Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Page 5
I október síðastliðið haust voru liðin 20 ár frá bylting- unni í Ungverjalandi. Rússar töldu þá, að Imre Nagy væri maðurinn, sem gæti róað uppreisnaröflin. Hann brást vonum harðstjóranna og það kostaði hann lífið. þann hug, sem við þorðum ekki að segja. Hann var, fyrir sitt leyti, fúsari að deyja en fara með lygi. Voru þð landar hans flestir sfljúgandi og gerðu sér læti til þess að sleppa við fangelsi og fá að éta, enda þótt þeir væru fullir heiftar. Flestir Ungverjar þóttust velviljaðir Sóvétmönnum og ánægðir með framvindu mál. Við gerðum það, sem fyrir okkur var lagt. En þögn Nagys var ögrun vió okkur. Hún minnti okkur á það, að við vorum hugrökk þjóð, vakti aftur upp gamlar og hálfgleymdar minn- ingar og um hetjudáðir og dýrðar- ljóma. Nagy beið ósigur, en hann gafst ekki upp. Og hann fékk því komið til leiðar, að Ungverjar fóru aftur að hugsa i öldum. Ég ímynda mér, að ég hafi orðið vitni að þvl, er Nagy varð ljóst, hver áhrif þögul andstaða hans hafði haft á sjálfsvirðingu landa hans. Það var á stéttinni í Rákóczistræti, þegar fólkið þyrpt- ist að honum fyrirvaralaust. Hann hafði einungis verið á heilsu- bótargöngu i sólskininu. Hann virtist undrandi og feiminn I fyrstu, er hann varð fólksins var. Hann herti ferðina, en hægði svo á sér aftur. Allan timann ein- blindi hann niður á gangstéttina og lét sem við værum aðeins venjulegir vegfarendur, sem ættu leið þarna um, hver I sinum sér- stöku erindagerðum. Það er stórglæpur í alþýðulýð- veldi að taka þátt I óopinberri göngu. En þögul lotning fólksins náði loks tökum á Nagy og hann nam staðar fyrir framan búðar- glugga. Hann lét sem hann væri að skoða vörurnar í glugganum. Gluggarúðan fylltist af svipum manna. Tugir augna spegluðust I glerinu fyrir framan hann. Ég stóð rétt hjá honum, og ég sá glöggt, að hann roðnaði. Hann tók ofan gleraugun og þurrkaði af þeim; setti þau svo á sig. En þegar hann leit aftur gegnum þau sá hann okkur enn í rúðunni. Ég var 23 ára, þegar þetta var. Ég ímynd- aði mér, að hann sæi okkur ekki einungis I rúðunni, heldur hlyti hann lfka að sjá mynd sina í hjört- um okkar. Hann hafði fallið i ónáð vegna þess, að hann þagði og þögn hans var of mælsk. Þar kom, að hann var hengdur fyrir þögnina. Imre Nagy er þess konar mað- ur, að það er tiltölulega auðvelt að gera sér grein fyrir atburðunum, sem urðu um hann. Skapgerð hans og örlög eru nægar skýr- ingar á þeirri sögu og þarfnast ekki frekari útlistana eða neðan- málsgreina. Hann var vitni, sem fékkst ekki til „samstarfs", gekk sifellt í gegn eigin hagsmunum, sagði skilið við þá, sem valdið höfðu, og tók sér stöðu með hin- um, sem minna máttu sin. Sovétmenn höfðu gert hann að forsætiráðherra forðum. Og það voru lfka þeir, sem settu hann í embætti aftur á öðrum degi upp- reisnarinnar, 24. október 1956. Hann var ekki forsætisráðherra byltingarinnar, ef svo má komast að orði, en öllu heldur ráð Kreml- verja við henni. Það ráð var tekið að mati Mikoyans og Suslovs, sem Krústjof sendi til Búdapest. Upp- reisnarmenn kröfðust þess, að Nagy yrði skipaður forsætisráð- herra. Sovétmenn