Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Qupperneq 3
Sex sögur úr bökinni Brjölœðingurinn eftir Híbran KhalTI Þér spyrjið mig hvernig ég sturlaðist. Það gjörðist á þenn- an veg: Dag nokkurn, löngu áður en mörg guðanna fædd- ust, vaknaði ég uppaf djúpum svefni og komst að því að öil- um grfmunum mfnum hafði verið stoiið — já, ölfum grfm- unum mfnum sjö er ég hafði sjálfur útbúið mér og borið á sjö mismunandi lffshfaupum. Ég hljóp um f mannmergð strætanna með hrópum og köflum: „Ræningjar! Ræn- ingjar! Böivaðir ræningjar!" Karlar og konur hfógu að mér er þau sáu mig. Nokkrir runnu felmstursfullir heim tii sfn f felur. Og er ég kom á markaðstorg- ið stóð unglingur einn á þak- svölum húss sfns, benti á mig og kallaði: „Nei, sjáið þér, þetta er brjálæðingur!" Ég leit upp til þess að vita hver væri að kalla og í fyrsta sinni kyssti sólin nakta ásjónu mfna. t fyrsta sinni kyssti sól- in nakta ásjónu mfna og sál mfn logaði upp af ást til sólar- innar og mér gleymdust allar grfmur. Og eins og f leiðslu hrópaði ég: „Blessaðir! Bless- aðir séu ræningjarnir sem rændu mig grfmunum mfn- um!“ Þannig missti ég vitið. Og f vitfirru minni hefi ég fundið frelsi og öryggi. Frelsi einverunnar og öryggi þess að vera eigi skilinn því að þeir er skilja oss hneppa hluta tilveru vorrar f f jötra. En látið mig ei miklast um of af öryggi mfnu þvf að ekki einusinni þjófurinn f fangels- inu er óhultur fyrir öðrum þjðfi. Guð Á fjarlægustu dögum forn- aldar minnar er fyrsti orð- skjálftinn braust frammá var- ir mér, gekk ég á hið helga fjall, talaði til guðs og mælti: „Herra, ég er þræll þinn. Fólg- inn vilji þinn er mér lög og þér mun ég hlýða um eilífðir alda.“ En guð svaraði mér engu og sveif framhjá eins og magn- þrungin vindhviða. Og þúsund árum síðar gekk ég enn á hið helga fjall, talaði til guðs og mælti: „Skapari minn, ég er skepna þfn. Þú skapaðir mig af leiri og þér á ég allt mitt að þakka.“ En guð svaraði mér engu og sveif framhjá eins og þúsund vængir á hröðu flugi. Og þúsund árum sfðar kleif ég enn hið helga fjall og talaði enn á ný til guðs og mælti: „Faðir, ég er sonur þinn. Mildi þfn og ást blésu mig lffi og fyrir elsku og tilbeiðslu á þér mun ég erfa rfki þitt.“ Én guð svaraði mér engu og sveif framhjá eins og þokan er dregur slæðu á hin fjarlægu fjöll. Og þúsund árum sfðar kleif ég enn hið helga fjall, ákallaði guð og mælti: „Guð minn, mfn efsta þrá og fylli. Ég er rót þín f jörðinni og þú ert blóm mitt á himnum; saman munum vér vaxa fyrir augliti sólarinnar.“ Og guð laut niðrað mér og hvfslaði ljúfmálum f eyra mér. Kröi sneri úr spönsku Mynd: Alfreð Flöki Og eins og særinn faðmar læk- inn sem f hann fellur, eins faðmaði guð mig að sér. Og er ég sté niðrf dalina og niðrá slétturnar sá ég að guð var einnig þar. Vinur minn.. Vinur minn..., ég er eigi sá sem ég sýnist. Vtra útlit mitt er ei annað en klæði sem ég ber. Klæði haglega gjörð sem vernda mig fyrir spurningum þfnum og þig fyrir skeytingar- leysi mfnu. Sjálfið sem í mér býr, vinur minn, dvelst í húsi þagnarinn- ar og þar mun það hafast við til eilffðarnóns, óséð og ósnert- andi. Ég vildi að þú tækir eigi mark á þvf sem ég segi né treystir þvf sem ég gjöri þvf að orð mín eru ei annað en hljóm- andi hugsanir þfn sjálfs og gjörðir mfnar ei annað en þfn- ar eigin vonir f framkvæmd. Er þú segir: „Hann er á vest- an,“ þá segi ég: Já, hann er alltaf á vestan," því að ég vil eigi að þú vitir að hugur minn býr þá eigi í vindinum heldur í hafinu. Þú getur eigi skilið siglandi hugsanir mfnar né er mér hug- leikið að þú skiljir þær. Ég vil fremur vera einn í hafinu. Er það er dagur hjá þér, vinur minn, er nótt hjá mér þótt ég tali jafnvel þá um dags- Ijósið sem dansar á fjöllunum og um purpurarauðan skugg- ann sem opnar sér leið eftir dalnum því að þú getur eigi heyrt dimmusönginn minn né séð vængi mfna slást f stjörn- urnar. Né er mér hugleikið að þú heyrir eður sjáir það sem Framhald á bls. 16. Heiðrekur Guðmundsson BRÓÐURKVEÐJA Drottinn lætur dóma falla. Dauðinn brýnir Ijáinn hvasst. Við hann barðist þú til þrautar þar til hinzta vörnin brast. Huggun er að vita, vinur, við hin döpru þðttaskil, að þu beittir aldrei neinni undirhyggju þér I vil. Studdir þú til leiðarloka Kfsins gróður hverja stund. Undir svölu yfirborði eldur bjó og viðkvæm lund. Margir þekktu þina skerpu, þrek og kjark um langan dag. En það vissu öllu færri um þittgóða hjartalag. Var F eðli okkar beggja ofið saman þáttum tveim. Þá er vandi að velja og hafna, vera hoflurbáðum þeim. Þvl er strlð I hugar-heimi háð, unz niðurstaða fæst. Skynjar óm af öldugangi aðeins sá, er stendur næst. Þú varst trúr og fastur fyrir fram á hinzta ævikvöld. Til að þoka þér úr sæti þurfti æðstu máttarvöld. Er þér kannski ætlð ætlað, fsróðir, ennþá meira og frjórra svið, þar sem enginn annan særir, allir virða sátt og frið. Oftast fórstu I fararbroddi, flóknar þrautir gaztu leyst. Sjálfum þér með hug og höndum hefur þú minnisvarða reist. Þar er stlllinn stór I sniðum, stafagerðin skýr og hrein. — Þvrer ekki á þlnu leiði þörf að reisa bautastein. í ! » i ít !\ ! I t \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.