brú væri óskaplega mikið hagræði fyrir fólk og þó sérstak- lega mikið hagræði fyrir fólk og þó sem þurftu að ná saman Mér fannst vanta í landslagið á þessum stöðum Það voru engin fjöll nema langt í burtu, en þó var einhver dulúð í landslaginu. Það voru ásar og daladrög á milli eða mýrarsund, víða klappir eða litlar klettaborgir. Málvenja þar um slóðir mun vera að fara niður eða fram Hrunamannahrepp. og sjáanlega krökkt af huldufólki. Vegurinn lá með túninu Skipholt. Þar er vin- gjarnlegt bæjarstæði i lægðá milli ása og reisuleg- ar byggingar voru þar. Þar sáum við heybands- lest, með sex eða átta hestum, sem ég var hrifinn af. Baggarnir vænir, silinn á miðjum bagga og allir baggar jafnsíðir. Að sjá hestana og hand- verkið, var eftirminnileg og falleg sjón. Séra Tryggvi mun hafa farið áður um Hruna- mannahrepp Hann sagði okkur um ýmsa bæi, hvað þeir hétu. Hruni leyndi sér ekki. Þar var kirkja. Ekki held ég að hafi verið mikil byggð nálægt Gröf. Eg veit ekki, hvort Emil var kominn þangað. Viðsáum heim að Langholti og þangað heim var yfir mýrar að fara, því vegurinn lá austar. Svo fórum við yfir Stóru-Laxá. Á Skeiðum er sléttlendi vafið i grasi. Mér fannst, sem ég væri kominn í Hólminn í Skagafirði, en Hekla var þó of langt í burtu Leið okkar lá nálægt Þjórsá, að Þjórsártúni. Þar voru miklar byggingar, timburhús meðstórum samkomusal. Ólafur ísleifsson hómó- pati hélt staðinn og mun hafa byggt hann upp. Hann þótti góður læknir og var veitt takmarkað lækningaleyfi ári 191 5. Við stönsuðum þarna dálitið og ekki leið á löngu að ég varð var við, að þeir Einar og prestur höfðu keypt vín. Guðmundur Guðmundsson keypti á glas fyrir sig og gaf mér að dreypa á þvi með sér. Það var kominn upphleyptur vegur ,,braut" eins og það var kallað á milli Þjórsár og Ölfusár. Við vorum komnir dálítið vestur brautina, þegar við sáum eitthvert ferlíki koma á móti okkureftir veginum, sem rann af sjálfu sér eins og knikill í galdrasögu. Ég hafði aldrei séð bil, en þóttist vita að hér væri bíll og þetta var einhverskonar kassabíll. Hestarnir urðu ekkert hræddir en sveigðu út af veginum ósköp rólega. Kannski hafa þeir haft hugboð um, að hér væri tákn framtíðar, tákn um, að þeir mundu ,,missa glæpinn" að hlaupa bera og draga. Nokkru vestar, það mun hafa verið nálægt Hraungerði, fórum við út af veginum til þess að skoða nývirki. Það var skurðgrafa, sem varað grafa skurð fyrir Flóaáveituna. Mér þótti þetta hið mesta furðuverk. Skurðurinn var fullur af vatni og skurðgrafan knúin vélarafli flaut, ofan á vatninu. Þegar á leiðarenda kom við Ölfusá, fengum við gistingu hjá Agli Thorarensen. Hann var mágur séra Tryggva. Eftir þetta man ég ekki eftir smiðunum. Liklega hafa þeirfariðtil Reykjavíkur um kvöldið. Á þessum tima var ekki mikil byggð við Ölfusá. Sveitabærinn Selfoss húkti þar vestur á höfðan- um. Svo var Tryggvaskálj, veitinga og gististaður þar sem Ölfusá rennur inn um dyr og glugga, þegar henni sýnist. Stórt timburhús var austur með veginum að norðan, Landsbankahús kallað. Þá var Kaupfélag Árnesinga ekki til og ekki Mjólkurbú Flóamanna, en rjómastrákar hafa verið á ferð, hér og þar um Árnessýslu með brúsa til smjörbúanna. Egill Thorarinsen rak þá verzlun; átti verzlunar og ibúðarhús sunnan við veginn og hét staðurinn Sigtún. Skammt frá íbúðarhúsi Egils var tengdafaðir hans Daníel Danielsson dyravörður í stjórnarráðinu, í tjöldum og seldi öl og vín að því er sagt var. Ég man ekki eftir fleiri húsum, en þó mun hafa verið símastöð einhversstaðar, en lík- lega ekki neitt stórhýsi. Fimmtudaginn 9. ágúst vorum við um kyrrt i Sigtúnum og hvildum hestana og okkur sjálfa. Við