Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Side 15
Afjörðu ertu kominn ÞaS er góður hvur genginn segir máltækið. í samræmi við þá skoðun þykir einlægt tilhlýði- legt að kveðja hvurn samborgara með nokkurri viðhöfn um leið og hérvistardögum lýkur og honum er komið undir græna torfu. Þessi athöfn tekur breytingum frá einum tíma til annars og er út af fyrir sig fróðlegt athugunar- efni. Ekki er ýkja langt sfðan þurfti þrjár athafnir til að koma manni sómasamlega í gröfina. Fyrst var kistulagning, síðan húskveðja og loks jarð- arförin sjálf. Húskveðjan hafði þá sérstöðu, að þar tóku leikmenn til máls og mun það jafnvel tíðkast enn í Þingeyjarsýslum og kannske víð- ar. En yfirleitt hefur þessi athöfn verið lögð niður. Undarlegur er sá siður að tíunda æviferil hins látna í útfararræðu, vegna þess að þeir sem viðstaddir eru, þekkja þann feril venjulega út í hörgul. Prestum hefur einlægt verið mikill vandi á höndum f þessu efni. Aðstandendum er gjarnt að meta útfararræðuna líkt og strangur gagnrýnandi metur leiksýningu. Kannske er það þessvegna, að prestar hafa æði oft þótt ósparir á hólið f lokaúttektinni um þann, sem genginn er til feðra sinna. Minningargreinarnar f dagblöðunum eru svo kapftuli út af fyrir sig og vonandi dettur það sérfslenzka fyrirbæri ekki uppfyrir f bráð, að alls ókunnir alþýðumenn fái heilsfður um sig, ef einhver verður til að skrifa. Samkvæmt kristinni trú er sálin farin „meira að starfa guðs um geim" eftir Ifkamsdauðann og Ifkið er þá hismi eitt, sem Ifta mætti á svipað og úr sér gengin föt — og sameinast jörðinni með tfmanum. Samt rfkir furðulegur tvfskinn- ungur f þessu efni eftir nærri þúsund ára kristni f landinu. Mér er nær að halda að æði margir hugsi oftar til hins látna f gröfinni en einhvers- staðar á himnum, samanber: „Sá held ég snúi sér við f gröf sinni". Fyrir hver jól upptendrast kirkjugarðurinn f Fossvogi af fjölda rafmagns- Ijósa, sem aðstandendur hafa komið fyrir á leiðum látinna ættingja og ástvina. Bæði þetta og annað tildur við grafir, hlýtur fremur að flokkast undir rammasta heiðindóm en kristna Iffsskoðun. Hitt er svo annað mál, að hvur og einn má fara að eins og honum sýnist mfn vegna og þetta er ekki sagt til að amast við því. Ef einhver friðar samvizkuna með rafmagns- peru, þá er það fullgilt og sjálfsagt að láta það eftir sér. Tildur við Ifk og grafir gengur þó skammt hér á móti því sem þekkist í öðrum löndum og telja sig prýðilega kristin. í Bandarfkjunum eru til að mynda starfræktar sérstakar snyrtistofur, sem „gera upp" lík. Þetta er litið eitt óhugnanlegur bfsnis, en ku gera vel f blóð sitt. Gamalmenni eru yngd upp á dánarbeðinum og upptærðir krabbameinssjúklingar fá eftir dauðann upp- stoppuð andlit og heilsusamlegan roða f kinnar. Óhugnanlegast af öllu er, að á eftir fer athöfn, sem þeir kalla „viewing" (að skoða) eða „open casket" (opin kista). Þá safnast þeir saman, sem vilja sýna hinum látna og aðstandendum hans virðingu og dást að handverkinu. Þar þykir þetta sjálfsagt og eðlilegt — öðrum þykir eitthvað sjúklegt við þennan sið; þar á meðal sumum löndum okkar, sem búsettireru vestra. í vikuritinu Newsweek gat að líta þá frétt fyrir nokkru, að einhversstaðar f Amerfkunni væri byrjað að byggja blokkir handa dauðum f stað þess að spandera landrými undir kirkju- garða. í ráði var að byrja á tólf hæða húsi sem rúmaði að mig minnir nokkur þúsund grafhúsi og kostaði að vonum mikið að fá „geymslu" á slfkum stað. Það var þó talið mest framfara- spor, að fyrir snilli tækninnar átti að vera hægt að aka á bfl gegnum fyrstu hæðina, ýta á hnapp og sjá: Niður kemur sérstök lyfta með kistu hins látna ástvinar. Þegar þannig er komið fer viðhorfið óneitan- lega -að minna á Forn Egypta, sem voru æfina hálfa að vinna fyrir grafhýsi og byggðu heilar borgir yfir þá dauðu. Þannig endurtekur sagan sig. Kristni í nærri tvöþúsund ár og miiljónir predikana um eilfft Iff sálarinnar virðast ekki geta komið f veg fyrir það. Gfsli Sigurðsson Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu 1 U'"'1 híla gflSfl H«‘ft ftsCU) £UÍ> tcem- ÍT ÍLÍr■ IR. Pír- URV- vetK FRKl ÍKöiQ iar,f —> L Æ T u R 1r> f A R A E seiH IÐ M A L A N m S 'b L V I ■ 1 L L ÍVOlK v*rc- fic 5 \ R iJMUS '!fir t í> ICA?L- Mr. Blo^. I£> r*n- ierM <N<\ Wí* keit- ií> S N A a A VZÍ u R 1 L L A F R u N T A i B d A R m inVf- u*. N ý 4 R LoF- éK R 'o A p 'A R A R ►VfttP K sp s U e 5 F Á 1 R R l T U N u M s HUC»- O.V.- INN 5 1 N N 1 £ «Mt- ftK 5 N 0 T 1 R i f4 (UlS í H E ! í> m S K I N N 1 m S A K T«*9- 1 £ T‘ « r»rKi 3 M A £ TU íK-no AI A U T 1 N i£I E R T K»rr 'A T A K ) N M ‘jjika ‘aa R A C. A T T A R N A F ^u*>- N 'A M A F p! 7* T~ '0 R A R A <X N I F A L L Á 1 L L HH.' ílM- K A R A N '1 A fTT- (K- 61 T\ A L L lh i ÚM-&- VPíftíA 5 Tfc- &NCk~ U R G.ZTór\ CkTL. ■ íflrst- Huy. þRÆtA PUK- RP- /1 Tll- HNER- IN&, T f/Eí> 1R KRoPPfí Fe sr i. ATvimiu á.e.e/N KV- A f&iRt SM/Z t>l MTulC- u (R- 1 Kionr- A R. oHR- E/MK Uf HOR- A€>R 1 /* AFtfoM- 5TUK- EG/L- TftRM 5KR' if- i nihm- K 1 Dlú- uR trlr + R 5 % m €fí.\c- FÆfil kv ev'- Xuftr Kó'nfii.- /U2- LflUL- AÐ t R Ulf/HN V KdMASt Hb'V- DCElF- AR lKR- KoMft I LL- 1 NN VirLftHi ÓiToRB ^JTÖfti/- * ft HVIDLIM ilÍEMJu.- ■ Uí.- 1 ua TÖF SlePP- T 1 ö V'eGKT- FÆfR l ■ fTíKI CfíLL % HC- evf- llsit-U, HU< - PRoTT- ÍM M LPLi- 1 M Ck L'iKAMÍ- MLur//VM ■FMAt Möí ÍVEJ.CUR : • T* SkR- ÚFftN KEIFt Kvm AULt +■ AT- ofiKfl SPIL- IÐ UND- 1Ð ÞAT-rfl 3KIUN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.