Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1977, Blaðsíða 16
JA,ÞE1R HATfl MI6 KANN6KI EKKI, >
EN £6 EZ I/ISSUM AtÐ þElRHÁFA
HORN ' SÍPU MINNI!
Sex sögur...
Framhald af bls. 3
gjörist með mér. Ég vil fremur
vera einn með nóttinni.
Er þú stígur upp til himna
þinna síg ég niðrf vfti mitt og
jafnvel þá kallarðu yfir óvæð-
an flóann sem aðskilur okkur:
„Samferðamaður! Félagi!“ Og
ég svara þér: „Samferðamað-
ur! Félagi!" þvf að ég vil eigi
að þú sjáir vfti mitt. Logarnir
myndu hlinda þig og reykur-
inn kæfa þig. Og ég kann vel
við hel mfna. Eg elska hana
svo mjög að ég ieyfi þér eigi að
heimsækja hana. Ég vil frem-
ur vera einn í vfti mfnu.
Þú elskar sannieikann, feg-
urðina og réttlætið og þér til
geðs þá segi ég þetta ágætt og
þykist elska þessa hluti en
djúpt í hjarta mér hlæ ég að
þessum frumreglum þfnum
þótt ég láti þig eigi sjá hlátur
minn. Ég vil fremur hlæja
einn.
Þú, vinur minn, ert góður,
hciðvirður og vitur og það sem
meira er: þú ert fullkominn en
ég á hinn bóginn ræði við þig
af spakviti og heiðarieik
en.. .ég er brjálaður. Ég ein-
ungis bregð grímu á brjál mitt
því að ég vil fremur vera brjál-
aður einn með sjálfum mér.
Vinur minn, þú ert eigi vin-
ur minn en hvernig get ég lát-
ið þig skilja það? Vegleið mfn
er ei vegleið þfn en engu að
sfður göngum við saman hönd
f hönd.
Fugla
hræðan
Dag nokkurn spurði ég
fuglahræðu: „Þú hlýtur að
vera þreytt á því að vera ætfð
kjurr á þessum einmanalega
akri.“
Og hún svaraði mér: „Bless-
un þess að hræða er djúp og
varanleg; ég þreytist aldrei.“
Eftir andartaks umhugsun
sagði ég: „Þetta er rétt þvf að
einnig ég hefi kynnst þessari
blessun.“
En hún svaraði mér: „Að-
eins þeir sem hálmi eru troðn-
ir fá kynst henni.“
Þá yfirgaf ég fuglahræðuna
án þess að vita hvort hún hefði
lofað mig eóur lastað.
Leið nú eitt ár og fuglahræð-
an varð heimspekingur.
Og er ég átti að nýju leið
framhjá sá ég að tveir hrafnar
höfðu gjört sér hreiður undir
hattinum hennar.
Sámur hinn
spaki
Einn góðan veðurdag átti
hundur nokkur afar spakur að
viti leið framhjá kattahóp.
Og þar eð hundurinn sá að
kettirnir er virtust f þungum
þönkum töluðu saman og tóku
eigi eftir nærveru hans þá
stansaði hann til að hlusta eft-
ir því sem þeir sögðu.
Stóð þá upp stór köttur, al-
varlegur og gætinn á svip,
snéri sér að félögum sfnum og
sagði: „Bræður, biðjið og er
þér hafið beðið einu sinni og
tvisvar og einu sinni enn þá
mun án efa rigna músum úr
himninum."
Er hundurinn heyrði þetta
hló hann með sjálfum sér og
yfirgaf kettina um leið og
hann sagði: „Blinda og óvitra
kattarkyn. Stendur eigi skrif-
að og hefi ég eigi alltaf vitað
og foreldrar mfnir á undan
mér að það sem fellur af himn-
um ofan er vér lyftum hjört-
um vorum f bæn og áköllun
eru ekki mýs heldur bein.“
Sjálfin mín
sjö
Á þöglustu stund næturinn-
ar er ég var til rekkju genginn
og sveif millum svefns og vöku
settust sjálfin mín sjö á ráð-
skraf og hvfsluðust á:
FYRSTA SJÁLF: ÖII þessi
ár hefi ég búið f þessum brjá-
læðing og eigi gjört annað en
Iffga písl hans um daga og
vekja upp sorg hans um nætur.