áttum góða vist i Sigtúnum. Kristin kona Egils stóð fyrir beina, myndarleg kona í blóma lífsins, fædd um aldamót. Þar voru þá foreldrar Egils, Grimur Thorarensen og Jónína Egilsdóttir. Þau voru þá hætt að búa i Kirkjubæ á Rangárvöllum. Grímur Thorarensen var hár og herðabreiður, stórskorinn i andliti, svipmikill og færði persónu, en heldur fannst mér hann kuldalegur i viðmóti. Jónina Egilsdóttir var i meðallagi á vöxt og falleg kona, þó hún væri orðin hálf sextug og allir sem kynntust henni sögðu að hún væri gæðakona. Af viðburðum þessa dags man ég litið og þó man ég það, að ég fór með séra Tryggva austur að Landsbankahúsi. Þar gékk hann inn og þar var Magnús Torfason sýslumaður í herbergi nálægt útidyrum og hafði hallað sér út af i dívan. Eitthvað töluðu þeir saman og ég var svo hissa á þvi, hvað sýslumaður Árnesinga var nauðasköllóttur. Grímur Thorarensen gaf sig á tal við mig og sagði mér þær fréttir úr simanum að nú væri búið að þurrka töðuna á Mælifelli, því nú hefði verið þurrkur fyrir norðan. Þetta sumar byrjaði sláttur á Mælifelli um 11 sumarhelgi. Eitthvað náðist upp af því, sem slegið var fyrir 12. helgi. en siðan var ekki hægt að þurrka eitt einasta strá í heilan mánuð og þegar við fórum, lá taðan á túninu grúthrakin. Fólksbilar voru á ferð við Ölfusá þennan dag. Egill Thorarensen fór eitthvað burtu með bíl og þegar hann var sestur inn í bilinn hafði hann teppi um fætur sér en hann mun hafa verið heilsuveill á þeirri tið. Bilstjóri nokkur var þarna, að biða eftir einhverju, að því er virtist. Ég spurði hann, hvað það kostaði að fara með bílnum smá spotta. Túkall, svaraði hann snöggt. Ég hafði ekki heyrt þetta orð áður, en þóttist skilja að túkall væri sama og tvær krónur. Þetta mál var þá útrætt, þvi ég átti ekki einn einasta eyrir i vösum mínum, hvað þá tvö hundruðaura. En þessi bílstjóri reyndist mér hið mesta göfugmenni, því litlu síðar bauð hann mér.inn í bilinn ásamt fleira fólki og ók með okkur eitthvað vestur fyrir brúna. Hvílíkur viðburð- ur! Mér fannst þetta vera eins og þegar menn svifu á grænu klæði til undirheima í fornum sögum. Föstudaginn 1 0. ágúst lögðum við af stað frá Sigtúnum áleiðis norður. Maður nokkur úr Reykja- vík gaf sig fram og ákvað að verða okkur samferða norður. Hann hét Þórður og átti heima á Vestur- götunni eða í Vesturbænum. Sumir kölluðu hann Dóra úrara, en hann var fremur lágur vexti og gildvaxinn. Grímur Thorarensen átti hesta og fylgdi okkur áleiðis, líklega upp á Skeið. Einhversstaðar þar sem við stönsuðum þurftum við að binda hest í tagl á öðrum. Ég tók lokk úr taglinu og ætlaði að binda í hann, en Grímur kom þar að, hrifsaði af mér taglið og sagði kuldalega, að það ætti að binda utan um allt taglið. Ég sárskammaðist min fyrir barnaskapinn.og leit upp til hins aldurhnigna og þaulæfða ferðamanns. Þegar Grímur skildi við okkur settust þeir Þórð- ur á sína mosaþúfuna hver og Þórður keypti tvo hesta af Grimi og borgaði þá strax með því að skrifa víxil á hné sér. Þá vissi ég varla, hvað víxill var, en fékk að vita það síðar. Við fórum af baki hjá Húsatóftum á Skeiðum. Eg var sendur þangað heim einhverra erinda. Þar sá ég unga stúlku svo fallega að ég varð bálskot- inn í henni á stundinni, en það hefur verið feilskot, því ég hef ekki séð hana síðan. Við fórum að Tungufelli um kvöldið og gistum þar i annað sinn. Séra Tryggvi var góðglaður af vini þennan dag og mun hafa fengið það hjá Daniel. Ekki var þó vinið meira en það, að ekkert var eftir til næsta dags. Prestur var fljótur að sofna, þegar hann hallað sér út af í baðstofunni á Framhald á bls. 24.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.