Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Page 10
 WS00&. Ilonda er einn þeirra snjöllu og dug- miklu Japana. sem á sfðustu 30 ár- unum hafa gert Japan að þvf fram- leiðslustórveldi, að Bandarfkjamenn standa þeim einir framar. Ætlaöi mer fyrst og fremst að grœöa peninga segir Schichiro Honda sem byrjaði með tvœr hendur tömar, en hefur komið upp iðnfyrirtœki með örs veltu uppð 190 milljarða kröna SVIP MYND Ilin frægu Honda-mótorhjól voru upphafið, en nú framleiðir Honda ekki sfður bíla og smábfllinn Ilonda Civic hefur svo að segja lagt undir sig Bandaríkjamarkaðinn. SOICHIRO Honda hefur alla tið verið litt gefinn fyrir það að vera undir aðra settur og lengst af verið sjálfs sín húsbóndi. Árið 1948 stofnaði hann dálitla vél- hjólaverksmiðju. Höfuðstóllinn nam jafnvirði rúmlega 500 þús. króna og starfsmennirnir voru 34. Honda Motor Company hét fyrir- tækið og heitir enn. Það er nu fyrir Iöngu orðið meðal hinna stærstu í Japan. I fyrra nam salan meiru en milljarði dollara, eða um 190 milljörðum króna. Fyrir þremur árum kom Honda öllum á óvart; hann lét af yfir- stjórn fyrirtækisins og setti yngri mann i sinn stað. Honda var þá 65 ára gamall. í Japan háttar svo til, að menn á sjötugs-, áttræðis- og jafnvel níræðisaldri ráða lang- mestu um viðskipti og stjórnmál. Því veittist mörgum erfitt að skilja það, að Honda lét af for- mennsku í fyrirtæki sínu rétt orð- inn hálfsjötugur. Ég hitti Honda að máli fyrir skömmu og lagði þá fyrir hann fáeinar spurningar um þetta og annað skylt. „Getið þér nefnt mér eitthvað sérstakt, sem þér teljið yður og samstarfsmenn yðar hafa gert til hagsbóta fyrir almenning?" „Það er kannski helzt, að ég hefi vakið mínum líkum einhverj- ar vonir, — mönnum, sem langaði að verða eigin húsbændur en voru efnalitlir. Það kann að vera, að fordæmi mitt hafi gagnazt ein- hverjum slikum. Það er lika hugsanlegst, að við höfum valdið einhverju til almenningsheilla í vanþróuðum ríkjum. En mér þyk- ir „hagsbætur“ fullstórt orð. Sannieikurinn er sá, að ég ætlaði mér aldrei að gera neitt til hags- bóta fyrir alþýðu manna. Ég ætl- aði mér fyrst og fremst að græða fé. Hins vegar er það svo, að þeg- ar fyrirtæki vex og verðu mikils háttar, fara forráðamenn þess gjarnan að hafa á orði framlag þess til þjóðfélagsins. Þá kemur að þvf að „leggja sitt af mörkum til samfélagsins". Ég sjálfur hef aldrei alið með mér svo háleitar hugmyndir. Ef einhverjir halda því fram, að velferð almennings hafi vakað fyrir mér alla tið, þá fara þeir með lygi“. „Teljið þér, að enn sé svo mikið svigrúm í þjóðfélaginu, að ungir menn, próflausir og efnalitlir, geti leikið það eftir, sem yður tókst?“ „Já, ég held það. Ég held, að það sé hægt enn. í Japan, og reyndar lika í Bandarikjunum, eru og hafa alltaf verið einhverjir vegir færir einbeittum mönnum og dugmiklum. Þeir geta enn komið fram ætlan sinni, ef þeir vilja. Enn er svigrúm; það hefur aldrei farið svo, að ekki væru einhver ráð“. „Setjum nú svo, að ungur sveitapiltur vildi koma undir sig fótunum hér i borginni rétt eins og þér forðum. Hvað munduð þér ráða honum? Telduð þér ekki heillavænlegast fyrir hann að byrja á þvi að mennta sig, fara í háskóla?" „Ég mundi ráða honum að gera það, sem honum sýndist. Mennt- un er mikils virði, en háskóla- menntun ein dugir mönnum ekki til velgengni. Ég fór aftur I há- skóla 28 ára gamall. Ég var á höttum eftir þekkingu, sem kæmi beinlinis að gagni, hagnýtri þekk- ingu. Ég stefndi aldrei að prófum í minu háskólanámi og hirti ekki um prófgráðu. Ég komst svo að orði við háskólarektor, að ég tæki bíómiða fram yfir prófgráðu vegna þess, að ég fengi þó altént sæti í bíó ef ég framvísaði miðan- um, en alveg væri óvist, að ég fengi vinnu, þótt ég drægi upp prófskjalið. Ég tel mikilvægast af öllu, að foreldrar reyni að fá börn sín til að gera sér ljóst hvað þau vilja og hvað þau geta helzt, og veiti þeim tækifæri til þess að þroskast og efla hæfileika sfna“. „Finnst yður vcra orðið mikið bil milli yðar og jafnaldra yðar annars vegar og ungs fólks hins vegar?