væntu þess nú að geta kæft uppreisnina með þvi og stórskotaliði sínu. Meðan sovézkir skriðdrekar skiptust á skotum við Ungverja á götum Búdapestborgar reyndi Nagy að stilla til friðar í útvarp- inu. Hann lýsti þar umbótatillög- um sinum. Hann var I rauninni miklu heldur umbótamaður en byltingarmaður. Hann bar mikla virðingu fyrir sovézku valdi. Sovézkir skriðdrekar gættu hans. Það kunna að hafa verið leifar úr gömlum barnalærdómi hans I Moskvu ellegar einungis her- bragð, að hann og (gagnrýnendur hans sfðar meir) taldi Ungverjum hollast að stilla sig; þeir gætu ekki vænzt meira en nokkurs frelsis og sjáfstæðis -innan sovézka keisaradæmisins. Ef þeir færu fram á meira yrðu þeir barð- ir miskunnarlaust til hlýðni og mundu tapa öllu, sem áunnizt hefði og kynni að ávinnast. En bænir Nagys um frið og still- ingu og umbótatillögur hans höfðu litil áhrif á marga, þegar þarna var komið sögu. Margir höfðu fallið á fyrstu dögum upp- reisnarinnar, og hinir sem eftir lifðu gátu ekki lengur sætt sig við einhverjar tilslakanir, sem taka mætti aftur hvenær sem væri meðan Sovézkt herlið yrði f land- inu. Menn hætta ekki lífi sinu fyrir hófsamlegar hugsjónir. Þjóðinni var aðeins eitt I huga, og það var að losna við Sovét- menn. Hatrið I Sovétmönnum magnaðist slfellt. Þetta hatur var viðtækt; það tók ekki aðeins til kommúnisma og erlends valds, en llka kýrilllska stafrófsins, slaf- neskra siða og venja, leifanna af rússneskum rétttrúnaði, vodka og rússneskra andlitsdrátta. Ung- verjar hefðu án efna lagt hatur á Frakka, ef Frakkar hefðu ráðið Ungverjalandi. Hins vegar hefðu þeir átt ýmislegt sameiginlegt Frökkum vestrænan átrúnað og menningu, llfsviðhorf, jafnvel vínsmekk. En Ungverjar og Sovétmenn eiga ekkert sameigin- legt. Okkur finnst allt í-fari þeirra framandi og fráhrindandi. Þegar liðnir voru nokkrir dagar af uppreisninni gerðu hvorki Imre Nagy né aðrir sér neinar grillur framar um sóslaliskt lýð- ræði undir stjórn Sovétmanna. Það var ekki fyrst og fremst Sovétmanna vegna, en fremur vegna Ungverja sjálfra. Það var orðið greinilegt, að Sovétmenn gætu ekki orðið um kyrrt I land- inu nema með vopnavaldi, þeir yrðu að beita valdi til þess. Þjóðin hafði einsett sér að koma þeim burt. Ekki var um neinar sættir að ræða; ekkert nema ofbeldi kom til greina. I uppreisninni var ég I flokki stúdenta, sem handtók eitt sinn ræðumenn á götuhorni; hann var að þruma það yfir áheyrendum, að Sovétmenn yrðu að fara burt úr Ungverjalandi neð hvlta uppgjafarfána á hverjum skriðdreka og flutningabíl. Við kærðum okkur ekki um það, að svo öfgakenndar kröfur yrðu al- mennar. Við hefðum glaðir kropið á kné við vegarbrúnir og veifað rauðum fánum I kveðjuskyni við Sovétmenn — aðeins ef þeir hefðu haft sig á brott. En enginn vafi lék á því, að allir vildu þá burt, hvernig svo sem þeir færu. Og uppreisnarmenn (þegar nokkrir dagar voru liðnir bættist - þeim liðsauki ungverska hersins og margra lögregluþjóna) heftu framsókn þeirra I Búdapest. í endaðan október virtist satt að segja, að Sovétmenn vildu sjálfir fara. Var það engin furða því, að þeir fundu vel á sér, hversu þeir voru hataðir. Ég heyrði