Ég get eigi lengur borið örlög
mfn og gjöri þvf uppreisn.
ANNAÐ SJÁLF: Bróðir, ör-
lög þfn eru léttvægari en mín
þar eð mér hefir verið áskapað
að vera gleðinnar sjálf í þess-
um brjálæðing. Eg hiæ er
hann er kátur. Syng á hans
hamingjustundum og dansa
vængjuðum fótum um glöð-
ustu hugsanir hans. Það er ég
sem rfs upp gegn svo þreyt-
andi tilveru.
ÞRIÐJA SJÁLF: En hvað
segið þér um mig? Sjálfið sem
af munúð er uppæst. Logandi
brandúr villtra ástrfðna og
ótrúlegra óska. Það er ástar-
innar sjúka sjálf sem gjöra á
uppreisn gegn þessum brjá-
Iæðing.
FJÓRÐA SJÁLF: Ég er
aumast yðar allra því að mér
féll hatrið og niðurrifsöflin f
hlut. Það er ég, illviðrasjálfið,
borið f niðdimmum holum hel-
vftis sem mestan hefi réttinn á
að mótmæla þjónkun minni
við þennan brjálæðing.
FIMMTA SJÁLF: Nei, það
er ég. Sjálf hugsunarinnar og
ímyndunaraflsins, þjáð af
hungri og þorsta, dæmt til að
váfra stefnulaust í leit að hinu
ókunna og óskapaóa. Það er ég
en eigi þér sem hefi stærstan
réttinn til að rfsa upp.
SJÖTTA SJÁLF: En ég?
Vinnusjálfið, hinn kreppti
verkamaður sem með löngun í
svip og f þolgæði handa sinna
gefur dögunum smáttogsmátt
lögun og skepur úr formiaus-
um frumefnum nýjar og eilff-
ar myndir. Það er ég, einfar-
inn, sem gildastar ástæður
hefi til að gjöra uppreisn gegn
þessum óværa brjálæðing.
SJÖUNDA SJÁLF: Undar-
legt þykir mér að þér skuluð
öll rísa upp gegn þessum
manni fyrir það eitt að hvert
yðar hafi sitt ákveðna ætlunar-
verk að vinna. Æ, hversu mik-
ið gæfi ég eigi fyrir að vera
eitt yðar með afráðinn starfa
og örlög sköpuð en ég hefi
ekkert afmarkað hlutverk. Ég
er sjálfið sem ekkert gjörir. Sá
sem dvelst f hinu hljóða og
tóma rúmi sem ei er rúm og f
tfma sem ei er tími meðan þér
með yóar striti hafið áhrif á
mannsins lff. Segið mér,
grannar, hver skal uppreisn
gjöra, þér eður ég?
Þá er sjöunda sjálfið hafði
lokið máli sfnu litust hin sex á
með vorkunn f augum en
sögðu ekkert og er nóttin
dýpkaði lögðust þau hvert af
öðru til svefns í nýrri og un-
aðslegri afgift.
Einungis sjöunda sjálfið
vakti og mændi rýnandi aug-
um innf gapið tómt að baki
allra hluta.
l'lKffamli: II.f. Vrvakur. Ruvkjavfk
Framk\ .stj.: Ilaraldur Svfinsson
Rilsljórar: Mallliias Johanncssen
St> rinir (íunnarsson
Rilslj.fllr.: (iísli SÍKurðsson
AunKsinuar: Arni (iarðar Kristinsson
Rilstjórn: Aðalstræti 6. Simi 10100