Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1977, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1977, Blaðsíða 3
alltaf einhverjir, sem liggja þar rúmfastir. Frá þvi um áramót höfðu sex farþegar látist um borð. Þeir ljúka ferðinni aungvu að síður — í sérstökum kæliklefa. Sem sagt gott. Og allt í einu liggur þessi lifurgrái ævintýra- heimur á höfninni og þegar komið á bátnum upp að hlið skipsins, er það eins og tiu hæða hús og maður undrast að annað eins ferliki skuli ekki fara á hliðina. Það er 26 þúsund tonn og til samanburðar má geta þess að olíuskipið Hamra- fell, sem til þessa er stærsta skip i eigu Islendinga, var 16 þúsund tonn. Sá hluti skipsins, sem að farþegum snýr er 6 hæð- ir eða dekk og er hægt að koma fyrir um 650 farþegum ef i hart færi. Reyndin er hinsvegar sú, að hinir öldruðu farþegar eru gjarnan einstæðir og vilja frem- ur borga meira en vera í kelfa með öðrum. Þessvegna voru aðeins 440 farþegar. Ahöfnin er hins vegar 340 manns og má af þvi marka, hver þjónusta er á boðstólum. í þetta sinn var Kungsholm á 6 vikna siglingu, sem hófst i New York, en Reykjavík var fyrsti viðkomustaður á leiðinni til Norður Noregs. Siglt er allt norður til Knöskaness ( Nord- cap) og með sex viðkomustöð- um i hinum rómuðu norsku fjörðum suður til Öslöar. Þaðan er siglt inn í Eystrasalt, allt til Leningrad, en þaðan með við- komu i Hamburg, Amsterdam og fleiri Vesturevrópuhöfnum, unz lagt er á Atlantshafið að nýju frá Le Havre í Frakklandi og endað í New York. Markaður fyrir ferðalög af þessu tagi mun stærstur i Bandarikjunum, þar sem milljónerar í bandaríkjadölum eru taldir vera viðlika margir og íslendingar allir. Farþegarn- ir voru líka nær einvörðungu bandariskir. Það segir sina sögu um rekstur fjölþjóðlegra fyrirtækja, hvernig staðið er að útgerðinni. Svíþjóð er heims- frægt skattaviti og vonlaust að gera skipið út þaðan, enda þótt það heiti að vera sænskt. Heimahöfnin er Monrovia í Liberiu og þá er heldur ekki skylda að ráða hálaunaða Svia í áhöfnina. Þjónaliðið er að mestu leyti ítalskt og er hvort- tveggja, að Italir eru snjallir í þeirri grein og mun léttari á fóðrum. Hvað kostar svo veizlan? Sex vikna túr eins og áður er lýst kostar að meðaltali eina milljón íslenzkra króna, en allt uppí 1,6 milljónir í dýrustu vistarverun- um. I sérstakri orðsendingu til farþega, sem liggur frammi í skipinu, er mælt með þvi að hver farþegi reiði af hendi 2 dali í drykkjupeninga á dag í matsal og aðra 2 dali fyrir her- bergisþjónustu, en sanngjarnt þykir að drykkjupeningar nemi samtals 7H% af heildarfar- gjaidinu og séu þeir látnir af hendi hálfsmánaðarlega í löng- um siglingum. Drykkjupening- ar verða varla undir 100 þús- und krónum í sex vikna ferð og með ferðum, sem farþegum er gefinn kostur á I landi, fara dýrustu fargjöldin hæglega uppi 2 milljónir á mann. Það er að sönnu mikið verð, en þess má geta til samanburðar, að tveggja vikna ferð til London — Amsterdam — Frankfurt — Parísar og heim, kostar um 500 þúsund með því að fljúga á afsláttarfargjaldi og búa á miðlungshótelum. Það er svipaður kostnaður á viku og um borð i lúxusskipi eins og Kungshólm. Munurinn er þó sá, að um borð í Kungs- holm er margfalt fleira innifal- ið i verðinu. Of langt mál yrði að telja það allt upp, en nefna má samtals 17 sali, sem farþegar geta notað að vild. Barir eru þrir, tveir bóka- og lestrarsalir og fjögur spilaherbergi með sérstökum spilaborðum. Þar eru hár- greiðslu- og snyrtistofur, bæði fyrir karla og konur, sundlaug inni og önnur úti, finnskt gufu- bað og æfingastöð. Ýmiskonar verzlanir eru þar og glæsilegir reyksalir, konsertsalur, bió, 310 sæta leikhús og lyftur milli hæða. Þar eru tennisvellir og net til að slá í golfbolta og hægt að fá bæði tennis og golf- kennslu. Þrjár hljómsveitir starfa í skipinu, þar er nætur- klúbbur og „show“. Viljirðu hlusta á fyrirlestra um ferða- lög,- þá standa þeir til boða; viljirðu læra að dansa, þá er danskennari til taks, viljirðu læra að spila bridge, þá eru einnig til -kvaddir kennarar í þeirri grein og sé giktin slæm, þá er nuddari til taks, og guðs- þjónustur fara fram á sunnu- dögum. Um kvöldið létti Kungsholm akkerum og skrúfurnar tvær byrjuðu að mjaka ferlikinu út á flóann. Það hafði létt upp, aldrei þessu vant og kvöldsólin varpaði skini sínu á spegilslétt- an hafflötinn. Eftir dálitla stund bar Kungsholm við sjón- deildarhring; það var eins og dálitil bauja, sem minnkaði si- fellt. Undarlegt að hugsa til þess, að öll þessi ósköp skuli vera þar innanborð: Heill heim- ur út af fyrir sig, þar sem allt gengur svo að segja i hæga- gangi og stressið er víðsfjarri — næsta óraunverulegur heim- ur, án sambands við umheim- inn að því er virðist. En stað- reynd aungvu að siður Gisli Sigurðsson Á myndinni a8 ofan sést ms Kungsholm á siglingu: Sænskt skip, skráð í Afríku, með ítalska þjóna og bandaríska farþega. Að neSan sjást herlegheitin neðan þilja: Borðsalurinn, kalda borðið, ein af hljómsveitum skipsins, útisundlaugin og loks ein af vistarverum farþeganna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.