á skot- spónum i anddyri þingsins, er Mikoyan var staddur þar að hann hefði sagt Nagy, að sovézkir leið- togar hefðu svo mikið að gera i innanríkismálum sínum, að þeir mættu ekki vera að sinna Ung- verjalandsmálinu öllu lengur, hefðu hreinlega ekki tíma til þess, og hefði Nagy frjálsar hend- ur að koma á röð og reglu I land- inu. Mikoyan og Suslov féllust reyndar á það, að Nagy kæmi aft- ur á fleirflokkakerfinu gamla. Og hinn 30. október lýsti sovézka stjórnin formlega yfir því I Moskvu, að hún væri fús að semja um brottflutning alls sovézks her- liðs frá Ungverjalandi. En þann sama dag, og aðeins fám stundum eftir að Bretar settu Egyptum úrslitakostina um Súez- skurð, bárust þær fregnir, að sovézkar hersveitir hefðu ráðizt inn I Ungverjaland I norðaustri. Þá varð ljóst, að nú ætti að berja uppreisnina niður svo, að dygði. 1. nóvember var fullur skriður kominn á innrásina og ungverski herinn á undanhaldi, þúsundir manna voru teknar af llfi og hin- um ógnað til hlýðni. Þann dag féllst Nagy loks á það að lýsa yfir þjóðarviljanum, heimta sjálfstæði og tilkynna, að Ungverjar segðu sig úr Varsjárbandalaginu. Hann bað og Sameinuðu þjóðirnar að tryggja hlutleysi landsins. Það var sem sé ekki fyrr en á allra slðustu dögunum, að hann ák'vað að leggjast alhuga á sveifina með byltingarmönnum og krefjast skilyrðislauss sjálfstæðis. Þá var orðið alveg ljóst, að varúð hans og viðleitni til þess að halda velvild Kremlverja mundi ekki fá afstýrt þvl, að Ungverjar yrðu kúgaðir. Þá var líka orðið sýnt, að vestræn- ar þjóðir mundu ekki skerast I leikinn. Það var áreiðanlegt eftir innrásina við Súez. Menn um heim allan fordæmdu Nagy fyrir „heimskuna", jafnvel þeir, sem mesta samúð höfðu með Ung- verjum. Hugmyndin að baki því var sú, að afstaða hans „neyddi“ Sovétmenn til þess að beita of- beldi. En sovézkir skriðdrekar voru þá þegar að umkringja Búdapest og einangra landið. Það var ástæðulaust fyrir Nagy að láta hjá lfða að lýsa yfir sjálfstæði. Varla gat það flýtt framsókn skriðdrekanna. Það var engin ástæða til þess að sýna hugleysi úr þvl, að endalokin voru skammt undan. Pólverjar hættu við upp- reisn og sjálfstæðisyfirlýsingu ár- ið 1956 og sýndu sem sé „skyn- semi og raunsæi". En ég veit ekki til þess að þeir séu I neinu frjáls- ari en Ungverjar nú. Sovétmenn settu nú nýjan for- sætisráðherra til þess að réttlæta innrás þeirra I föðurland hans og þakka þeim hana. Sá maður var Janos Kadar. Kadar hafði lent I sýndarréttarhöldum I tíð Stalíns og losnaði úr fangelsi 1953 fyrir tilverknað Imre Nagys. Nokkrum dögum áður, en Kadar kom til valda, hafði hann stært sig af því að hann hygðist berjast við Sovét- menn „berhentur" ef þeir voguðu sér að ráðast aftur inn I Búdapest. Hann var liðhlaupi og hlaut fyrirlitningu manna að launum. Það hefði komið honum vel I svik- unum, ef Nagy hefði einnig snúið við blaðinu. Það er I skjölum Uppreisnin I Ungverjalandi, 23. október 1956, vakti glfurlega athygli, en enginn gat komiS þeim til hjálpar, sem um skamma stund háðu vopnlausa baráttu með venjulegum rifflum gegn rússneskum skriðdrekum. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.