“ „Já, það finnst mér. Tímarnir eru ákaflega breyttir. I minu ung- dæmi var óhugsandi, að ungling- ur bæri brigður á orð kennara síns. Nú rengja unglingar orð kennara sinna og eru ekkert ragir við það. Þetta lfkar mér vel. Nú orðið getur ungt fólk látið skoðan- ir sínar i ljós, ef það lystir“. „Hvað finnst yðar um vélhjóla- riddarana, sem eru bæði til vandræða í umferðinni og halda vöku fyri fólki um nætur?“ „Mér þykir leitt, að þeir valda fólki vandræðum. En meðan það eru ekki stórvandræði held ég, að við verðum að líta þannig á, að unglingum beri þau forréttindi að vera eldra fólki til leiðinda. Rosknir menn, sem fárast yfir unglingunum, ættu að rifja upp eigin æsku. Ætli æði margir rosknir og ráðsettir menn hafi ekki verið fyrirferðamiklir á yngri árum? Mér sýnist, að fáir menn fæðist fullkomnir. Þeir verða að fá að alast upp og þrosk- ast smám saman, og uppeldi er margþætt. Allir verða að heyja sér reynslu, hver með sínum hætti. Gamalt fólk ætti að minn- ast eigin æskudaga áður en það fer að skamma unglinga. Og ráð- settu fóiki þýðir enda lítið að ávita þá, sem fyrirferðarmeiri eru; hinir síðar nefndu taka ekk- ert mark á þvf. Þess vegna er unglingum í nöp við roskið fólk. Áður en roskið fólk fer að segja unglingunum til syndanna ætti það að spyrja sjálft sig þess, hvor- ir séu betri, þegar öllu sé á botn- inn hvolft. Eru það ekki fullorðn- ir, mestan part, sem ljúga í tíma og ótima, þiggja mútur og stunda annan ósóma?" „Teljið þér, að ungt fólk nú á dögum búi við minna öryggi en var, þegar þér voruð að alast upp? Á undan förnum áratugum hafa orðið geysihraðar framfarir í tækni og samféalgsmálum. Haldið þér, að unga fólkið fái reist rönd við upplausninni sem orðin er í þjóðfélaginu?" „Það er nú fremur, að gamla fólkinu veitist erfitt að fylgja straumi tímans. Ungu fólki þykir breytingar sjálfsagðar. Það er ókunnugt liöinni tíð og tekur heiminum eins og hann kemur fyrir. Éldra fólkinu finnst aftur á móti, að eitthvað hafi glatazt. Veröld þess, er breytt frá því, sem var, og því veitist erfitt að semja sig að nýjum háttum". „Það má heita, að öldungar ráði mestöllu í Japan. Til dæmis að nefna er Toshiwo Doko, formaður Keidaren, áttræður og Takeo Fukuda, forsætisráðherra 71 árs gamall. Hvers vegna létuð þer af stjórn hálfsjötugur?" „Doko treystir sér ákaflega vel, þótt hann sé orðinn áttræður. Ég treysti mér ekki jafnvel. Ég er fráleitt viss um það, að ég sé manna færastur. Þess vegna hætti ég 65 ára gamall. Auk þess er það svo, að þeir, sem sitja að völdum fram á gamals aldur baka sér óvild yngri manna. Og fátt þykir gömlum mönnum meira um vert en það, að ungir menn kunni vel að meta þá. Þannig er mér að minnsta kosti farið. Loks er á það að líta, að ég komst ekki leiðar minnar óstuddur; ég naut hjálpar margra góðra manna. Nú vil ég fara að endurgjalda þá hjálp. Þess vegna lét ég af stjórn fyrir- tækisins og sneri mér að ólaunuð- um störfum“. „í síðustu þingkosningum reytt- ist mikið fylgi af Frjálslynda lýð- ræðisflokknum. Teljið þér það hafa verið þvi að kenna að ein- hverju leyti, að ungir menn voru orðnir langleiðir á öldungunum, sem hvarvetna voru fyrir þeim og vörnuðu þeim frama?“ „Það er alveg áreiðanlegt. Og þetta er mikið ólán. Það væri til mikilla bóta, að menn færu að draga sig í hlé ýngri en tíðkazt hefur. Meinið er, að menn greinir á um það, hvenær þeir verði gaml- ir. Toshiwo Doko, sem við nefnd- um áðan, hefur haldið fram svip- aðri skoðun og ég í þessu efni. Hann telur, að stjórnmálamenn ættu að hætta sjötugir. En sjálfur er hann orðinn áttræður og held- ur enn um stjórnartaumana! í siðustu þingkosningum kusu sjö milljónir manna í fyrsta sinn. Allt var þetta fólk á þrítugsaldri. Það var von, að það kysi sina líka. Og það verður eldra fólkið að gera sér Ijóst. Ungt fólk dreymir drauma um nýja og betri tið. I síðustu kosningum greiddi það atkvæði sin þeim, sem það hélt, að hefðu fullan vilja til þess að koma fram umhótum. Það er bersýni- legt, að öldungarnir eru á undan- haldi“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.